Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						50
TtMINN
nyti jafn almcnns Irausts og vin-
sælda og hann naut um Borgar-
fjörð, þann tíma sem hann starf-
aði fyrir kaupfélagið. Hann var
mikill maður á velli og fríður, en
ekki að sama skapi hraustur.
Hann var að búa sig undir að
takast á hendur stærri verkahring.
Hann braust í því að komast
þangað sem hann sá að sæti var
óskipað, en þurfti að vera skipað
vel, og lét hvorki styrjöld né aðra
margfalda erfiðleika verða sér
Þránd í Götu. Það var markmið
hans og metnaður að verða full-
trúi islenskra samvinnumanna á
Englandi, hann var búinn að und-
irbúa sig undir það starf svo vel
sem unt var. Hann var sjálfkjör-
inn orðinn til þess starfs. Hann
sagði svo í bréfi til þess sem
þetta skrifar: »... Samvinnan
heima, kaupfélögin, þarfnast manna,
aem hægt er að treysta, ekki af
því að ég vilji á neinn hátt telja
mig í þeirra röð, en ég hefi kept
að því, upp á eigin spýtur, að gera
mig hæfan til að starfa fyrir þau,
á víðtækara sviði og koma á sam-
vinnu milli þeirra og félaganna
hér (í Skotlandi) og vona ég að
það takist. ... Ég er öruggur með
framtiðina og vona fastlega að
mín sterka löngun að komast á-
fram og verða sjálfstæður og nýt-
ur maður fyrir fósturlandið mitt,
rætist á sinum tíma«. — Hann var
byrjaður á þessu verki, en þá tók
æðri hönd í taumana.
Vandfylt skarð er höggvið í
fylking íslenskra samvinnumanna
er Edvard Runólfsson er fallinn
frá. — íslenskir bændur, sem hing-
að til hafa nálega einir borið
þroska til þess af íslendingum að
stofna samvinnufélög, eiga þar á
bak að sjá manni, sem var búinn
að sýna það, að hann var hins
besta trausts verður, enda bar
hann og hið besta traust til þeirra
og trúði á mikla framtíð þess fé-
lagsskapar hér. Til þess að geta
unnið fyrir þann félagsskap hafn-
aði hann mörgum góðum stöðum,
sem honum stóðu opnar ytra.
EartöluræktiD á Reykjanesi.
Eftir Guðmund Jónsson
frá Skeljabrekku.
--------       (Niðurl.)
Upptekning og hanstvinna. —
15. september lagði eg af stað suður
til að annast um  uppskeruna. —
Hafði eg ráðið  8 fullorðna menn
til  þess  starfa  og  leigt 4 hesta.
Vegna  storma komumst  við ekki
þangað suður fyr en 18. sept,  og
var byrjað að taka upp þann 19.
Eg hafði  ætlað mér að plægja
upp kartöflurnar annað hvort með
venjulegum plóg eða með kartöflu-
plóg,  sem  Gróðrarstöðin  lánaði.
Én sökum þess,  hve jarðvegurinn
var  fastur  og  köglóttur,  gat það
ekki tekist. Notaði eg hestana aðal-
lega til að plægja upp landið, það
sem  komist varð  yfir,  jafn-óðum
og  tekið  var  upp.  Kartöfluhaka
hafði eg beðið Þorstein Tómasson
járnsmið að útvega,.en þeir iíomu
ekki, svo eg  varð að  láta  stinga
upp hvert gras með kvisl eða spaða.
Að upptekningunni unnu um 30—
40 manns,  7 fullorðnir  karlmenn
hitt kvenfólk og drengir. Tekið var
upp úr  öllu  landinu,  þótt  léiegt
væri það lakasta, og var því lokið
3. október.  Var  uppskeran  síðan
sálduð í þrjár stærðir, stórar kart-
öflur (yfir 40 gr.).  Útsæði (frá 20
—40 gr.) og smælki. Notaði eg til
þess einfalt áhald (hörpu) sem eg
hafði látið  gera og  gekk það vel.
— Auk  þessa var unnið að  því,
að  koma  fyrir 75 tn. af útsæðis-
kartöflum til næsta árs; voru þær
grafnar í 5 gryfjur, þrjár af þess-
um^gryfjum voru 1,25 m. á breidd,
en tvær tæpur metri. Dýptin var
50 cm., en lengdin eftir þörfum.
Gryfjurnar voru fyltar á barma af
kartöfium, siðan tyrfðar og huldar
með mold, 1,20 m. þykku lagi. —
Einnig lét eg aka saman þara, sem
svarar 300—4-00 hlössum rotnuð-
um.
Uppskera. Uppskeran varð 150
tunnur með smælki, sem var 17 tn.
Af uppskerunni voru, eins og þeg-
ar er getið, teknar 75 tn. og geymd-
ar til útsæðis, en hitt var selt í
Reykjavík. Uppskeran hefir því
orðið 2/3 hlutar af útsæðinu. —
Orsakirnar til svo slæmrar upp-
skeru virðast fyrst og fremst hafa
verið, hve óhentugt útsæðið var,
einkum vegna þess, hvernig sum-
arveðráttan réðist. Þurkar og næð-
ingar urðu þessu landi, sem er
mjög þurt og sendið, til hins mesta
tjóns, og hlaut það að koma lang
verst niður á seinþroska útlendum
tegundum. En megin hluti útsæð-
isins voru þess konar tegundir.
Auk þess hefir það áhrif á hlut-
föll milli útsæðis og uppskeru, að
útsæðis-kartöflurnar voru stærri
en nokkur venja er lil, og fór því
þriðjungi meira útsæði í hverja
dagsláttu en venjulegt er, þótt
kartöflunum væri skift.
Af útlenda útsæðinu reyndist
»Rosen« best, en af þeirri tegund
var ekki nema 1 tn. til. — Næst
reyndist »Up to Date«, en þó getur
veriö, aö það sé ekki fyllilega að
marka, því sú tegund var sett
með því fyrsta, og í moldar-meiri
hluta sáðlandsins.
Það besta af útlendu kartöflun-
um gaf tvöfalda uppskeru, en
það lakasta (siðast sett) 4—5-falt
minna en útsæðið. Hvanneyrar-
kartöflurnar gáfu þrefalda uppskeru.
— I eina röð, 150 m. langa, fékk
eg vel spíraðar kartöflur frá Fögru-
Leiðbeiningar í húsagerð.
Bændurl Stríðið er á enda, en
byggingarefni er þrátt fyrir það
ekki lækkað í verði svo nokkru
nemi. Þess vegna er nú meir áríð-
andi en nokkru sinni áður fyrir
ykkur, sem byggja þurfið, að leita
upplýsinga í tíma og fá uppdrætti.
Leiðbeiningar veittar ókeypis, en
fyrir  uppdrætti tekin væg borgun.
Jóhann Fr. Kristjánsson
Simi 697B,   Laugaveg 27,   Rvik.
völlum í Garði, voru þær kartöflur
heldur smáar, og gáfu nær 7-falda
uppskeru. Slæ/sta kartaflan (Up.
to Date) var 350 gr.
Kostnaður. Eins og reikningarnir
sýna, eru bein framlög til þessa
fyrirtækis: Úr landssjóði 37,000 kr.
Vextir 51,78 kr. og bráðabirgða-
lán frá Bunaðarfélagi fslands 865
kr. 90 a., eða alls 38017,68 kr. —
Upp í þetta á fyrirtækið í eignum
13681 kr., og er þá ríflega gert
ráð fyrir fyrningu á áhöldum, skúr
og girðingu, eins og reikningarnir
bera með sér. — Tekjuhallinn í ár
verður þvi 24363,68 kr.
Einstakir kostnaðar-liðir, sero
ekki koma fram á reikningunum
í einu lagi, eru: verkalaun hafa
numið samtals 7868,36 kr., hesta-
leiga 1708,65 kr., keypt hey 3245.
kr. 25 a., og flutningur til og frá
Garðsskaga 2248,54 kr.
Framtíðarhorfur. Landið, sem
tekið var tíl ræktunar varaltgrasi
gróið; þriðjungur af því var þýfður*
en hitt slélt; jarðvegurinn í þyfða
landinu og út frá því, var moldar-
borinn skeljasandur, og er það um
6 hektara svæði. Hitt alt er miklu
sendnara og rætið og því lakai<*
til ræktunar.
Eins og gefur að skilja er þegar
stigið örðugasta sporið í ræktun
landsins.  Nú eru 16 dagsláttur af
Frá Petrograd.
Fyrir jólin kom sendiherra Dana
kammerherra Scavenius og frú
hans frá Petrograd til Danmerkur.
Sögðu þau margt fréttnæmt af veru
sinni þar í landi, frá harðstjórn
»Bolschevickanna« og hörmungum
þeim öllum og landplágum er þjá
þá vesalings þjóð.
Eftir stutta dvöl í Danmörk
héldu þau til Parísar og hefir
Scavenius skýrt fulltrúum Banda-
manna þar frá ástandinu í Rúss-
landi, og hvað hann álíti þeim
ráðlegt og bráðnauðsynlegt til
bragðs að taka svo óstjórnin rúss-
neska breiðist ekki út til annara
landa sem skaðvæn bráðapest.
Hefir hann skýrt frá skóla nokkr-
um er núverandi Rússastjórn hefir
í Moskva. Er þar kendur »fagnað-
arboðskapur og kenningar Bolsche-
vicka«. Sitja þar á skólabekk menn
frá flesöllum löndum heimsins,
Indverjar, Japanar, Englendingar,
Frakkar.  Eiga  þeir  allir  seinna
meir cr tækifæri gefst að halda
heim til sin til þess að kenna út
frá sér, koma á verkfölluin æsa
upp lýðinn og grfpa til valda þeg-
ar þar að kemur. Heldur Scavenius
þvi fram, að það sé nauðsynlegt
fyrir framtíð og velferð álfunnar
að Bandamenn taki rögg á sig og
sendi her manns til Rússlands og
hrífi stjórnina'úr höndum Lenins
og Trotzkys og þeirra félaga. Tel-
ur. hann her þeirra heldur veiga-
lítinn enn sem komið er, en hann
eykst óðfluga eftir því sem lengra
líður, því menn ganga þeim á
hönd til þess að fá mat.
Ekki ber á því enn, að Banda-
menn vilji leggja í það að senda
her til Rússlands þó bersýnilegt sé
að kenningar og vald Bolschevicka
breiðist óðfluga út. Stjórnarherr-
arnir og þjóðskörungarnir er sitja
á ráðstefnu í París fara helst í
kringum Rússland eins og kettir
um soðpott, tala um að einangra
landið, að sjá um nægar matar-
birgðir til nágrannalandanna, að
jarðvegur verði þar enginn fyrir
uppreisnaranda  Rússa.  Pá  hafa
heyrst raddir um, að mest sé um
vert að koma miklu feitmeti þang-
að sem kæfa á uppreisnarandan
með mat, því það muni mikið að
kenna fitueklunni í heiminnm, hve
mannfólkið er æst og uppstökt
gegn fyrri kenningum og yfir-
boðurum.-      /
, Getum hefir verið leitt að því
hvernig á því standi að Banda-
menn séu ófúsir á að senda her
til Rússlands; að þeir óttist að
Bolschevickar geti náð áhrifum á
dátana og talið þá á sitt mál,
þeir verði linir í sóknum þar, en
harðari fylgismenn Bolschevicka er
heim kemur.
Og vist er um það að þeir hafa
þegar sendimenn út um allan heim
til þess' að tala máli sínu. Óeirðir
meða! verkalýðs víðsvegar um
heim benda í þá átt. Þeir hafa
jafnvel þegar gert harðar árásir á
jafn friðsama þjóð og Dani. Fyrir
stuttu komst það upp að á fundi
einum í Stokkhólmi hafi þeir talað
sín á milli um að flugrit dygðu
iítt handa Dönum þeir yrðu að
koma   liðsmönnum   sínum  sem
verkamönnum inn í allar helstu
verksmiðjur í landinu til þess að
hægt yrði að »agitera« í verka-
mönnum munnlega. Hve langt það
er komið áleiðis er eigi kunnugt.
En dagana sem herfangar Banda-
manna fóru um í Danmörku um
áramótin frá Miðveldum á heim-
leið komst lögreglan á snoðir um
að Bolschevickar höfðu sendimenn
sína alstaðar á takteinum þar sem
mikið var um herfanga, til þess
að reyna að koma inn hjá þeim
uppreisnaranda sínum.
En hvað vilja þeir, þessir menn,
og hvernig er umhorfs í ríki þeirra
og höfuðborg, Petrograd?
Frú Scavenius sagði dönskum
blaöjmanni frá lífinu þar, eins og
þaðf er nú:
Afnám eignaréttarins er tilfinn-
anlegust stjórnarráðstöfun jafnaðar-
mannanna rússnesku, eða sam-
eignarmannanna ef svo mætti
kalla þá. Enginn rússneskur þegn
má eiga meira en eitt rúm, eitt
borð, einn stól og fötin sem hann
er í og önnur til skifta. Allar aðrar
eigur eru gerðar að þjóðareign og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52