Tíminn - 01.03.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.03.1919, Blaðsíða 1
TÍMíNN að minsta kosti 80 blöð á ári, koslar 5 krónur árgangurinn. AFGREWSIA' i Reykjavik Laugaveg 18, simi 286, át um land i Laufási sími 91, III. ár. Reykjavíb, 1. rnars 1919. 14. blað. Samgöngur i fofti. Ólíklegt er að íslendingar leggi hluslir freinur við öðrutn framfara- nýungum utan úr heim en þeim, sem snerta samgöngur í lofti. — Enda eru framfarir þar slór-stigar og af tilraunastigi, þegar um skap- legar vegalengdir er að ræða. Bretar hafa þegar skipað sér- stakan loitsamgangna-ráðherra og selt yfir nýja ráðuneytisskrifsiofu, enda eru þar stórhuga ráðagerðir nm notkun þessara framfara. — Bresk félög hyggjast að koma á fót risaloftförum á öllum helstu póstleiðum, yfir Atlantshaf, til Ind- lands og( Ástralíu, og miðstöðin fyrirhuguð í Lissabon í Portúgal. Frakkneskur herforingi einn er að skipa í keríi loftsamgöngum þar í landi. Eiga aðal-áætlanaleið- irnar að vera átta út frá París, á alla vegu, og sumar út úr landinu. Fastir viðkomustaðir með tvö lil þrjú hundruð rasta millibili, en önnur loftför fara hringferðir um sömu stöðvar, og líkist þelía þá einna mest kóngulóarvef. Til ferð- anna á að nota »tví-palla«-flug- vélar og eru fjórar aflvélar í liverri með 200 hestöflum-hver vél, kæmi því ekki að sök, þótt bilun ætti sér stað meðan ein er eftir. Jafn- hliða verða setlir upp vitar hæfi- lega margir til þess, að samgöngu- tæki þessi komi að notum á nótt sem degi. Þá eru loftskeyli einnig notuð í þarfir þessara samgangna, flugvélarnar geta veilt þeim við- töku. Burðarmagn þessara frönsku véla nemur sem svarar 15 hest- burðum. Þá berst sú fregn frá Bretuin, að nú hafi verið smíðað loftfar með nýrri gerð, er það bátur að neðan, gelur því sest á sjó og sigtt leiðar sinnar, en hafið sig upp aftur hvenær sem er; yrði þetta mjög til þess, að ríða slig á örðug- leika við langar vegarlengdir yfir sjó, ef vel reyndist. Meðan Lloyd Geoige dveiur á friðarráðstefnunni í París, bregður hann sér daglega heim til þess, að sinna starfi sínu þar. Fer hann þá á milli í loftförum. Eru þau þannig gerð, að þar getur hann setið í notalega raílýslu farrými og búnu öðrum þægindum. Tvær slundir fara í hvora ferð. Má geta Því nærri, að lífsháski er það ekki talinn, að ferðast með slíkum sam- göngutækjum, úr því Brelar þora trúa þeim íyrir Lloyd George svona daglega. Við eigmj, þér rudda leið eins og aðrir. — Góð flugvél kostar á- móta mikið og þokkalegur mótor- bálur, Og naumast ættu samgöng urnar eins og þær cru að spilla þvi, að þessi leiö yrði reynd. Kauðsyn flokkaskiítiugar. Mönnum hrjóta þau orð af vör- um stundum, að best væri að pólitisku flokkarnir væru ekki til, af þeim leiði rneira ilt en gotl. Hér er á ferðinni hinn mesti misskilningur. Föst og Ijós flokkaskifting i landsmálum er einmilt hin mesta nauðsyn, hún er undirstaðan undir lýðfrjálsu sljórnskipulagi, hennar má alls ekki án vera eigi það skipulag að blessast vel. Undirslaðan er þessi: Alþingiskjósendur í hverju ein- asta kjördæmi ganga saman í flokka eftir því sem þeir eiga sam- an, eftir þeim málum sem þeir vilja hrinda í framkvæmd, eftir þeim nreginstefnum sem uppi eru í landsmálum. Þessi félagsskapur velur ábyggilegan mann úr sínum hóp, sér um kosning hans, og hann fer með umboð flokksins á alþingi, til þess að berjast fyrir þeim áhugamálum sem flokkurinn hefir á dagskrá. Á alþingi ganga þvínæst þeir í flokk saman sem kosnir eru af sama flokki. Sá flokkur sem hefir meiri liluta skipar og stjrður lands- stjórn sem hrindir áhugamálum flokksins endanlega í framkvæmd. Aðhaldið og eftirlitið er neðanað og uppeftir. Félögin f kjördæmun- um bera ábyrgð á þinginönnunum og þingflokkurinn á sljórninni. Ef þingmaðurinn bregst stefnunni velja kjördæmafélögin annan næst þegar kosið er. Ef landsstjórn bregst stefnunni er ný skipuö. •Tafnframt því sem aðhaldið er þannig neðanað og uppeftir, íyrir þingmenninga og landsstjórnina, ber meirihluta flokknrinn fufla ábyrgð á stjórn landsins og fjár- hag í heild sinni, gagnvart þjóð- inni. Það verður beint lífsskilyrði fyrir flokkana að slanda við loforð sín og að framkvæma það sem þeir hafa vald lil á hinn besta og réttasta hált. Kjósendurnir hafa það þannig beint í hendi sinni að þeim sé stjórnað eins og þeir. vilja og geta þegar tekið í taumana, er út af ber. Þangað til þessi undirstaða er fengin, er það ekki nema nafnið tómt að tala um lýðfrjálst stjórnar- skipulag í landinu. Þessa undirstöðu eigum við ís- lendingar eftir að leggja að miklu leyli, þess vegna hefir stjórnmála- lífið verið óheilhrigt, þess vegna hefir æ verið ura alt of mikið fesluleysi og framkvæmdaleysi að ræða í sljórmnálunum inn á við. Aðhaldið hefir vantað neðan að fyrir þingmennina, því að sam- stæðir flokkar i innanlandsmálum íiafa ekki verið til í kjördæmun- um. Þess vegna hafa þingmenn- irnir verið kosnir af handahófi og hafa getað hegðað sér eins og þeim bauð við að horfa á þinginu, hringlað milli flokka, brugðist lof- orðuin sinum, gerl hrossakau]) o. s. frv. Aðhaldið fyrir landsstjórnina hefir og vantað frá þinginu, um innan- landsstjórnina. Hún var venjulega skipuð með tilliti til eins einasta máls, sem ekki kom innanlands- stjórninni við neina óbeinlínis. — Flokkurinn, sem studdi hana, var mjög mislitur um innanlandsstjórn- ina. Afleiðingarnar: festu-og fram- kvæmdaleysi inn á við. Og þjóðin gat ekki komið fullri ábyrgð á hendur neinum fyrir mistökin. Enginn einn bar ábyrgð- ina. Allir 'vora samsekir. Undir- stöðuna vantaði til þess að einn bæri ábyrgðina og að honum væri hægt að ganga. Lausn málanna út á við hefir nú tekið burt tvískinnunginn í ís- Ienskú sljórnmálalífi. Sá tvískinn- ungur hefir verið eina afsökunin sem þjóðin liefir liaft, að leggja ekkí hinn nauðsynlega grundvöll til að stjórna sér sjálf. Nú er lienni lífsnauðsyn að leggja grundvöllinn fyrir næstu kosningar, til þess að fá inn á þingið sam- stæða framsóknarmenn, sem telja það skyldu sínu að bjarga þjóðar- búinu á hinum erfiðu tímum, sem í hönd fara, tii þess að fá stefnufasta, á- kveðna og samstæða landsstjórn, til þess að einhver aðili sé til í landinu, sem ber fulla ábyrgð á stjórn landsins og ölluin fram- kvæmdum og fjárhag, til þess að stemma að ósi hið óheilbrigða og siðspillandi pólitiska ástand, sem nú er i Inndinu. Það er þjóðarnauðsyn, að meir sé vandað til næstu kosninga en nokkru sinni áður. I’að er þjóðarnauðsyu, að fyrir næslu kosningar liafi áhnganienn- irnir í hverju einasta kjördæmi gengist fyrir félagsmyndun sam- stæðra manna innan kjördæmisins, sem tekur það að sér að útvega kjördæminu ábyggilegan þingmann og sér um kosning hans. Leggur honum það skýrt upp í hendurn- ar, hverri stefnu hann á að fylgja og tekur ábyrgð á honiím. Með þeirri undirstöðu ' kemur annað af sjálfu sér. Og í rauDÍnni er það svo, að enginn stjórnmálaflokkur á að gela látið sér detta í hug að ætlast til að fá þingmenn kosna, eða að bjóða sig fram til þess að takasl á hendur stjór^i landsins — Ieggi hann ekki skýrt fram hvað hann ætlar að gera, leggi hann eltki um leið þennan grundvöll í kjördæm- unum. Vinstrimannaflokkurinn íslenski er hinn eini, sem hefir gert liið fyrra og er að gera hið síðara. Hann er einni stjórnmálaflokk- urinn sem hefir dregið áltveðnar og hreinar línur í innanlandsmál- unum, bæði í aðalatriðum og ein- stökum greinum. Og hann mun fyrir kosningarnar leggja fram á- kveðna stefnuskrá um það, hvað hann ætlar sér að gera næstu árin. í velflestum kjördæmum er nú sumpart búið, sumpart verið að leggja grundvöllinn, sem er félags- skapur samstæðra framsóknar- inanna, sem tekur að sér ábyrgð- ina að velja og vinna að kosningu áb3rggilegs manns. Vinslrimannaflokkurinn er því hinn eini sein rækir skyldu sina sem pólitiskur flokkur, sá eini sem gelur boðið þjóðinni trjrgging fyrir því, hvert stefnt verði og hvað verði gert, fái stefna hans yfir- höndina, sá eini sem hægl verður að koina fullri ábyrgð á hendur, sá eini sem sýnir hreinan Iit, sá eini sein búinn er að taka fullkomlega afleiðingunum af því, að ísland er orðið fullvalda ríki með frjálsu stjórnarfyrirkomulagi. Vinstrimannaflokkurinn iieilir á alla frjálslynda menn í landinu að leggja hönd á plóginn um að leggja með sér undirstöðuna undir það, að framtíð íslands geti orðið björt og mikil, með þvi að skipa sér undir merki hans, mynda traustau félagsskap í liverju ein- asta kjördæmi, sem sendir á al- þingi s samstæða framfaramcnn, sem skipa og styðja samstæða og framsækna landsstjórn. Efnafræðiprófi við Háskólann hafa lokið: Jónas Sveinsson, Val- týr Albertsson, Björn Árnason og Guðm. Guðmundsson, allir með 1. ág. einkunn, og Páll Sigurðsson, Steingrímur Eyfjörð, Skúli Guðj- ónsson og Ágúst Brynjólfsson, allir : með 1. einkum. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.