Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						66
TIMINN
fundahöld þar, simi, póststöð o.
s. frv. Þar sem þessi skilyrði eru
ekki fyrir hendi, þar yrði þessu
skipulagi ekki komið á.
Mætti geta þess, að þar sem
þetta væri látið svo óbundið, land-
ið ræki ekki á eftir að öðru leyti
en því að heita ríflegum styrk, þá
þarf ekki að gera ráð fyrir, að
þetta skipulag kæmist á fyrst um
sinn nema t. d. á einum stað i
sýslu. Væri þá sú leið opin, að
nota skólahúsin og kenslukraftana
nokkurn tíma á vetrinum (2—3
mánuði) til barnafræðslunnar, en
binn timann til unglingafræðslu,
enða væri þá það umdæmið þeim
mun stærra, unglingarnir gætu
sótt skólann úr allri sýslunni og
viðar að, eftir því sem samkepni
yrði milli skólanna, þann tima sem
sá skóli stæði.
Mætti enn fremur minna á þá
tilhögun, sem dæmi er til um, að
sameina  kirkju  og  skólabygging.
Hvað ynnist við þetta skipulag?
Eg vil vera svo bjartsýnn að
trúa  því að a. m. k. tvent ynnist.
Fyrst og fremst það að fræðslan
yrði að mun betri. Það. afleita á-
stand sem nú er um fræðsiuna til
sveita mundi batna að stórum
mun og það ekki einungis þar sem
þetta skipulag kæmist á.
Þetta einmitt í sveitum, þar sem
það á lengst i land að koma á
hinu endanlega skipulagi, vegna
örðugleika og kostnaðar.
Þetta einmitt í sveitunum, sem
hafa lagt til og munu leggja til
bestu og heilbrigðustu starfskraft-
ana hjá þjóðinni. Og er það ein
aðalástæðan, að hraða sér að stiga
þau skref þegar, sem unt er að
stíga, um að menta og þar með
koma fram á slarfssviðið þeim
kröftum sem þar eru til.
Og þetta er vitanlega aðalatriðið.
Hitt er það sem veit að mann-
inum sem með þetta starf færi.
Með því tvennu, að launa hon-
um svo sæmilega að hann gæti
lifað, gæti átt ráð á að kaupa bæk-
ur og tímarit, gæti átt ráð á að
taka sér fri á sumrin, til mentun-
ar og hressingar, og hinu að fá
honum nógu stóran andlegan verka-
hring, sem hann gæti unnið í allur
og óskiftur, — með þessu tvennu
segi eg, að ættu að skapast miklu
betri skilyrði til þess, að þar sem
þessi maður væri, ætti bygðarlagið
virkilegan andlegan leiðtoga, mann
sem bæði gæti og teldi sér skylt
að vera forystumaður á andlega
sviðinu allur og óskiftur. Og það
verður aldrei metið hve mikið gott
getur leitt af slíkum manni.
Þessum tillögum er skotið fram
án þess að þær séu gjörhugsaðar,
til þess að koma hreiíing á málið,
til þess að menn ræði það á þess-
um grundvelli, enda mun rúm látið
i té hér í blaðinu til þess að ræða
málið með og móti.
. Og það skal endurtekið sem áður
er sagt, að þetta er ekki hugsað
öðruvísi en sem bráðabirgða skipu-
lag, og menn beðnir að athuga
um leið og þeir dæma þessar til-
lögur, ástandið eins og það er,
og að undirstöðuatriði er það að
það yrði lagt á vald héraðanna að
koma á þessu skipulagi og á vald
prestsins og kennarans að taka þvi.
XJm ækólamáJ.
Skólamálin íslensku eru að miklu
leyti i »grænum sjó«. Allir eru ó-
ánægðir. Foreldrar barna og ung-
linga, þeirra sem i skóla fara.
Námsfólkið sjálft, og þá ekki sist
kennararnir. Og ef skynbær gestur
kæmi í bæinn, og rannsakaði hlut-
ina eins og þeir eru, þá geri eg
ráð fyrir að bonum fyndist óánægj-
an á góðum rökum bygð. Að lík-
indum hefir islenska þjóðin versta
skólafyrirkomulagið sem til er
norðan Mundíufjalla.
Sumir myndu af þessum stað-
reyndum draga þá ályktun að við
ættum að leggja niður alt skóla-
hald. Helsta röksemdin gegn því
er sú, að þó að við höfum lélega
skóla, þá hafa margar þjóðir góða
skóla. Gengileysi okkar í þessum
efnum er því að kenna, að við
höfum kastað höndum til fram-
kvæmdanna í uppeldismálum. Lán-
að erlent form, en ekki andann,
sem einn gaf forminu gildi. Þeir
einir hafa bjargfasta ótrú á allri
aðhlynning frá rikisvaldsins hálfu,
skólum og uppeldi til handa, sem
eru þaulkunnugir göllum islensku
skólanna, en vita lítið eða ekki
neitt um reynslu annara þjóða í
þessu efni.
Ef skaplega væri að farið, myndi
skólahald geta borið óvenjulega
mikinn árangur hér á landi. Veld-
ur því námfýsi, fróðleiksfýsn og
bókelska þjóðarinnar. Ekki skortir
heldur aðsókn að mentastofnunum
okkar. Allar holur fullar, jafnvel
þar sem vistin þykir vest. Þessi
einkenni mættu verða að hinu
mesta liði, ef reynt væri, áður
langt líður að koma í verk óhjá-
kvæmilegum endurbótum. Myndi
sjálfstæði landsins og framtíðar-
gengi í lililli hættu, ef vel og heppi-
lega yrði ráðið fram úr mentamál-
unum. Umræður eru fyrst stigið.
Síðan koma framkvæmdirnar.1)
1) Helstu umbótatillögur nýfram-
komnar eru i greinum Arnórs Sigur-
jónssonar og Þórólfs Sigurðssonar í
nýútkomnu hefti Réttar. Enn fremur
grein Árna Þorraldssonar í Iðunni og
Eydals í Degi. Verður síðar vikið að
sumum þeirra.
Tvó nýmæli hafa komið fram í
skólamálunum á siðustu árum.
Bæði merkileg, Virðast í fljótu
bragði ósamrýmanleg eins og eld-
ur og vatn, en eru það þó ekki,
ef betur er að gáð. Önnur krafan
er sú, að mentamálsfrömuðir lands-
ins verði að taka tillit til islenskra
staðhátta og þjóðreynslu. Er þar
einkum átt við sjálfmenlun almenn-
ings, sem eigi rætur jafn langt
aftur í timann og saga-landsins nær.
Hún sé að mörgu leyti einstæð í
sinni röð, og henni eigi islenskt
þjóðerni líf sitt að þakka. Því er
haldið fram, að það væri þjóðar-
ólán, ef þessi þráður yrði slitinn,
og misheppileg skólavist látin vera
einvöld um uppeldi þjóðarinnar.
Hin krafan er sú, "að tekið sé
fult tillit til helstu erlendra fyrir-
mynda. Ekki megi láta sér nægja
að líkja eftir okkar bálfskapaða
skólafyrirkomulagi. Fyrirmyndir
séu altaf að skapast með mentuðu
þjóðunum. Það megi þó varla
minna vera, en að það besta sem
til er, sé þekt hér, og reynt að
færa sér í nyt þær fvrirmyndir.
Ekkert virðist sanngjarnara, en
að vel sé tekið í báðar þessar
kröfur. Sjálfsmentin íslenska er
merkileg. Hún þarf að fá nægi-
Iegan stuðning, til að geta notið
sin fyllilega. í þvi efni er þjóðlega
fyrirmyndin best. En af þvi að
sjálfmentun getur ekki útrýmt skól-
unum, heldur hefir sitt sérstaka
svið, er ekki annars kostur, en
að freista að gera þá skóla sem
til eru sæmilega úr garði. Þar koma
erlendu fyrirmyndirnar meir til
greina. íslenska reynslan er á þvi
sviði ærið veigalítil.
Af nýungum úr erlendum skóla-
mála-hreyfingum, sem borist hafa
hingað til lands, og vakið nokkra
eftirtekt, má einkum nefna tvent.
Annað eru rannsóknir um líkamlega
og  sálarlega þróun barna og ung-
Sálarrannsóknarfélagið
og kirkjan.
Tiðindum þykir það sæta, að
stofnað er sálarrannsóknafélag í höf-
nðstaðnum. Munu margir gleðjast
yfir stofnun þess, þvi megni það,
að ná því markmiði, er það stefnir
að, skiftir það miklu fyrir allar
sannleiksleitandi sálir; sist ætti
kirkjunni að vera það tjón, að
vísindalegar sannanir fengjust fyrir
einu af þýðingarmestu grundvallar-
atriðunum í kenningu hennar, o:
kenningunni um lif og sjálfstæði
mannsandans eftir andlátið. ís-
lenska kirkjan hefir hingað til lát-
ið stefnuna afskiftalausa og mun
væntanlega gera það enn fyrst um
sinn. Stefnan er kornung, og því
varla þess að vænta, að hún hafi
visindalegar staðreyndir að bjóða.
Þótt einstöku visindamenn hafi
hallast að henni, og það sumir
ekki fyr en sorg og ástvina-missir
þrengdi að bjarta þeirra, þá verð-
ur kirkjan að sjálfsögðu, að gæta
allrar varúðar, áður en hún tekur
gildar staðhæfingar þeirra, og fer
að breyta boðskap sinum um þetta
efni, o: prédika skoðun í stað trúar.
Forvigismenn »spírítista«-stefnunn-
ar, ættu að láta sér nægja, að kirkjan
sýnir þeim fult umburðarlyndi,
meðan starfsemi þeirra er á þessu
bernskustigi. En þar sem kirkjan
hefir nú sýnt stefnunni þeíta um-
burðarlyndi, undrar mig það næsta,
hve kalt andar í garð kirkjunnar
í ræðum þeim, er haldnar voru
við stofnun sálrannsóknafélagsins
um daginn í Reykjavík. Tveir af
aðal-ræðumönnunum, Einar H.
Kvaran og Þórður Sveinsson, gera
ástand kirkjunnar þar að umtals-
efni og kveða þann dóm upp yfir
því, að það sé kolsoart gróðurlaust
flag.
Hvað felst i þessum dómi? —
Að kristindómurinn, í þeirri mynd,
sem hann er nú boðaður, sésvift-
ur sínu upprunalega lífsafli, og
veiti því dauða en ekki lífi inn í
sálir mannanna.
Að alt trúarlif sé þvf aldauða f
landinu.
Að engin sál lifi nú framar i
lífssamfélagi við guð.
Að hvergi verði vart við kærleiks-
ávexti kristindómsins i lííi manna.
Að bænir manna séu kraftlaust
andlaust orðagjálfur, eða eigi sér
ekki stað.
Að alt hið góða, fagra og göf-
uga, sem kristindómurinn fyrrum
glæddi í björtum manna, merkist
nú ekki framar; í akri hjartnanna
geti ekkert að líta annað endautt,
kolsvart og gróðurlaust flag.
Enn fremur segir Þórður Sveins-
son, að þekking kirkjunnar á ósýni-
legum heimi og sambandi við hann
sé glötuð.
Hvflíkur ógna dómur.
Sem betur fer er það gefið i skyn,
að lífsstefnan sjálf, kristindómur-
inn, og höfundur hennar eigi hér
ekki sök að máli, og hlýtur því
sökinni að vera beint að boðber-
uro hennar, og þá í raun og veru
öllum þeim, er kenna sig við hana,
en auðvitað hlýtur þó klerkastéttin
að  bera  þyngstu  ábyrgðina. —
Mér kemur ekki til hugar að mót-
mæla þvi, að vér verkamenn kirkj-
unnar séum veikir, breiskir og ó-
fullkomnir. En að starfsemi vor
hafi verið svo meingölluð frá rót-
um, að hún hafi því einu til vegar
komið, að gjörspilla gróðurmagni
kristindómsins í mannsbjörtunum,.
þvi leyfi eg mér að mótmæla ein-
dregið, sem allsendis staðlausum.
sleggjudómi. Og þá kröfu ætti að
mega gera til hinna heidruðu ræðu-
manna, þar sem þeir eru bæði
gáfaðir, mentaðir og sannleikselsk-
andi, að þeir slengdu ekki fram
slíkum dómum.
Það lætur að líkindum, að oss
prestunum ætti að vera kunnugra
um hið andlega ástand kirkjunnar
en öðrum. Nú get eg ílutt hinum
heiðruðu ræðumönnum þau gleði-
tíðindi, að dómur þeirra um á-
stand kirkjunnar er fjarri öllu lagL
— Eg kalla þetta gleðitíðindi bæði
af því, að eg býst við að hjörtu
ræðumannanna hafi fylst djúpri
hrygð er þeir kváðu upp þenna
óttalega dauðadóm yfir kirkjunni*.
og  af því  bæðí  mér og, öðrum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68