Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
67
Unga. Hitt er krafan um fjölbregtni
viðfangsefna í skólunum.
Rannsóknir um þróun skóla-
barna og námsmanna stefna að því,
að hver kennari þekki nokkurn
veginn nákvæmlega andlegan og
likamlegan mátt lærisveina sinna.
Samkvæmt því á að velja viðfangs-
efnin. Ekki að steypa alla í sama
móti, og hegna svo þeim sem ekki
komast fyrir í meðalmanns-mótinu.
Þesskonar rannsóknir tíökast mjög
í bestu skólum erlendra menta-
þjóða. Og það er ekki sýnilegt,
að án þeirra sé unt, að tala um
nokkra eiginlega uppeldisfræði.
Náskyldur þeim megingalla
skólanna, að steypa alla i sama
móti, er hin að hafa viðfangs-
efnin afar fábreytileg. Nær því
eingöngu andleg vinna, minnis-
áreynsla; alt verklegt vanrækt, svo
og íþróttir. Afieiðingin venjulega:
Veiklaður líkami, óbeit á likam-
legri vinnu og á andlega sviðinu
þreyta og sljóleiki.
Merkir erlendir uppeldisfræðing-
ar hafa bent á aðrar leiðir. Þeir
viðurkenna nauðsyn andlegrar á-
reynslu í skólunum. En þeir full-
yrða að likamann megi ekki van-
rækja, ef vel eigi að fara. Það sé
þessvegna viðunanlegí skólaform,
ef aðrir kostir samsvara, þar sem
dagsverk lærisveinanna er þrenns-
konar: Andleg vinna. Líkamleg
vinna. íþróttir.
Menn munu veita því ettirtekt
að einmitt þessi þrennskonar skift-
ing hefir meir en lítið komið til
greina í íslenskri sjálfmentun. Ef
til vill er henni þaðan kominn
kraftur sinn og kyngi. Má það
furðulegt heita, að landshættir og
reynsla hafa með nokkrum hætti
leitt afskektu heimskautaþjóðina,
eftir lífvænlegri vegum, en þeim
sem leiðtogar hennar fylgdu.
J. J.
JEfcitfresgn.
Gaðm. Finnbogason:
F-4 Sjónarheimi. —
Rvík 1918. — Sigfús
Eymundsson.
Bók þessi skiftist í 10 kafla:
Um lóðrétta, lárétta og skáhalla
hluti. Tvíhorf og jafnvægi. Gullin-
snið. Einfaldar myndir. Áhrif lita.
Fjarvidd. Fjarvidd i málverkum.
Ljós og litir í málverkum. Fegurð.
Svo mun reynast með þessa bók
eins og flest það, sem dr. G. F.
skrifar, að það er vinsælt og fjöl-
lesið. Efnið er nýstárlegt, að því
leyti, að sárlitið hefir verið á is-
lensku ritað um þessa hlið fagur-
fræðinnar. Varanlegur gróði fyrir
málið er að mörgum nýyrðum og
nýjum orða-samböndum* sem koma
fyrir í þessu riti. Höf. er prýðilega
orðhagur og á þann hátt, sem best
fer á, að menn finna varla nýja-
bragðið að ný-gervingunum. Þeir
eru gerðir í samræmi við insta
eðli málsins. — Bók þessi mun því,
hvað málið áhrærir, verða mjög
nytsöm öllum þeim, sem síðar vilja
rita um skyld efni á islensku. —
Annar af góðum rithöf.kostum dr.
G. F. nýtur sín dá-vel í þessari
bók. Það er tilvitnunarlist hans.
Hann kann liklega betur en nokk-
ur annar af löndum hans að krydda
rit sin og ræðu með snillyrðum úr
kveðskap og sögu. Á yngri árum
jós höf. full-mikið úr likinga-
brunnunum, og þótti þá ekki laust
við, að tilvitnanirnar bæru stund-
um ofurliði. Kemur það og fyrir
enn, og eru þess dæmi i bók þeirri,
sem hér er um að ræða. En miklu
oftar eru tilvitnanirnar smellnar
og frumlegar, lifga frásögnina, og
*regða birtu yfir efnið.
Þetta eru góðir kostir. Þá mun
og efnið sjálft verða mörgum manni
hugðnæmt.   Ýmsar  athuganir höf.
líklegar til að opna augu lesenda
fyrir fögru samræmi í línum og
litum.
Þrátt fyrir alla þessa kosti mun
það þó margra manna mál, er þeir
leggja frá sér þessa bók, að efnið
sé heldur veigalitið fyrir svo snjall-
an rithöfund. Eða öllu heldur, að
meiri fengur væri í því fyrir þjöð-
ina, að dr. G. F. beitti hæfileikum
sinum meir á sviði hagnýtrar sál-
arfræði, heldur en raun ber vitni
um i Sjónarheimum.
Höf. hefir valið sér að lífsstarfi
hina hagnýtu eða verklegu sálar-
fræði. Þar er stórkostlegt verkefni,
ónumið land, þar sem ríkuleg upp-
skera bíður hvers þess atorku-
manns, sem hönd kann að leggja
á plóginn.
Höf. var vel á veg kominn með
að sýna fram á nauðsyn og rétt-
mæti vínnuvisindanna. Þar vantar
að eins áframhaldandi starf, nýjar
tilrauuir, ný viðfangsefni, nýjar
haldgóðar lífsreglur.
Það er ekki eingöngu heimspeki
líkamlegrar vinnu, sem bíður úr-
lausnar hér á landi. Kenslumál
okkar eru enn á byrjunar- og
glundroðastigi. Hagnýta sálarfræð-
in þarf þar að leggja grundvöll,
ef vel á að fara. Og höf. Sjónar-
heima er einmitt maðurinn, sem
þjóðin hefir mesta ástæðu til að
vænta mikils af á þvi sviði.
Dr. Guðm. Finnbogason er allra
manna sanngjarnastur og umburð-
arlyndastnr er hann ritar um bæk-
ur annara manna. Það er ekki i
anda hans að segja það, en samt
mun það verða margra manna mál,
að helsti ókosturinn við Sjónar-
heima sé sá, að viðfangsefnið sé of
lítið fyrir höfundinn. — íslenska
þjóðin er svo fátæk af starfskröft-
um, að henni veitir ekki af, að
röskustu liðsmennirnir standi þar
í fylkingunni, sem hættan er mest.
Ur bré|um |rá
sveitaprestiim.
.....Mín  kirkju-hugsjón er:
rúmgóð þjóðkirkja. Eg legg áherslu
á trú (religio), en ekki játning
(confessio). í rúmgóðri þjóðkirkju
ætti að geta verið líf, þar sem hver
trúarskoðun nær rétti sínum.
En ef til vill virðast kirkjueign-
irnar þyi til fyrirstöðu. Mér skilst
þó, að ekki þyrfti svo að vera.
Vegna siðferðisins þarf ríkið að
hlynna* að trúboðinu. Náið sam-
band i milli þar.....
Við íslendingar verðum líklega
ekki meir en svo sjálfráðir um
kirkjumál vor, sogumst með
straumnum. Þetta eru afskapa
byltingatímar, en samt er nauðsyn
á, að vera sem best vakandi, og
geta áttað sig á hvert stefnir.
Okkar islenska kirkja stendur á
völtum fótum. Það er rnikill hluti
þjóðarinnar, sem veit lítið af henni
að segja, og virðist starfsemi henn-
ar óþörf, eða þá rekin á þann hátt,
sem fólk fellir sig ekki við. Al-
staðar út um land er það fjöldi
fólks, sem nálega aldrei sækir
kirkju. Er eðlilegt, að tvær grimur
renni á þá sömu, hvorl til vinnandi
sé að halda uppi þeirri stofnun,
sem að eins er notuð af fáum.
Auðvitað á prestastéttin sinn
hluta í ólaginu, en þjóðin má þar
sjálfri sér um kenna. Hún hefir
ekkert gert til þess, að fá sér þá
kennimenn, sem vaxnir séu starfinu.
Hún hefir mentað presta sina illa
og látið fjölda þeirra lifa við sult-
arlaun. Henni hefir ekki skilist,
að engum embættismanni er frekar
þörf á alhiiða mentun og andlegu
víðsýni en prestinum, sem á að
vera andlegt   Ijós og leiðtogi,   sem
kristindómsvinum er það hjartan-
legt gleði efni að slikur dómur
skuli ekki vera sannur. — Það er
sannleikur er enginn sá mun neita,
er kynnir sér máiið, að þrátt fyrir
allan vorn veikleika og breiskleika
er töluvert til af lifandi kristindómi
i kirkjunni, þótt sárin séu mörg
og gróðurlitlu blettirnir sumstað-
ar stórir, þá getur einnig að líta
fögur gróðurlendi.
Drottinn hefir verið og er enn
með kirkju sinni og blessar starf-
semina og styrkir veiku kraftana.
Hann er enn í kirkju sinni að
leiða sálirnar í lifssambandið við
sig, enn að glæöa hið fagra og góða
í mannshjörtunum með orði sínu
og anda, enn að þerra tregatárin
og græða syndasárin, enn að vekja
og glæða kærleikann til guðs og
manna. — Eg vil f þessu sam-
bandi benda mönnum á hve líkn-
arfus þjóðin er. Hvaðanæfa berast
fregnir um það, að ef hörmungar
eða slys bera að höndum hjá
mönnum, þá séu oðara réttar fram
margar bróðurhendur til þess að
líkna og bjálpa. Hvernig var þessu
ekki varið einmitt núna i sjúk-
dómnum mikla í höfuðstaðnum?
Ásamt sorgarfregnunum báiust
fagrar sögur um stórfelda liknar-
starfsemi. Eru þetta ekki fagrir
ávekstir kristindómsins? Eru ekki
fögur kærleiksverk, unnin í Krists
anda, ljósari vottur um lifandi
kristindóm en jafnvel fullar kirkj-
ur, fagrar ræður og bænir. Er
kristindómurinn ekki fyrst og fremst
líf í kærleika, líf í gUOi. — Guði
sé lof, að víða má sjá Ijósan vott
um þetta i kirkjunni þrátt fyrir
allar hennar meinsemdir.
Þá er það engu fremur satt,
sem Þórður Sveinsson segir, að
kirkjan haíi glatað þekkingu sinni
á hinum óýnilega heimi. Kirkjan
lifir í sömu trú og hún gerði i
öndverðu að þvi er þetta atriði
snertir, treystir enn orðum drottins:
»Eg lifi og þér munuð lifa«. Þessi
boðskapur drottins veit hún að er
óyggandi sannleiki og daglcga fá
börnin hennar að reyna, að i
henni býr huggandi og friðandi
kraftur, bæði fyrir deyjandi og
syrgjandi   sálir.   Þótt  kirkjan  telji
þennan boðskap drottins alveg full-
nægjandi fyrir menn i þessari til-
veru, gleðst hún eigi að siður yíir
því, ef ný vísindaleg sönnun fæst
fyrír sannleika hans.
Þá er skýrt frá því, að prófessor
Haraidur Nieisson hafi spurt, hvort
menn gætu bent sér á nokkuð
annað en »spiritismann«, er valdið
geti svona gersamlegri breyting á
lifsskoðuninni, sem þeirri er'lækn-
irinn hafði lýst. — Hví spyr pró-
fessorinn svo? Hann veit ofur vel,
að kristindómurinn hefir komið,
og kemur slíkum gerbreytingum á
lífsskoðun manna til leiðar. — Ef-
ast hann um að kristindómurinn
muni einnig geta það framvegis? —
Eg er svo bjartsýnn i þessu efni,
að eg hygg að þeir séu ekki fáir,
sem með hjartans tilfinningum geti
sungið sálminn: Eg heyrði Jesú
himneskt orð.
Eg á annars bágt með að trúa
þvi, að þessi harði dómur sé i
rauninni sannfæring mannanna. —
Þegar eg las hann, varð mér að
orði: »Og þú lika Einar Kvaran«.
Inndælu sögurnar hans Einars hafa
ávalt virst mér bera vott um svo
djúpan og réttan skilning á lifinu
og meinsemdum þess, að eg átti
svo bágt með að átta mig á því,
að slikur dómur gæti komið fram
af vörum hans. — Einar, sem
virðist vera svo kunnugur í völ-
undarhúsi mannlegra tilíinninga,
ætti að skilja, að slíkir dómar, geta
engu góðu til vegar komið.
Það er fjarri mér að fást um
það, þétt þeir hefðu notað þetta
tækifæri til þess að minnast á
meinsemdir kirkjunnar, og það
hefði verið mér gleði efni, ef þeir-
hefðu bent á meðul við þeim, en
ef þeir halda að eina meðalið sé
spiritisminn, þá skjöplast þeim
ákailega. — Eg vona að þeir sjái
nú, er þeir athuga þetta rólega, að
þeir hafa vegið með ósæmilegu
vopni að kirkjunni með þessum
dómi sinum, og geti þeir komið
auga á þennan sannleik, veit eg
að þeir eru þeir drengir að viður-
kenna hann, en þá er lika tilgangi
minum með þessum linum náð.
Bððvar Bjarnason.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68