Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						«8
TÍMINN
aðallega er falið, að hafa á hendi
sálræktina og ekki síður, að hon-
nm gefist kostur á, að auka anda
sinn með nytsamri þekkingu eftir
að í embætti er komið. Þetta tvent
mætti bæta. Nú þarf að gera sér
ljóst hvern skilning vér leggjum i
hugtakið prestur, hvert er hið
prestslega »ideal« nútímans.....
II.
.....Eg viðurkenni það,  að
eg er ekki prestur nema til hálfs
og varla það. Og eg er farinn að
sætta mig við það og skilja, að
af nútíðar-sveitaprestum verður
ekki meira krafist. Löggjafarvaldið
og þjóðarviljinn, eða það-sem eg
á minu máli nefni þjóðar-nisku,
skapar okkur þá aðstöðu, að við
verður ekki ráðið, þótt við lend-
um í búskaparsýsli og öðru um-
stangi. Berðu saman alt það, sem
eg hefi haft fyrir að afla mér
þekkingar og sérmentunar, alt það
fé sem eg hefi lagt af mörkum og
foreldrar mínir — við þann tíma
og það fé, sem sjómaður í verinu
þarf til að »ná prófkc í sinni grein.
Eg með mínar 1300 kr. — um
500 kr. uppbót á ári, og verð að
kosta mig af að öllu leyti, bann
með sínar 1500—2000 kr. og alt
frítt. Eg alt árið, hann í 4 mán-
uði. Hvar stend eg með alla mina
þekkingu fram yfir hann? Er það
ekki alveg einstætt, að þjóðin og
löggjafarnir hrinda okkur sveita-
prestunum bókstaflega út í brall
og búsýslu? Það skilst þó víst
öllum, að fyrsta og belsta skilyrði
til þess, að geta verið prestur, er
það, að lifa. En þegar mikið meir
en helmingurinn af kröftum manns
fer í baráttu fyrir líflnu, þá verður
líka minna en helmingur eftir i
prestsskapinn. Og til þess virðast
refarnir skornir. Vei þeirri þjóð,
sem svona fer með þjóna sina, þó
maður verði að sætta sig við það.
Hásk óliiin.
Hann gerði ráð fyrir, að fá að
taka próf við háskólann í islensku,
mun hafa fengið ádrátt um það,
eða skilið svo. En nú er sú raun
á orðin, að háskólinn lítur svo" á,
sem háskólalögin séu því til fyrir-
stöðu, að þetta geti orðið, þar eð
maðurinn er ekki stúdent. Hinu
mun honum gefínn kostur á, að
fá einhver vottorð um kunnáttu
frá kennurunum, sem einstökum
mönnum.
Hitt er það, að nýlega hafa verið
veitt verðlaun úr sjóði Jóns Sig-
urðssonar fyrir ritgerðir sögulegs
efnis. Jón Aðils fær 700 kr. fyrir
ritgerð um verslunarsögu íslands,
Guðbrandur Jónsson 500 kr. fyrir
ritgerð um kirkjubyggingar á ís-
landi í katólskri tíð og Magnús
Jónsson 300 kr. fyrir ritgerð um
siðaskiftin.
Guðbrandur Jónsson hefir þvi
að dómi verðlaunanefndar skilað
veigameiri ritgerð, en einn af kenn-
urunum við háskólann, en samt
sem áður getur hann ekki átt kost
á, að verja doktors-ritgerð við há-
skólann, af þvi að hann er ekki
stúdent.
Háskólalögunum þarf að breyta
um hvorttveggja þessara atriða.
Það á að flnna eitthvert sérstakt
form fyrir því, að aðrir en stú-
dentar geti tekið próf við háskól-
ann a. m. k. í islenskum fræðum.
Og a. m. k. í íslenskum fræð-
um eiga menn að geta tekið dok-
torsgráðu við báskólann, þótt ekki
séu stúdentar.
Það er rétt að halda í mikil
sérréttindi fyrir þá, sem gengið
hafa hinn venjulega skólagang og
tekið stúdentspróf. En að telja það
öldungis hið eina nauðsynlega er
með öllu óhæft. Það væri að marka
háskólanum alt of þröngan bás.
Til þess að háskólinn geti orðið
veruleg lyftistöng fyrir iðkun is-
lenskra fræða, verður hann að
leyfa fleirum að koma nálægt sér
og veita fleirum viðurkenningu, en
þeim, sem farið hafa alfaraveginn.
Fer um hann eins og aðrar
framkvæmdir, sem barist heflr verið
um, að fáum árum eflir að stofn-
aður er, hafa allir fengið opin augu
fyrir nauðsyn hans, og eru nú
fúsari en áður, að hlynna að.
Hefir háskólinn eigi all-lítið fært
lit kvíarnar frá því er hann var
stofnaður. Verður það og hið far-
sælasla, að Tiann vaxi hægt og
•sigandi.
Tvö tilefni gefast nú nýlega til
þess, að drepa á aðra breyting um
háskólann, sem er sú, að gera
verksvið hans rýmra, en nú standa
lög eða venja til.
Ungur maður, Þorbergur Þórð-
arson, hefir stundað íslenskunám
við háskólann nú í mörg ár. Er
hann *af kennurum sínum talinn
vel fær orðinn í þeim fræðum, og
fyiir meðmæli frá B. M. 0. o.fl. hefir
hann nú styrk af opinberu fé til
aðstoðar við samning íslensku
orðabókarinnar.
vita  um  það«.  Og nokkrir  af
Iærisveinnnum sögðu: »Já herra,
það er eins og hann segir.«  En
Drottinn  sagði:  »Sjáið þið ekki
hversu honum blæðir, heyrið þið
ekki  hversu  hann  kveinar  og
grætur?c<  En  þeir  svöruðu  og
sögðu:  Nei  herra,  við  heyrum
ekki  hversu  hann  kveinar  og
grætura. Og Drottinn varð hrygg-
ur og hann hrópaði:  »Vei yður
að þið heyrið ekki hversu hann
kvartar til  skaparans  og  grát-
biður  um  miskunn,  en þrisvar
sinnum  vei  honum  sem hann
kvartar og grætur undan i neyð
sinnk.  Og hann gekk áfram og
snart  dýrið.  Og  það stóð upp
og  sár  þess  voru  læknuð.  Og
Jesiijs sagði við manninn:  »Far
þú  og slá ekki framar,  til þess
að þér verði einnig miskunnað«.
Þetta  er ein  af mörgum »apo-
krýflsku«   sögunum  um  Jesúm.
Gefa þær oftast steina fyrir brauð,
þar  eð  frelsarinn er oftast gerður
að  töframanni,  eða  sögurnar  ná
ekki  hinni  siðferðilegu  hæð  og
hreinleik,   sem  einkennir  sögur
guðspjallanna.  Þessi  hefir  einna
mest  við sig,  í það að geta verið
sönn og er þó fáum kunn.
Meðaumkun með dýrum, er varla
almenn orðin enn. Á Krists tímum
hefir hún vafalaust verið sjaldgæf,
og ekki til á svo háu stigi sem um
ræðir í sögunni. Þarf ekki annað
en að benda á orð lærisveinanna.
Þótt sagan és »apokrý%sk«, þá er
hún þó lík frásögum guðspjall-
anna um Jesúm, að því leyti, að
hún hefir að geyma nokkuð af
þeim anda hans, sem samtíðar-
mönnunum fanst svo nýstárlegur,
af því að hann var svo langt fyrir
ofan þeirra skaplyndi og tilíinning-
ar. Fyrir áhrifin frá honum hafá
seinni kynslóðir hægt og hægt
nálgast það alment að skilja hann,
og aðallega, eða eingöngu, er það
þeim áhrifum að þakka, að með-
aumkun með dýrum, er svo almenn
orðin sem nú er.
Raftýsing Iijá bændum. —
Mæling á vatni, upplýsingar um
kostnað og annað er lýtur að raf-
stöðvum stórum og smáum önn-
umst við.
Skrifið okkur og biðjið um upp-
lýsingar. Við svörum tafarlaust.
H jf. Rafmagnsfélagið  tíiti og  Ijós.
Vonarstræti 8.    Reykjavík.
Jesús og dýrin.
»Og svo bar við að Drottinn
fór burt úr borginni og gekk
með lærisveinum sínum yfir
fjöllin. Og þeir komu að fjalli
nokkru og vegurinn var brattur
er að því lá. Þar hittu þeir
mann með klyfjaðan múlasna.
En skepnan hefði hnigið niður,
því að byrðin var of þung, og
maðurinn barði hana, og henni
blæddi. Og Jesús gekk til hans
og sagði: »Maður, hvers vegna
siær þú asnann þinn? Sérðu
ekki að hann er of kraftalítill
til að bera byrðina, og veistu
ekki að hann Ifður sársauka?«
En maðurinn svaraði og sagði:
»Hvað kemur það þér við? Eg
má slá hann, þar eð hann er
mín eign, og eg keypti hann
fyrir háa fjárbæð. Spurðu * þá
sem  með  þér eru,  því að þeir
Eins og bent var á í Tímanum
i vetur, er það mikill skaði and
legu lifi hér á landi, að ekki skuli
vera til eitt einasta sæmilegt ís-
lenskt leikhús. Má færa fyrir því
mörg rök og ljós, þó að ekki verði
hér gert, sökum rúmleysis. Að eins
drepið á eina hlið, þá sem mestu
sk'iftir. Hvernig má afla fjár til
fyrirtækisins, bæði í byrjun og til
árlegrar starfrækslu?
Sumum hefir komið til hugar,
að stór-efnamenn kynnu að vilja
gefa *of fjár til leikhússins. Stú-
dentafélagið mun hafa sett nefnd
i málið fyrir nokkru, sem mun
hafa átt að leita samskota. En um
árangur er ekki getið. Aðrir vilja,
að landið leggi íram stofnféð alt i
einu, eða með nokkrum árlegum
tillögum.  Þriðja að  Reykjavíkur-
bær  byggi  leikhúsið  og  standi
straum af því.
Stofn-kostnaðurinn gæti tæplega
orðið minni en 3—400 þúsund kr.
Og ósennilegt er að árlegur tekju-
halli yrði minni, eða mætti vera
minni, ef sæmilega ætti að hlúa
að leikendum, en 30 þús. krónur.
Það er þess vegna skiljanlegt, að
það kunni að líða dagur og vika,
þangað til stór-r>fnamennirnir, land-
ið, eða höfuðstaðurinn leggi leik-
húsið í lófann á almenningi.
Mestu vandkvæðin myndu vera
yfirstigin, ef áð unt væri, að sýna
fram á, að leikhúsið gœti borið sig,
að tekjurnar kynnu að verða svo
miklar, að stofnkostnaðurinn feng-
ist aftur að miklu eða öllu leyti.
Þá myndi auðveldara um framlög
úr Iandssjóði og af bæjarfé.
Að likindum er ein leið til að
haga byggingu og starfrækslu leik-
húss svo, að það geti staðið á eigin
fótum. Það er með þvi, að leik-
húsið sé jafnframt kvikmyndahús,
hið eina í Reykjavik. Gróðinn af
kvikmyndahúsinu œtti að geta vegið
á móti hinum eðlilega og óhjá-
kvœmilega tekjuhalla á leikhúsinu.
Þeir einu sem biðu tjón við
þessa ráðstöfun, væru eigendur
hinna tveggja kvikmyndahúsa í
Reykjavík. En að likindum gæti
annar þeirra komið til greina, sem
forstjóri áfram. Mætti bæta hinum
skaðann að einhverju, ef lög standa
svo til.
Bæjarstjórn Reykjavíkur og Al-
þingi eru vitanlega þeir aðilar, sem
eiga að ráða fram úr þessu máli
sameiginlega. Það myndi fremur
auðvelt, ef fylgt væri þessari stefnu.
Hún er engin nýjung, í mý-mörg-
um bæjum erlendis eru leikhús
og »bíó« sameinuð með þessum
hætti. Töluvert hefir verið rætt um,
manna ,niilli, að leysa hnútinn
svona hér á landi. En menn hata
látið sitja við orðin tóm. Nú kvað
eiga að fara að endurbyggja annað
kvikmyndahúsið. En það mætti
ekki verða, nema því að eins, að
séð væri um leið fyrir þörfum
leikbúss.
Hinsvegar ættu hlutaðeigendur
ekki að hraða sér of mjög með
einhliða framkvæmdir. Það gæti
orðið mjög óþægilegt fyrir eigend-
ur hins nýbygða »bíós«, ef landið
og höfuðstaðurinn veittu Þjóðleik-
húsinu einkarétt til að sýna kvik-
myndir í Reykjavík. Heppilegast
að samningar næðust um friðsam-
leg málalok.               ;S „.
Ritstjóri:
TryggYl i'órlmllHson
Laufási.   Simi 91.
Prentsmiöjan Gutenberg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68