Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						.
72
unin hafi verið röng, með verkið.
Þvi það er sýnilegt að það má
græða upp roíin á þennan bátt.
En þaö þarf að eins eitt til í við-
bót við það sem komið er. En það
er gripheld girðing um allan skóg-
inn. Skaftafells bændur eru neydd-
ir til að hafa sauðfé sitt i kringum
skóginn, Og þótt þeir þyrftu ekki
að hafa féð nema á sutnrin i
kringum skóginn, þá myndi það á
þeim tima eyðileggja það sem gert
er við rofin, að meira eða minna
leyti.
Ekki veit eg með vissu hvað
Bæjarstaðaskógur er stór að ílalar-
máli. En mig minnir að Guttorm-
ur skógfræðingur segði mér að
hann væri 60 dagsláttur. En hvort
sem það er eða ekki þá kostar
talsvert að girða skóginn.
Eðiilegast og best befði það ver-
ið, að eigendur skógarins hefðu
lagt fram fé til að girða skóginn.
En því miður eru þeir svo efna-
litlir að þeir munu ekki treysta sér
til þess. Mér virðist því ekki um
annað að gera, en að landið legði
fram féð tii girðingarinnar, og
bjargi á þann hátt stórvaxnasta
skógi landsins frá eyðileggingu. Og
eg vil óska að stjórn vor og þing,
veiti nægilegt fé til þess, þegar
hægt er og helst sem allra fyrst.
Eg hefi ástæðu til að halda að
þessi ósk mín rætist. Því eg veil
vel að öllum góðum íslendingum
er ant um skógana, hvar sem þeir
eru á Iandinu. Og enginn vill að
eftirkomendurnir geti með réltu
sagt: Að við höfum vegna hugs-
unarleysis látið stórvaxnasta skóg
landsins eyðiieggjast.
Jón Pálsson.
TlMINN
ITréttir.
Jörðin Reykjanes
í Grímsnesi fæst til kaups og ábúðar í næstkomandi
fardögum. Ennfremur 2/8 af jörðinni Minna Mosfeili í sömu
sveit. — Nokkuð af búpeningi getur fylgt ef óskað er.
Upplýsingar gefur
Eggert Jóii^son
Bröttugötu 3 B.    Simi 602.
Ragnheiðarstaðir
i
í Gaulverjabæjarbreppi fást til kaups og ábúðar frá
næstu fardögum. — Með allra bestu heyskaparjörðum
á Suðurlandi. Áveituengjar, sem unnar verða með sláttu-
vélum. Heyhlaða, sem tekur um 2000 hestburði og ný-
bygð hús fyrir mikinn fénað. Framtiðat'jörð. Peir, sem
vilja eignast, snúi sér til mín eða til herra lögfræð-
ings Péturs Magnússonar í Landsbankanum í Reykjavík.
Reykjavík 11. mars 1919.
JEiríkui* XSinarsson
íiii Hæli. \
Tíðin. Breytlist til hægrar þýðu
siðari hluta vikunnar.
Látinn. Hinn 11. þ. m. dó á
heimili tengdasonar sins, Porsteins
Gíslasonar ritstjóra, Páll Halldórs-
son trésmiður, 85 ára að aldri.
Var hann þingeyskur að ætt, góð-
ur smiður og narn málaraiðn ytra
á yngri árum. Börn hans Þórunn
kona Þorsteins ritstjóra og Þór-
valdur læknir.
— Sama dag dó síra Pétur Þor-
steisson prestur í Eydölum í Suður-
Múlasýslu. Sonur síra Þorsteins
Þórarinssonar sem i 52 ár var
prestur eystra óg síðast á Eydöl-
um. Vígðist síra Pétur aðstoðar-
prestur til föðnr síns 1899 og tók
við prestakaliinu af bonum 1910.
Hann var maður prýðilega látinn
og nýtur og góður drengur í hví-
vetna.
líouungsnrskurður um skjald-
armerki íslands. »SkjaIdarmerki
íslands skal vera krýndur skjöldur
og á hann markaður fáni fslands.
Skjaldberar eru hinar alkunnu
fjórar landvættir þannig: dreki,
gammur, uxi og risi«.
Konungðúrskurður um logun
Iiins klofna fána og notknn hans
svo og nra fána hafnsognraanna:
»Með tilvfsun til konungsúrskurðar
30. nóvember f. á., um fánann,
skal lögun hins klofna fána, sem
stofnanir rikisins einar mega not'a,
vera þannig: að krossbreidd og
gerð stangarreita skal binn klofni
fáni vera svo sem hinn almenni
fáni, farfáninn, en ytri reitirnir
skulu vera þrefált lengri en stang-
arreitirnir og 4/7 af Iengd þeirra
oddmyndaðir, skásneiddir á inn-
jöðrum alt frá hinni lágréttu rauðu
krossálmu, er skal þverskorin;
skulu hvítu rendurnar beggja megin
við rauðu krossálmuna skáskornar
með. Landsímafáni, póstfáni og toll-
gæslufáni skulu vera klofafánar
með merki í efra stangarreit miðj-
um þannig: Landsimafáni, stjarna
með neistum út frá til allra bliða,
póstfáni með horni og • tollgæslu-
fáni með stóru téi (T). Skulu
merki þessi vera silfurlit og gylt
kóróna yfir. Fáni hafnsögumanna
skal vera sem farfáninn, en með
hvítum jöðrum á alla vegu jafn-
breiðum krossinum, það er 4/7 af
breidd bláu reitannatc.
Breyting póstleiða. Frá8. aðal-
póstferð þ. á„ verður Vesturlands-
póstur lagður niður, en i hans stað
verður póstur látfnn ganga frá Stað
um Strandir og Steingrímsfjarðar-
heiði til ísafjarðar. Póstflutningur
í Dalasýslu og Austur-Barðastrand-
arsýslu verður sendur til Staðar
og með Stykkishólmspósti þaðan
til Búðardals, en Bíldudalspóstur
verður látinn ganga frá Gröf í
Bitru í staðinn fyrir frá Króks-
fjarðarnesi, og með honum fluttar
sendingarnar í Austur-Barðastrand-
arsýslu. Verði i sumar gerðar vega-
bætur  á  Steingrimsfjarðarheiði  í
sambandi við þessar ráðstafanir.
Á aðal-póstleiðunum hetir verið
bætt við einum viðkomustað.Hemlu
í Vestur-Landeyjum. Á auka-póst-
leiðum hefir verið bætt við bréf-
hirðing á Varmá í Mosfellssveit og
Haga á Barðaströnd, enn fremur
»viðkomustöðum« Kúludalsá í
Borgarfirði, Hvallátrum í Patreks-
firði, Vindfelli í Vopnafirði og
Hafranesi i Fáskrúðsíirði. Auka-
póstur upp á Rangárvelli, sem áður
gekk frá Odda, gengur nú frá Ægis-
siðu. Auka-póstur að Kálfsstöðum
i Landeyjum er látinn ganga frá
Hemlu, en pósturinn að Teigi í
Fljótshlíð frá Garðsauka.
Leiðrétting. Misprentast hefir í
minningarorðum um Kristinn Ket-
ilsson: fjármaður fyrir fjörmaður.
Húsum fyrir Hrísnm.
Bannlagabrot. Nýlega dæmdi
bæjarfógeti í brotamáli Elíasar
Hólms á Hótel ísland. Var Elías
dæmdur í 300 kr. sekt fyrir sölu
á áfengi.
Hygni. Hr. Stefán B. Jónsson
er hygginn maður. Út af ummæl-
um »Tímans« um dráttar-vélina,
sem kom til Akraness, er Stefán
nú búinn að skrifa tvær greinar,
kom hinni fyrri í tvö blöð og hin
síðari er komin þegar út i einu.
Ágreinings-atriðið er næsta litið,
en hr. St. B. J. hefir ágætt lag á
þvi, að koma þvi laglega að í
greinunum, hversu margar tegunð-
ir af vélum hann geti útvegaö og
með hve góðum kjörum. Þetta er
einhver besta auglýsinga-aðferð,
sem hugsast getur — að fá, að
skrifa hverja greinina af annari
um vörur sínar, fá ókeypis rúm
undir þær í auglýsinga-blaði af því,
að þetta ér gert undir því formi,
að hnippa eilítið f »Tímann« um
leið, og með því móti fær hr. St.
B. J. »Vísi« til að gera alt fyrir
sig. — Tíminn getur ekki annað,
en dáðst að þessari hygni hr. St.
B. J., þykir ekki verra þótt Vísir
sé hafður að hálfgerðu ginningar-
fifii og þykir það gott, að haldið
er áfram umtali um landbúnaðar-
vélar, því að þess er full þörf.
Og ef þessi orð mættu verða til
þess, að hr. St. B. J. kæmi enn
út í Vísi ókeypis auglýsing um
véla-útvegun sína, þá er það vel
farið. En málið er alveg útrætt af
Timans hálfu.
Nýjan botnvörpung hefir Kvöld-
úlfsfélagið fengið nýlega frá Eng-
landi sem heitir Egill Skallagríms-
son.
Vitamálin. Báðir aðaístarfsmenn-
irnir við vitamálin, Thorvald Krabbe
og Guðmundur Hliðdal, hafa sagt
af sér þvi starfi
Hafnarbryggjan  í  Hafnarflrðt.
Það hefir komið til orða, að Kveld-
úlfsfélagið kaupi hafnarbryggjuna
i Hafnarfírði, ásamt fleiri mann-
virkjum, og er verðið sagt 550 þús.
krónur.
Skipaferðir. Borg kom frá Eng-
landi á þriðjudag. — Botnia kom
frá Danmörku i gær.
Vinnnnefndin. Eitt hægrimanna
málgagnið giskar á, að »Tíminn<&
vilji hafa vinnunefnd við þingið,
af þvi að blaðið hyggi fylgismenn
sina svo léttvæga, að þeir þurfi
öðrum fremur slíkrar aðstoðar. —
Af þessu er auðséð, að hið um-
rædda málgagn gerir ráð fyrir, að
margir Timans menn muni kom-
ast á þing. Með þvi kveður þetta
andstæðingablað upp dóm yfir sér
og sinni starfsemi. Næst er þess
að geta, að sá þingflokkur, sem
næst stendur Tímanum er yngstur
og minstur af þingfiokkunum. —
Glundroði sá, sem nú er á löggjöf-
inni, getur þess vegna ekki verið
honum að kenna.
Þá ætti þeim hægrimönnum,
sem sjá fyrir vísan ósigur sinn,
að vera það nokkur huggun, ef
einbver þeirra yrði notaður sem
undirtylla við þingið. Er það og
mála sannast um suma þá sér-
fræðingana, sem mest geysa, og
skrifa lof um sjálfa sig í blöðin,
að ferill þeirra á þingi heíir orðið
til þess, að mörg kjördæmi munu
heldur kjósa að velja i fulltrúa-
stöðu menn, óspilta heiðursmenn,
þótt ekki séu þeir sécfræðingar. í
Iögskýringum, fremur en þá, sem
fúsir eru að verja brennamálin, ef
gullhringur er dreginn á hönd þeim,
-         V.
Ritsrjóri:
Tryggri ÞórhalhBon
Laufási.   Simi 91.
Prentsmiojan Gutenberg.
v
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72