Tíminn - 25.03.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN *ð minsta kosti 80 blðð á ári, kostar 5 krónar árgangurinn. AFGREIDSLA i Regkjavik Laagaoeg 18, simi 286, út am land i Laafási simi 91. III. ár. Reykjavík, 25. iuars 1919. 6y8mga-ofs5knir. Gyðingar eru ærið óvinsælir, einkum í Austurlöndum, þar sem þeir bafa verslun og fjármál að rniklu leyti í sinum höndum, og þykja hversdagslega ærið harð- Seiknir í skiftum við aðra landsbúa. Er þetta ástæðan til þess, að alt af öðru hvoru blossa upp Gyðinga- ofsóknir í ýmsum löndutn. t*ó hefir sjaldan kveðið meir að því en nú, einkum i Póllandi. Er hryllilegt til þess að vita, hve grimmilega Gyðingar eru leiknir þar. Ofsókn- irnar byrjuðu utn miðjan nóvem- ber, þegar keisarahrunið skall á, og hafa haldist við látlaust síðan. — Pegar hersveitir Austurrfkis- raanna hurfu úr Galisiu söfnuðust bændur og borgarar hópum saman að búðum og íbúðarhúsum Gyð- inga, brutust inn og rændu hverju því sem hönd festi á. Konur og börn hjálpuðu til, báru út úr hús- ttnum, þegar búið var að binda ®ða drepa eigendurna, alt sem íé- raætt var, hlóðu því á vagna, meðan karlmennirnir slóðu í bar- dögum og brennuförum; Gyðingar báðu pólska þjóðvörðinn hjálpar, ®n hann sinti þvi ekki, heldur snerist í lið með ránsmönnunum. Pá reyndu Gyðingar að mynda varðsveit sjálfir, en er til kom, bannaði pólska bráðabirgðastjórn- in öll varnarsamtök Gyðinga. — Ekki var þeim heldur leyft að ganga í þjóðvörðinn. Mátti segja, að þeim væru allar bjargir bann- aðar. Þeir áltu að vera auðunnin bráð. Taiið er að ofsóknir og blóð- foöð hafi átt sér stað i raeira en 100 borgum og þorpum. Pegar búið var að ræna hús og búðir Gyðinga og vanhelga guðshús þeirra, lögðu hermanna-foringjamir á þá þung fjárgjöld. í einni borg áttu Gyðingar að greiða 20 miljónir kióna innan þriggja daga, ella sæta afar-kostum. I öðru þorpi söfnuðu foermennirnir hér um bil hundrað konum á öllum aldri, og ráku þær berfættar í miklu frosti til annarar borgar. Á leiðinni þreif einn af varðmönnunum margsinnis kúlu- foyssu og kastaði út í fljótið. —. Siðan var einhverri stúlkunni skipað að vaða út i ána og sækja byssuna. Leikurinn til þess gerður, að gera fangana gegnvota, svo að þeir liðu sem mest af kuldanum. Á einum stað voru allir Gyðingar, sem báðu um vegabréf, teknir og húðstrýktir. Á sumum húsum var skrifað utan á veggina: »Hér býr Pólverji« eða »hér býr kaþólskur maður«. Slík áletran átti að vernda móti of- sóknunum. Þegar Pólverjar höfðu náð virki nokkru í landinu, sögðu þeir, að Gyðingar hefðu helt heitu vatni á bersveitir þeirra. Pað átti að vera nægileg ástæða til ofsókna. Gamlir menn voru teknir og höf- uðin nauðrökuð. Kaðlar voru festir urn háls annara og þeim hótað hengingu, nerna þeir framseldu dætur sínar. — I einu þorpi var öllum Gyðingum á aldrinum frá 12—72 ára fylkt á strætum úti og hótað, að 10. hver af þeim skyldi vera skotinn og presturinn fyrstur. Peirri hegningu var þó breytt svo, að húðstrýkja átti allan hópinn, 1132 að tölu. Hlaut hver þeirra 25 — 35 vandarhögg. Tveir Gyðingar brugðu sér til næsta þorps, að kaupa kartöflur. Peir voru gripnir, hýddir 25 högg hver og urðu að greiða 3 krónur fyrir höggið. — Stundum heimtaði böðutlinn, að fangarnir segðu: »Eg þakka, herral« við hverl högg, sera þeir voru barðir. Fjórir auðmenn voru keyptir út úr píslunum fyrir ærið fé. En áður en þeim var slept, létu Pólverjar raka hálft skeggið af hverjum þeirra og misþyrma með höggum. — Margt fleira mætti segja af grimd- aræði Pólverja, en þessi dæmi nægja til að sýna, að fleira mun við þurfa en stjórnmála-sjálfstæði til þess, að skaplegt líf geti orðið í Póllandi. Ilærri kröfur. öndvegis höldur á Vesturlandi ritar ritstjóra Timans meðal annars á þessa leið: »Alment má segja að við Is- lendingar erum stjórnarfarslega óþroskaðir. Málsbót er nokkur. Stutt síðan við fengum stjórnina í eigin hendur. En sú málsbót hefir ekki altaf gildi. Við verðum að taka okkur fram. Meinið er, hvað skipun i þingsætin snertir, að við erum óforsvaranlega skilningslausir um að velja menn i þau. Vandaða menn og hygna. Eg gerði eitt sinn fyrirspurn til þingmannsefnis, sem eg heyrði að myndi ætla að bjóða sig fram, hver ábugamál hans væru. Fékk það svar með eigin hendi, að lianu hefði engin áhugamál. »Hann vonaðist til að geta samt sem áður orðið með timanum meðal þingmaður«.(!) Prátt fyrir nokkur þingár mun hann ekki teljastmeðal þingmaður. Þvi mið- ur munu fleiri þingsæti þannig skipuðd. Pað sjá allir að hér er gripið á kýlinu og að rétt er sagt um or- sökina, sem er sú að við íslend- ingar erum stjórnarfarslega óþrosk- aðir. Og það verður að segjast að frumorsökin til þess að við eigum illa skipað þing og að sljórnarfarið er festulaust er sú, að kjósendurnir eru stjórnarfarslega óþroskaðir. Hver er sinnar gæfu smiður. Kjós- endurnir skapa sér þing og stjórn. Pað sjá allir að það er óhæfi- iegt að þingmaður eigi engin á- hugamál. En hitt er í rauninni alveg það sama, að kjósandi sé áhugalaus um landsmál. Pað er skylda allra kjósenda að taka afstöðu til helstu niála sem eru á döfinni hjá þjóðinni. Pjóðin á heimting á því að hann geri það. Það er jafn mikil vanræksla að vera áhugalaus í stjórnmálum og að vera latur að bjarga sér. Það var afsökun meðan utan- rikismálin voru efst á blaði. Pau voru þannig vaxin að allur þorri manna hafði ekki fuilan skilning á þeim. Áhugaleysi manna á al- mennum málum getur stafað að nokkru af þessu. Nú skipa þau mál ekki lengur öndvegið. í sæt- inu sitja nú þau mál sem allir geta skilið og alla varða beinlinis: fræðslumál, atvinnumál, verslunar- mál, skattamál o. s. frv. Áhugalausir þingmenn mega ekki koma aftur á þing. Þeir menn eiga ekki einu sinni skilið að vera kjósendur. Áhugalausir þingmenn komast ekki á þing ef kjósendurnir hafa áhuga, et þeir velja og hafna með tilliti mála og framkomu þing- mannsins, og hann veit það að hann hefir altaf hitann í haldinu. Önnur afleiðing hins pólitiska þroskaleysis eru þeir þingmenn- irnir sem nota áfstöðu sína til þess að græða fé. Peir eru vitanlega enn foættulegri en áhugalausu þing- mennirnir. Alkunnugt er um þingmanninn sem hóf göngu sína með þvi að láta bjóða í sig, að gefa kost á sér til samvinnu við hvern þing- flokkinn sem var, auðvitað gegn einhverju i aðra hönd. Er sist að furða þóttslíkur þingmaður verði til þess áfram að nota afstöðu sina til þess að græða fé. Það er engu öðru kenna en pólitisku þroskaleysi að slíkir menn komast á þing, eða a. m. k. að þeir fá að sitja þar nema eilt kjör- tímabil. Kjósendurnir gera ekki nógu háar kröfur. Þeir eru ekki nógu þunghentir á siíkum mönnum. Peir geta verið nýtir menn i verkahring sinum heima fýrir, þótt skaðræðis- 20. blað. menn séu á þingi. Það er þjóðar- nauðsyn að marka slikum mönn- um bás, einangra þá heima fyrir. Kjósendurnir hafa það í hendi sinni að gera kröfurnar og sjá um að þeim sé fylgt. En til þess að það verði þarf hver maður að gera skyldu sína. Kjósendur í hverju kjördæmi þurfa að bindast samtökum um að kjósa þá sem ekki svíkja þá, þegar þang- að er komið, menn sem eiga eitt- hvað erindi þangað, annað en að skara eld að sinni köku, samstæða menn sem taka fulla ábyrgð á stjórn landsins — menn sem hafa bæði hæfileika og vilja til þess að gera landi sínu gagn. Lýðfrelsið hefir sigrað í heim- inum. Um allan heim týgja ménn sig nú til þess, að færa sér það í nyt til þess að geta leyst af hendi hin miklu verkefni sem fyrir liggja. Um allan heim ganga kjósendurn- ir saman i flokka á nýjum grund- velli, til þess að stjórn landsins fari svo úr hendi sem þeir vilja, til þess að þeir verði ekki lengur að leiksoppi fárra manna sem »spekúlera« i lýðhylli, til þess að geta komið ár sinni vel fyrir borð. Um allan heim finna hinir frjálsu borgarar til ábyrgðarinnar sem á þeim hvílir um að stjórna sér vel sjálfir. Stríðið hefir flýtt geysilega fyrir hinu pólitiska uppeldi, opnað augu manna fyrir þvi, að það er skylda allra að taka þátt í landsmálum. Ábyrgðartilfinningin er líka að vakna á okkar landi. Menn ætla sér að vanda meira til næstu kosninga en áður hefir verið gert. Menn munu gera hærri kröfur til þingmannanna: Engan áhuga- lausan mann inn á þing. Engan mann inn á þing sem gerir sér þá stöðu að féþúfu. Engan mann inn á þing sem ekki leggur það skýrt á borðið hversvegna hann vill komast inn á þing. Og út með hann aftur þegar i stað, ef hann bregst stefnu sinni. Engan mann inn á þing frá þeim flokkum sem enga ákveðna stefnu leggja fram fyrir þjóðina, sem vilja aka segl- um eftir vindi. Samstæða, vandaða, hæfileikamenn inn á þing, sem séu nógu margir til að geta stutt stefnu- fasta og örugga landsstjórn, sem hrindi í framkvæmd þeim málum sem krefjast úrlausnar og tekur ábyrgð á að þjóðarbúið standi með blóma. En undirstaða alls er pólitiskur þroski kjósendanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.