Tíminn - 01.04.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1922, Blaðsíða 4
50 T í M I N N AlMerjamiót í. S. í. Með því að stjórn Iþróttasambands íslands (I. S. I.). hefir falið Glím,ufélaginu Armann að halda allsherjar leikmót fyrir alt land árið 1922, auglýsist hér með að mót þetta verður háð á íþróttavellinum í Reykjavík, dagana 17. til 25. júní n. k. og' er öllum félögum innan í. S. I. heimil þátttaka. Kept verður í þessum íþróttum: I. íslensk glíma í þremur þyngdaríiokkum. II. Hlaup: 100, 200, 400, 800, 1500, 5000 og 10000 stikur. * Boðhlaup 4X100 stikur og 4X4:00 stikur. III. Kappganga 5000 stikur. IV. Stöfek: a) Hástökk með atrennu b) Langstökk með atrennu og c) Stangarstökk. V. Köst: a) Spjótkast, b) Kringlukast og c) Kúluvarp. öll köst eru samanlögð (beggja lianda). VI. Fimtarþraut grísk. (1. Langstökk með atrennu, 2. Spjótkast betri hendi, 3. Hlaup 200 stiku, 4. Kringlukast, betri hendi og 5. Hlaup 1500 stikur). VII. Reipdráttur (8 manna sveitir). VIII. Fimleikar í fiokkum (minst 12 menn). Kept verður um „Farand- bikar Christiania Turhforening“ (Samkv. reglugjörð í. S. í.). IX. Suntl a) Fyrir konur 50 stiku sund (frjáls aðferð) b) Fyrir karla 100 stiku sund (frjáls aðferð), 200 stiku bringusund og 100 stiku baksund (frjáls aðferð). Suntlið verður háð út við Örfirisey. X. Íslandsglíman. Kept um glímubelti 1. S. í. (ílandbafi Hermann Jónasson úr Glímufél. Árma-nn, Reykjavík). Auk þeirra verðlauna, sem nefnd hafa verið, fær það félag sem flesta vinninga hlýtur „Farandbikar í. S. í.“ (Handhafi Glímufélagið Armann). Ennfremur verða veitt þrenn verðlaun í einmennings-íþrótt- um, en í flokka-íþróttum eftir þátt-töku. Einnig fær sá keppandi, er flesta vinninga hlýtur á mótinu, sérstök verðlaun. Þess er fastlega vænst, að öll félög sendi menn á þetta mót og tilkynni þátt-töku sína, bréflega eða simleiðis, fyrir 1. júní u. k. til stjóruar Glímufélagsins Ármann (Pósthólf nr. 516, Reykjavík), sem gefur allar nánari upplýsingar viðvíkjandi mótinu. í stjórn Glímufélagsins Armann. Guðm. Kr. fiuðmundsson Eyj. Jóhannsson Njálsgötu 15, formaður. Oðinsgötu 5. Sveinn Bunnarsson Oðinsgötu 1. Á víð og dreíf. Dýrtíðin. Allflestar vörur falla í verði erlencl- is. Hér hækka margar, en annars- staðar stendur í stað. pessu veldur verðfall íslensku krónunnar. í raun og veru er íslensk króna nú ekki nema 60—70 aurar móti danskri. Verð á aðíluttum vörum hér hækkar að sama .skapi, og dýrtiðin vex. Hver Islendingur tapar í raun og veru þriðjungi af tekjum sínum, tíma og erfiði — fyrir ekki neitt. pessa sam- ábyrgðarskuld verður öll þjóðin nú að greiða, liver veit hve lengi, til að i)orga óhöpp og axarsköft spekúlanta sinna. En viðreisnin liggur í að minka innflutning, og gæta þess, að gjaldeyrisvörur hverfi ekki úr iandi upp i vafasamar skuldir eða fyrir óþarfa. Dr. Helgi Péturss varð 50 ára í gær. Út um alt land inunu allir liugsandi menn minnast hans með hlýjum hug og þakklæti. Helgi er einn hinn glæsilegasti ís- lendingur, sem verið hefir uppi síð- asta mannsaldurinn, mikill vexti, rammur að afli, tígulegur maður í framgöngu, manna skarpvitrastur, víðlesnastur og langfleygastur að iiugsjónum. Enginn núlifandi íslend- ingur skrifar betur móðurmál sitt en iiann. Ef til vill hafa guðirnir gefið honum of mikið. Helgi er einskonar útlagi í ættlandi sínu, og má hvor- ugum um kenna, honum eða sam- löndum lians. Vegirnir liggja í gagnstæðar áttir. I-Iugskeytin ein ná yfir sjíkar fjarlægðir. Gruðin. Bárðarson. Siðan dr. H. P. hvarf frá að stunda jarðfræði, er Guðm. Bárðarson, nú náttúrufræðiskennari á Akureyri, eini starfandi jarðfræðingur landsins. % Guðm. er að mestu leyti sjálfment- aður maður, þar að auki heilsulítill. Hann hefir búið um allmörg ár af- skektur norður á Ströndum. Sam- hliða búskapnum, og þrátt fyrir veik- indin, hefir hann ferðast nokkuð á hverju ári, og rannsakað iandið. í ár hafa birst eftir hann tvær ritgerð- ir um náttúru íslands í helstu jarð- fræðisritum Norðurlanda, og áður liggur mikið eftir hann af sama tægi. Fráfarandi stjórn, eða formaður hennar, vildi draga ferðastyrk til rannsókna á sumrin af þessum merkiléga fræðimanni, þ. e. láta hann ferðast fyrir afganginn af lágu kenn- arakaupi. pingið bætti úr þessu, svo að Guðm. fær ferðastyrk til að geta haldið áfram rannsóknum sínum. Einkennileg hreyfing er nú að myndast í þinginu. Er þar dálítið flokksbrot, deild af liði Morgunblaðsins, sem Jeggur mikla á- iierslu á að spilla eftir föngum allri alþýðufræðslu í landinu. Barnakenslu vilja þeir menn minka sem mest, en svelta kennarana. Virðast þeir hugsa með hrifningu til þeirra tíma, þegar allur þoi'ri íslendinga er hættur að vera lres og skrifandi. Svo mikil brögð voru að fávíslegu athæfi þessara manna, að Jón porláksson varð að setja ofan í við þessa hálfbræður sína, og var ræða lians orð i tima talað. Heynslan sker úr, hvort orð hans hafa gengið þeim að hjarta- rótum. -----o---- Spornmgar til Lárusar, fyrrum utanríkisráðhefra 1. Hversvegna treystir Láms sér ekki til að svara spurningunum um húsaleigu Vífilsstaðalæknisins, urrt leigukostnað í pórshamri, um kaup lians sjálfs hjá kaupmönnum etc. 2. Telur hann of mikil eða oí lítil laun E. Claessens, sem J. M. samdi um að íslandsbanki skyldi greiða honum, 40 þús. kr. á ári í 6 ár? 3. Ef éftirlit með sumum tegund- um af þjófnaði, t. d. stuldi úr sjálfs sín hendi, heyrir hér á landi réttar- , farslega undir atvinnumálin, þá væri fróðlegt að vita hjá glæpasérfræðingi landsins, hvaða yfirsjónir aí svipuðu tægi heyra undir hinar deildimar, hvort t. d. sauðaþjófar eiga að leita verndar hjá utanríkis- eða kirkju- og kenslumálaráðuneytinu? 4. Hversvegna fór Lárus ótilkvadd- ur úr stjórnarráðinu við stjómar- skiftin? Hvesvegna vinnast verkin þar, þó enginn komi í staðinn? 5. Hefir Lárus athugað hvaða breyt- ingar hafa orðið siðan hann fór að verja tvö- og þreföldu launin? Jón og Magnús eru íallnir. Hann sjálfur flúinn. Jóhannes tvífallinn sem for- seti. Utanríkismálaembættíð lagt nið- ur alveg þegjandi. Krept að lögjafn- aðarnefnd, minkaður kostnaður a. m. k. um þriðjung við ferðir Jóh & Co. til Iíafnar. Byrjað að rannsaka tvö- föld laun og óþörf embætti í land- inu. Talið sennilegt að eftir tvö ár verði búið að íækka óþörfum embætt- um svo að nemi mörgum tugum. pá þarf að minnast Lámsar, litla skinns- ins, með þakklœti. Hann var síöasti dropínn i óhófseyðslubikar Jóns Magnússonar. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. J. J. ----o---- Fréttír. Samningar standa yfir hér í bænum um verkakaupið. Krefjast atvinnurekendur þess að tíma- kaupið sé lækkað niður í 1 kr. en verkalýðsfélögin halda fast við kaupið eins og það er nú, kr. 1,20 um’ tíminn. Dómaskipanir. Lárus H. Bjama- son hæstaréttardómari ritar grein um það efni í Andvara. Verður síðar getið. HaraJdur Níelsson prófessor flytur erindi á morgun og mánu- dag og heita: 1. Svar til biskups. 2. Biskupskvarðinn lagður á. Lárus Helgason, hinn nýkosni þingmaður Vestur-Skaftfellinga, kom til þings um síðustu helgi. Flann gekk þegar í Framsóknar- flokkinn. Eru þeir báðir stétt sinni til hins ágætasta sóma ný- kosnu þingmennimir, Lárus og Ingólfur. Kaupfélag Borgfirðinga. Eins og sjá mátti af auglýsing hér í blaðinu fyrir nokkru, hefir Sig- urður B. Runólfsson sagt af sér forstöðu fyrir Kaupfélagi Borg- firðinga. Hafa Borgfirðingar kos- ið kaupfélagsstjóra í hans stað Svavar Guðmundsson landlæknis Hannessonar. Fá þeir þar sem Svavar er, prýðilega mentaðan mann. Hefir hann verið starfs- maður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, bæði hér heima og erlendis, síðan hann lauk stúdents og heimspekisprófi. StrancL I norðanveðrinu um síð- ustu helgi vildi það slys til, að „Svalan“, skip Sambandsins, Kaupfélags Borgfirðinga og Völ- undar, sem lá hér á ytri höfn- inni, losnaði og rak hana á land. Skemdist hún allmikið, en björg- unarskipinu Geir tókst þó að ná henni á flot aftur og eru horfur á að við hana verði gert. Eldur kom upp 28. f. m. í húsi Guðm. Bjömsonar landlæknis. Var eldurinn á efri hæð hússins og orðinn mjög magnaður er að var komið. Vegna þess hve slökkviliðið brá fljótt við og gekk vel fram, tókst að slökkva eldinn og bjarga húsinu. En alt var bor- ið út sem náðist og stórmiklar skemdir urðu. Höi-mulegt manntjón. I norðan- veðrinu fórst þilskipið Talisman fyrir Vestfjörðum. Eigandi þess var Ásgeir Pétursson á Akureyri. Af skipverjum druknuðu 9 en 7 komust í land á stórsiglunni, en þrjá af þeim kól til bana. Skipið hafði áður fengið áfall á Húna- flóa og skipstjórinn þá meiðst. Bannmenn gengust fyrir um- ræðufundi um Spánannálið á sunnudaginn var í Nýja-Bíó. Helgi Valtýsson flutti aðalræðuna og lagði einkum áherslu á að hér væri um hið allra mikilvægasta mál að ræða, sem fyrst og fremst snerti hjartað og væri öll virðing þjóðarinnar í veði. Ennfremur lýsti hann mjög greinilega gangi málsins í Noregi. Margir aðrir tóku til máls og fór fundurinn hið besta fram. Prentunarkostnaður ríkisins. Guðmundur Ólafsson og fjórir aðrir þingmenn í efri deild flytja þingsályktunartillögu um að skora á stjórnina að láta athuga fyrir næsta Alþingi: hyort ekki sé mögulegt að komast að viðunan- legum samningum um prentun á öllu því er ríkið þarf að láta prenta, og í sambandi við það, hvort ekki sé tiltækilegt að ríkið keypti og kæmi á stofn eigin prentsmiðju. — í greinargerð til- lögunnar er sagt frá því að síð- astliðin ár hafi prentkostnaður ríkisins numið fullum 150 þús. kr. á ári. Fjárlögin. Neðri deild afgreiddi fjárlögin til efri deldar með um 180 þús. kr. tekjuhalla. Bar þetta helst til tíðinda við þriðju um- ræðu: Skrifstofufé biskups lælck- ræðu: Skrifstofufé biskups hækk- anleikara veittur 4000 kr. styrk- ur til lokanáms. Feldur 100 þús. kr. styrkur til að reisa sjúkrahús á Isaíirði. Ný tillaga um 100 kr. skólagjald við ríkisskólana fyrir innanbæjarmenn var og feld. Styrkur til unglingaskóla var hækkaður í 35 þús. kr. úr 25 þús. kr. Styrkurinn til dr. Helga Pét- urss var hækkaður í 4000 kr. úr 3000 kr. Tillaga um 16 þús. kr. styrk til bryggjugerðar á Eyrai'- bakka var samþykt og sömuleiðis 8000 kr. styrkur til bryggjugerð- ar í Ólafsfirði. Samþ. var 35 þús. kr. lánsheimild til búnaðarsam- banda til þess að kaupa „frás“- vél. Á að veitast eftir tillögu Búnaðarfélagsins. Samþ. 100 þús. kr. lánsheimild til þess að koma á fót klæðaverksmiðjum við Reyð- arfjörð og á Suðurlandsundirlend- inu. pingvísur hafa enn orðið nauða- fáar í þetta sinn. Tvær fara hér á eftir: proskinn vex og það er lán, því er spakra dómur: hann sé þings og þjóðarsmán þessi Vigur-lómur. þér er best að fást við Fást, fyrst að ráðunauturinn brást; bitlinginn þú ást af ást, ekki á Fást — en matarást. Fræðslulögiiu Frumvarp fj ár- veitinganefndar um barnafræðsl- una var felt í gær í neðri deild með 18 atkv. gegn 10. Hafa orðið um það afarlangar umræður. þótt sumt mætti rétt kalla í frumvarp- inu, var það svo meingallað að ekki var hægt að samþykkja. Enda var það óhugsandi að störf- um hlaðin þingnefnd gæti í einni svipan fundið réttu leiðina í því vandasama máli. A.-Sk.sýslu 15. mars 1922. Veðr- átta hefir verið mild undanfarið, en óstöðug og nokkuð hrakviðra- söm, hey því eyðst ‘ með meira móti, ísalög óvenjulítil, nú alauð jörð. Vertíðin nýbyrjuð, um 20 vélbátar stunda fiskveiðar á Hornafirði, flestir af Austfjörð- um, afli er mjög góður á þá, en lítill á opna báta, enda tregar gæftir. Skattanefndir hafa verið að störfum, talið er að tekjur þær, er landssjóður fær, með hinu nýja fyrirkomulagi, verði rýrar, helst skattar á fólki með föstu kaupi, tekjur annara ilt að meta svo rétt sé, og mun því óheppi- legur tekjustofn. Forvitni er mönnum að heyra hvaða afstöðu hin nýja stjórn tekur gagnvart skuldamálum þjóðarinnar, virðist þar þurfa alger umskifti, ef rétta á við úr skuldafeninu. Lítið enn rætt um landskjör í sumar, en öllum augljós nauðsyn á að fá sjálfstæða menn og andlega heil- brigða inn í þingið, en ekki „ferða- menn“. Pleníun þingtíðindanna. Efri deild feldi frumvarpið um að hætta að prenta umræðupart þingtíðindanna. Höfðu prent- smiðjurnar gengið að því að lækka prentunarkostnaðinn um 20%. Embættasameining. Gunnar Sigurðsson og þorleifur Guð- mundsson flytja þá viðaukatillögu við frumvarpið um sameining Ár- ness og Rangárvallasýslna, að leggja skuli niður bæjarfógetaem- bættið á Siglufirði og skuli Siglu- fjörður aftur sameinaður Eyja- fjarðarsýslu. Siglfirðingar skuli sjálfir launa sér bæjarfógeta. DánaríTegn. 15. f. m. lést á Landakotsspítala úr lungnabólgu ungfrú Sigríður Ámadóttir, dóttir merkishjónanna Árna Bergssonar og konu hans Bjargar Jónasdótt- ur á Svínafelli í Nesjum í Horna- firði. Hún kom til borgarinnar í haust og ætlaði að dvelja hér í vetur, en hafði þá ráðgert að leita til átthaganna einmitt með mars- ferð Sterlings, enda var ferðin farin, því lík Sigríðar sál. var sent austur með Sterling þá. Sigríður sál. var mesta efnis- stúlka, prýðilega skýr og þótti fyrirmynd í allri háttsemi. Ilún var- rúmlega tvítug. Mun hennar verða saknað, ekki einungis af hennar nánustu, heldur og af öll- um þeim, er þektu hana, því hún var hvers manns hugljúfi, enda var heimili hennar þannig, að þar mátti eitt gott læra, og sann- aðist þar máltækið, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Rvík 17. mars 1922. Hornfirðingur. Háskólaembættin. Neðri deild samþykti í fyrradag, með 15 atkv. gegn 13 að leggja niður prófess- orsembættið í hagnýtri sálarfræði. Sama dag vísaði deildin hinu frumvarpinu til stjóraarinnar: að leggja niður kennaraembættið í klassiskum fræðum. Er það því úr sögunni á þessu þingi. Húnavatnssýsla. það er orðið að lögum að skifta Húnavatns- sýslu í tvö kjördæmi. Tjón. I norðanveðrinu fuku tvær hlöður á Holti undir Eyja- fjöllum. Próf. Steinn M. Steinssen hefir tekið próf í verkfræði við Kaup- mannahafnarháskóla. Geir T. Zoega rektor varð 65 ára 28. f. m. Færðu nemendur Mentaskólans honum að gjöf lind- arpenna allan úr gulli. Islands Falk tók nýlega fransk- an togara fyrir veiðar í landhelgi. Ritstjóri: Tryggvi þórhalisson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.