Tíminn - 14.11.1925, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.11.1925, Blaðsíða 2
196 TlMINN Brot úr ferðasSgu frá Svíþjóðu. Nú skulum við halda áfram. Við verðum að fara hratt yíir, og megum varla líta til hægri né vinstri. það er mest freistingin. þegar ferðast er í huganum, að segja frá svo mörgu, að maður verði lengur á leiðinni en jafnvel þó farið sé fótgangandi. Nú höldum við upp að Siljan, Silgissjó, stærsta vatni Dalanna Kringum Siljan eru fegurstu bygðirnar. þar slær hjarta Dal- anna. Við komum í Leksand, þorp við suðurenda vatnsins á sunnu- degi um hámessuna. Við setjumst úti fyrir kirkjudyrum og hlustum á síðasta sálminn. Kirkjuturninn er rússneskur, eins og næpa í iag- inu. Sitt hvorum megin við veg inn frá þorpinu til kirkjunnar standa stór birkitré og krónurnar taka saman í toppinn. það er eins og háreist hvelfing í gotn- eskri kirkju. Nú kemur kirkju- fólkið út. það gengur hægt og heldur höndunum krosslögðum á sáhnabókinni. það er svo að kalla hver maður í þjóðbúningi. Rauð- röndóttar svuntur á svörtum pils um, rauðir upphlutar yfir hvít um upphlutsskyrrtum, rósóttir höfuðklútar og og hvítir hálsklút ar — þannig eru Leksands stúlk- urnar búnar. Konurnar hafa hvíta skuplu, en sorgarbúningurinn er gul svunta. — Karlmenn eru i dökkbláum síðfrakka, rauðbrydd- uðum, á gulum stuttbuxum og sokkabandaskúfarnir slást við kálfana. Börnin eru eins og blóni vallarins, þar sem þau trítla við hlið móður sinnar. Við leggjum þvínæst af stað til Ráttvik, sem liggur við aust urhorn vatnsins. Bæirnir standa ekki sér eins og á íslandi. heldur í þorpum. Hér myndu þorpin vera kölluð kauptún. Akrar og skógar liggja umhverfis þorpin, og er skift á milli bændanna, þó þarmig. að einn bóndi á kannske tuttugu jarðarskika dreifða um íandar- eignina. Jarðirnar hafa skifst þannig upp fyrir erfðir og mægð- ir. það er svo þéttbýlt, að bygðin er sumstaðar nær samvaxin með fram þjóðveginum. í Rettvik blas- ir við yndislegt útsýni. Nátt- úran er mettuð af hinum sterk- ustu litum. Siljan er framundan spegilslétt og glampandi í kvöld- sólinni. Fjöllin blasa við fyrir handan vatnið, lág og bungumynd- uð og skógi vaxin upp á topp Strendurnar eru báðum megir. þaktar dökkgrænum skógum, en gulir akrar og rauð þorp skera sig úr. Yfir hvelfist svo himin inn ljósblár með léttum hvítum Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöidum tóbakstegundum, en hér segir: Kr. 14.95 pr. 1 lbs. — 15.25 1 — 10.95 — 1 — 20.15 1 — 13.80 — 1 — ZE^eylsztóloa.Ik:: Pioneer Brand (í */4) frá Br. American . . Traveller Brand x/4 ks. — sama . . Víking N/C í V4 — sama . . Abdulla Mixture (í V4 °g Vs) frú, Abdulla & Co. Capstan Mixture med. V4 frá Br. American . do. do. — Vs — sama Capstan N/C — V4 — sama Old English Curve J/4 — sama Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Iiandsverslnu íslands. 14.40 15.55 16.10 Hinar ágætu Prjónavélar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik fyrirliggjandi Samband ísl. samvinnufélaga. Hinir margeftirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Samband ísl. samvinnufélaga. skýjum. Náttúran er öll í þjóð- búningi. þetta er yndislega vin- gjarnlegt útsýni, en vantar öræfa tign íslenskrar náttúru. Næst er ferðinni heitið til Sol- lerön, stórrar eyjar út í miðri Siljan. í ferðamannahandbók stendur, að Sollerönbændurnir séu á eftir tímanum í búskap sínum. þaö má vel vera. Hér rekst eg á gamla bæi, gamla siði, gamla vel- líðan og gamla mállýsku: fjósið heitir: fjús, og kýmar: kyr. — Iielmingur eyjarskeggja liggur nú í seljum yfir sumarið við heyskap og fjárgeymslu. Menn búa smátt. Skógana eru hlutafélögin búin að sölsa undan þeim. Fyrir 50 árum seldi ríkasti bóndinn skógana und- an jörð sinni fyrir 2000 kr., sem rétt hrukku til, að hann kæmist með fjölskyldu sína til Ameríku Nú er sami skógur virtur á 2 miil. kr. En hér tefjum við ekki tímans vegna og höldum nú norðm til Móra, sem er höfuð sveit Dalanna að fornu og nýju. þegar þurfti úr vöndu að ráða í gamla daga, var sagt í hinum sóknunum: við skulum bíða og heyra hvað Mórakarlarnir segja. Móra- karlarnir voru þektir fyrir gætm og festu. þeir voru og kunnir fyr- ir að vera mestu iðnaðarmenn í Dölunum. þar blómgaðist vefn- aður, trésmíði, járnsmíði og úr- smíði. Móramennirnir gerðu stóru stofuúrin handa öllu landinu. það heíir jafnað tíðkast í Dölunum að fólkið hefir farið um landið þegar lítið hefir verið um atvinnu heima lyrir og jafnvel til annara landa til að afla sér fjár, en jafnan hafa þeir komið heim aftur til Dalanna með sparifé sitt. Mestur þessar útflytjenda er málarinn Zorn. Hann er óskilget- inn Mórastrákur, og hét Andrés, frá Grudd. það kom fljótt í ljós að Grudd-Andrés var öðrum Móra- körlum lægnari að skera út í tré og teikna. Hann komst til Stokk- hólms,þaðan til Parísar og London og á fáum árum var Zorn orðinn heimsfrægur fyrir málverk sín, einkum mannamyndir. Hann tók sér fyrir hendur að mála miljóna- eigcndur og aðalsmenn Evrópu og Ameríku hversu ljótir sem þeir voru, ef hann fékk fé fyrir það. Hann varð brátt vellauðugur, og fór þó eins að ráði sínu og aðrir Mórakarlar: fór heim og settist að í fæðingarhéraði sínu. í Móra gerði Zorn sér bæ í forn- norrænum stíl. þangað safnaði hann að sér öllu því sem sveit- in átti fegurst. Honum leið best í gamla þjóðbúningnum og réri öllum árum að því að Móra- iðnaður legðist ekki niður. Hann hvatti kvenfólkið til að vefa eftir gömlum fyrirmyndum og bænd- urna ti! að taka fiðluna ofan af hillunni.þarna bjó Zorn svo í Móra eins og konungur og málaði helst ekki annað en landslag og menn- ingu Dalanna. Með því keypti hann sér margfalda syndakvittun fyrir þau ár, sem hann þjónaði auðskrílnum í Ameríku. Eitt af því sem vekur athygli í Móra er stytta sem Zorn hefir gert af Gustav Vasa og reist á þeim stað, sem Gustav hélt töluna forðum fyrir Mórakörlunum. Gustav er í Dalabúningi, síð- frakkinn er hneptur upp í háls. Hann heldur á húfu og vetlingum í annari hendinni, en grípur út í loftið með hinni eins og eftir hálmstrái. Lokkarnir, kliptir á Dalakarlavísu flögra fyrir vindm- um. Hann talar til Mórakarl- anna, hann hefir- sært þá til að fylgja sér, hann hefir grátbeðið þá, en á því augabragi, sem mynd- in er af, verður honum það ljóst, að hann talar fyrir daufum eyrum. þetta er ekki í fyrsta skifti sem við mætum minning Gustavs Vasa í Dölunum; alt frá því niður við Dalaelfuna hafa minningamar um hann elt okkur á rönd- um: þama þreskti hann komið, þarna var honum gefið utan undir, þarna var hann svikinn, þarna ók haun á ísnum yfir vatnið. — Maður er orðinn hundleiður á þessum eilífa Gustav Vasa! það vaknar hjá manni grunur um að Dalakarlarnir noti G. V. til að beina athygli ferðamanna frá sér; noti hann sem þrumuleiðara gegn ferðamannstraumnum. En svo er ekki. Dalamennirnir hafa reist minnismerkin fyrir sjálfa sig, stoltir af hlutdeild sinni í frelsis- stiíði þjóðarinnar. Hér hefir heigi- saga Svíþjóðar gerst. Staðurinn sem þú stendur á er heilög jörð. þegar Kristján 2., Danakonung- ur, lét hálshöggva 80 höfðingja á einum degi í Stokkhólmi komst ungur aðalsmaður undan. Hann fór huldu höfði upp til Dalanna og eggjaði Dalakarlana til uppreistar. Síðast talaði hann hér á þessum hól sem styttan nú stendur á í Móra. En Mórakarlarnir vildu ekki fylgja honum, hann gaf upp alla von og lagði af stað til Nor- egs. Tveimur dögum síðar sendu Mórakarlarnir bestu skíðamenn sína eftir honum, hann gerðist for- ingi þeirra og eftir eitt ár hélt hann innreið sína í Stokkhólm. þá kom til valda Vasaættin sem verið hefir mikilhæfust konungs- ætt á Norðurlöndum. I 300 ár sit- ur ættin að völdum, og saga henn- ar iíkist mest helgisögu eða hetju- kvæði. Gustav Vasa, Eiríkur 14„ Karl 9., Gustav Adolf, Kristín, Karl 10., Karl 11. og Karl 12. það skiftast á harðlyndir kon- ungar og geðveikir, fastlyndir og dutlungafullir, blíðlyndir og þráir, sigurvegarar og sigraðir sigurveg- arar, — en ættin hafði það sam- eiginlegt að hún var ógæfusöm. Hetjusögur enda jafnan illa. þeir sem ekki féllu fyrir byssukúlu eða hnífstungu, létu líf sitt í fang- elsi eða drógust upp af þunglyndi dutlungafullra gáfna. það er hið mikla stolt Mórakarlanna og Dala- bænda yfirleitt, að hafa stutt Vasaættina til valda. Á. Á. ---o---- Dánarfreg’n. Aðfaranótt þriðjudags síðastl. andaðist á heimili sínu á Hróf- bergi við Steingrímsfjörð bænda- öldungurinn Magnús Magnússon Hann var fæddur á þiðriksvöll- um árið 1841, sonur Magnúsar bónda þar, Magnússonar bónda á Hrófá, Jónssonar bónda á Laugalandi á Langadalsströnd Jónssonar, en Margrjet móðir Magnúsar á Hrófá var Gunnlaugs- dóttir og voru fimm feður og tvær mæður milli hennar og Jóns biskups Arasonar. Lengstaf sína löngu æfi bjó Magnús við Steingrímsfjörð, síð- ast mjög lengi á Ilrófbergi og í 40 ár var hann hreppstjóri Hróf bergshrepps og gegndi þar mörg- um öðrum trúnaðarstörfum. Hrófberg bætti hann stórkostlega að húsum, girðingum og túnút- græðslu og sat það jafnan við mestu rausn, enda liggur jörðin í miðri þjóðbraut. — Kvæntur vai hann Guðrúnu Guðmundsdóttur bónda á þiðriksvöllum, Jónssonai bónda á Felli Jónssonar og er hún látin fyrir nokkrum árum. Eru fimm börn þeirra á lífi: Ingi- mundur bóndi í Bæ í Króksíirði, Ingibjörg, kona Magnúsar bónda Jónssonar í Feigsdal í Arnarfirði Gunnlaugur bóndi á Ósi við Stein- grímsfjörð, Ragnheiður ekkja síra Hans Jónssonar á Stað í Stein- grímsfirði, býr nú á Hrófbergi, og Stemunn kona Finnboga Guð- mundssonar í Bolungavík. Magnús heitinn var framúr skarandi atorku- og dugnaðar- maður að hverju sem hann gekk, fastur fyrir og þéttur í lund. Bar hann aldur sinn með afbx'igðum vel, en heyrnardepra varð honum til ama síðari árin. Til hins síð- asta bjó hann á nokkrum parti Hrófbergs, móti dóttur sinni Fróðleiksmaður var hann og skáldmæltur vel. Mega Stein- grímsfirðingar þar sjá á bak ein- um sínum mætasta manni. ---o---- Látinn er á Eyrarbakka, Ólafur Teitsson hafnsögumaður, 86 ára að aldri. Tveír turnar. Halldór Steíánsson alþm sagöi í vor sem leið á fundi að Egilsstöðum að bændur á Héraði gætu ekki verið ihaldsmenn. Hann benti á hin mörgu óleystu verkefni. Hann sannaði, að meðan bygðina vantaði vegi, síma, fé til ræktunar og bygginga, sam göngur með ströndum fram, og heppi- leg skip til að flytja vaminginn til útianda, þá gætu bændur ekki lagst rólegir á kodda kyrstöðunnar. þeir yrðu að vera framsóknarmenn Fyrir skömmu hafa hér í blaðinu veiið leidd rök að þvi að allar stétt ir -xema bændur til sveita og við sjó, hafa stéttarsamtök, er verða síðan að undirstöðu í landsmálastai’finu Verkamenn í bæjunum halda saman bæði um kaupkröfur og í landsrnál um. Hin svokallaða yfirstétt í bæj unum heldur saman á öðru leyti. það cj íhaldsflokkurinn. Hann er þrí skiftur. í einn stað er fylking stór- útgerðarrmanna. i annan stað eru kaupmenn landsins. i þriðja hópnum er meginþorri af starfsmönnum lands ins i kauptúnunum og nokkuð at þeim sem í bygðunum búa. þeir sem út úr brjótast fylkingu þessari eru að vísu mikill minni hluti. En það eru aftur á móti ýmsir helstu hæfi leikamenn stéttanna. þeim hefir þótt of þröngt um sig í þeim stakki, sem kvrstæð stéttarpólitik skar þeim. -\llar þessar þrjár meginstyttur íhaldsstefnunnar eiga sammerkt um eitt. Kyrstöðuna eða íhaldið. í brjósti þessara manna er engin kend eins steik eins og værðarþráin. Útgerðar maðurinn er ánægður ef hann græði: á þorskinum. Kaupmaðurinn, ef milli liðshagnaðurinn er nógu mikill. Hinn þröngsýni eigingjarni verkamaðui landssjóðs, spyr um dýrtíðaruppbót- ina. íhaldseinstaklingarnir vilja ró og frið ti! að njóta þeirra persónu þæginda er þeir hafa trygt sér. Eng ir draumórar um almenna hagsæld raska ró þeirra. þó að aðra menn vanti síma, vegi, skip, veltufé, holl húsakynni, skóla, bækur, sjúkrahús og læknishjálp, þá raskar það ekki kyrstöðugileði íhaldsmenskunnar Nú verður varla komist hjá því fyrir bændur að spyrja einnar spurn ingar: Geta þeir lifað lífi sínu án samtaka, eitthvað sviplíkt og aðrar stéttir? Svarið er einfalt. það er óhugsandi að bygðin og bygðamenn- ingin ein geti staðist, ef sveitafólkið er sundrað og samtakalaust, en allar aðrar stéttir háðar föstu skipulagi Ef stéttarsamtök eru meir eða minna gölluð, þá er óvandari eftirleikur. Bændurnir hafa dregið lengur en all ir nábúar þeirra að koma skipulagi á félagsmálavinnu sína. Á einu sviði hefir fólkið í bygðun um komið á skipulagi. það er í versl- unarmálunum. Elstu kaupfélögin eru nú um 40 ára. Sambandið getur bráð- um haldið 25 ára afmæli sitt. \ þessum tíma, síðan um 1880 hefir úrvalinu af bændum landsins tekist að mynda varanlegar sjálfseignar verslanir almennings við svo að segja hverja höfn og koma síðan á samtökum milli þeirra nálega allra um sameiginleg innkaup og sölu. Árangurinn hefir verið stórkostlegur. Fyrstu kaupfélögin bættu vöruverðið um 25—30%. það var sama og að afla fólkinu alt að þriðjungi hærri tekjur, eða þriðjungi betri fjárhags leg lífsskilyrði. Smátt og smátt knúðu kaupfélögin keppinauta sína, kaup mennina, til að sætta sig við mikið minni millilðságóða. Niðurstaðan er því sú í öllum löndum að kaupfé lögiu halda kaupmönnunum i skefj um. Tryggja félagsmönnum sann virði, en bæta verslun þeirra sem vilja heldur skifta við kaupmennina, af því þeir eru of eigingjarnir og óræktaðir hið innra, að þeir þola eng in félagsbönd, .eða að starfa með öðr um til sameiginlegra hagsbóta. það stórvirki, sem liggur eftir sam vinnuna hér á íslandi, er það, að hún hefir gert verslunina heilbrigða. Trygt félagsmönnum góðar vörur með sannvirði, og að þvi er snertir inn lendu vörurnar, vanið framleiðendur á að vanda þær, og hafa óbeit á að svíkja varning í viðskiftavini sína í fljótu bragði virðist árangurinn af starfi kaupfélaganna vera ein göngu fjárhagslegs eðlis. það er hægl að benda á muninn á fjárhag yfir leitt, byggingum, fatnaði, fæði o. s frv. þar sem kaupfélag hefir starfað lengi, ef borið er saman við héröð þar sem kaupmannaverslanir haf x ieikið lausum hala frá ómuna tíð Fjárhagsávinningurinn er mikill og afleiðingar hans ná langt. þó að kaupfélögin hefðu ekkert annað gert en að leysa þetta hlutverk, að gera verslunina heilbrigða, að tryggja sannvirðið í skiftum manna á milli, þá væri gildi þeirra ómetanlegt. En kaupfélögin hafa gert meira. þar sem samvinnufélag hefir starf að um alllanga stund, undir leiðsögn hæfra manna, þá breytir það hugs- unarhætti manna, ræktar hugann Eitt sinn kom ameriskur auðmaður til Oxford. Hann dáðist að grasblett unum sem hafa verið slegnir svo að segja vikulega í mörg hundruð ár, og að hinum yndislegu „heilögu björk um“ er Matthías talar um, sem hefir verið gætt, sumra hverra, eins og sjáaldurs augna síðan fyrir daga Hallgrims Péturssonar. Auðmaðurinn spurði garðræktarmann í Oxford hvað mikið myndi kosta að gera jafn- fagran garð í Ameríku. „Til þess þarf fimm aldir" svaraði jarðyrkju maðurinn. Ef svo er um tré og gras- bletti að umhyggjusöm ræktun breyti og göfgi útlit þeirra, hvað myndi þá vera um mannssálina? þar sem ekkert þekkist nemi kaupmenska eru allir meir og minna kaupmenn — og ekki í góð um skilningi. þar vilja allir versla og allir leika hver á annan, og græða iiver á öðrum. Drengirnir hafa blind andi hnífakaup í von um gróða Ungu mennimir kaupa ær og geml inga á vorin, oft af þeim, sem salja á þeim tíma út úr neyð, í von um að féð hækki í verði yfir sumarið. Hrossaprangið þekkja allir, og það manngildi er því fylgir. Kaunfélögin slá köldu vatni á þennan eld brasks

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.