Tíminn - 30.11.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1929, Blaðsíða 2
248 TlMINN Rlkisútgerð I. íhaldsblöðin leitast nú mjög við, að vekja andúð gegn þeim ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, að stofna til eiginútgerðar Esju og annarra þeirra skipa, sem gerð eru út að opinberri tilhlut- un. Telja blöðin, að með þessari ráðstöfun sé verið að stofna ,.nýtt ríkisrekstrarbákn'— Sann- leikur þess máls er sá, að ekki er stofnað til neinnar nýrrar starfrækslu í þessari grein, held- ur verður aðeins sameinuð marg- skift útgerð ríkisins undir eina stjórn og til forstjómarinnar skipaður maður, sem kunnur er að miklum dugnaði og hæfileik- um í siglingamálum, þar sem er Pálmi Loftsson, skipstjóri. Síðan 1924 hefir ríkið greitt Eimskipafélagi íslands nokkuð á 4. tug þús. kr. árlega fyrir út- gerðarstjórn Esju. — I öðru lagi greiddi Ihaldsstjórnin 10 þús. kr. árlega fyrir reikningshald varð- skipanna tveggja, auk 4 þús. kr. fyrir aðra útgerðarstjórn þeirra. Loks er vitaskipið Hermóður á þriðja leitinu. Enn má benda á það, að ýmsir flóabátar og strandferðabátar, styrktir af al- mannafé, hafa verið með öllu eftirlitslausir af hálfu ríkisins, og getur slíkt hirðuleysi Ihalds- stjómarinnar varla talist afsak- anlegt. Af þessu sést, að útgerð ríkis- ins hefir verið dreifð á mörgum höndum og að fyrir hana hefir verið goldið ærið fé í tíð íhalds- stjórnarinnar. Kostnaðurin hefir að vísu lækkað síðan stjómar- skiftin urðu. — Nú eru varðskip- in orðin þrjú og í ráði er að kaupa nýtt strandferðaskip. Ligg- ur því í augum uppi, að ríkið getur ekki unað þeirri skipun, er ríkt hefir um þessi mál, þar sem skip þess hafa verið dreifð á ýmsum höndum, en að öðru leyti eftirlitslaust með öllu, hversu varið hefir verið stórum upphæð- um til flóabáta og strandferða- báta. II. Rök atvinnumálaráðherrans í bréfi til stjómar E. I. fyrir þess- ari ráðstöfun eru margháttuð og sterk. Þó er þar lögð höfuðáhersla á það atriði, sem í augum allra skynbærra manna er eitt nægi- legt, til þess að stjómin sæi fyrir Fóðuríræði eftir Halldór Vilhjálmsson. Búnaðarrit Hennamis Jónas- sonar. hóf göngu sína 1887 með ritgerð um fóðrun búpenings. Sú ritgerð var ágæt á sínum tíma og var um langt skeið lögð til grundvallar við kenslu í fóður- fræði við búnaðarskólana, enda hefir síðan ekkert verið ritað hér á landi í fóðurfræði, er komið gæti í stað þessarar ritgerðar, fyr en nú að út er komin fóður- fræði sú er nefnd er yfir línum þessum. Má geta nærri, að fóð- urfræðin eins og aðrar greinar búvísinda hafi breyst allverulega á þeim 42 árum, sem liðin eru síðan ritgerð Hermanns var prentuð, svo að brýn hafi verið orðin þörfin á nýrri fóðurfræði, bæði við kenslu í bændaskólunum cg fyrir bændur og þá aðra, sem gripi hafa á fóðri, því að á þess- um tíma hefir fóðurfræðinni fleygt mjög fram, enda var það einmitt fyrir 40—50 árum að vísindalegar rannsóknir fóður- fræðinga hófust fyrir alvöru, og fara úr því sífelt vaxandi. Höfundur þeirrar bókar, sem hér er bent á, hefir nú kent fóð- urfræði við skóla sinn í 22 ár, og mun ekki orka tvímælis, að hann hafi manna best hér á landi fylgst með framþróun fóðurfræð- útgerð Esju, á þá leið, sem nú er fullráðið. Og ástæðan er óafsakanlegt tómlæti og seinlæti Eimskipafé- lagsstjórnarinnar um að velja framkvæmdastjóra félagsins, í stað Emil Nielsen, sem hefir sagt af sér starfinu frá næstu áramótum. — Fyrir alllöngu síð- an var þess látið getið, að hr. Ólafur Benjamínsson væri ráð- inn framkvæmdastjóri. En vegna heilsubrests mun liann fljótlega hafa horfið frá því ráði. Síðan heyrist ekkert um það, hverjum muni verða falið þetta vandasama starf. Þessi staðreynd var, ein út af fyrir sig, nægileg ástæða fyr- ir ríkisstjórnina, að renna ekki blint í sjóinn með útgerð Esju að þessu leyti, sérstaklega þegar það er með öllu ótrygt, að valinn verði maður, sem gæti orðið ráðunautur stjórnarinnar í sigl- ingamálum, á líkan hátt og hr. Nielsen framkvæmdarstjóri hefir verið, — en stjórnin átti hins- vegar kost á góðum manni til slíks ráðuneytis, til útgerðar- stjórnar allra skipa ríkissjóðs og eftirlits með ráðstöfun þess ríkisfjár, sem greitt er til flóa- báta. Útgerðarskrifstofu ríkisins verða fengin til stjórnar þessi skip: Esja, nýtt strandferðaskip, Óðinn, Ægir, Þór, Hermóður, eða samtals 6 skip, auk eftirlits með flóabátum. Virðist það ærið verk- efni og verklegri bragur, að setja þessi ríkisskip undir eina stjóm en að láta þau vera dreifð á mörgum höndum. Vörður 23. þ. m. telur að ríkisstjórnin „neiti samvinnu við Eimskipafélagið“. Þetta hljóta að vera vísvitandi ósannindi blaðsins, því í bréfi sínu, hefir ráðherrann einmitt tekið það skýrt fram, að hann vænti „góðr- ar samvinnu milli hins væntan- lega útgerðarstjóra Esju og Eim- skipafélagsins“. Iaggur og í aug- um uppi, að slík samvinna yrði til gagnkvæmra hagsbóta báðum aðilum og til þæginda fyrir landsmenn. III. Loks vill Tíminn benda hér á ástæðu, sem ekki hefir enn kom- ið til álita í sambandi við þetta mál. I stjórn Eimskipafélags Islands hafa um mörg ár setið sumir harðvítugustu forvígismenn bur- innar og þekki nýjustu niður- stöðu hennai’ betur en aðrir. Bók- in ber og með sér að höfundurinn hefir dregið efni víðsvegar að, og einnig að hann hefir sjálfur margar athuganir gert um fóðrun búfjár, þótt ekki hafi hann haft aðstöðu til vísindalegra rann- sókna á því sviði, að nokkru ráði. Er því í bókinni að finna marg- víslegan fróðleik, ráð og bending- ar, sem nauðsynlegt er fyrir hvern bónda að kynna sér ræki- lega, og hagnýta vel í störfum sínum. Bókin ber þess mikil merki, að hún er samin sem fyrirlestrar, og af kennara, sem þarf víða við að koma, og er því margt í henni, sem ekki heyrir sjálfri fóður- fræðinni til, jafnvel heilir kaflar, sem óvenjulegt er að taka með í fóðurfræði. Frá mínu sjónar- miði lýtir þetta bókina sem sér- fræðirit, en það gerir hana fjöl- breyttari og víða skemtilega af- lestrar, og í þessum aukaköflum og útúrdúrum er margskonar fróðleikur, hugvekjur og áminn- ingar. Er mér og kunnugt um að höfundurinn hefir gert bók- ina svo af ásettu ráði af því, að hann býst ekki við að sér vinnist tími til að skrifa bók um aðra kafla - búfjárfræðinnar. Stíl höfundar þekkja menn af fyrri ritum hans. Mun ekki öllum falla hann vel í geð og þykja hann helst til stói’orður stundum. Eiríkur Briem prófessor. Hann andaðist á heimili sínu hér í Reykjavík að kvöldi dags 27. þ. m. 83 ára gamall, fæddur að Melgráseyri á Langadalsströnd 17. júlí 1846, sonur Eggerts sýslu- manns Briem og konu hans Ingi- bjargar Eiríksdóttur, sýslumanns Sverrissonar. Var Eggert lengi sýslumaður í Eyjafirði og bjó á Espihóli. Þar ólst séra Eiríkur upp. Séra Eiríkur Briem var þjóð- kunnur maður vegna lærdóms og margskonar opinberra starfa. Hann var um skeið prestur að Steipnesi, þingmaður Húnvetn- inga, kennari við prestaskólann, konungkjörinn þingmaður, for- stjóri Söfnunarsjóðsins, er hann beitti sér fyrir að stofnaður væri, gæslustjóri Landsbankans, yfir- skoðunarmaður landsreikning- anna. Og enn fleiri opinberum störfum gegndi hann um æfina. Séra Eiríkur Briem hefir vakið sérstaka athygli manna, er hann hefir sést á Reykjavíkurgötum hin síðustu ár. Bar það til, að hann var hár maður vexti, vel vaxinn og bar sig hverjum manni betur, tígulegur í framgöngu, snjóhvítur fyrir hærum, svip- hreinn og fráneygur. Yfirbragð hans alt var höfðinglegt og vott- aði, eins og æfisaga hans, að þar fór merkur maður og ágætur. Jóhannes Böggild aðalræðismaður Dana í Kanada andaðist í Montreal 24. þ. m. Jóhs. Böggild var fyrsti sendi- herra Dana hér á landi. Hann var af íslensku bergi brotinn, gegn maður og átti hér margt vina. geisanna í stéttabaráttu þeirri, er stöðugt geysar, milli þeira annarsvegar, en jafnaðarmanna hinsvegar. Þegar hin almenna deila um kaupgjald sjómanna reið yfir síðastl. vetur, vörpuðu þessir oddborgarar sér, með Eim- skipafélagið að vígi, inn í þessa deilu. Hugðust þeir, vegna á- greinings um 11 þús. kr. kaup- gjaldsbætur á öllum skipastól fé- lagsins og Esju, að stöðva flot- ann allan um óákveðinn tíma. Var af slíku gerræði búinn þjóð- arvoði, ef ríkisstjórnin hefði ekki En á þennan hátt kippir höf. oft óþægilega við lesandanum og vekur hann til umhugsunar um sitthvað, sem annars færi e. t. v. framhjá honum, umhugsunar- lítið. Frágangur bókaiinnar er að ásýndum góður, en því miður eru í henni margar prentvillur og get eg eigi borið af mér sakir í því efni. Leiðréttingar á lökustu prentvillunum eru aftast í bók- inni. Bókin er í þremur aðalhlutum: I. Næringarstarfsemin er fjall- ar um efni líkamans, næringar- efni, meltingu þeirra og efna- skifti, notagildi fóðursins, við- haldsfóður, vöxt, fitun og dýra- sterkju, afl- og mjólkurmyndun og ullarvöxt og fóðurmat. • II. Fóðurtegundirnar, er ræðir um hey og heyskap, annað fóður, ásetning, fóðurkaup, og almennar fóðurreglur. III. Fóðrun búpenings þ. e. fóðrun nautgripa, sauðfjár og geita, hrossa, svína og hænsa. Loks eru aftast í bókinni skýrslur, er sýna reiknuð meltanleg nær- ingarefni í ýmsum fóðurtegund- um, fóðurgildi þeirra og fóður- þörf skepnanna. Eftir því, sem eg þeklci til fylgir höfundur hvervetna hinum nýjustu niðurstöðum og kenn- ingum ' fóðurfræðinnar, þar sem þeim verður viðkomið, en víða setur höfundur fram sínar skoð- skorist í leikinn og veitt félaginu viðbótarstyrk, er svaraði um- þráttaðri upphæð, til launa- greiðslunnar. Þannig er Eimskipafélagið, sem átti að verða og á að verða augasteinn landsmanna, orðið pólitískt handbendi Eggerts Cla- essen, Jóns Þorlákssonar og Garðars Gíslasonar, í hinni al- mennu pólitísku deilu við jafnað- armenn í kaupstöðunum. Þarf ekki orðum að því að eyða, að félaginu er háski búinn, ef fyrir þessar sakir rís pólitísk andúð gegn því og stjómendum þess. Virðist full þörf á því, að draga slcip ríkisins burt úr slíkum háslca, sem allri útgerð landsins gæti verið búin af slíkum ástæð- um. !--O--- Á vfðavanöi. „Út var psnotendur“. Nýlega fluttu íhaldsblöðin hér í bænum fregnir af því, að svo- nefnt „Félag útvarpsnotenda" efndi til fundar meðal annars til þess að mótmæla sem gerræði þeim úrskurði ríkisstjórnarinnar, að engu félagi útvarpsnotenda bæri, gildandi lögum samkvæmt, réttur til þess að nefna mann í útvarpsráðið. Síðan hefir félag þetta gert tvær tilraunir til að ná saman fundi. Komu um 10 manns á hinn fyrri og, að sögn, litlu fleiri á hinn síðari. Ekki hefir heyrst um fundarályktanir. — Útvarpsnotendur í landinu munu vera um 600. Félag þetta telur 220 meðlimi. Nú hefir Tím- anum verið tjáð, að um 130 þess- ara manna hafi ekki greitt fé- lagsgjöld og geti því ekki talist löglegir félagar. Auk þess séu þar taldir félagar fleiri menn en einn fyrir sum tækjanna. Og eru líkur til, að í félaginu séu ekki fleiri félagar löglegir en um 70. — Þar á ofan ber á það að líta, að í raun réttri er enginn út- varpsnotandi í landinu slíkur, sem gert er ráð fyrir í lögum um útvai-p. Því þar er vitanlega átt við þá menn, er tæki hafa til notkunar ríkisútvarps og greitt hafa þau gjöld, er ákveðin kunna að verða. Félag útvarpsnotenda, samkvæmt skilgreiningu laganna, virðist því fyrst geta orðið til, þegar ríkisútvarpið tekur til anir um hagnýting þeirra og um fóðurreglur — eins og eðlilegt er í íyrirlestrum — og kunna að verða skiftar skoðanir um ýmis- legt, er þar er gert að umtals- efni, eins og líka er eðlilegt. Rýr- ir það út af fyrir sig alls ekki gildi bókarinnar og ætti einmitt að vekja menn til umhugsunar og athugunar um ýmislegt, er snertir fóðrun búpenings. Veit eg að höf. mundi vera þökk á að þeir, sem aðrar skoðanir hafa, létu þær í ljósi við hann og slcýrðu honum frá, þar sem reynsla þeirra kemur í bága við skoðanir hans, eða eigin reynslu og athuganir, sem víða er frá skýrt í bókinni. Hér getur ekki verið um að ræða að gagnrýna bókina, hvorki frá faglegu sjónarmiði eða á ann- an hátt, heldur vildi eg aðeins benda mönnum á hana og hvetja menn til að lcaupa hana, enda ætti hún að vera sjálfsögð hand- bók og ráðgjafi hvers einasta bónda. Rétt til dæmis um þann fróðleik, sem bókin gefur, skal eg benda á örfá atriði: Á bls. 135 er gerður saman- burður á því hversu miklar af- urðir fást af ætilegum þurefnum í afurðum gripanna fyrir hver 100 kg. meltanlegra efna í fóðr- inu og verður niðurstaðan m. a. þessi: starfa. — Félag þetta ætti því að spara sér stóryrði í garð rík- isstjórnarinnar út af þessu máli. Vaxtalækkunin. Eigi urðu íslenskir bankar við- bragðsseinir að hækka vextina, er vextir hækkuðu alment í nágrannalöndunum nú fyrir skemstu. — Nú hafa vextirnir lækkað aftur vegna verðhrunsins í New York. Vænta nú flestir þess, og elcki að ástæðulausu, að bankamir lækki vextina aftur, og þykir drátturinn á því furðu- legur. Mun vera mikil nauðsyn á því fyrir bankana, að gjalda elcki þögn einni saman við þeim lcröfum. Stjórnmálamenning Þingeyinga. Pistlasmiðurinn í Verði, Magn. Guðm., sleikir mjög út um í síð- asta blaði yfir sleggjudómi Jóns bónda á Laxamýri í Lögréttu ný- lega þess efnis, að stjórnmálaleg menning Þingeyinga sé mjög lé- leg. — Sleggjudómur Jóns Þor- bergssonar er vitanlega ekki svaraverður fremur en aðrir sleggjudómar. Því þótt Jón Þor- bergsson sé lcunnur að því að vera afburðabúhöldur, ágætur fjármaður og áhugamaður um landbúnaðann’ál, þá hefir hann aldrei sýnt nein merki þess, að hann væri bær um að dæma um stjórnmálamenningu, síst heils héraðs. Og í öðru lagi verður að álíta, að dómur Jóns, sé einkum bygður á nærtælcum kunnleik á sálarástandi nokkurra andlega bágstaddra og frábærlega æstra kaupmanna á Húsavík. Má telja líklegt, að álit Jóns breytist, er hann öðlast víðtækari kynningu af hugarfari og skoðunarhætti Þingeyinga. Falsheiti íhaldsflokksins. Fyrir nokkru siðan vitnaðist það, að í kosningaplöggum Ihalds- manna, er þeir hafa dreift út meðal kjósenda hér í Reykjavík, þorðu þeir ekki að gera. ráð fyrir, að neinn kjósandi vildi viður- kenna hið upptekna falsheiti flokksins. Var þar gert ráð fyr- ir hinum eldri flokksheitum, en „sjálfstæðisflokkur“ ekki nefnd- ur á nafn. Fólst í þessu fullkom- in viðurkenning íhaldsmanna á því, að þeir fyrirverða sig frammi fyrir hverjum einstökum kjósanda fyrir heigulsháttinn og óheilindin og þora ekki að halda að mönnum falsheitinu í alvöru, Ætileg þurefni Kýrin gefur í mjólk ... 18 kg. — - osti .... 9.4 — — — - smjöri. .. 5.4 — Svínið (skrokkurinn). . . 15.6 — Hæns (í eggjum)......... 5.1 — — (skrokkurinn) ... 4.3 — Lambið................... 3.2 — Nautið................... 2.8 — Kindin (fullorðin) .... 2.6 — Hér er ótrúlega mikill munur á, og augljóst af þessu, að kýrin er þarna langsamlega besti „fram- leiðandinn". Á bls. 147 er skýrt frá dönsk- um rannsóknum, er sýna að fyrsta kálfs lcvígan nær um 70% af þeirri nythæð, sem fullþrosk- uð kýrin gefur og að hún er að þessu leyti á besta skeiði, þegar hún gengur með 8. kálfi, en fer að tapa sér úr því, I kaflanum um heyið skýrir höf. frá athugunum, sem hann hefir gert, og ýmsir nemendur hans, um það hversu milcið hey rénar við geymslu og hefir niður- staðan orðið sú, þegar um vel þurt og vel verkað hey er að ræða, að það léttist um nálega 1.7% eða sem næst Vg- Fást þá úr stáli 500 kg. fyrir hver 600 kg. sumarfengin. Þessar athugan- ir hafa og sýnt, að illa þur taða getur i-ýmað um alt að 50% og illa hirt stör um 40%. Þeim, sem hafa mikla tilhneig- í ingu til að setja djarft á heyin,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.