Tíminn - 23.07.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.07.1932, Blaðsíða 2
120 TIMINN metum ekki þjóðimar eftir mann- fjölda heldur manngildi. Afreksmenn eru stolt hv.errar þjóðar, og við gleðj- umst þegar viðurkendur er með svo glœsilegum hætti, uppmni ágætis manns, sem bar gæfu ti! afreksverka, er minnst verð.ur um aldir. Við höfum sett styttu Leifs þar sem hæst ber í höfuðborginni, en þó í hálfgerðri óbygð. Umgerð náttúr- unnar er glæsileg, en mannanna verk eiga hér eftir að vaxa. I kring um styttuna er eftir að gera tjörn til samræmis við stallinn, sem er stafn af skipi og í minningu um af- burða sjómennsku forfeðra okkar. Hér eiga eftir að vaxa vegleg hús kring um torgið. Stytta Leifs verð- ur miðdepill eins þess staðar í þess- um bæ, sem landsmenn munu leita til að hressa sig við útsýn og endur- minningar. Styttan er ímynd karlmennsku og framsóknar. Naddoddur, sá er fann ísland, Eirikur rauði, er nam Græn- land og Leifur heppni er fyrstur sigldi til Vesturheims, voru allir af einni ætt. það var þróttur og framtak í þeirri ætt, enda var ekki sjósókn í þá daga, og raunar aldrei, heiglum hent. I-Iafið hefir jafnan lokkað þá, sem þrá æfintýrið. Leifur var einn þeirra manna, sem færðist mikið í fang og bar gæfu og gerfileika til mikils árangurs. Hann bar gæfu til að bjarga skipbrotsmönnum, kristna Grænland og finna nýja heimsálfu, þá heimsálfuna, „sem ekki ei»%getið í heilagri ritning", eins og segir í gömlum annálum. Hann bar viður- nefnið hinn heppni, — en í því ligg- ur ekki að árangurinn hafi fallið í skaut aðgerðalauss manns. í viðúr- nefninu felst það, að hann hefir borið bæði giftu og gerfileik til, en það tvennt þarf að fara saman svo vel sé. 'Mannlegt líf er með óskiljan- legum hætti tvinnað saman úr ör- lögum og eigin atgerfi. þróttur og útþrá Norðurlandabúa á víkingaöidinni var með eindæm- um. Landnám þeirra og þjóðflutn- ingar teygði sig í suður og norð- vestur, en dvínaði því fjær sem dró rótinni, og kulnaði lo.ks út í suðri, á Ítalíu, og í norðvestri, í Ameríku. Eg segi Ameríku, þó það sé yngra heiti, því hið ágæta nafn „Vínland hið góða“, er fyrir löngu orðið laust við landið lifir nú eingöngu í fornum íslenzkum fræðum. Vínland hið góða liafði allt til að bera ,sem ísland og Grænland skorti, sjálfsána akra og mikla skóga til húsa • og skipaviðar. Slík nýlenda hefði, ef hún hefði varðveizt í bygð, breytt rás viðburðanna í Grænlandi og á íslandi með stórfeldum hætti. En um það tjáir ekki að 'ræða, hvaða stefnu að rás viðburðanna hefði tek- ið, ef sambandið við Vínland hefði Viðhorf Skömmu eftir þing sigldi ég til útlanda í ýmsum nauðsynjaerindum, eins og síðar mun vitnast, og hefi því ekki haft tækifæri til að taka til máls hér í blaði flokksins fyrr en nú. En úr því skal nú bætt á næstu vikum, eftir því sem við verður komið. Ég tók að mér, eins og öllum er kunnugt, að mynda nýja stjórn í þinglokin og átti það alllanga for- sögu. þingið var orðið langt, svo að ýmsum hefir þótt nóg um, og vill svo oft verða þegar úr vöndu er að ráða. Tvenn viðfangsefni lágu fyrir síðasta þingi, sem mest kölluðu að og mestu réðu um öngþveiti og úrslit, annað kjördæmamalið ' en hitt fjár- hags- og kreppumálin, og fléttaðist hvorttveggja saman og réði rás við- burðanna. Kjördæmamálið er af ýmsum orsökum komið í það horf, að þjóðinni og málefnum hennar verður með þeim hætti bezt borgið að ekki biði lengi afgreiðsla þess með einhverjum þeim hætti, sem við megi una, og kreppan er orðin svo snörp, að ekki var við unað aðgerðaleysi af Alþingis hálfu á síð- asta þingi og þvi næsta. Andstöðu- flokkar fráfarandi stjórnar hnýttu saman þessa tvo enda svo rammlega að ekki varð hjá komist nokkurri lausn, annaðhvort til langirama ,eða bráðabirgða og veldur því núverandi kosningafyrirkomulag og svo skipun þingdeilda. Ég og margir fleiri hefðu helzt varðveizt. það er löngu vatnað yfir þennan möguleika. Vínland hvarf aftur í sjó og bygðin á Grænlandi kulnaði út, en íslandsbygð átti fyrir sér meiri framtíð og hér hafa geymst sagnirnar, sem máske hafa síðar leitt til meiri atburða en flesta grunar. Sagan lifði hér í bókmennt- um, sem geyma þrótt og heiðríkju víkingaaldarinnar. Hún er okkar eini arfur. Að öðru leyti höfum við iítið erft frá fortíðinni annað en tóttarbrot og troðninga tóttirnar á Eiríksstöðum, fæðingarstað Leifs og troðninga eftir þingreiðir forn- aldarinnar og skreiðarferðir miðald- anna. En kvörtum ekki. Sagan hefir varðveitt fræknleik og fas forfeðr- anna og lifir í afkomendunum. Eg trúi á samhengi sögunnar. í fimm aldir vatnaði yfir Vinfand hið góða, en þá hófst endurfæðingar- tímahil á Italíu, ný víkingaöld, sem gróf upp listir og bókmenntir fom- aldarinnar og lcitaði landa til hinna i yztu endimarka, þar til öll lönd jarðarinnar voru fundin. þá voru | stærri skip komin til sögunnar, átta- i vitinn o. fl. tæki — en það sem þó helzt var siglt eftir, það voru gaml- ar sagnir. þ>á kemur Columbus til sögunnar, ítalskur maður, fæddur í Genua. þegar ég nefndi ítalskan mann, finn ég ástæðu til að minnast þess, að sendiherra ítala á íslandi, Mr. Vare og frú hans, hafa sýnt okkur þa'nn sóma að vera hér viðstödd. Hann og kona hans eru hér hjart- anlega velkomin. . Columbus var um skeið í sigling- um í Norðurhöfum og sögnin segir j áð hann liafi komið til íslands, og ! haft þar fréttir af ferðum Leifs | heppna og þorfinns karlsefnis. það er trúa mín að þessar fornu sögur liafi fært honum sanninn um lönd í vestri — og styrkt hann í trúnni á liinar nýju kenningar um hnatt- myndun jarðariunar. þá hefir landa- fundur Leifs borið árangur, ef Col- umbus hefir, eins og ég hýst við, siglt eftir sögunum. Síðan Ameríka fannst öðru sinni hefir landnám hvítra manna þróast þar með stórfelldum hætti. Er sú saga öll einsdæmi í sögu mann- kynsins. Og nú sendir hin stærsta og voldugasta þjóð, sem Ameríku byggir, ættlandi Leifs þessa gjöf til minningar um afrek hans og giftu. Myndin er gefin i tilefni af 1000 ára liátíð Alþingis, i minningu þess atburðar, að 930 var hér stofnað eina lýðveldið, sem þá vai uppi liér í álfu — og gefin í minningu um fund Ameríku, þess lands, sem síðar varð heimkynni hins fyrsta lýðveld- is síðari tíma. Leifur heppni er ein- ingarband milli þessara þjóða og styttan, sem hér stendur, nýafhjúp- kosið, að lausnin hefði orðið stjórn- arskrárbreyting, sem flokkarnir hefðu getað orðið ásáttir um, og væri síðan gengið til kosninga og iátið skeika að sköpuðu. Hélt ég lengi vel að svo mundi skipast, en það brást af ýmsum ástæðum. Lá þá tvennt fyrir, þingrof eða stjómar- breyting með þeim hætti, að nauð- synlegustu skattamál og kreppuráð- stafanir næðu afgreiðslu þó stjórnar- skrármálinu væri frestað til næsta þings. Ekki var sýnt, að þingrof leiddi til neins árangurs. Til þess að hreinn meirihluti næðist í báðum deildum þurfti einn flokkur að ná 28 þingsætum við kosningar, en fyr- irsjáanlegt að svo mundi ekki verða. Kosningar hefðu leitt til þess eins, að nýkosið þing hefði komið saman í sumar, og verið skipað m»ð áþeki um hætti og nú er, þannig að eng- inn flokkur hefði, þrátt fyrir smærri breytingar, getað valið úrslitum mála í báðum deildum. Hefðu þingmenn þá, nú í sumar, staðið í sömu spor- um og á síðastliðnu vori, og engu nær þvi að leysa hnútinn ennþá. pað var frestur en engin lausn, nema síður sé. Annað lá því ekki fyrir þinginu en að leysa vandann með nokkurum hætti, jafnvel þó um bráðabirgðaiausn væri að ræða. ping- laust og stjórnlaust, í þeim skilningi að þingið geti ekki orðið ásátt um neitt og stjómin hafi ekki neinn ótvíræðan þingvilja bak við sig í aðalmálum, getur ekkert land verið á slíkum hættutímum. Fráfarandi forsætisráðherra tók þvi, í fullu samráði við þingflokk sinn, þá ákvörðun, að beiðast lausn- ar fyrir stjórnina, og benti jafn- framt á mig, einnig í samráði við uð, mun treysta þau bönd. Ég mun | ekki nota- mörg orð eða stór, en þau orð, sem ég viðhef gilda: Mr. ; Coleman, flytjið þjóð yðar hjart- fólgna kveðju og þakkir íslenzku þjóðarinnar! j’essi gjöf er sannai-lega kærkom- | in, og sem einn vott. þess, vil ég , ljúka máli mínu með því að fara j með vísu, sem mér barst á þessari j stundu, frá einu af góðskáldum okk- ! ar. Hún hljóðar svo: Með viljans styrk og stál í hönd, þú starir fram á hafið. þú sérð í anda óþekkt lönd, en alit í þoku vafið. þú horfir yfir holt og mó og harka hvessir svipinn — já, þar fer saman þrelc og ró. Við þökkum kostagripinn. Góðir áheyrendur, að lokum skul- um við binda þakkir okkar einum rómi í ferföldu húrrahrópi fyrir Bandaríkjunum. Takið nú allir und- ir: Bandaríkin lengi lifi! « ----o---- * t Frú Katrín Magnússon 1858—1932. Breiðafjarðareyjar hafa löng- um verið eitt farsælasta hérað á landi hér. Fá byggðarlög munu hafa betur séð borgið börnum sínum í harðindum og hallærum fyrri alda. Hefir þar drjúgum safnast auður og haldist, menn- ing dafnað og fólkið verið þroskamikið. Þar fæddist hún, hin merka og góða kona fyrir þrem aldarfjórð- ungum tæpum, sem borin var til grafar í þessari viku liér í bæn- um, frú Katrín Skúladóttir Magnússon. Var Skúli faðir henn- ar sonur Þorvaldar alþingismanns Sivertsens í Hrappsey, en móð- ir hans, Ragnhildur, var sonar- dóttir Magnúsar sýslumanns Ketilssonar í Búðardal, en dótturdóttir Boga gamla í Hrappsey. Var frú Katrín fædd á föður- og langfeðraóðalinu Hrappsey, þar sem var eina prentsmiðja þriggja fjórðunga í tvo áratugi síðast á 18. öldinni, og eyjuna átti frú Katrín til dauðadags. Katrín föðursystir hennar, sem hún sennilega hefir verið flokkinn, til að gera tilraun til að mynda flokksstjórn, en sú tilraun strandaði. Var þvínæst báðum and- stöðuflokkum Framsóknar boðið að taka þátt í stjórnarmyndun, en það tókst ekki að heldur. Var þá eftir sá möguleiki að Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokkurinn tækju höndum saman um stjórnarmyndun, enda hafði það komið í ijós í nefndum og samþykktum á þinginu, að þessir flokkar voru í aðalatriðum sam- þykkir um margt það, sem nauð- syn krafði um afgreiðslu fjárlaga og ýmsar kreppuráðstafanir. Ég skal játa, að ég var hikandi við að taka að mér slíka stjórnarmyndun, ekki vegna þess, að mér væri eltki ljóst, að alvara tímanna var svo mikil, að nauðsyn væri sameigin- legra átaka, heldur vegna hins að ég taldi, að almenningi þyrfti að vera orðin ljós sú nauðsyn og neyðarástand sem nú er ríkjandi til þess að samsteypustjórn kæmi að því gagni sem vera þurfti. En fyrir eindregna ósk mikils meira hluta Framsóknarflokksins lét ég' til leið- ast í þeirri trú, að slík stjórnar- myndun gæti, með samúð og heilum hug þeirra, sem að stóðu, orðið þjóðinni til blessunar, og lausn á því öngþveiti, sem störf þingsins voru komin í. það er kunnugra en að frá þurfi að segja, að stjórnar- myndun tókst á þessum grundvelli og náðu fjárlög og hin nauðsynleg- ustu tekjuaflalög og kreppuráðstaf- anir afgreiðslu i sömu svipan. það er ljóst af stjórnmálasögu síð- asta árs, að kjördæmamálið er komið í burðarliðinn. Meðan flokka- skifting hér á landi var mest með tilliti til utanríkismála skiftist fylgi heitin eftir, var gift Jóni Árna- syni landsbókaverði í Reykjavík, hinum þjóðkunna fræðimanni. Þangað var Katrínu yngri komið til náms, enda var heimili þeirra hjóna landskunnugt vegna menn- ingar og gestrisni; en luisbóndinn var ömmubróðir Guðmundar Magnússonar prófessors er síðar varð, og þannig lágu saman leiðir þeirra frú Katrínar og Guðmund- ar prófessors. Guðmundur Mágnússon er tví- mælalaust mesti læknir, sem Is- land hefir eignast og einhver allra besti kennari sem hér hefir verið uppi. En það, hve stór- merkur og nýtur maður Guð- mundur prófessor varð ættjörðu sinni, það er mjög frú Katrínu að þakka. Hún skapaði honum heimili og aðstöðu alla svo ágæta, að hann gat svo vel notið sín. Hún var honum ekki ein- ungis hin ágæta eiginkona, held- ur einnig hinn besti samverka- maður. Jeg hygg hún hafi að- stoðað hann við langflesta upp- skurði, sem hann gerði. Og þegar hann fór á laxveiðarnar á sumrin til þess að safna kröftum undir erfiði vetrarins, þá skóp hún hon- um heimili þar og var löngum með á öllum ferðum. Island á frú Katrínu mikið að þakka fyrir sljórnmálaflokkanna svo, að ekki var knýjandi nein breyting. En þegar sjálfstæðismálið var leyst og fyrirsjáanlegt að landsmenn yrðu að mestu samferða þá áfanga, sem eftir eru i þvi efni, og flokkaskipting þvi hér eftir mcst með tilliti til atvinnu- hátta og innanlándsmála, þá mátti vera fyrirsjáanlegt, að breytingar á kosningalögum yrðu aðkallandi. Hjá þeirri nauðsyn hefir engin lýðfrjáls þjóð komizt. Jafnrétti þegnanna um áhrif á stjórnarfar er grundvöllur kosningarréttar og þingstjcrnar. En það þýðir, að strjálhýlið verður jafn- an að hafa nokkuð ríkari rétt til þingkjörs en þéttbýlið, sem hefir öflugri aðstöðu til áhrifa með ýms- um hætti. En jafnframt er það mik- ilsvcrt fyrir jafna aðstöðu þegnanna um áhrif, að fyrirkomulag kosninga sé þannig, að fámennar flokksstjórn- ir sölsi ekki undir sig allt vald. Ef landið væri gert að einu kjördæmi, þá mundi af því leiða fárra manna veldi. En bezt trygging almennings- áhrifa á stjórnarfarið, eru sem flest einmenningskjördæmi. þá ráða kjós- endur sjálfir mestu um þingmanna- val, enda nauðsynlegt að hvert hér- að sé sér um málaflutningsmann. Sérhagsmunir og' staðarþekking heimtar að svo sé, enda varhuga- vert að breyta, svo gömlu og grónu skipulagi, að sameinað sé það, sem ósamstætt er. Sýslur og bœjarfélög eru fjárhagseiningar og um margt sér um lmgsmuni og menningarvið- leitni. Til þess er skylt að taka til- !it. Lausnin verðui' því, að lmlda að mestu núverandi kjördæmaskipun og bæta þeim héruðum, sem mest misrétti verða nú að þola, en jafna milli flokka með uppbótarsætum og það hvað hún hjálpaði til að Guð- mundur Magnússon varð svo frá- bær sonur íslands. Má vera, á þeirri kvenréttinda- öld sem nú gengur yfir, sem ann- að þyki þýðingarmeira hlutverk fyrir konuna, en þetta, sem nú hefir verið sagt um frú Katrínu, en ekki er það skoðun þess, er þetta ritar. Því er þess fyrst getið í annari röð, að jafnhliða því, sem frú Katrín var manni sínum slík kona, þá höguðu atvikin því svo, að hún var í fylkingarbrjósti um sérmál kvenfólksins. Hér- í bænum varð frú Katrín frábærlega vinsæl, og tók hinn mesta þátt í félagsskap kvenna. Því' var það, að þá er konur fengu kosningarrétt, og þegar þær í fyrsta sinn báru fram lista við bæjarstjórnarkosningar hér í bænum, þá var frú Katrín sett efst á þann lista og’ kosin með flestum atkvæðum allra bæjar- fulltrúanna. Frú Katrín var höfðingskona í þess orðs bestu merkingu. Hjálp- aðist til þess allt: Ætt, menning, gifting, auðsæld, stórmennska og drenglund. Hún var kona hleypidómalaus og hreinlynd svo að af bar. Eina dóttur barna eignuðust nota jafnframt aðrar aðferðir, sem ráðlegar eru til takmörkunar á þing- mannafjölda. Slíkar breytingar varða ekki eins miklu hagsmuni einstakra stétta eða héraða og ýmsir virðast ætla. Kosn- ingafyrirkomulag er nú sambland af kjördæma- og landlcjöri, og bundið að allir landkjörnir þingmenn eigi sæti í efri deild Alþingis. Kjördæma- skipunin ræður mestu um skipun neðri deildar, en landkjörið ræður úrslitum um stöðvunarvald í efri deild. það er athugunarvert, að Fiamsóknarflokkurinn þarf 28 þing- sæti af 42 til að ná meira hluta í háðum deildum, og má miklu breyta tii þess að aðstaða hans versni að mun. Rás viðburðanna á síðasta þingi sýnir, að hreinn meiri hluti í sameinuðu þingi veitir ekki mikið vald. það er skipun deildanna, sem úrslitum veldur. Og má telja það einn höfuðveikleika flokksins frá siðustu kosningum, að hafa meiru hluta sameinaðs þings, án þess að geta ráðið úrslitum í báðum dcild- um. það lokkaði til stjórnarmynd- unar, ári tryggingar fyrir því, að geta kornið fram helztu nauðsynja- málum í báðum deildum, en allt sem mál i skiftir þarf samþykki beggja deilda. Á næsta þingi verður lagt fram stjórnarfrumvarp um kjördæmamálið, og þarf enginn að óttast, að þar verði í megindráttum gengið lengra en þegar hefir verið samþykkt að fært sé af þingflokk Franrsóknar með stuðningi helztu áhrifamanna flokksins. Hagsmunir Frarrisóknarflokksins og jöfnun á áhrifa- og kosningarrétti fellur betur saman en þeir ætla, sem ekki hafa brotið þetta mál til mergjar. Yfir-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.