Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (abm.)
ÞÓRAEINN ÞÓRARINSSON.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
Edduhúsl, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
¦

AFGJBÆ/ÐSLA, INNHEIMTA,
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
Edduhúsi, Lindargötu 1D.
Síml:  2323.
PrentRmiðJan Edda hX
Simar: 3948 og 3720.
23. árjg.
Reykjavík, þrlðjudaginn 3. janúar 1939
1. l»la«
Innilutningur kartaflna heiir
numið 3 míllj, kr. sl 10 ár
Neyzlan er þrisvar sínnum mínni en í
Norður-
¦Noregi
Sérkennilegur
ierðalangur
Kynlegur gestur hefir dvalið
í Reykjavík um jólahátíðina og
áramótin. Það er Þjóðverji einn
Tíminn hefir fengið eftir-
farandi upplýsingar hjá
Árna Eylands forstjóra
Grænmetisverzlunar ríkis-
ins.
— Síðastl. 10 ár	hefir inn-
flutningur kartafla	verið sem
hér segir:	
1929 ___ 18.641 tn.	329.951 kr.
1930 ___22.981 —	355.564 —
1931 .... 25.003 —	419.327 —
1932 .... 22.346 —	357.758 —
1933 .... 23.647 —	258.591 —
1934 .... 23.089 —	280.620 —
1935 ___ 22.778 —	313.225 —
1936 .... 21.874 —	301.333 —
1937 .... 6.708 —	116.620 —
1938 ___ 13.028 —	233.232 —
athugaðar, hlýtur mönnum að
vera ljós nauðsyn þess, að stór-
auka kartöfluframleiðsluna, ekki
aðeins vegna þess gjaldeyris.
sparnaðar, sem af því hlytist,
eða þeirrar atvinnu, sem við það
skapaðist, heldur kannske fyrst
og fsemst vegna þess að þetta
er einhver hin bezta fœða, sem
völ er á. Stæði það nær þeim
læknum, sem þykjast hafa á-
huga fyrir mataræði þjóðarinn-
ar, að hvetja menn til að'auka
ræktun hennar og neyzlu, heldur
en að heimta kjarnlitla hitabelt.
isfæðu handa fólki, sem býr við
óblíða náttúru og þarf að vinna
ýms erfið störf.
Samt. 200.096 tn. 2.966.221 kr.
Innflutningurinn hefir orðið
langminnstur 1937, vegna hinnar
miklu kartöfluuppskeru 1936.
Pullnaðarheimildir eru ekki til
um neyzluna innanlands. Þó er
hægt að gera hér nokkuð glögga
hugmynd um hana með þvl að
láta neyzluárið vera annað en
almanaksárið, áætla hæfilegt
magn til útsæðis o. s. frv. Sé s-líkt
yfirlit gert fyrir árin 1929—38 og
tillit tekið til mismunandi fólks_
fjölda, kemur í ljós, að meðal
ársneyzla á þessu tímabili er um
50 kg. á mann. Hún er mest
neyzluárið 36—37, eða um 63 kg.
Seinasta neyzluárið, 1937—38, er
hún um 54 kg.
Af mörgum ástæðum er eðli-
legt að taka neyzluna í Norður-
Noregi (norðan við Þrændalög)
til samanburðar. Ræktunarskil-
yrði munu þar ekki betri en hér
og í sumum nyrztu sveitunum
alls ekki hægt að rækta kartöfl-
ur. Þar er ársneyzlan á mann um
150 kg., eða þrisvar sinnum meiri
en hér.
Hjá landverkamönnum og
smábændum í Svíþjóð og Dan-
mörku, er ársneyzlan yfirleitt
talin um 150 kg. á mann. En í
sumum sveitum í austurhluta
Þýzkalands, er neyzlan þrisvar
sinnum meiri, eða um 470 kg. á
mann á ári.
Árið 1937 var kartöflufram-
leiðslan hér um 64 þús. tn., en
mun verða nokkru minni á sein-
asta ári. Sé meðaluppskera talin
um 60 þús. tn. á ári, þyrfti hún
að tvöfaldast til þess að neyzlan
yrðí 80 kg. á mann, þegar frá er
dregið útsæði og ekki reiknað
með neinum innflutningi. Og þó
framleiðslan þrefaldaðist, yrði
hún ekki nema 123 kg. á mann
á ári, eða þó nokkru minni en
hún er á framangreindum stöð-
um erlendis. Miðað við núverandi
verðlag, yrði verðmæti hennar
þá um 3.6 millj. kr.
Þegar þessar staðreyndir eru
Fulivcldís Íslands
minnst  í Vesturheimi
Tímanum hefir borizt eftir-
farandi yfirlit um hátíðahöld
íslendinga í Vesturheimi á
fullveldisdaginn, frá skrifstofu
íslandsdeildar heimssýningar-
innar í New York:
í New York komu um sextiu
íslendingar og venslamenn
þeirra, auk nokkurra Banda-
ríkjamanna, saman að Hotel
Savoy-Plaza, til síðdegisdrykkju
í boði Vilhjálms Þór. í því sam-
kvæmi fluttu ræður doktor Vil-
hjálmur Stefánsson, Haraldur
Árnason og Vilhjálmur Þór. t»
(Frgmh. & 4- *&*)
Undirbúníngur
ijárlaganna
FJármálaráðherra lætur nú
vinna að undirbúningi fjárlag-
anna fyrir næsta ár, en þau
verða eins og venjulega lögð
fram 1 þingbyrjun.
Sú nýbreytni mun að þessu
sinni verða tekin upp, að felldir
verða niður persónustyrkir á
15. grein (til skálda, rithöfunda
og listamanna), en i þess stað
verður sérstakri stofnun, senni-
lega menntamálaráði, falið að
úthluta ákveðinni fjárupphæð í
þessu skyni. Er þessi breyting
áreiðanlega til bóta, því erfitt
er fyrir þingmenn að kynna sér
til hlítar nauðsyn og verðleika
fyrir slíkum styrkjum.
Vegna gjaldeyriserfiðleik-
anna verður einnig lagt til að
lækka sem mest þau útgjöld, er
hafa í för með sér eyðslu á er-
lendum gjaldeyri.
Utanríkissteina smáríkjanna
Úr rœðu Sandlers utanríkismálaráðherra
á sjötugsaldri, Johann Baptiste
Miiller að nafni, er ferðast sem
pílagrímur land úr landi. Nú í
haust hefir hann ferðazt um
Norðurlönd, en héðan fer hann
um miðjan janúarmánuð áleið-
is til Skotlands og írlands.
Hann er klæddur svörtum kufli
með ilskó á fótum og með sítt
hár og skegg. Ef hann flettir
frá sér kuflinum, sem hann
gerir stundum og með nokkuxu
stolti, koma í ljós hundruð
minjagripa frá ýmsum stöðum,
er hann hefir látið festa í vesti
sitt.
Johann Baptiste Mtiller er
fæddur í Rosenheim í Efri-Bay-
ern, en í vegabréfinu er hann
talinn eiga nú heima í Betlé-
hem. Á yngri árum var hann
vel efnum búinn bóndamaður
og veitingamaður. Þegar kona
hans dó, seldi hann búgarð
sinn og barðist eftir það í
heimsstyrjöldinni á ýmsum víg-
stöðvum. Eftir það hófst pila-
grimsferill hans. Hann bar
þriggja metra háan kross, sex-
(Framh. á 4. siðu)
Um miðjan seinasta mánuð
flutti sænski utanríkismálaráð-
herrann, Sandler, ræðu, sem
mikla athygli vakti, einkum er-
lendis.
Sá kaflinn i ræðu hans, sem
vakti mesta athygli, hljóðaði á
þessa leið:
— Hvarvetna í Evrópu eru
smáríkin neydd til þess að
fylgja hinum tíðu breytingum
á afstöðu stórveldanna með
stöðugri athygli. Hjá öllum
smáríkjunum er meginkjarninn
i utanríkismálastefnunni hinn
sami. Þau vilja ráða málefnum
sínum sjálf og gera það á þann
hátt, að þau verði ekki einskon-
ar peð á taflborði stórveldanna
eða komist undir fjárhagsleg
eða pólitísk yfirráð einhvers
þeirra.
Þetta kemur fram hjá Bal-
kanlöndunum og baltísku ríkj-
unum (Estlandi, Letlandi og
Lithauen), sem tekið hafa upp
svipaða hlutleysisafstöðu og
Norðurlönd.
í öllum þessum löndum, og
sömuleiðis i Hollandi, Belgiu og
Sviss, verða menn að leggja
aukna áherzlu á, að víkja á
bug tilraunum stórveldanna til
pólitískra og fjárhagslegra á-
hrifa, jafnframt því, sem menn
reyna að varðveita nauðsynleg
skilyrðí fyrir vinsamlega sam-
búð við þau.
Til þess að skapa slík skil-
yrði, þarf gætni og raunhyggju.
Sérhver erlend tilraun til að
ráða yfir þeim skoðunum, sem
túlkaðar eru í sjálfstæðu landi,
er óhæfileg og er það ekki síð-
ur, þótt hún sé klædd í bún-
ing vissra hugsjóna eða stjórn-
málastefna. Slíkri viðleitni ber
að víkja á bug með ró og festu
hér eins og í öðrum lýðræðis-
löndum.
Önnur viðvörun er jafnframt
nauðsynleg í dag. Ég hefi fengið
vitneskju um það, að viss þyzk
yfirvöld hafa gert tilraun til
að  framkvæma  Ariakenning-
A. KROSSGÖTTJM
Vaxandi útgerð. —
drykkjuskapur.
Búnaðarfundur.
—  Bifreiðaslys.
Róstusamir  dansleikir.  — Mikill
Símabilanir.  —  Villtir  refir.
ÚtgerS frá verstöðvunum við Paxa-
flóa verður með mesta móti 1 vetur. Á
sumum stöðvum munu verða mikllr
erfíðleikar fyrir aðkomubáta að fá
bryggjupláss eða aðstöðu i landi til að
geta unnið að aflanum. Er Jafnvel
líklegt, að bátar verði að hverfa sum-
staðar frá af þessum ástæðum. Ber
þetta þess Ijósan vott, að trú manna
á vélbátaútgerðinni sé að aukazt og
þarf að stuðla að þvi, að vöntun
þeirra skUyrða, sem nefnd eru hér
að framan, verði henni ekki þrandur
í vegi.
t   t  t
Síðastliðinn fimmtudag héldu þeir
Páll Zophoniasson ráðunautur og
XTnnsteinn Ólafsson skólastjóri íund á
Akranesi og sóttu hann milli 50—60
manns. Flutti Páll erindi uni naut-
griparækt, en Unnsteinn um kartöflu-
rækt. Ákveðið var að stofna nautgripa-
ræktarfélag. Mikill áhugi er fyrir kar-
töflurækt á Akranesi, enda hefir kar-
töfluframleiðsla verið þar mikil. Goð
skUyrði eru þó enn fyrir hendi til að
auka hana og gætu margir aukið tekj-
ur sínar verulega með því að stunda
hana meira, en þó samhliða öðrum
störfum.
t   t   t
Áramótafagnaðir Reykvfkinga voru,
eins og við hefir viljað brenna undan-
farin ár, allsukksamir. Á öllum
skemmtistöðum bæjarins var f jölmenni
mikið og ölvun mjög áberandi. Leiddi
það af sér róstur, sem jafnvel
kvenfólk tók þátt í og hlutust af því
ýms meiðsli, glóðaraugu og önnur
mhuuhattar áföll. Á einnl sarokom-
unni bar það við, að stúlka.tætti og
reif af sér fatnaðinn í æði, og margt
svipað mætti til nefna. Ágamlaársdag
og nýársnótt voru lögregluþjónar
kvaddir 31 sinni til hjálpar vegna
ófriðar og drykkjuskapar, bæði í
heimahúsum og á samkomustöðum, Þó
voru aðeins þrir örgustu ofstopamenn-
irnir fluttir í fangahús, enda var í
lengstu lög hlífzt við slíku.
t   t   I
Á götum úti var miklu rólega í
þetta skipti heldur en verið hefir að
undanförnu og mun stormur og kuldi
hafa átt mestan þátt í því. Var frem-
ur f ámennt á götumim og kvað heldur
lítið að flugeldum og sprengingum.
Pimm sinnum var lögreglan kvödd á
vettvang vegna ikveikju, sem börn og
unglingar höfðu framið í húsaskotum
eða á götum. Seinni hluta nætur átti
lögreglan störfum að sinna við heim-
flutning fólks, er ekki var sjalfbjarga
vegna drykkjuskapar. Ranglaði sumt
frávita um göturnar, en annað hafn-
aði á stigapöllum eða annarsstaðar og
lá þar. Á nýársdag var lýst eftir þrem
manneskjum, sem þá voru hvergi
komnar í leitlrnar, en allar munu
fundnar nú.
t   t   t
Fjögur bifreiðaslys og árekstrar áttu
sér stað þennan sólarhring og beið
einn drengur, f jórtán ára gamall, bana
af. Hann hét Carl Peter Jensen, dansk-
ættaður, til heimilis á Lokastig 9. Slys-
ið varð á Laugavegi, innanvert við
Prakkastíg. Hin umferðaslysin ollu ekki
teJJandi tjóni.
t   t   I
Allmiklar bilanir hafa orðið á síma-
línum í stórviðri því, sem verið hefir
um mikinn hluta landsins nú um ára-
mótin. Lítið hefir þó brotnað af staur-
um, en virar sUtnað og slegist saman.
Eru mest brögð að þessu norðaustan-
lands og á Holtavörðuheiði. Minnihátt-
ar bllanir hafa orðið á Sólheimasandi
og skammt frá Borðeyri. Viðgerðlr hafa
tafizt af völdum veðursins. Símasam-
band hefir haldizt við Akureyri, en þar
fyrir austan er sambandið rofið. Sunn-
an lands er talslmasamband austur til
Páskrúðsf jarðar, en þó slitrótt. Þar fyr-
lr norðan er það rofið með öllu. Við
Siglufjörð hefir ekki verið símasam-
band síðan á aðfaranótt laugardags.
Var bUunin skammt sunnnan við Dal-
vík, þar sem línurnar höfðu faUið nið-
ur ú eins kUómetra svæði vegna Is-
ingar. Við ýmsar stöðvar á Vestfjörð-
um heflr verið slæmt samband vegna
bilana I Bitrufirði og Guðlaugsvík,
sem nú hafa verið lagfærðar.
t   t  I
Viða um land kvarta bændur undan
mikUli fjölgun refa og hefir sumstaðar
borið óvenjumikið & þessu I haust,
þrátt fyrir mUda tlð hér sunnan lands.
Stafar þetta meðfram af því, að Ula
gengur að vinna grenin á vorln, auk
þess, sem sennUegt þykir, að tófur leiði
víða út í nýjum og óþekktum grenjum.
í byggðum við innanverðan Hvalfjörð
hefir kveðið rammt að þessu I haust
og hafa tófur jafnvel sézt úr bifreiðum,
sem farið hafa um veginn. Á þess-
um slóðum hafa I haust verið skotnar
þó nokkrar tofur með þeim hætti, að
rekja slóð þeirra I nýföllnum snjó á
lieið'um uppi, þar tU skotf æri geíst.
Per Albin Hanson,
forsœtisráðherra Sviþjóðar.
arnar utan landamæra Þýzka-
lands með áhrifum á viðskipta-
sambönd sín í öðrum löndum.
Það hefir m. a. komið fyrir,
að sænsk fyrirtæki, sem skipta
við Þyzkaland, hafi verið látin
vita, að það sé óheppilegt fyrir
viðskipti þeirra, að hafa aðra
en Aria í þjónustu sinni. Sömu-
leiðis eru ekki aðeins útibú
sænskra fyrirtækja í Svíþjóð,
heldur einnig móðurfyrirtækin
hér heima krafin upplýsinga
um starfsmannahald og hlut-
hafa með tilliti til Ariakenn-
inganna. Hér hefir verið farið
yfir hin leyfilegu takmörk.
Þau fyrirtæki, sem hafa neit-
að að verða við þessum tilmæl-
um um áhrif á mál, sem Svía
eina varðar um, eiga kröfu á
viðurkenningu almenningsálits-
ins og stuðningi ríkisvaldsins.
En þar sem ég veit, að sum
þeirra hafa tekið gagnstæða af-
s^öðu, verður að beina ákveð-
Inni hvatningu til allra sænskra
atvinnuveitenda um að styðja
að því í þessum efnum, að hald-
ið sé uppi merkjum þeirrar
stefnu, að í Svíþjóð gildi sænsk
lög, og engin önnur. Af aug-
ljósum ástæðum er eftirláts-
semi á þessu sviði hollustuleysi
við sænska utanríkisverzlun.
Pyrir heilbrigð verzlunarvið-
skipti, sem vlð óskum að hald-
ist áfram milli Svía og Þjóð-
verja, er það heppilegast að slík
viðleitni fái skjótan endir. —
Þessi ummæli sænska utan-
ríkisráðherrans eru ekki síður
umhugsunarverð fyrir íslend-
inga en hinar smáþjóðirnar.
Frelsisvarnir
Svisslendinga.
Sambandsstjórn svissneska
lýðveldisins hefir birt tilskip-
un, sem bannar áróðurstarf-
semi í þágu erlendra ríkja, og
er kveðið svo á, að refsa skuli
með sektum allt að 2000 kr. eða
eins árs fangelsi þeim, sem geri
tilraun til þess að kollvarpa
stjórnskipulaginu í einstökum
kantonum eða ríkinu í heild.
Refsiákvæði þessi skulu einnig
taka til útlendinga, sem verða
sekir um slíkan áróður.
Samkvæmt þessari tilskipun
verður það framvegis skoðað
refsivert athæfi að útbreiða
kenningar, sem miða að því að
varpa rýrð á lýðræðisskipulag-
ið, eða gera það tortryggilegt.
Sömuleiðis að egna til fjand-
skapar manna á milli af trúar-
legum eða þjóðernislegum á-
stæðum. Sambandsstjórninni er
áskilinn réttur til þess að leysa
upp félög, sem gerast brotleg
við tilskipunina og sömuleiðis
banna blöð og tímarit 1 allt að
6 mánuði fyrir sömu sakir.
Kommúnistaflokkurinn er
bannaður í mörgum kantonum
1 Sviss.
Á víðavmgi
Hallgrímur     Benediktsson
stórkaupmaður, sem er formað-
ur Verzlunarráðsins, ritar um
viðskiptin við útlönd á árinu
1938. í þessari grein segir H. B.
m. a.: „Ennþá hefir engin til-
raun verið gerð til þess að
reikna Ut, hve innflutnings-
hömlur og höft gera vörurnar
dyrari en ella, og verða því á
þann hátt til að ólaga verzl-
unarjöfnuðinn".
Þessi ummæli stórkaup-
mannsins eru ekki til þess fallin
að auka skilning á því máli,
sem hér er um að ræða. Inn-
kaupsverð á vörum hefir ekki
hækkað vegna þess, að inn-
flutningur vara er tak''
markaður, heldur vegna þess,
að talsverðan hluta var-
anna þarf nU að kaupa frá til-
teknum löndum, án tillits til
verðs. H. B. segir sjálfur, að
46% af innflutningi ársins 1937
hafi verið bundinn við ákveðin
lönd. En þetta er ekki vegna
1 n n f 1 u t ningstakmarkananna,
heldur vegna þeírra viðsklpta-
samninga, sem vér íslendingar
höfum orðið að gera við aðrar
þjóðir, til að geta selt fram-
leiðslu landsins. Þó að engin
innflutningshöft hefðu verið að
öðru leyti, hefði ekki orðið hjá
því komizt, að tryggja það, að
þessir samningar væru haldnir
— þ. e. skylda innflytjendur til
að kaupa frá þessum þjóðum.
Og varla sér formaður Verzlun-
arráðsins sér fært að halda því
fram, að þjóðin megi við því að
missa markað fyrir Islenzkar
vörur í ítalíu og Þýzkalandl.
*   *   *
í aramótagrein, sem Richard
Thors skrifar um sjávarútvegs-
mál talar hann um það, sem
æskilegt „markmið", að tvö-
falda sildarsöltun hér á landi á
„næstu árum". Síðastl. ár voru
saltaðar (og sérverkaðar) um
345 þús. tunnur eða 135 þús.
tunnum meira en í hitteðfyrra.
Ef farið væri að ráðum Richard
Thors ætti því að auka síldar-
söltunina upp í nál. 700 þús.
tunnur á næstu árum. Auðvitað
væri það æskilegt, að svona
mikil síldarsöltun gæti átt sér
stað, ef unnt væri án þess að
skaða markaðinn. En það er
betra að salta 350 þús. tunnur
fyrir sæmilegt verð en 700 þús.
tunnur fyrir hálfvirði eða til að
moka í sjóinn eins og gert var
á gullöld spekúlantanna fyrir 20
árum.
*   *   *
Mbl. kvartar um það, að einn
af þingmönnum Framsóknar-
flokksins hafi talað um það sem
hugsanlegan möguleika, að
Sjálfstæðisflokkurinn kynni að
klofna nú á næstunni og nazlst-
ar og kaupsýslustéttin í Reykja-
vík vera á móti öllu samstarfi
við aðra flokka. Tíminn hefir
ekki kynnt sér það, hvort við-
komandi þingmaður hafi látið
orð falla í þessa átt. En engln
furða er það, þó að einhverjir
ímyndi sér, að Morgunblaðið sé
að minnsta kosti málgagn fyrir
tvo flokka um þessar mundir.
*   *   *
ísafold er reið við Bænda-
flokkinn út af búnaðarþings-
kosningunni á Suðurlandi. Segir
blaðið, að úrslit þessarar kosn-
ingar séu „eftirtektarverð dæmi
um, hve gifta öll og gjörfileiki
er Jafnan frásnúin öllum verk-
um Bændaflokksins". Þetta er
ekki i fyrsta sinn, sem Morgun-
blaðsliðið hrakyrðir þjónustu-
menn sína, þegar það hefir
þeirra ekki lengur not.
*   *   *
Árni frá Múla á erfitt með að
sætta sig við að búskapur ríkis-
sjóðs beri sig, þegar illa árar
fyrir sjávarútveginum. Hinu un-
ir hann sæmilega þó forstjórar
Fisksölusambandins hafi 21 þús.
kr. árslaun á sama tima sem
ýmsir sjómenn og útgerðarmenn
hafa nokkur hundruð. Annars
(Frumh. á 4. slðu)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4