Tíminn - 15.06.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.06.1939, Blaðsíða 2
270 TlMINjy, fimmtudaglim 15. jcnií 1939 68. blað ^tminn Fhmntudutginn 15. júní Ilan mc rBi n rslii p Ameríknskip Sjómennírnír og sýníng þeírra Þegar til þess kom að þjóðin fór að rétta sig úr kútnum eft- ir það sem yfir hana hafði geng- ið af kúgun og óáran, hafa það öðru fremur orðið tveir hópar manna, sem hafa aukið henni sjálfstraust og trú á manndóm sem með henni byggi. Hefir þetta komið í Ijós með þeim hætti, hversu þessir menn hafa mælst, hvernig þeir hafa staðizt samkeppni og saman- burð við menn af öðrum þjóð- um. Eru þetta Vestur-íslendingar og íslenzku sjómennirnir, og er þá átt við hvorutveggju, far- menn og fiskimenn. íslendingar í Vesturheimi eru taldir í allra fremstu röð þeirra mörgu þjóðflokka, sem námu þar land samtímis, hvort heldur litið var á þegnskap eða andlegt og líkamlegt' atgervi. Sama máli gegnir um íslenzku sjómennina, harðfengi þeirra, dugnaði og glæsileik er við brugðið, enda bera hagskýrslur veiðiafrekum þeirra vitni, sem fullkomlega samrýmast þessum kenningum. Þótt höfuðstaður landsins sé fyrst og fremst grundvallaður á sjávarútvegi, þá hefir allt til þessa furðulega lítið borið á sjómönnunum í bæjarlífinu, enda eru þeir sýnkt og heilagt á sjónum og aldrei allir í landi samtímis. Var það ekki fyr en í fyrra að sjómenn efndu til sjómanna- dags. Fór hann fram með mikl- um myndarskap, enda kom þá þegar í ljós, hve mikillar samúð- ar og virðingar stéttin nýtur hjá öllum almenningi. Sjómannahátíð þessi er nú nýafstaðin í annað sinn. Haldi svo fram, sem hafið er, mun þetta verða einn af merkisdög- um ársins. En sjómennirnir létu sér ekki nægja óvenju vel undirbúin há- tíðahöld og gleðisamkomur og reyna með sér í íþróttum. Þeir ræddu velferðarmál stéttar sinnar með festu og alvöru. En þeir gerðu meira. Þeir opnuðu á sjómanna- daginn eina hina merkilegustu sýningu, sem nokkurntíma hef- ir sézt hér á landi, þar sem sýnd er í aðalatriðum þróun sjó- mennskunnar hér á landi og þá jafnframt þróun tækninnar, sem hún styðst við, bæði um skipakost, vélaútbúnað og veið- arfæri. Þá vekja þarna mikla eftir- tekt hagskýrslur um veiðiskap hér við land og hlutfall það, sem landsmenn sjálfir veiða af heild- araflanum, hagskýrslur um inn- lendan skipafjölda á ýmsum tímum og margt fleira. Þarna er haglega gerð eftir- mynd af vitakerfinu, björgunar- tæki, viti í fullri stærð og ótal margt fleira, sem mikla athygli vekur. En þarna er einnig skráð hin mikla harmsaga mannfórnanna, sem sjórinn krefst og skipskað- anna, sem orðið hafa hér við land í seinni tíð, og svo er frá þessu greint á sýningunni, að ljóst verður hvar við landið hin 129 skip hafa farizt á ár- unum 1928—’37, hvað þau hétu og hvenær slysið bar að. Þá vekur það ekki litla at- hygli, samkvæmt heimildum sem fram koma á sýningunni, hve mjög hefir dregið úr tölu drukknaöra áratuginn sem Slysavarnafélagið hefir starfað, miðað við það sem áður var. Sjómennirnir hafa unnið þrekvirki með sýningunni. Var henni komið fyrir á undarlega skömmum tíma. Slíku orka þeir einir, sem líklegir eru til mikilla félagslegra afreka. Aðeins er sú hætta í sam- bandi við þetta veglega verk, að of margir láti tómlæti hamla sér frá að öðlast þá fræðslu, sem þarna er að fá — að of fá- ir sæki sýninguna. Þessir tveir sjómannadagar og allt sem í sambandi við þá hefir gerzt, vekur til umhugs- unar um að okkar afskekkta litla land á ekki aðeins greiðan NIÐURLAG V. Ef Eimskipafélagið ræðst nú í að byggja Danmerkurskip, sem kostar hátt á 5. milljón króna og eitt þúsund krónur á dag í tekjuhalla að meöaltali, þá er það meira en djarft spor. Það er ógætilegt spor. Að því er snertir ferðamenn til landsins, þá fulnægja Norð- menn og Danir sinni þörf með sínum skipum. Svíar koma frem- ur lítið til landsins og Eimskipa- félagið hefir sýnt litla viðleitni að auka áhuga Svía fyrir íslandi, með því að láta skip sín koma þar við. Þjóðverjar láta borgara sína mjög lítið fara úr landi, af gjaldeyrisástæðum, nema þá á alþýzkum skemmtiferðaskipum, sem hafa allan mat með úr heimalandinu og ekki nema fáar krónur í skotsilfur handa hverj- um ferðamanni. Frá engu þessu landi má vænta aukins ferðamannaflutn- ings svo að nokkru nemi, þó að Danmerkurskip verði byggt. Öðru máli er að gegna um Eng- land. Þaðan myndi mega fá nægilega farþega til íslands í meira en tvö ný skip í svo sem 8 vikur úr árinu. Sumt af þessu fólki er ríkt og eyðir talsverðum peningum, en margt af því eyðir sáralitlu. En að öllu samtöldu eru Englendingar eftirsóknar- verðir ferðalangar. En heim- sóknartími þeirra til íslands yrði nálega ekki nema meðan sumar- leyfin standa. Danmerkurskipið myndi hafa marga farþega frá íslandi til Danmerkur allt sumarið, en fáa Dani. En stuttan tíma á sumrin myndi það fullskipað íslending- um og Englendingum. En þegar liði að hausti falla ferðir að mestu niður vetrarlangt. Þeir, sem sigldu til Englands eða Dan- merkur, myndu vafalaust fara með nýja skipinu, en Goðafoss, Brúarfoss og Dettifoss myndi sigla með auð farþegaherbergin milli landa. Vegna gesta á aðgang að hinum víðáttumiklu úthöfum og aflasælum fiski- slóðum, heldur búi í sjálfum sjómönnunum möguleikar sem leiði til enn meiri afreka fyrir land og lýð, og að þessi orka notist enn farsællegar hér eftir en hingað til, þegar sjómenn- irnir hafa uppgötvað hinn mikla mátt félagslegra samtaka, og þætti þá ekki undarlegt, að þeir kynnu ekki til langframa aðeins þjónsaðstöðu við hagnýt- ingu þeirra möguleika sem fyrir hendi eru. G. M. Hílmar Stefánsson ströndunum yrði þó að hafa þjónustufólk á þessum skipum líka á veturna. Erfiðleikarnir við Danmerkurskipið liggja í hinu mikla farþegarúmi sem raun- verulega gefur félaginu engar nýjar tekjur yfir veturinn. Nú- verandi skipakostur er miklu meiri en nægur til að flytja far- þega milli íslands og annarra landa yfir vetrartímann. Nýja skipið gerir þar enga breytingu, nema að tæma hina fáu farþega úr eldri skipunum yfir í nýja skipið. Það er þetta raunveru- lega dauða tímabil í æfi stóra skipsins hvert ár, sem veldur hinum gífurlega, en óhjákvæmi- lega halla. VI. Eins og stendur, er síst af öllu ástæða til að lokka fleiri íslend- inga í tilgangslausar ferðir til Norðurlanda og Englands held- ur en nú fara. Ef Þjóðverjar þurfa að spara gjaldeyri sinn til innanlandsnota, þá þurfa ís- lendingar þess mörgum sinnum fremur. En- sjálft ferðamanna- málið er vafasamt. Ef stríð skell- ur á, kemur enginn skemmti- ferðamaður til íslands, meðan sú hríð stendur, og lítið fyrst eftir. Auk þess er meir en vafa- samt, að taka stór útlend lán til að byggja skip vegna sumar- ferða til landsins, ef ekki er þörf fyrir mannflutningarúmið að vetrinum. Til að hafa veru- legar tekjur af útlendingum, þurfa þeir að ferðast mikið um landið. Það þarf marga og góða gistingastaði, mikið hrein- læti, æft þjónustufólk og mat, sem gestunum fellur. Svo má heita, að ekkert af þessum skil- yrðum sé hægt að uppfylla, nema með margra ára undir- búningi. Sést bezt hvílikt vanda- mál þetta er, af starfsemi Esj- unnar, bæði þeirra sem var og hinnar sem á að koma. Ástæðan til þess, að ráðist var í að senda Esjuna til Englands á sumrin var sú, að annars var ekkert að gera með strandferðaskipið um hásumarið, meðan bílar gengu um landið. Það var minni skaði að láta skipið ganga til Eng- lands með fólk og flakaðan fisk, heldur en að láta það liggja við hafnargarðinn. En þegar Esja kom með sína 30—50 gesti, þá urðu þeir að búa í skipinu, því að hvergi var á nærliggjandi gististöðum hægt að taka við svo mörgum gestum ofan á þá sem fyrir voru. Niðurstaðan varð þá sú, að láta ferðamennina búa í skipinu, af því ekki var gestarúm í landi. Síðar, þegar gamla Esja var seld og önnur ný byggð, sem líka getur gengið til Englands, meðan lítil þörf er fyrir siglingar á ströndinni, þá lagði ríkisstjórnin svo fyrir, að byggja allar áætlanir á því, að skipið yrði að liggja sem fljót- andi hótel með sína 150 far- þegja, meðan þeir gera smáferð- ir í land. Esjan er fyrst og fremst byggð fyrir fólkið í dreifbýlinu, og sinnir þörfum þess í 8—9 mánuði. En til að nota sumar- tímann, fer skipið Englands- ferðir. En fyrstu árin verður ekki nema hálft gagn, fjárhags- lega, að komu Esjumanna hing- að, af því að svo hörmulega er ástatt með gistihúsaskilyrðin í landi. En þessi ágalli kemur með margföldu afli niður á nýja skipinu. Sumarið er þess fjár- aflatími, en veturinn er hinn þjóðnýti starfstími Esjunnar. Sumarferðir hennar eru til að fylla út í eyður í starfstíma hennar fyrir íslendinga. En vegna undirbúningsleysis í landi, flytur Esjan að líkindum ekki nema rúmlega helming þeirra Englendinga, sem hingað gætu komið með henni, af því hún þarf að vera gistihús á íslandi, þar til séð er fyrir þeirri þörf. En þessi hlið málsins virðist lítið hafa verið rædd, af áhuga- mönnum Danmerkurskipsins. Má það heita furðulegt, eins og sú hlið er þó mikilvæg. VII. Það er mjög torráðin gáta, hversvegna svo mikill áhugi er fyrir Danmerkurskipi. Verzlun landanna minkar með hverju ári, þrátt fyrir allar tilraunir stjórn- arvalda í báðum löndum. Síð- asta vonin um að skapa þýðing- armikinn markað í Danmörku virðist vera að bresta, þar sem síldar- og karfamél fá ekki nógu góða dóma í rannsóknarstofum Dana, til að danskir bændur kaupi þá vöru. Sjálft pólitíska sambandið er á veikum fæti, og fyrirheit gefið af öllum þing- flokkum að segja upp öllu sem samið er um innan fárra ára. Engar skynsamlegar vonir er hægt að tengja við aukin og batnandi verzlunarskipti við Dani. Og um gróða af dönsk- um ferðamönnum er ekki að tala. Hingað til lands koma þeir á sínu skipi, og búa á sínu hó- teli. Mættu íslendingar vel læra af Dönum hagnýta þjóðrækni. Allt öðru máli er að gegna um Ameríku. í þeirri álfu búa 40— 50 þús. íslendingar, eða menn af íslenzkum stofni, sem bera ræktarhug til landsins. Með beinum ferðum til New York, myndu skapast þúsundföld menningar- og viðskiptabönd yfir hafið. í hinum miklu þreng- ingum með markaði í Evrópu festir íslenzka þjóðin von sína á Ameríku. í því skyni eingöngu, var þar efnt til sýningar, sem er ótakmarkaðri ríkisábyrgð á inn- stæðufé þeirra. — Tveir bank- anna, Búnaðarbankinn og Landsbankinn, eru að öllu leyti ríkisstofnanir, en Útvegsbank- inn er að vísu hlutafélag, en ríkið á meira hluta hlutafjár- ins, og er hann í einu og öllu jafn háður því og hinir bank- arnir. Eins og bankastarfsemin hef- ir vaxið og þróast á íslandi hin síðari árin, hafa á sama tíma töp bankanna orðið mjög mikil síðustu tuttugu árin, og senni- lega miklu meiri en í flestum nálægum löndum, í hlutfalli við umsetningu þeirra og fjármagn. Óhætt má fullyrða, að töpin á þessu tímabili eru ekki innan við 35 til 40 miljónir króna, og hafa þau, sem vitað er, næstum eingöngu orðið á útveginum og verzluninni með sjávarafurðir. 35 til 40 miljón króna-tap á tuttugu árum, er vissulega allt of þung fórn fyrir jafn litla og fátæka þjóð og við íslendingar erum. — Fyrir þessar töpuðu miljónir hefði mátt gera mikið. Byggja upp á öllum sveitabýlum landsins, sem enn eru óupp- byggð, slétta öll tún landsins, sem enn eru ósléttuð, greiöa all- an kostnað við rafvirkjun Sogs- ins og allan kostnað við fyrir- hugaða hitaveitu höfuðstaðar- ins. Á þessum miklu töpum bank- anna hafa fyrst og fremst byggst hinir stórkostlegustu inn- lendu fólksflutningar úr sveit- um í bæi. Bæirnir, og þá ekki síst Reykjavík, eru að veru- legu leyti byggðir upp með heljartak fyrir þjóðina. Það er alls ekki afsakanlegt að eyða því fé, sem fer í New York sýning- una, nema það sé innsti og ó- bifandi vilji íslendinga, að flytja mikið af verzlun sinni vestur yfir hafið. VIII. Það er þessi tilfinning, sem kom nálega öllum fulltrúum Framsóknar og Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi, til að leggja fast að ríkisstjórninni, að hafa áhrif á forustumenn Eimskipa- félagsins, að hætta við Dan- merkurskip, en snúa sér að því, að eignast gott og sterkt vélskip til Ameríkuferða. Það skip ætti að vera til að flytja vörur milli landanna, en getur sér að skað- lausu, haft nokkra farþegja í hverri ferð. Sennilega yrði það litla farrými fullskipað flestar ferðir árs, af því að margir bændur vestra, myndu nota vet- urinn til að heimsækja ísland. Enn hefir ekkert heyrst frá Eimskipafélagsstjórninni. Hún stendur á hættulegum vegamót- um. Hún mun ekki hugsa til að fara leið Jóns Árnasonar og kaupa ódýr, notuð skip, með sínum sterku og góðu skipum. Val stjórnarinnar verður milli Danmerkur og Ameríku. Milli landsins sem við erum búin að reyna, árangurslaust í sex aldir að hafa lífræna sambúð við, og hinnar miklu frjálsu álfu, sem hefir allar þær vörur, sem við þurfum, og getur keypt allt sem við höfum að selja. Engum lif- andi manni á íslandi hefði dott- ið í hug, að eyða 400 þús. kr. til að taka þátt í sýningu í Dan- mörku. Hversvegna ekki? Af því að engum íslendingi dettur í hug, að slík fórn hefði svarað kostnaði. En allir flokkar og allar helstu stofnanir á íslandi, sameinast um stórfeld framlög í sýningu í Ameríku, af því að hugboð þjóðarinnar segir manni, að þangað eigi að sækja mikil og margháttuð skipti. En samt getur vel verið, að stjórnendur Eimskipafélagsins séu einmitt þessa dagana að hugsa um að byggja Danmerk- urskip, sem þarf að styrkja með 1000 kr. á hverjum degi allan ársins hring. Þessi áætlun um tapið er byggð á reynslu Norð- manna, sem þó hafa margfallt betri aðstöðu. Skip með miklu farþegarúmi sem ganga farþega- litil hálft árið, eru eyðsluhítir sem um munar. IX. Ef svo óheppilega vildi til, að Eimskip legði út í æfintýrið meö Danmerkurskipið, þá mætti það kalla undarlega slysni. Fyrir því máli er enginn almennur áhugi, nema helzt hjá fámennum hóp, sem grætt hefir erlendis krónur á innflutningshömlum, og vilja gjarnan heimsækja sambands- landið undir vænlegum skilyrð- þessurn töpum og þeim fjármun- um, sem straumurinn úr sveit- unum flutti með sér. Hinar til- tölulegu háu lífsvenjur í stærri kaupstöðunum hafa skapazt fyrir þessi töp, hin margvíslegu nýju lífsþægindi kaupstaðanna fram yfir sveitirnar, sem fólk hefir sókst mikið eftir, eru keypt fyrir þessar töpuðu miljónir, og hin ótrausta velmegun við sjó- inn er orðin til vegna þeirra. — Nú þegar bankarnir kippa að sér hendinni og geta ekki tap- að meiru, standa töpuðu mil- jónirnar sem ógreidd lán við er- lenda lánardrottna. Fram- færslumáttur bankanna er þrot- inn, möguleikar fyrir nýjum lán- tökum tæplega fyrir hendi leng- ur. Ríki og bær hafa neyðst til að taka við að framfæra, með sveitarstyrkjum og atvinnu- bótafé, og sjötti hver höfuðstað- arbúi dregur nú fram lífið sem styrkþegi. Þar sem bankarnir eru jafn tengdir afkomuháttum aðalat- vinnuvega landsins og raun ber vitni um, og þar sem svo stendur á hér á landi, að þeir eru sam- eiginleg þjóðareign, virðist ekki úr vegi, að þessar stofnanir birti öðru hvoru fyrir almenningi, nokkru nánar en hinar þungu tölur ársreikninga þeirra gera, ýmsan fróðleik varðandi starf- semi þeirra, enda er slíkt all- algengt hjá erlendum bönkum. Nú eftir tíu ára starf hefir Búnaðarbankinn gefið út í bók- arformi örstuttan útdrátt af ýmsu því, er mestu varðar úr starfsemi hans þetta tímabil. Eins og sjá má af því, sem þar Yfir landamærín 1. BlaS kommúnista er með nasaveð- ur út af því, að atvinnumálaráðherra heimili ekki flokksbræðrum þeirra á Siglufirði að flana út í síldarverk- smiðjubyggingu, þótt sannað sé að þriðjungi ódýrara væri að ná sömu framleiðsluaukningu með því að stækka síldarverksmiðjur ríkisins. Komm- únistar þurfa ekki að spara verðmæti né valútu. Og hætt er við að hin norsku hjól, sem til boða stóðu, hefðu seint tekiö að snúast, þegar upplýst var um „hinn tóma sjóð“ Svafars Guðmunds- sonar, sem átti að standa undir bygg- ingarkostnaði hinnar umræddu verk- smiðju. 2. Árni frá Múla boðar ný átök um kjördæmaskipunina, „þótt það mál verði látið kyrrt liggja meðan sameig- inlegum kröftum verður einbeint að viðréttirrgu atvinnuveganna". Hyggur Árni t. d., að „flótti úr sveitunum“ til samkeppni um atvinnuna í höfuðstaðn- um, mundi draga úr atvinnubótavinn- unni eða fækka styrkþegunum. Og hyggur hann að úrræðið til þess að stöðva „flóttann" sé það, að grundvalla flokkaskiptingu á þeim 3 þúsund kon- um, sem nú eru í höfuðstaðnum um- fram karlmenn til þess að rýra rétt- indi sveitanna. um. Enginn verzlunarmaður gerir sér von um aukin skipti við Danmörku. Ríkisstjórnin hefir ekki verið höfð í ráðum. Alþingi er búið að sýna ákveð- inn mótvilja og binda hendur stjórnarinnar svo hún getur ekki að svo stöddu stutt málið. Landsbankinn hefir alls ekki verið spurður og ekki heldur gjaldeyrisnefnd. Myndi hið mikla tap á Danmerkurskipinu snerta þá aðila báða. En ef svo færi, að stjórn fé- lagsins héldi fast við sinn keip, þá kæmi að því eftir svo sem tvö ár, að einhver þyrfti að borga tekjuhallann. Og það má gera á tvennan hátt. Með því að láta tap þessa skips hvíla á vöruflutningum til og frá land- inu, og íþyngja þannig atvinnu- lífinu. Hin leiðin er að láta rík- issjóð bera baggann. Segjum að hvorugt tækist. Þá myndi félag- ið sjá þann kost vænstan að selja skipið úr landi, og væri það þó illur kostur. Að minni hyggju myndi Eim- skipafélagið þreyta mjög vini sína, ef það tæki upp þennan hátt. Félagsmönnum í kaupfé- lögum myndi áreiðanlega þykja hin nýju skipakaup óheppileg á þessum tíma. Og vel mætti fara svo að þaðan kæmu kröfur um að Sambandið eignaðist vöruskip, eins og Einar i Nesi taldi æskilegt fyrir hálfri öld síðan. Alþingi myndi með réttu telja að sér væri smán ger, að hyggja aö fá varanlega tekju- hallaviðbót úr þeim stað, eftir svo glögga aðvörun. Vel gæti þá svo farið, að ýmsum skattþegn- um, sem mjög eru þrekaðir af útsvarsálögum og tekjuskatti, þætti aldarfjórðungur nægileg (Framh. á 3. síSu) er skráð, hefir bankinn aukizt og eflzt á þessu tímabili meira en almennt mun hafa verið bú- izt við. í gegnum hann hefir verið veitt stórum upphæðum til ýmsra hinna nauðsynlegustu umbóta í landinu og þá aðallega í sveitunum. íbúðarhús, útihús, hlöður, fjós og fjárhús, hafa verið reist svo þúsundum skipt- ir í öllum sveitum landsins. Á þessum tíu árum hefir ræktun aukizt meira en nokkru sinni áður í sögu landsins. Garðrækt fer vaxandi ár frá ári. Mörg stór og vönduð gróðurhús hafa verið reist í nokkrum sýslum, aðallega við jarðhitann, og fer framleiðsla þeirra stórum vax- andi. Rafstöðvar til ljósa, eld- unar og hitunar hafa víða risið upp. Refarækt er nú stunduð í flestum sýslum. Mjólkuriðnaður er risinn upp í stórum stíl víða um landið. Frystihús allmörg hafa verið reist o. m. fl. Langmest af þessum umbót- um hefir notið, að meira eða minna leyti, lánsfjár úr Búnað- arbanka íslands. — Mistök kunna að hafa orðið um nokkrar hinna fjölmörgu framkvæmda, en miklu fleira hefiT þó heppn- azt vel. Þegar hefir tekizt að velta mörgum þungum steinum úr götunni, en margt er ógert. — Enn er eftir að byggja varan- leg og viðunanleg íbúðarhús á þrem til fjórum þúsund heim- ilum víðsvegar um sveitir lands- ins. Enn er eftir að slétta mikið af túnum og auka. Enn er eftir að fjölga býlum landsins um mörg hundruð, og enn er eftir að finna heppilega leið fyrir Búnaðarbankinn ellír tíu ára starl Nokkrar almennar hugleíðíngar Fyrir rúmum fimmtíu árum var enginn banki til á íslandi. Landsbankinn var stofnaður árið 1885 og er elzti banki lands- ins. Frá þeim tíma hafa öll pen- ingamál landsmanna og allt viðskiptalíf þjóðarinnar tekið hröðum og stórvægilegum breyt- ingum. Allt þar til nú fyrir um tutt- ugu árum var Landsbankinn lítil stofnun og ekki mikils megnug. En eftir það tók hann að vaxa mjög ört. Einkum kvað mikið að vexti hans á árunum 1920 til 1930, og er hann nú þjóðbanki landsins og stærsti banki þess. Ýmsar orsakir liggja til þessa. Bxeytt löggjöf, aukið erlent rekstursfé, breyttir at- vinnuhættir o. fl. íslandsbanki var stofnaður laust eftri aldamótin og var um aldarfjórðung aðalbanki lands- ins. Að honum stóð frá upphafi fyrst og fremst erlent fjármagn, og var honum lengstaf stjórnað, að miklu leyti af erlendum mönnum. Hann fékk þegar við stofnun sína mikil sérréttindi, svo sem seðlaútgáfuna nær ein- göngu. Hann varð strax miklu stærri stofnun en Landsbank- inn og þar með höfuð peninga- vígið í landinu, en Landsbank- inn lifði einskonar skuggatil- veru við hlið hans. En tímarnir breyttust og ýms- um á óvart, og íslandsbanki hrundi í ársbyrjun 1930. Á rústum hans, hins stærsta þrotabús, sem enn hefir þekkst á íslandi, var Útvegsbankinn reistur, snemma á sama ári. Hlutverk hans er, eins og nafnið bendir til, að efla og styðja sjáv- arútveg landsmanna. Ári áður var Búnaðarbankinn stofnaður með það höfuðhlut- verk að styðja og efla hinn aðal- atvinnuveg þjóðarinnar, land- búnaðinn. Þannig eiga þessar tvær bankastofnanir að vera meginstoðir undir atvinnulífi landsins, sín til hvorrar handar þjóðbankanum. Á síðari árum hefir Lands- bankinn bundið rekstursfé sitt að langmestu leyti í lánum til sjávarútvegsins eins og Útvegs- bankinn, og gengur því starf- semi þeirra beggja mjög í sömu átt. Það er einkennandi fyrir ís- lenzkan bankarekstur, að allir bankar landsins eru reknir með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.