Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						458
TtMH\N, fimmtndaginn 5. okt. 1939
115. blað
Fimmtudaginn 5. okt.
Gudjón  Sigurðsson
frá Straumfirði
Fleiri bændur
Fyrir skömmu síðan birtust
hér í blaðinu nokkrar endur-
minningar aldraðs bónda á Suð-
urlandi, Jasonar Steinþórs-
sonar i Vorsabæ. í lok endur-
minninga sinna kemst hann svo
að orði:
„Nú vil ég beina þeirri áskor-
un til allra þeirra, sem unna
sveitunum og sveitalífinu, að
vinna að því með ráðum og
dáð, að börn okkar staðnæmist
í sveitinni. Ég segi þetta af því,
að ef bóndinn reisir sér ekki
burðarás um öxl með skuldum,
þá er bóndastaðan einhver
írjálsasta staðan hér á landi,
þótt erfið sé".
Eftir að hafa rökstutt þetta
nokkuru nánara, segir hann:
„Allt öðru máli er að gegna
um verkamanninn við sjóinn.
Hann á allt undir duttlungum
vinnuveitandans, hvort hann
fær nokkra vinnu eða ekki til að
framfleyta sér og sinni fjöl-
skyldu. Þetta þætti mér ekki á-
hyggjulaust líf. En í sveitinni
er aldrei atvinnuleysi, heldur
óþrjótandi verkefni".
Sá maður, sem segir þessi orð,
styðst við langa reynslu. Endur-
minningar hans syna, að hann
hefir í æsku sinni kynnzt fá-
tæktinni í sveitinni eins og hún
getur mest verið. Bæði hann og
systkini hans hafa þó komizt
vel til manns. Vafalaust geta
þau að nokkru leyti þakkað það
sveitalífinu, því að börn, sem
alast upp í mikilli fátækt í bæj-
unum og hafa götuna fyrir leik-
völl og helzta umhverfi, eiga
það á hættu að glata sumum
beztu eiginleikum sínum. Hann
hefir á fullorðinsárum sínum
unnið að því að yrkja jörðina
með miklum dugnaði og komið
upp allfjölmennum b'arnahóp.
Slíkt hefir ekki leyft margar
tómstundir. En samt fellir
hann hiklaust þann dóm, að
„bóndastaðan sé einhver frjáls-
asta staðan hér á landi, þótt
erfið sé" og að honum myndi
ekki þykja llf verkamannsins,
sem á afkomu sína undir öðr-
um, „áhyggjulaust líf".
Sérhver sá, sem krefur þessi
ummæli til mergjar, mun áreið-
anlega komast á sömu skoðun.
Bóndinn er sinn eigin húsbóndi,
verkamaðurinn annarra þjónn.
Bóndinn er að vísu háður „sól
og regni", ef svo mætti að orði
komast, en óvissa hans um af-
komuna í framtiðinni, er þó
yfirleitt minni en flestra verka-
manna. Bóndinn getur alltaf
haft nóg að starfa, en verka-
maðurinn er oft iðjulaus tím-
um saman, og þótt hár kaup-
taxti og tómstundir geti veitt
nokkra ánægju, er sú gleði ein-
lægust, sem starfið og samvinn-
an við náttúruna veitir. Bónd-
inn elur börn sín upp í hollu
umhverfi, en verkamaðurinn
er í sífelldum ótta við götuna
og skúmaskot bæjanna sem
leikvöll barna sinna.
Þannig mætti lengi telja.
Það má segja, að atvinnubóta-
vinnan og fátækraframfærið
hafi veitt verkamönnunum og
fólkinu, sem þyrpist á mölina,
nokkurt öryggi í bili, en öllum
er nú orðið ljóst, að hvorki rik-
ið né bæjarfélögin hafa bol-
magn til að halda slíku áfram
til lengdar. Enginn sæmilegur
maður þiggur heldur slíka hjálp
öðruvísi en sem neyðarúrræði
og hún er áreiðanlega ekki leið-
in til að skapa dugandi þegna.
Þar sem það er almennt við-
urkennt, að fólksfjöldi margra
bæjanna sé orðinn meiri en at-
vinnuskilyrðin þar leyfa og að
enn séu miklir möguleikar til
sjálfbjargar óhagnýttir í sveit-
um landsins, hiytur það að vera
sjálfsögð þjóðfélagsleg krafa til
þeirra, sem með völdin fara, að
sköpuð verði skilyrði fyrir fleiri
bændur í landinu.
Slík krafa byggist ekki á
metnaði bændastéttarinnar eða
neinum tilraunum til að hefja
hana til öndvegis á kostnað
annarra stétta. Slík krafa er
studd af nauðsyn og kröfum
þjóðarheildarinnar  samkvæmt
Laugardaginn 23. fyrri mán-
aðar var jarðsunginn að Borg
á Mýrum Guðjón Sigurðsson
fyrrum bóndi á Straumfirði, að
viðstöddu miklu fjölmenni
sveitunga og annarra vina.
Vildi ég biðja Tímann fyrir ör-
fá minningarorð um þann á-
gætismann. Guðjón heitinn var
fæddur að Miðhúsum á Mýr-
um 15. september 1868, son-
ur Sigurðar Brandssonar og
Halldóru Jónsdóttur. Voru for-
Helga oJónsdottir
Midjanesi
eldrar hans fremur fátæk og
varð hann snemma að sjá sér
farborða af eigin dáðum, eins og
títt var um unglinga á þeim
tímum. En með óvenjulegum
dugnaði og drengskap hófst
hann fljótlega að efnum og áliti,
og á tiltölulega ungum aldri var
hann þegar kominn í beztu
bænda röð.
Eftir fermingaraldur stund-
aði hann venjuleg sveitastörf,
en fór brátt einnig að stunda
sjóróðra og reri þá að vetrum á
Suðurlandi hjá ymsum ágætum
formönnum og varð það honum
góður skóli í sjómennsku og
skipstjórn, er síðar kom honum
að góðu haldi.
Um aldamólíin giftist hann
eftirlifandi konu sinni Þórdísi
Jónasdóttur frá Straumfirði,
Kristjánssonar frá Hítardal og
Þuríðar Bjarnadóttur frá Knarr-
arnesi. Byrjuðu þau búskap í
Straumfirði og bjuggu þar við
mestu rausn og myndarskap um
hartnær fjörutíu ár eða til vors-
ins 1938.
Jörðin Straumfjörður liggur á
framanverðum Mýrum. Þar er
höfn ágæt þegar inn er komið,
enda gamall verzlunarstaður.
Var þar áður fyrr og framyfir
aldamót einkum stunduð verzl-
ún á kaupskipum bæði vor og
haust.. Sumarfagurt er þar með
afbrigðum eins og víðar fyrir
Mýrum. En leiðir eru þar ó-
hreinar mjög, og oft illfærar
nema þaulkunnugum mönnum
og aðgætnum. Sær er þar úfinn
að vetrarlagi, fláir boðar og
brimótt skerjaströnd. Hefir þar
líka, sem kunnugt er, orðið valur
margra vaskra drengja. Jörð
þessi býr yfir mörgum gögnum
og gæðum en kostir hennar
liggja jafnt til lands og sjávar.
Útheimta slíkar jarðir mikla ár-
vekni og atorku, og fjölbreytta
starfhæfni, .ef vel eiga að nytj -
ast. Öllum þessum kostum var
Guðjón sál. búinn í bezta mæli.
Hann var afburða atorkumað-
ur og jafnvígur á sjávarstörf og
sveita. Sýndi þó hin stöðuga og
margháttaða barátta hans við
ægi bezt hvað í honum bjó af
karlmannlegu þreki og vakandi
aðgæzlu.
Jörð sína sat Guðjón ágæt-
lega, húsaði hana frá grunni og
bætti margvíslega. Lagði hann
mikla stund á að nytja sem bezt
öll hennar margvíslegu gæði og
lagði í það mikið fé og fyrir-
höfn.
Hann var kappsfullur við
störf og sívinnandi og hlífði
sér hvergi. Oft var mannmargt
á heimili þeirra hjóna, því að
jörðin útheimti mikið starfslið
ýmsa árstíma. Varð þeim vel til
hjúa, enda sýndu þeim hina
mestu nærgætni og umönnun.
þeim rökum,  sem rakln hafa
verið hér á undan.
Það er því eitt allra stærsta
og veigamesta verkefnið, sem
bíður þjöðarinnar á komandi
árum, að skapa skilyrði fyrir
fleiri bændur og aukinn fólks-
fjölda í sveitum landsins. Það
veltur mikið á því, að sem allra
fyrst verði vel og viturlega við
þvi máli brugðizt.
Vinnuharður var Guðjón að-
eins við sjálfan sig. Sér ætlaði
hann jafnan erfiðustu störfin,
lengstan vinnutíma, minnsta
hvíld.
Þó að Straumfjörður megi
teljast afskekkt jörð, þá liggur
hún þó í einskonar þjóðbraut.
Aðdrættir vestur með Myrum
hafa jafnan farið fram á sjó að
mestu leyti, og sjóferðir því ver-
ið tíðar þá tíma árs, sem þær
leiðir eru færar. Svo er og að
nokkru leyti enn, þó allmikið
hafi breytzt á síðari árum.
Vegna þess, sem fyrr er fram-
tekið, svo og hins hvernig jörð-
in er í „sveit sett", hefir þar
jafnan verið tíður viðkomu-
staður sæfarenda á þeim slóð-
um. Það var líka gott að leita
á náðir þeirra Straumfjarðar-
hjóna. Mátti með sanni segja,
að sá væri kominn í höfn, er
þangað náði, hvort heldur var
á nóttu eða degi. Þar sátu al-
úðin og umhyggjan í öndvegi,
auk þess sem árvakurt auga
hins þrautreynda og þaulkunn-
uga húsbónda vakti yfir hverri
hreyfingu vinda og sævar, og
var hann ætíð boðinn og búinn
að leiðbeina og liðsinna þeim,
sem til hans leituðu. Mun
heimili þeirra hjóna verða ó-
gleymanlegt þeim, er því kynnt-
ust, fyrir góðvild og greiðasemi,
og er ómetanlegt happ að eign-
ast útverði á áríðandi stöðum,
slíka sem Guðjón í Straumfirði
var.
Þau hjón, Guðjón og Þórdís,
reyndust samhent og samvalin
að mannkostum og var hjóna-
band þeirra hið ástríkasta.
Þeim varð ekki barna auðið en
ólu upp tvö fóstúrbörn, auk þess
sem fjöldi barna dvaldi á heim-
ili þeirra lengur eða skemur.
Þó að Guðjón sál. væri þrek-
maður mikill, eins og fyrr er
sagt, var þó heilsu hans mjög
tekið að hnigna hin síðari æfi-
ár. Var þess og von, því að
hann hafði alla æfi á sig lagt
meira en mannlegu þreki var
ætlandi að þola til lengdar.
Mannskaðaveðrið haustið 1937,
þegar franska hafrannsókn-
arskipið fórst undan Straum-
firði, skapaði honum óvenju-
lega örðugleika. Lagði hann
þá saman nætur og daga við
að bjarga undan sjó rekaldi úr
skipinu og þó einkum líkum
skipverja, er skolaði á land um
eyjar og voga. Voru þau flutt
heim til Straumfjarðar og lögð
hlið við hlið á túnið skammt
frá íbúðarhúsinu og tjaldað yf-
ir. Var það örðugt starf og á-
takanlegt með afbrigðum. Eini
sólargeislinn í öllum þeim ó-
hugnaði var það, að honum
tókst með aðstoð manna sinna
að bjarga til lífsins einum skip-
brotsmanna, sem á undursam-
legan hátt skolaði um margra
sjómílna brimlöður, með lifs-
marki til strandar. Tókst þeim
hjónum að hlúa að og hjúkra
honum, svo að hann náði fullri
heilsu og þreki. Var það öllum,
sem að því stóðu, óumræðileg
gleði.
Fyrir alla framkomu hans við
hinn átakanlega atburð, sæmdi
frakkneska .stjórnin hann heið-
ursmerki, og sömuleiðis sendi
franski ræðismaðurinn í Reykja-
vík blómsveig á kistu hans.
En hið mikla erfiði, er hann
lagði á sig þessa eftirminnilegu
daga, varð honum ofraun.
Nokkru síðar fékk hann vott af
heilablóðfalli, sem svifti hann
fótavist um tíma, og eftir það
tók hann aldrei á heilum sér.
Vorið 1938 brá hann svo búi og
flutti nokkru síðar í Borgar-
nes, þar sem hann andaðist af
heilablóðfalli 12. september
síðastliðinn.
Lauk þar með dáðríkri bar-
áttu einnar af hinum þögulu
hetjum þjóðarinnar.
Guðjón sálugi var mikill vexti
og allur hinn gjörvilegasti, enda
hið mesta karlmenni. Hann var
alvöru- og skapfestumaður en
þó bjartsýnn og glaðvær, og
jafnan í góðra vina hópi hrók-
ur alls fagnaðar. Hann var full-
ur velvilja við alla, hjálpsamur
og trygglyndur, enda vinsæll
mjög, og virtur af öllum, er
þekktu hann. Þó að slíkra
manna sé jafnan ljúft að minn-
ast, verður það ekki gjört án
saknaðar.
Bjarnl Ásgeirsson.
Þann 15. apríl síðastl. andað-
ist að heimili sínu, Miðjanesi,
Helga Jónsdóttir, eftir þunga
legu.
Helga er fædd að Brands-
stöðum á Reykjanesi I Reyk-
hólasveit, á jólunum 1880, en
fluttist ung með foreldrum sín-
um að Miðjanesi, sem má heita
að sé næsti bær við Brandsstaði.
Foreldrar Helgu voru Jón Guð-
mundsson, járnsmiður, er and-
aðist í Reykjavík hjá syni sín-
um, Guðmundi trésmið, fyrir
nokkru — og Steinunn Guð-
brandsdóttir, Jónssonar, móður-
bróður Björn Jónssonar ráð-
herra og ritstjóra frá Djúpadal.
Var Steinunn móðir Helgu mesta
greindar- og atgerfiskona, eins
og hún átti kyn til. Jón faðir
hennar var einnig skynsamur
vel og svo prýðilega hagur, að
orð var á gert. Hann var einnig
hagur á fleira en járn, því að
sumar gamanstökurnar, er hann
gerði á sínum yngri árum munu
vera fyrir löngu landfleygar.
Eins og fyr er getið fluttist
Helga í bernsku með foreldrum
sínum að Miðjanesi. Var Miðja-
nes upp frá því hennar heimili,
sá staður, sem hún batt við ó-
rjúfandi tryggð, lifði og starf-
aði á og fórnaði kröftum sín-
um, — fyrst sem ung stúlka, er
hún var aðalstoð og styrkur
foreldra sinna heima við bú-
skapinn og seinna sem eigin á-
búandi. Árið 1913 varð Helga
fyrir þeirri þungu sorg að missa
móður sína á sviplegan hátt, —
hún varð úti í aftaka norðan-
hríð rétt við túngarðinn. Nokkru
seinna giftist hún eftirlifandi
manni sínum, Júlíusi Ólafssyni,
bróður Magnúsar sál. Ólafsson-
ar Ijósmyndara í Reykjavík, og
eignaðist með honum tvö börn,
Játvarð Jökul og Steinunni.
Keyptu þau þá einnig um líkt
leyti jörðina. Þegar í æsku
hafði Helga sýnt sérstakan á-
huga fyrir búskap og ræktun og
ást á hinu gróandi llfi, sem
sveitirnar fóstra. Og þegar hún
sjálf var orðin húsfreyja og
bóndi, kom auðvitað áhugi
hennar og dugnaður ekki síður í
ljós. Lét hún nú byggja upp öll
hús á jörðinni, þar á meðal all-
stórt íbúðarhús úr timbri. Enn-
fremur sléttaði hún og bætti að
öðru leyti túnið stórum, svo að
Miðjanes varð með bezt setnu
jörðum í sveitinni, enda telur
Sigurður Sigurðsson fyrv. bún-
aðarmálastjóri Helgu mestu
jarðræktarkonu landsins, í
grein, er hann skrifaði um hana
í Búnaðarritið fyrir nokkrum
árum.
Þetta starf Helgu heitinnar
verður enn þá merkilegra og
undraverðara þegar gætt er
þeirrar aðstöðu, sem hún lengst
af hafði. Vinnukröftum hafði
hún oftast litlum á að skipa öðr-
um en sjálfri sér, þar til nú
seinustu árin, eftir að sonur
hennar komst upp og varð henn-
ar önnur hönd. Auk þess að hafa
forsjá um framkvæmdir á öllu,
urðu erfiðustu störfin einnig
verklega að hvíla á hennar eig-
in herðum, svo sem heyskapur-
inn og jafnvel sjálfar jarðabæt-
urnar. Vann hún sjálf með eig-
in höndum ekki svo lítinn hluta
af þeim. Helga var oft einyrkinn
utanbæjar og innan, og þeir,
sem þekktu hana og líf hennar,
hlutu að undrast það undra-
verða þrek, andlegt og líkamlegt
og þá ótrúlegu þrautseigju, sem
bjó í þessari smávöxnu konu.
Má nærri geta, að oft hefir hún
gengið þreytt til hvílu. En sízt
minni þreytu en hið líkamlega
erfiði muh þó ýmislegt annað
hafa valdið henni, og þá ekki
hvað minnst að horfa upp á
heilsuleysi dótturinnar, sem
verið hefir heilsulaus frá barn-
æsku. Til viðbótar við hin mörgu
störf heimilisins, stundaði hún
hana í legum hennar jafnt á
nótt sem degi, með þeirri þraut-
seigju og fórnfýsi, sem góðri
móður er gefið. Gerði hún flest
sem hugsanlegt var til að ráða
bót á heilsubresti hennar og
sparaði til þess hvorki fé né
tíma.
Helga Jónsdóttir var ein af
þeim of fáu, sem eru fullkom-
lega það sem þeir sýnast. Ekk-
ert var henni fjær skapi en yfir-
borðsháttur og fals. Áreiðanleiki
og vöndun í öllum orðum og
verkum og viðskiptum, ásamt
órjúfandi trygglyndi og vin-
festu auðkenndi hana mörgum
fremur. Hún var hjálpfús og
greiðvikin við nágrannana og
aðra sem á þurftu að halda. Fé-
lagslynd var hún mjög að upp-
lagi, var t. d. mjög áhugasamur
ungmennafélagi á fyrri árum
sínum, og í búnaðarfélagi
hreppsins var hún frá því fyrsta,
sennilega eina konan á landinu,
sem hefir verið í búnaðarfélagi.
Yfirleitt unni hún hverskonar
félagsskap og viðleitni, er til
menningar áttu að miða. Okkur,
sem vorum svo heppin að kynn-
ast Helgu heitinni persónulega
og hafa tal af henni, gat held-
ur ekki dulizt, að þar var engin
hugsunarlítil vöflukona, sem
hún var, heldur var þar fyrir að
hitta óvenju þroskaðan og
heilsteyptan persónuleika, er
mætti viðfangsefnum lífsins
með hugsun og alvöru og tók á
þeim föstum tökum. Enda er
það mála sannast, að fáa hefi
ég hitt, er mér þætti skemmti-
legra og meira „uppbyggjandi"
að tala við en Helgu Jónsdóttur.
Var það hvorttveggja af því, að
konan var prýðilega skynsöm
og glöggskyggn, og auk þess svo
sanngjörn og hógvær í dómum
sínum um menn og.málefni, að
fágætt var. Og þótt Helga virt-
ist fyrst og fremst vera ráð-
deildarsöm og hyggin búkona og
sérstaklega eiga heima á því
sviði, var ekki síður gaman að
ræða við hana um ýmislegt ann-
að en búskap. Var fátt mann-
legt henni óviðkomandi, þótt
hinsvegar að lítilsvert slúður og
órökstuddir dagdómar væru
henni ótamari en flestum öðr-
um. Helga var bókhneigð mjög,
þótt lítinn tíma hefði hún til
bóklesturs, og fylgdist furðu vel
með öllu er gerðist á sviði þjóð-
málanna. Fínan og næman
smekk hafði hún fyrir skáldskap
bæði í bundnu og óbundnu máli,
enda sjálf vel hagorð, þótt lítið
eða ekkert hafi hún gert að
slíku frá því að hún var ungl-
ingur.
Sem líklegt var um jafn hugs-
andi konu, var Helga trúhneigð,
— og víðsýn og frjálslynd í þeim
efnum. Á því sviði sem öðru
einkenndi hana bjartsýni og trú
á sigur hins góða í manneðlinu.
Þessi bjartsýni ásamt dóm-
greind hennar og skapstillingu
gerði henni fært að mæta hin-
um mörgu örðugleikum lífsins
með bros á vör og sigrast á þeim.
Nágrönnum og vinum Helgu
finnst æði skarð orðið þar sem
hún var, en mestur er þó miss-
irinn fyrir hennar nánustu.
Fyrir eftirlifandi mann hennar,
fyrir dótturina, sem þrátt
fyrir ágætar gáfur þarf svo
mikið á móðuraðstoð að hjálp
að halda, og fyrir son hennar,
sem var móður sinni svo hjart-
fólginn og nátengdur og efalaust
hennar stóra gleði og framtíð-
arvon, enda reyndist hann henni
góður sonur, og vegna hæfileika
og mannkosta líklegur til þess
að feta að mörgu í hennar fót-
spor. Og hin íslenzka bænda-
stétt hefir misst eina af sínum
merkustu og sérstæðustu kon-
um þar sem Helga var, eina af
fórnfúsustu og tryggustu dætr-
um hinna íslenzku sveita. Því
fleiri dætur og syni, sem sveit-
irnar fóstra líka henni að fórn-
fýsi, ást og tryggð til átthaganna
og hinar gróandi moldar, því
betur blómgast hagur þeirra í
framtíðinni.
Höllustöðum, 10. júni 1939.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir.
Hallgrímur  Halldórsson
frá Melum
Þann 27. júlí sl. andaðist eftir
langa og þunga vanheilsu Hall-
grímur Halldórsson fyrrverandi
hreppstjóri frá Melum í Svarf-
aðardal, liðlega 72 ára gamall.
Með Hallgrími er til grafar
genginn, einn hinna ágætustu
og vinsælustu Svarfdæla, sem
þar hafa lifað og starfað sl. 50
ár, vegna mikilla mannkosta og
óvenjulega fjölbreyttra hæfi-
leika. Hallgrímur var fæddur að
Melum 5. júlí 1867. Voru for-
eldrar hans Halldór hreppstjóri
Hallgrímsson og Sigríður Stef-
ánsdóttir kona hans. Bæði töldu
þau hjón ætt sína til sr. Magn-
úsar Einarssonar skálds á Tjörn
í Svarfaðardal, er sú ætt kunn
þar í sveit fyrir gáfur og list-
fengi, en í föðurætt var Halldór
hreppstjóri kominn af Melaætt.
Voru þar taldir að hafa verið
sterkir menn og hraustir í fleiri
ættliði.
Hallgrímur heitinn hlaut í
vöggugjöf það bezta frá forfeðr-
um sínum, var hann því óvenju-
lega góðum hæfileikum búinn,
kom það fram í lífi hans, á með-
an hann hélt heilsu og kröftum.
Hann ólst upp hjá foreldrum 1
æsku við algeng sveitastörf.
Innan við tvítugsaldur fór hann
á gagnfræðaskólann á Möðru-
völlum í Hörgárdal og lauk þar
prófi með lofi eftir tveggj a vetra
nám.
Eftir veru sína á Möðruvalla-
skólanum, gerðist hann barna-
kennari í heimasveit sinni, og
stundaði það um allmörg ár.
Varð hann nú strax mjög eftir-
sóttur kennari. Taldi hver ung-
lingur sig sælan að mega vera
hjá Grími á Melum, eins og
hann þá var almennt kallaður,
var það ekki að furða, að ung-
menni, sem uppalin voru i fá-
sinni þeirra tíma, drægjust að
hinum unga, fríða og lífsglaða
manni. Var Hallgrímur, þótt
frekar væri hann smár vexti,
mjög fríður maður sýnum. í-
þróttamaður ágætur, gat hann
stokkið jafnfætis meira en hæð
sína, eða fullar þrjár álnir. —
Skíðamaður var hann svo góður,
að fáir á þeim tíma þurftu eftir
honum að leika og sterkur vel.
Samfara þessu var hann svo
söngvinn og söngelskur, að frá-
bært mátti telja. Engrar til-
sagnar hafði hann þó þar notið,
annarrar en þeirrar, sem hann
sjálfur veitti sér úr söngheftum
Jónasar Helgasonar og úr Staf-
rófi söngfræðinnar eftir Björn
Kristjánsson. Lærði hann einn-
ig að leika að mestu tilsagnar-
laust á fiðlu og harmónium. f
nótnalestri náði Hallgrímur svo
mikilli leikni, að hann gat sung-
ið af nótum hvert það lag, sem
honum barst í hendur. Sá, sem
þetta skrifar, sá hann oft skrifa
upp lög af vörum manna.
Ef hann hafði ekki nótna-
pappír, sem oftast var, þá skrif-
aði hann lögin upp í vasabók
sína með bókstöfum og gerði
sér svo merki um nótnagildin,
færði svo allt inn á nótnapappír
eftir reglum söngfræðinnar,
þegar heim kom. Hygg ég, að
ekki myndu það margir eftir
leika.
Af öllu þessu leiddi það, að al-
staðar þar, sem gleðisamkomur
voru, og söng og hljóðfæra-
slátt skyldi um hönd hafa, en í
þann tíma voru það nær ein-
göngu brúðkaupsveizlur, þótti
allt vanta, ef Hallgrím á Melum
vantaði, enda var hann ætíð
þar hrókur alls fagnaðar. En
yfir allri hans gleði og söng
hvíldi einhver sú prúðmennska
og listræni, að frábært var, því
að allt ljótt og ruddalegt var
svo fjarri upplagi hans.
Þegar bændur í Svarfaðardal
stofnuðu deild í pöntunarfélagi
því, sem þeir Höfðabræður,
Þórður og Baldvin Gunnars-
synir stjórnuðu, varð Hall-
grímur deildarstjóri Svarfdæl-
inga og endurskoðandi reikn-
inga pöntunarfélagsins um
nokkurra ára skeið. Leysti hann
af höndum öll þau störf með
mestu prýði til mikilla hags-
bóta fyrir sveit sína.
(Framh. á 4. siðu)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 457
Blašsķša 457
Blašsķša 458
Blašsķša 458
Blašsķša 459
Blašsķša 459
Blašsķša 460
Blašsķša 460