Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						T í M I N N
II
Rudyard    Kipljng:
Sagan umPúxÚfí Bhagat
Rudyard Kipling fæddist austur í Indlandi árið
1865. Paðir hans var enskur embættismaður í Bom-
bay, maður mjög listrænn og hneigður til bók-
menntastarfa.
Budyard Kipling var sendur til England sex ára
gamall. Þar stundaði hann skólanám og gat sér
góðan orðstír f yrir þekkingu og glöggan skilning á
enskri bókmenntasögu, en þótti niður að sér í stærð-
fræði og fornmálum. Á námsárunum dvaldi hann
oft hjá móðursystur sinni, er gift var málara, og
á heimili þeirra efldist mjög meðfædd hneigð hans
til listrænna viðfangsefna.
: Seytján ára gamall hvarf hann austur til Ind-
lands að nýju og gerðist blaðamaður í Lahore. En
að fám árum liðnum fór hann til Allahabad og
var blaðamaður þar í tvö ár, og er blað það, er hann
vann þá að, einmitt nefnt sem stærsta blað Ind-
lands í smásögunni, sem hér birtist í íslenzkri
þýðingu.
Á blaðamannsárum sínum birti Kipling fyrstu
ljóð sín og sögur. En árin 1886 og 1887 komu f^rstu
bækur hans út. En þegar hann festi ekki lengur yndi
við blaðamennsku austur í Indlandi, hóf hann. f erða-
lög mikil víða um heim, Kínaveldi, Japan, Norður-
Ameríku og England, og síðar vítt um lönd i Afríku,
Asiu, Ástralíu og Ameríku. En þegar hlé var á f erða-
lögum hans, hafði hann oftast búsetu í Sussex í
Englandi.
Hin næstu ár komu úr fjöldamargar bækur eftir
Kipling, þar af ekki færri en níu smásagnasöfn á
árunum 1880—1889. Flestar þessara bóka fjölluðu
um Indland og indverskt þjóðlíf. Þær voru þrótt-
miklar og með glæsibrag, slungnar dularfullri,
austrænni kynngi, sem hertók hugi lesendanna.
Síðar ritaði hann margar bækur, er báru hin sömu
einkenni.
Litlu síðar tók hann að skrifa dýrasögur frá Ind-
landi, einkum úr frumskógunum. Upphaf þessa var
safn fornra, indverskra helgisagna, Hetoparesa, sem
þykir eitt snilldarlegasta ritverk Kiplings. En víð-
frægastar af þessum bókum hans eru The Jungle
Book og Kim, sem að öðrum þræði er dýrasaga. En
jafnframt er þó sú bók víðfeðm lýsing á Indlandi
á vorum dögum, bæði indverskum þjóðháttum og
menningu, dulspeki og trú, og þeim þáttum vest-
ræns lífs og hugarfars, er þar hafa náð festu.
Þótt Indlandssögur Kiplings séu frægastar, hefir
hann einnig ritað sögur frá öðrum löndum og þjóð-
um, sem Evrópubúum flestum eru lítt kunnar. Meðal
þess eru sögur frá byggðum Eskimóa í ísbreiðum
hinna norðlægustu landa og hafa. Þær sögur eru,
a sama hátt og Indlandssögurnar, slungnar dular-
sögnum þeirra þjóðflokka, er þær hefma frá.
í bókinni Captain Courageous, sem þýdd hefir ver-
ið á íslenzku og heitir þar Sjómannalíf, tekur hann
sér fyrir hendur að¦'lýsa lifi og stórfum fiskimanna
á miðunum við Nýfundnaland. Þetta sýnir ofurlítið,
hve vítt Kipling sótti efnið í sögur sínar.
Kipling er einnig mikið ljóðskáld og eru til eftir
hann margar ljóðabækur. Mjög mikið af kvæðunum
eru hermannaljóð og stríðssöngvar. Þar kemur jafn-
vel enn greinilegar fram heldur en í sögunum, sem
eru þó margar þrungnar aðdáun á menningu hins
hvíta manns og þeirri tækni, er hann á yfir að ráða,
hvílíkur heimsveldissinni hann er. Og mörg kvæði
hans eru hvatning til þjóðar hans, bein og óbein,
um að byggja nýlendurnar brezku og viðhalda.
Prjálslyndir gagnrýnendur og stjórnmálamenn
hafa borið honum á brýn siðlausan blóðþorsta og
skefjalausa drottnunargirni í túlkun hans á málstað
heimsveldisins. En heimsveldisstefna hans hefir líka
aðra bjartari hlið. Hann setur hinum hvíta manni
hátt takmark, gerir til hans strangar kröfur um
manndóm og mannlund. Látum þann uppskera, er
sáð hefir, segir Kipling. Og: Látum alla skynja
guðsótta vorn á því, hve hér sé gott að lifa.
Á styrjaldarárunum 1914—1918 ritaði Kipling
hverja áróðursbókina á eftir annarri.
Kipling hlaut bókmenntaverðlaun Nobels árið
1907. Hann var einnig heiðursdoktor ýmissa há-
skóla, meðal annars Oxford-haskóla, háskólans í
Cambridge og Sofbonne-háskóla í París.
Rudyard Kipling. dó fyrir fáum árumj
Það var eitt sinn maður nokkur, sem
gerzt hafði æðsti ráðgjafi eins hinna hálf-
sjálfstæðu, .indversku furstadæma i. norð-
vesturhluta keisaradæmisins. Hann var
Brahmaprestur og svo göfugrar stéttar, að
hann var yfir allan stéttarþótta hafinn.
Faðir hans hafði verið áhrifaríkur em-
bættismaður í litglæstu, fjölsóttu, fornu
Hindúamusteri. En Purun Dass skildi það
þegar í æsku sinni, að breytingatímar voru
í nánd, og að sá, er vildi komast til mikilla
metorða, varð að gerast vinur Englendinga
og hegða sér þannig, að þeim væri það að
skapi. Að hinu leytinu verður sérhver ind-
verskur valdsmaður ávallt að gæta þess,
að viðhalda trausti og áliti yfirboðara
sinna. Þetta var ærið vandasamur leikur,
en hinn hægláti, þöguli, ungi Brahma-
prestur, sem öðlazt hafði prýðisgóða
menntun að enskum hætti í háskólanum
í Bombay, lék þenna leik af mikilli stað-
festu, og fikraði sig upp valdastigann,
þrep fyrir þrep, unz hann varð æðsti ráð-
gjafi í heimalandi sínu. Þá var hann í
raun og veru orðinn miklu voldugri maður
en sjálfur ríkisprinsinn.
Þegar gamli furstinn, sem hafði illan
bifur á Englendingum og járnbrautum
þeirra og" símalínum, andaðist, var enginn
í jafnmiklu dálæti hjá erfðaprinsinum, er
verið hafði fóstraður upp af Englending-
um, sem Purun Dass. í innilegri samvinnu
— hann lét furstann ávallt hljóta allan
heiður af ávöxtum þess samstarfs — stofn-
settu þeir tvo skóla fyrir .ungar stúlkuT,
lögðu vegi, komu upp rjUcislyfjabtiðum,
efndu til sýninga fyrir landbúnaðaryerk-
íppri :og gíifu ,út hagfræðitlegt ársritum,
menningarlegár pg verklegar framfarir ,í
ríkinu. Bæði Indlandsstjórnin og utan-
ríkismálaráðherrann voru í sjöunda
himni, Það yoru mjög fá iridversk fnrsta-
dfemi, er tóku undandráttarlaust upp enska
umbótaháttu, því að Indverjar treystu
þyí ekki eins og Purun Dass tvímæla,laust
gérði, að allt, sem væri; Énglendingum
nytsamt, gæti orðið til tvöfalt meiri hag-
sældar fyrir Austurlandabúa. Æðsti ráð-
gjafinn varð mikils metinn vinur varakon-
unga, landstjóra, varalandstjóra, trúboðs-
.lækna, venjulegra kristniboða og bíræf-
inna enskra riddaraliðsforingja, sem
heimsóttu hann i því skyni að fara á dýra-
veiðar á eignalendum ríkisins. Hann varð
jafnvel vinur mikils f jölda af ferðalöngum,
sem þveittust um Indland þvert og endi-
langt hina svalari árstíma, og þóttust geta
lágt ráð. á, hvernig öllu skyldi hagað og
stjórnað. Þegar ráðrúm gafst, úthlutaði
hann styrkjum til. læknisfræðinema i og
verðlaunum fyrir iðnrekstur, allt; að
enskum hætti, eða hann ritaði greinar
í „Frumherjann", stærsta dagblaðið á
Indlandi, og skilgreindi starfsaðferðir og
markmið herra síns.
Að lokum tókst hann ferð á hendur til
Englands, og varð við heimkomuna að
gjalda prestunum óheyrilega miklar fjár-
upphæðir, því að jafnvel svo tiginn maður
sem Pururi Dass glatar stéttargöfgi sinni,
ef hann siglir yfir hið dökka haf. í Lund-
dúnum hitti hann alla þá menn, er vert
var að kynnast, og átti við þá samræður.
Menn, sem þekktir voru um heim allan.
Oghann veitti mörgu því athygli, sem hann
innti aldrei einu orði að. Hann var gerður
heiðursdoktor hinna virðulegustu háskóla,
og hann flutti fyrirlestra og ræddi um
þjóðfélagsumbætur Hindúa í áheyrn enskra
hefðarkvenna í viðhafnarklæðum. Brátt var
staðhæft um alla Lundúnaborg:
„Þetta er sá dásamlegasti maður, sem við
höfum nokkru sinni fyrir hitt, allt frá því
við sáum dúklagt borð í fyrsta skipti!"
Þegar hann sneri heim til Indlands, var
hann umvafinn hrósi. Sjálfur varakonung-
urinn heimsótti hann til þess að sæma
furstann æðsta stigi Indlandsstjörnunnar,
smeitta og setta skrautlegum demöntum
og prýdda gullleggingum. Á þessari hátíðar-
stundu var Purun Dass, við drynjandi fall-
byssuskothríð, sæmdur heiðursmerki keis-
aradæmísins og veitt yfirliðsforingjanafn-
böt, syo að framvegis var hann skráður
Sir Purun Dass K. C. I. E. í öllum hirð-
mannatölum og árbókum ríkisins.
í kvöldboði í hinni miklu tjaldbúð vara-
konungsins reis hann á fætur, með ger-
semarnar festar á brjóstið, og flutti ræðu.
Páir Englendingar hefðu svarað skálaræðu
til konungs síns með meiri snilli.
Hinn næsta mánuð, þegar hið venjulega,
kæfandi mók, hafði færzt yfir bæirni að
nýju, greiþ hann það til bragðs, sem engum
Englendingi hefði nokkru sinni hvarflað í
hug að gera. Hann varpaði frá sér öllu því,
sem var af hinum hlutlæga heimi í þessarí
jarðartilvist. Gímsteinum sett tignarmerki
hans voru endursend Indlandsstjórninni,
nýjum æðsta ráðgjafa var falið á hendur
að annast málefni furstadæmisins, og allur
embættismannaskarinn átti i hörðu um að
hagfæra sér þá möguleika, sem voru til
upphefðar. Prestarnir skildu, hvað gerzt
hafði; alþýða manna gat sér til hins rétta.
En Indland er eini staðurinn í öllum heim-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24