Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Įrroši: blaš félags ungra jafnašarmanna.

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Įrroši: blaš félags ungra jafnašarmanna.

						-----------.—_-------
l.1'!',i.'JL"."\,'.om:-!'i
jv: 139S77
STAMFSEMfi
SKIPVLAO
SAMHELDM
A R R O Ð I
BLAÐ
FELAGS
UNORA
JAFNAÐARMANNA
I. árgangur
Reykjavík, 19. janúar 1936.
1. tölublað
r
Avarp
til lesendanna.
í tilefni af því, að Félag ungra
jafnaðarmanna heldur í dag 100.
fund sinn, þótti hlýða að vanda alveg
sérstaklega vel til hans. Verður fund-
urinn haldinn kl. 3-/2 í dag í Alþýðu-
húsinu „Iðnó" og boðaður með vand-
aðri dagskrá, eins og sjá má annars
staðar hér í blaðinu. Fundinum er
ætlað að kynna starfsemi ungra
jafnaðarmanna að nokkru og hvetja
æskulýðinn til þess að skipa sér um
Félag ungra jafnaðarmanna og starfa
undir merki þess.
F. U. J. hefir undanfarin ár haldið
uppi inanfélagsblaðíi, sem heitir „Ár-
roði". Hlutverk þess hefir verið eins
og annara slíkra blaða að gefa fé-
lögunum tækifæri til að skrifa um
eitt og annað, sem þeim þykir hlýða
og hljóta af æfingu í ritlLst.
I dag kemur „Árroði" í fyrsta sinni
til þín, lesandi góður, í nafni F. U.
J., til að kynna sig og félagið meðal
Reykvíkinga, s einkum unga fólksins,
og væntir hann þess, að sá málstaður,
sem hann boðar, eigi svo rík ítök
víða meðal fólksins, að honum verði
almennt veltekið. Og verði svo, er
ekki ólíklegt, að „Árroði" leiti uppi
lesendur sína öðru sinni, ef allt fer
að óskum.
„Árroði" óskar síðan íslenzku þjóð-
inni giftu og gengis á nýbyrjuðu ári.
Stefna, starf og markmið F. U. J.
STEFNAN. Félög ungra jafnaðarmanna
byggja starf sitt á socialisma, sem felur í
sér lausn þeirra vandamála, sem sífellt steðja
fastar að núverandi þjóðskipulagi. Frá sjón-
armiði jafnaðarmanna er stéttaskiptingin af-
leiðing af því, að kapitalisminn ræður ríkj-
um og með þróun hans, sem fyrst og fremst
birtist í samdrætti auðsins utan um atvinnu-
og verzlunarhringa einstakra auðjötna, hverf-
ur meginþorri manna niður í djúp ána'.iðar
og ósjálfstæðis um afkomu sína. Á frum-
vaxtarárum hins kapitalistiska þjóðíélags var
auðurinn dreifður milli fjölmargra einstak-
linga, sem í kraf ti hans gátu keppt í nokkurn-
veginn jafnri aðstöðu um hin ónumdu gæði
lands og lagar. Á þeim tíma var þessi fjöl-
mennisaðstaða til heilbrigðrar samkeppni
spori á framtakshneigð einstaklingsins og
skapaði örar framfarir. Þessi oftast nær hóf-
Iega samkeppni, sem venjulegast braut ekki
í bága við eðlileg lögmál, var eitt af aðal-
einkennum hins smáborgaralega þjóðfélags á
uppgangsskeiði þess. En jafnvel á þessu
blómatímabili í sögu borgaralega þjóðfélags-
ins, sáu framsýnir menn, að í háttum þess
og skipulagi öllu fólust rætur þeirra meina,
sem á sínum tíma myndu verða því að falli.
Hin hárfína og nákvæma rannsóknaraðferð
— Marxisminn —, kenndur við höfund hans,
Karl Marx, sýndi það ljóslega og sannaði
fyrirfram allt það, sem nú er komið á dag-
inn, að þróun núverandi þjóðskipulags myndi
smám saman hrekja af stalli hina smáborg-
aralegu samkeppni, og á rústum hennar kæmu
til að rísa upp stórir auðhringar, er öllu gætu
ráðið á sviði viðskipta og allra framkvæmda.
Að þessu sinni er ekki tækifæri til þess
að fara nánar út í þetta hér, en það aoeins
sagt,' sem nú blasir við augum, að hringa-
auðvaldið með öllum sínum arðsugutækj-
um hefir náð úr höndum smáborgaranna
þeim möguleikum, sem þeir þó höfðu áður
til að ráða afkomu sinni, og steypt þeim
niður í launaþrældóm. Af þessu leiðir, að
barátta verkalýðsins í dag stendur fyrst og
fremst um það, að heimta að fullu frelsi
til að Iifa lífinu við þau kjör, sem honum
er unnt að skapa sér, ef hann undandrátt-
arlaust fær að  njóta ávaxta iðju  sinnar.
Ungir jafnaðarmenn standa í þeSsari frelsis-
baráttu alþýðunnar við hlið eldri stéttarsyst-
kina og horfa hugreifir til framtíðarinnar,
ódeigir að taka þátt í hverri þeirri orrúsUj
við auðvaldið, sem getur fært þjáða alþýðu
nær takmarki þess frelsis, sem henni er fyr-
irheitið, ef hún stendur sameinuð og samvirk
á baráttugrundvelli socialismans, sem felur í
sér kraftinn til að leysa hana úr ánauð. Tak-
mark vort er að leysa alþýoustéttirnar út úr
þrældómshúsi auðskipulagsins.
STARFIÐ. Til þess að félög ungra jafn-
aðarmanna geti fullnægt því hlutverki sínu
að safna um sig alþýðuæskunni óskiptri,
verða þau að haga starfi sínu svo,. að. það
sé hvorttveggja í senn fjölbreytt og skemmti-
legt og geti sem bezt svalað hinni margþættu
félagsþörf unga fólksins. Af því leiðir það,
að félögin þurfa að halda uppi heilbrigðu
skemmtanalífi, svo að alþýðuæskan hverfi
ekki inn í skemmtisali burgeisanna og verði
þar fyrir eyðileggjandi spillingaráhrifum
þess fólks, sem lifir á iðju vinnustéttanna og.
mitt í iðjuleysi sínu leitar eðlishvötum sín-
um svölunar í hóglífi og munaði. Það á að
vera starf þeirrar æsku, sem tengd er blóð-
böncium við alþýðuna, og er arftaki þeirr-
ar verklýðskynslóðar, sem nú er við aldur
í baráttunni fyrir frelsi og fullum rétti hinna
undirokuðu, að vera sjálfri sér nóg um allt
félagslíf og einangra það frá siðleysi borg-
aranna. Þá þurfa félögin einnig að sjá svo
um, að alþýðuæskan öðlist rétta þekkingu
á þjóðfélaginu og fái réttan skilning á rök-
um socialismans. Enginn getur orðið sterk-
ur liðsmaður í starfi og baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar, nema hann hafi fullkominn
skilning á orsökum stéttaskiptingarinnar og
hafi ætíð á reiðum höndum svar við spurn-
ingunni hvers vegna hann er socialisti. —
I félögum ungra jafnaðarmanna, eiga synir
og dætur alþýðunnar að hertýgjast undir
þao hlutverk sitt að verða stríðsmenn nýrr-
ar aldar.
MARKMIÐIÐ. Markmið ungra jafnaðar-
manna er hið sama og alþýðusamtakanna
yfirleitt, að koma á socialismanum, þ. e.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4