Okurkarlar - 01.04.1964, Page 1

Okurkarlar - 01.04.1964, Page 1
1. tbl. 1, árg, Apríl 1964 „F J Á R M Á L A S N I L L D" okurkarla dregin fram i dagsljósið Er Berndsensfjölskyldan að deyja úr hungrí? MOTTO: Okrarans höfucS, hrokkiS og grátf, hvimaSi um syllur og snaga. MelrakkaaugaÖ var flótfafláff, flœrÖin risf i hvern andlifsdráft og gloffiS ein glœpasaga.- Hann hafÖi œvinnar löngu /e/ð leikiS sér frjáls oð tárum og neyÖ og óheffur giniÖ v7ð gróÖans veiS, geymdur helvífis aga. (Úr skríflabúðin eftir Einar Ben). Eitt umfangsmesta dánarbú, sem sögur fara af hér á landi, er dánarbú Sigurðar Berndsen. Sigurður Berndsen safnaði ótrú- legum auðæfum seinni hluta ævi sinnar. Samtíðarmenn hans reyndu oft að skáka honum og máta hann, en- tókst yfirleitt ekki bví a*5 harm var rlægv'tur maður. Á unga aldri varð hann kryplingur af völdum lömun- arveiki. I uppvextinum var hann hrakinn og hrjáður. Lund hans varð því köld og sál hans inn- hverf. Samvizkuleysi hans og harka við að afia sér fjár á að vissu marki sínar afsakanir, þótt fégræðgi hans og ákafi við auð- söfnunina síðustu árin, eigi sér ekki neina afsökun. Hann sagði þó oft að helvít- is ágirndin væri að drepa sig. Ekki var þó auðsöfnun Sigurð- ar alveg tilgangslaus. Hann hafði fyrir löngu ákveðið, að er hann hefði náð ákveðnu hámarki í auðsöfnun sinni, ætlaði hann sér að mynda sjoð, sem hefði þann tilgang að lána efnalitlu fólki fé til íbúðabygginga, með hag- kvæmum kjörum. Sigurður var ekki að titla sig, sem fjármálamann, hann kunni íslenzka tungu mjög vel og vissi hvaða orð er yfir þá útlána- starfsemi, sem hann og fjöldi annarra rak og rekur. Má og einnig segja að það sé frekleg móðgun við þá menn, sem reka fjármálastarfsemi samkvæmt lagalegum og siðferðilegum rétti, að okrarar séu titlaðir fjármálamenn. Að vísu gerist þess oftast ekki þörf, því að flestir þeirra eru lögfræðingar að mennt og stunda ýmiskonar lögfræðistörf í hjá- verkum. Ei fjarmunum ai'mennings ekki illa varið með því að eyða þeim til menntunar slíkra manna, sem í stað þess að gæta laga og réttar, fara í kringum lög og rétt og brjóta lög sam- vizkulaust, en á þann varfærna hátt að ekkert er hægt að sanna, þótt allir viti. Sigurður Bernd- sen sagði líka oft, að langflest- ir lögfræðingar væru þjófar og ræningjar. Hann var heldur ekkert að fara í launkofa með það hverju nafni hans starfsemi ætti að nefnast. Vinir og kunningjar Sigurðar hvöttu hann til þess að ganga frá þessari sjóðs- stofnun strax, því að hann væri orðinn fullorðinn maður og gæti fallið frá hvenær sem væri. En Þessi maður hafði til að bera óvenjulegar gáfur. 111 örlög ollu því að hann fékk ekki notið þeirra á þeim vettvangi, sem hann hefði helzt kosið. á það vildi Sigurður ekki fall- ast og brást hinn versti við ef minnst var á að dauð- inn kynni að vera á næstu grös- um. Hann kvað hvern erf- ingja sinna eiga að fá fimm til tíu hundruð þúsund. Kvað hann, að ef þau kynnu ekki að koma undir sig fótum með þeirri upp- hæð, væri þeim ekki viðbjarg- andi. Fjárskipti kvað hann sig þegar hafa gert við konu sína, er hún hafði komið til hans aftur, eftir að hafa farið frá honum um tíma. Kvað hann það hafa verið sitt mesta glapræði í lífinu, er hann hefði gift sig, en ekki gaf hann konu sinni sök á því, eða neina aðra skýr- ingu. Sigurður var staðfastur i þeirri trú sinni, að hann yrði fjörgamall maður og ekkert lægi á að gera neinar ráðstafanir í sambandi við fráfail sitt. Síð- ustu dagana fyrir fráfall hans var þó einhver óhugur í honum og rædcji hann yið bann, sern þessar línur ritar og fleiri, að morð væru algengust innan f jöl- skyldna. Setti ég það í sam- band við, að náinn ættingi hafði, að hans sögn nokkrum sinnum hótað honum í ölæ.ði lífláti, j þeim tilgangi að fá hjá honum peninga fyrir brennivíni. Ég sagði Sigurði að það væri mjög sjaldgæft að þeir menn, sem væru með slíkar hótanir, létu verða af þeim, og féllst hann á það og virtist róast nokkuð. — Þrem eða fjórum dögum síðar var hann látinn, en af allt öðrum orsökum, og mun ég koma að því síðar. Sigurði vannst því ekki tími til að koma hugðarefnum sínum í framkvæmd, hvorki fyrrnefndri sjóðstofnun eða að láta skrá ævisögu sína, en hann hafði ráðið einn færasta ævisögurit- ara og rithöfund landsins til að færa hana i letur. Sigurður var sannsögull mað- ur, og skyldi maður ætla að af- komendur hans væru það einn- ig. Hann hafði ákveðið að ævi- söfeu iina skyldi ekki birta fyrr en að 50 árum liðnum, eða þar til víst væri að allir þeir, er þar kæmu við sögu, væru ekki lengur ofan moldar. Er sennilegt að þar hefði kennt margra grasa, sem hefði komið óþægilega við kaunin á ýms- um samborgurum hans. Er trú- legt að ýmsum hafi létt, er þeir fréttu hið skyndilega fráfall hans. Hvalreki En það rak á fleiri fjörur en þessara manna. Erfingjar Sig- urðar, sem samkvæmt áætlun- um hans áttu að fá aðeins nokk- um hluta auðæfa hans, sátu nú að súpunni allri. Brátt kom þó í ljós, að eitthvað skorti á samheldni í þeim hópi og hlaut því ’ skiptaráðandinn í Reykja- vík það hlutverk að skipta reyt- unum milli „Berndsensfólksins“. Skiptaráðandinn í Reykjavík heitir, eins og kunnugt er, Krist- ján Kristjánsson og er jafn- framt yfirborgarfógeti. Hann hefur verið happasæll í starfi sínu, að minnsta kosti fyrir sjálfan sig. Illgjarnar radd- ir segja þó að miskunnsemi hans í innheimtustörfum sínum hafi oft ekki nálgast miskunn- semi Sigurðar, enda sennilega stundum óhægt um vik. Hann og Sigurður heitinn voru góðir vinir og áttu mikið sam-. an að sælda og verður komið að því seinna. Hinsvegar sagði Sig- urður oft að borgarfógetinn hefði ekki tapað á sér og má reikna með, að þau viðskipti hafi verið báðum hagkvæm. En Sigurður Berndsen átti það eft- ir að gera það ekki endasleppt við sinn ágæta vin. Margan feit- an bita hefur Kr. Kristjánsson yfirborgarfógeti hlotið í starfi sínu, en sjaldan slíkan sem þennan, enda munu skiptalaunin nema yfir 20% en eignir dánar- búsins munu nema. að kunnugra sögn, milli 40 og 50 miljónum króna. Væntanlega mun það gleðja skattayfirvöldin. Nóg um það í bili. En Kr. Kristjánsson var ekki sá eini, sem datt í lukkupottinn. Tveir góðir vinir og lögfræði- legir aðstoðarmenn Sigurðar komust nú einnig í feitt, a.m.k. að því er virtist í fyrstu, en munu nú sennilega báðir óska þess að hafa aldrei nálægt ,,slegtinni“ komið, svo þreyttir munu þeir orðnir á kvabbi og suði „barnanna“. Annar þeirra, Gústaf Ólafs- son, hæstaréttarlögmaður, mun ekki telia sig hafa hagnað af fráfalli Sigurðar Berndsen, eða kæra sig um fjármuni úr því búi, og hinn raunar ekki held- ur, hann er Kristján Eiríksson hrl. Hinsvegar mun honum nokkur vorkunn að hafa tekið að sér innheimtur fyrir það, þar sem talið er að hann hafi skuldað Sigurði og þar með dán- arbúinu allmikið fé.. að því er erfingjar segja siálfir frá Munu erfingjarnir sennilega ’nafa Kristján milli tannanna og engr- ar miskunnar að vænta frá þeim mislita hópi. En langt Virðist manni seilst um hurð til lokunar, þegar reynt er með lagakrókum að nota þekkingarleysi konu í fjár- málum til þess að hafa af henni eign hennar, þótt vitað sé að hún skuldar þessu fólki ekki eyri. Má segja að langt sé geng- ið í innheimtu okur-skulda og víst er að Sigurður heitinn Berndsen myndi marg snúa sér Eins og áður er sagt vissi Sig- urður vel orð það, sem íslenzk tunga á yfir starfsemi þá, sem hann rak, og hann fór ekkert leynt með það og heldur ekki með fyrirlitningu sína á mönnum, sem í skjóli málflutningsmanns- titils síns halda að þeir geti haldið virðingu sinni þótt allir viti að aðalstarf þeirra eru ólög- leg peningaviðskipti. Starf þessara manna er þjóð- armeinsemd, sem íslenzka þjóð- félagið er þjáð af, meir en flest- ar aðrar þjóðir. Stór hluti is- lenzkra kaupsýslumanna eru neyddir til að leita á náðir þess- ara okurkarla um lán til að leysa út vörur sínar. Stór hluti íslenzkra húsbyggjenda verða að leita til sömu aðila til að geta lokið við byggingu húsa sinna eða tapa þeim ella og gera það raunar oft fyrir þvi. Okurkarl- ar þessir fá oft stór lán í bönk- um landsins i krafti eigna sirina, á sama tíma sem sömu bankar reyna að takmarka útlán til almennings, til að koma í veg fyrir verðbólgu. Sparifé almenn- ings er því notað í ríkum mæli til að auka verðbólguna með því að lána það þessum þokka- piltum. Það gefur auga leið, að inn- flytjendur, sem þurfa á þess- um okurlánum að halda, leggja hina háu vexti á vöruna, en við í gröf sinni ef hann máetti vita. Þótt margt mætti um Sigurð segja, þá var það þó víst að hann gekk ekki að fólki fyrr en í allra síðustu lög og gaf yfirleitt alltaf kost á að semja um skuldir. Má segja að það sé ömurlegt hlutskipti fyrir hæstaréttarlögmann að verða að leggja sig niður við svona skít- verk, eftir að hann sjálfur hef- ur reynt að fá skjólstæðinga sína til að semja. kaupendur, almenningur, borg- ar í hærra vöruverði. Sama gild- ir að sjálfsögðu um húsbyggj- endur, íbúðirnar verða dýrari og húsaleiga hækkar. Hér eru aðeins tvö dæmi tek- in, sem sýna glöggt hve þjóð- hættuleg starfsemi þessara manna er, og svo er verið að hengja smáþjófa. Sigurður Berndsen. vildi helzt ekki lána öðrum mönnum pen- inga en þeim, sem græddu á að skipta við hann, en honum var samt mjög vel Ijós þessi stað- reynd, en vildi ekki um hana ræða, hann haíði orðið að aga sina hörðu lund til að bæla nið- ur rödd samvizkunnar. Verðbólgan vex óðfluga, og á- stæðan er talin vera of hátt kaup vinnandi stéttanna, bænda sjómanna, iðnaðarmanna og verkamanna, sem allt þjóðlífið byggist þó á, en það talar eng- inn um Það. að auðsöfnun og eyðsla hér og erlendis, sem á sér stað hjá þúsundum af há- tekjufólki, sem ekki vinnur fyr- ir sínum tekjum, nema ef til vill að litlu leyti, kunni að hafa einhver áhrif á óðaverðbólgu þá, sem nú dynur yfir þjóðina. Það er talað um háa banka- vexti, sem séu að sliga fram- leiðslu og framkvæmdir og satt er það að þeir eru háir, 9 til Okur eða fjármálastarfsemi? *

x

Okurkarlar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Okurkarlar
https://timarit.is/publication/1073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.