Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Reykvķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Reykvķkingur

						.ARG.-l.MARS 1952
ALTALAÐ   í  BÆNUM
R,
lEYKVIKINGUR er gefinn út til að
skemmta, fræða og slá — stöku sinnum og
föðurlega — á hendurnar á ungum og'
gömlum (sjá: Þetta getur ekki geng-
ið, bls. 14). Reykvíkingur er fréttablað. En
hann gefur „seríufréttum" langt nef, lítur
með kurteislegri vanþóknun á daglegt
brauð á borð við eftirfarandi: „í gær var
brotist inn í sælgætisgerðina Nammnamm
og stolið 27 krónum í skiptimynt. Þjófur-
inn var handsamaður og situr í gæslu-
varðhaldi". í augum Reykvíkings er ekki
orðum að þessu eyðandi, m. a. þegar af
þeirri einföldu ástæðu, að 21 krónur eru
ekki túkalls virði.
Reykvíkingur er á hinn bóginn ráðinn í
að seilast eftir „litlu" fréttunum, þ. e. frétt-
unum, sem gerast dagsdaglega undir vorum
reykvíslku nefjum, með þeim furðulega
árangri, að nálega enginn kemur auga á
þær. Þessar fréttir eru birtar undir safn-
fyrirsögninni hér að ofan og í þeirri fyrstu
segir frá talsvert fróðlegri rannsókn á ís-
lenskum  símnefnum.
Reykvíkingur er rækilega myndskreytt-
ur; það er nýung út af fyrir sig. Hann er
prentaður í tveimur litum, sem að vísu
er engin nýung, en þó þykir sjálfsagt að
vekja athygli á, enda erum við svolítið
hreyknir af þessu. Sérstaka athygli viljum
við ennfremur vekja á stóru augunum á
bls. 13; þar kennir margra grasa. Loks
viljum við ekki láta hjá líða að benda á
þá staðreynd, að Reykvíkingur á ekki sinn
líka á íslandi — og svari nú sá, sem getur.
6
OKMENNTAFRÆÐINGUR okkar hefur
undanfarna daga verið að pæla í gegnum
símaskrána' (en hún er vinsælasta bók á
íslandi; gefin út í 23.000 eintökum s.l. ár),
og hann tjáir okkur, að skráin yfir símnefn-
in sé eiginlega skemmtilegasti kafli bókar-
innar. Hann segir, að það sé alveg furðulegt,
hvað sum íslensk fyrirtæki og einstaklingar
heiti  á   skeytamáU.   Axel   Gunnarsson  í
Reykjavík heitir Gunngunn og Sverrir
Bernhöft heitir Garanti. Einar Guðmunds-
son (sömuleiðis Reykvíkingur) er ávarpað-
ur Sugar, þegar viðskiptavinir hans senda
honum skeyti, en Gísli Gíslason í Vest-
mannaeyjum heitir Gandi á ritsímamáli.
Gísli Jónsson vélfræðingur er kallaður
Inspector í skeytum (minningar úr Meimta-
skóla?), Einar Sigurðsson, forstjóri, ritstjóri
o. fl., heitir Frost og Hallgrímur Ó. Jónas-
son hvorki meira né minna en Twobrothers.
Lúðvík Guðmundsson útgerðarmaður heitir
á skeytamáli Nemesis, sem óneitanlega er
stór pöntun.
Nokkuð handahóf auðkennir val sumra
símnefna. Egill Vilhjálmsson hefur sím-
nefnið Egill, sem er í alla staði ágætt. En
Egill Kristjánsson heitir á símamáh Agli,
sem er alls ekki eins gott. Egíll, Egil,
Agll . . . Þá er það og bagalegt — og getur
jafnvel valdið rugUngi — að þaa fyrirtæki
finnast (og raunar einstakhngar), sem í
skeytum heita nöfnUm allt annarra og
óskyldra fyrirtækja og einstakhnga. Til
dæmis heitir H. Benediktsson & Co. Geysir
í símskeytum, en Veiðarfæraverslunin
Geysir situr eftir með sárt enni og jafn
tuskulegt nafn og Segl. E. Ormsson h.f.
hefur símnefnið Orka, svo að Hlutafélagið
Orka má gera sér að góðu að fá Power
að láni úr enskunni. Varla getur það heldur
verið Thor Thors sendiherra neitt gleðiefni
að fregna það til Washington, að Keflvík-
ingurinn EUas Þorsteinsson heitir Thor í
bissnesskeytum. Elías Pálsson á ísafirði er
miklu lítillátari, heitir einfaldlega Elías.
Annars höfum við gagn og gaman af
ýmsum símnefnunum. Bæjarútgerð Reykja-
víkur heitir Búr i símskeytum, og er það
sennilega réttnefni á sína vísu, sbr. „að fara
í búrið." Elding Trading Co. notar nöfnin
Elding, sem er einkar látlaust og þokkalegt,
~og Eldhaka. Jón Jóhannesson & Co. heitir
Skaptjón. Loks ber að nefna Kol & Salt
h.f., sem hefur eitt kolosalt sniðugt nafn,
nefnilega Kolosalt. Og svo verslunarfuUtrúi
Sovétsendiráðsins, sem hjá ritsímanum heit-
ir Vneshtorg. En ekki vitum við, hvort
það er rússneska.
OvO er það haft eftir Gunnari Salómons-
syni (Ursusi), að til að afla sér frægðar
og frama sé ekki nóg að vera sterkur. Mað-
ur þurfi líka að vera „lýriskur."
V ið áttum leið yfir Lækjartorg einn dag
fyrir skemmstu þegar maðurinn á kass-
anum var að tala. Hann var að tala um
Agnar Bogason. Ekki hafði hann mikið
álit á mannkostum Agnars,  því miður. í
sannleika sagt hafði Agnar gengið svo
fram af manninum, að hann átti fullt í f angi
með að fletta Bíblíunni fyrir reiði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16