Tímarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nesfréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Nesfréttir

						FRÉTTIR
AUGLYSINGASIMI
611594
Gamla íþróttahúsið sprungið
Nýtt íþróttahús innan árs
Margur Seltirningurinn hefur
að undanförnu fundið jörðina
nötra undir fótum sér. Skýríngin
á því er einföld, framkvæmdir
við byggingu nýs íþróttahúss eru
komnar á fullt skrið.
Áætlað er aö Ijúka framkvæmdum
2. janúar að ári og tekur því fram-
kvæmdin 12 mánuði. Kostnaður við
þessar framkvæmdir er gróflega
reiknaður á bilinu 50 til 60 milljónir
króna.
Hugmyndin um byggingu nýs
íþróttahúss kom upp á haustmánuð-
um í beinu framhaldi af áhuga
Hagvirkis á framkvæmdum á Kol-
beinsstaðarlandinu. Bæjarfulltrúar
lögðu þá fyrir Hagvirki hugmyndir
sínar hvernig þeir vildu hafa íþrótta-
húsið og gáfu þeir hjá Hagvirki í
kjölfarið upp áætlaðan kostnað sem
fór ekki út fyrir þau mörk er bæjar-
fulltrúarnir höfðu gert sér í hugar-
lund. Að svo búnu var hafist handa
við framkvæmdir verksins.
Það má geta þess að upphaflega
hugmyndin var sú að byggt yrði við
gamla íþróttahúsið en það reyndist
álíka kostnaðarsamt og að reisa nýtt.
Grótta í 1. deild?
- löglegt keppnishús
Nú eygir 2. deildar lið Gróttu í
handbolta góða von um að komast í
1. deildar slaginn og er því brýnt
fyrir þá að hafa aðgang að löglegu
keppnishúsi. Ennfremur er mikil
gróska í yngri flokkunum.
„Það var hálfgert loforð okkar ef
Gróttustrákarnir kæmust upp í
fyrstu deild yrði íþróttahúsið tilbú-
ið", sagði Sigurgeir Sigurðsson
bæjarstjóri í samtali við Nes-fréttir.
„Gamla húsið er löngu búið að
sprengja utan af sér. Það hefur þurft
að úthýsa mörgum þeim sem til
dæmis hafa haft áhuga á að spila
badminton. Eftir sem áður munu
skólaíþróttirnar rúmast í gamla
íþróttahúsinu", sagði Sigurgeir enn-
fremur.
Ef fer sem horfir er ekki ólíklegt
að íþróttahúsið á Seltjarnarnesinu
verði eitt þeirra sem notuð verða
undir heimsmeistarakeppnina í
handknattleik 1994.
Hálf mittjón til
skóladagheimtia
0Bls.3
¦j&'afet^ ú^ffitmfáí', iim?•¦.
Hafin er bygging nýs íþróttahúss á Seltjarnamesi. Á myndinni sjást
starfsmenn Hagvirkis undirbúa sprengingar við grunn íþróttahússins.
Mannfjölgun aðeins
2% þrátt fyrir
mikla uppbyggingu
Athygli hefur vakið að þrátt
fyrir mikla uppbyggingu hér á Sel-
tjarnarnesi að undanförnu hefur
íbúum ekki fjölgað nema um rúm
2% á síðastliðnu ári, á tímabilinu
frá 1. desember '86 til 1. desember
'87 eða úr 3773 íbúum í 3849 íbúa.
Skýringanna er meðal annars að
leita í minnkandi barneignum ungs
fólks. Sem dæmi má nefna' að í 100
fvrstu  íbúðunum  sem  afhentar
voru á Austurströndinni voru að-
eins 50 börn. Þessi tala sýnir að það
er af sem áður var, forgangsröðin
hefur breyst. Nú er að færast í
aukana að fólk eignist þak yfir
höfuðið áður en það eignast
börnin. Ennfremur er meginpartur
þessa fólks að fljúga beint úr
hreiðrum sínum hér af Seltjarnar-
nesinu.
Leisertækni til
læknismeðferðar
§Bls.6
Skerðing um 4 núlljónir
njá Seltjarnameskaupstað
§ Baksíða
Nýtt blað
á Nesinu
Nes-fréttir er nýtt blað sem
lítur dagsins ljós í fyrsta sinn í
dag, fimmtudag 3. mars. Blað
þetta mun framvegis koma út á
tveggja vikna fresti og verður
því dreift á hvert heimili á
Seltjarnarnesinu. Við sem að
því stöndum stefnum að því að
hafa allar almennar fréttir úr
byggðarlaginu auk þess sem
við reynum að láta í té upplýs-
ingar um félags- og menningar-
starfsemi, sem hérerstarfrækt.
En til þess þurfum við á ykkar
vitneskju að halda bæjarbúar
góðir. Þeim er hægt að koma á
framfæri í síma 611594, alla
daga vikunnar^
INes-fréttum er einnig kjör-
ið tækifæri fyrir verslanir og
fyrirtæki að auglýsa sig og
starfsemi sína. Síminn þar er
sá hinn sami eða 611594. f von
um góðar undirtekir.
Starfsmenn Nes-frétta.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8