Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 1

Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 1
íshúsið ísvélar Rétt ísun – hærra skilaverð! 30 ára reyns la 198 3 - 2013 www.ishusid.is ∑ S:566 6000 Fáðu tilboð! Eigum ísvélar á lager isvelar.is Hjallahraun 2 - 220 Hfj. s. 562 3833 - 852 4556 www.asafl.is asafl@asafl.is FPT bátavélar frá 20-825 hö. Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! 23. SEPTEMBER 2014 1. tölublað 1. árganguraldan F R É T T A B L A Ð U M S J Á V A R Ú T V E G Íslenska sjávarútvegssýningin 2014 er sú 11. í röðinni Íslenska sjávarútvegssýningin, „The Icelandic Fisheries Exhibition and Awards 2014,“ og verðlaunaafhending henni sam- hliða til þeirra sem taldir eru hafa skarað fram úr í íslenskum sjávarútvegi og fisk- vinnslu verður opnuð formlega næsta fimmtudag, 25. september í Smáranum í Kópavogi og strendur til laugardags. Sýningin er opin fimmtudag og föstudag frá kl. 10.00 til 18.00 og á laugardag frá kl. 10.00 til 16.00. Íslenska sjávarútvegs- sýningin fagnar 30 ára afmæli en fyrsta sýningin var árið 1984 en þetta er 11. sýn- ingin í röðinni. Umfang sýningarinnar hefur meira en tvöfaldast á síðasta áratug. Sýningin er bæði afurða- og tæknisýn- ing og þátttakendur geta tryggt að þeirra vörur munu njóta verðskuldaðrar ahygli og oftast viðurkenningar. Samhliða Íslensku sjávarútvegssýn- ingunni verður haldin ráðstefna í Smár- anum sem nefnist „Coastal Fisheries and coastal communities in the North Atlantic“ og fer fram síðdegis laugardaginn 27. sept- ember í tengslum við sýningarsvæði sjáv- arútvegssýningarinnar og er öllum opin. Ráðstefnan er á vegum MATÍS og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Þar á m.a. að ræða stöður sjávarbyggða, smábátaveiðar og byggðaþróun við Norður-Atlantshaf. Sam- félög í sjávarbyggðum og smábátaútgerð tengjast sterkum böndum í þeim löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi. Víðast hvar á svæðinu eiga sjávarbyggðir undir högg að sækja og smábátaútgerðir eiga í rekstrarvanda, ásamt því sem endurnýjun í greininni er takmörkuð. Þessar áskor- anir, ásamt fleiri viðfangsefnum, verða rædd á ráðstefnunni en leitast á við að greina framtíðarmöguleika sjávarbyggð- anna. Ráðstefnan er þannig uppbyggð að fyrst munu fulltrúar frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Nýfundnalandi flytja stutta fyrirlestra um stöðu þessara mála í þeirra löndum. Þá verður kynnt rannsóknarverkefni þar sem afkoma og laun smábátaútgerða í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi er greind og borið saman við aðrar atvinnugreinar. Þá munu íslenskir eigendur smábátaútgerðar í Noregi greina frá rekstrarumhverfi smábáta í Noregi, og bera það saman við Ísland; og loks mun stjórnarformaður Byggðarstofn- unar greina frá starfi og stefnu stofnunar- innar, en Byggðastofnun hefur nýlega tekið til endurskoðunar aðferðafræði stofnunar- innar til að sinna sínu hlutverki betur. Frá setningu 10. sjávarútvegssýningarinnar 2011. Þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, Guðrún Pálsdóttir þáverandi bæjarstjóri í Kópavogi og framkvæmdastjóri sýningarinnar Marianne Rasmussen Coulling.

x

Aldan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.