Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Assessorarnir ķ öngum sķnum eša

Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 1. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Assessorarnir ķ öngum sķnum eša

						ASSESSORARNIR 1 ÖNGUM SÍNUM

EÐA

„INTELLIGENTSIN" GEGN „DÓNUNUM"

PÍSLARSAGA í BRJEFUM FRÁ N. N. TIL VINA SINNA.

3. útgáfa aukin og endurbætt.  (I. útgáfa uppseld á 3 klukkustundum).

Mottdf  „Öllu gamni fylgir

alvara nokkur".

Reykjavík, 31. des. 1878.

Jpegar jeg um hádegisbilið var á

gangi nálægt bæjarfógetakontórnum,

mætti jeg kunningja mínum, og er það

ungur efnilegur maður, sem talinn er

góður smiður og einhver hinn bezti skrif-

ari í Mýrasýslu, tók hann mig á ein-

tal og sagðist vera nýkominn frá bæj-

arfógetanum, sem hefði verið mjög reið-

ur út af því, að sama morgun hafði

verið slegið upp á götuhornin viðvörun

gegn því, að kjósa Halldór K. F. íbæjar-

stjórnina; en bæjarfógetinn vildi fyrir

livern mun fá hann endurkosinn. Með-

an við erum að tala um þetta og furða

okkur á því, hvernig embættismaður,

sem er hlaðinn svo mörgum störfum og

bæjarfógetinn, gæti fengið tima til þess

að rekast í það, sem hann varðaði ekk-

ert um, kemur til mín Jón bóndi Jpórri-

ars.frá Hlíðarhúsum, og segist hafa kom-

ið sjer saman við aðra bændur og tómt-

húsmenn um, að eiga með sjer undir-

búningsfund undir hinar í höndfarandi

kosningar, og biður mig um að koma

á þenna fund. Jeg var Jóni þegar

samferða og var nafni hans ritar-

inn kosinn fundarstjóri. Höfðingjarnir

höfðu sent lögregluþjóna sína, en eng-

inn amaðist við þeim, og hefi jeg

aldrei komið á neinn fund, þar sem

hægra var að stýra umræðunum, þar

sem málæði var minna, og þar sem fund-

armenn kæmu fram kurteisara, frjálslynd-

ára og einarðlegra og gjörðusjer minna

mannamun en þar. Jeg gat því ekki annað

en lofað að framkvæma beiðni fundarins

til mín, sem var að skora með augl., erfest-

ar yrðu upp ágötuhornin, ákjósendur að

gefaeptirnefndum mönnum atkvæði sín :

Guðmundi bónda þórðarsyni á Hól,

Agli borgara Egilssyni í Glasgow,

Jóni ritara Jónssyni í Teitshúsi,

Jóni bónda Jpórðarsyni í Hákoti og

Pjetri bónda Gíslasyni í Ánanaustum.

En framkvæmd á þessari ákvörðun

var með nokkrum vandkvæðum, þar sem

Thecdór bæjarfógeti hafði látið rífa nið-

ur auglýsingar þær, er áður voru komn-

ar um að kjósa aðra en Haildór í

bæjarstjórnina, og mátti búast við, að

hann ekki myndi hlífa meira auglýsing-

um fundarins, úr því að fundurinn ekki

vildi vita neitt af yfirkennaranum að

segja. Jeg vonaði samt að herra Theó-

dór, er sagður er maður fljótfær og lít-

ið fróður i lögum, en meinlaus og rjett-

sýnn, þegar vondir menn villa ekki

sjónir fyrir honum, myndi sjá að sjer,

og lofa auglýsingum fundarins að sitja,

því fremur sem hann hafði látið nafn-

laust brjef, ritað með auðþekktri hönd

og innihaldandi áskorun um að kjósa

Halldór, sitja óhreift á veitingahúsi

því, þar sem höfðingjar bæjarins hafa

amtsleyfi til að vera við toddy- og bjór-

drykkju alla nóttina ; en hjer fór öðru-

vísi, en jeg ætlaði, því óðara en fund-

arauglýsingarnar voru komnar upp,

voru þjónar bæjarfógetans, Ólafur, Jón

og Jporsteinn komnir á staðinn, og bún-

ir að hirða bæði pappírinn og naglana.

Jeg Ijet skrifa ný uppslög, ogþegar Theó-

dór einnig var búinn að bjarga þeim,

Ijet jeg prenta áskorun fundarins í svo

mörgum exemplörum, að Theódór gæti

haft nóg, þó hann hirti ekki nema

helminginn af þeim með nöglunum, í upp-

slög heilt ár, og svo að hann þyrfti ekki

að skrifa auglýsingar sínar á grána, eins

og hann er farinn að gjöra á þessum

síðustu og verstu tímum.

1. janúar 1879.

Jpegar jeg kom út í morgun voru

fundar auglýsingarnar komnar upp al-

staðar á ágætum hvítum pappír, sem

hægt var að skrifa á hinumegin við

hið prentaða, og með alveg óryðguðum

nöglum, og  var  sagt, að  þeir  Olafur

Jón, Theódór og Jporsteinn hefðu verið

að gjóta girndaraugum til þeirra, en

ekki árætt að hirða þær enn þá, líklega

vegna helginnar. þjer vitið, að sá sið-

ur kvað við gangast í höfuðstaðn-

um að hýrast hver í sínu horni, fáir

skipta sjer af náungum sínum, nema til

þess að rífa þá niður, rægja þá og hæða,

og þegar þeir finnast, þora þeir varla

að tala hver við annan af hræðslu

fyrir að hlaupa á sig, og verða fyrir

hlátri, eða þá, af því að þeir þurfa að

íhuga allt sem sjest á heimilinu, svo að

þ eir geti sagt frá þ ví aptur,þegar þeir finn-

ast hjá Kristjáni karli á nóttunum, eða

þeir halda „kjaptaklúbb" heima hjá

sjer. Að minnsta kosti er þessi bæjar-

bragur sagður að vera ríkjandi hjá

mörgum í hinum æðri „sferum", og er því

von, að aumingja fólkinu þar opt leiðist

sárlega, og æfinlega tregi hina dýrðlegu

Hafnarvist, og þeir ekki sízt, sem aldrei

hafa komið út fyrir landsteina. Einnig

er það skiljanlegt, að fólkið aldrei getur

farið snemmaáfætur, og þegarþað kem-

ur saman, hefir ekki annað sjer til skemmt-

unar, en að offylla sig með mat og drykk

í hinum alræmdu átveizlum sínum.

Jeg segi ekki þetta af eigin reynzlu,

því jeg hef lifað hina síðustu vetur í

sveit og utanlands, en margir merkir

menn hafa sagt mjer þetta, og er þessi

bæjarbragur talinn aðalástæðan til þess,

að stúdentum og öðrum ungum mönn-

um mjög sjaldan er boðið til höfð-

ingjanna á kvöldin, og að þeim

hættir við að leggjast í ómennsku og

drykkjuslark fremur hjer, en í Kaup-

mannahöfn, þar sem hið alkunna og

elskulega hús þjóðmæringsins Jóns al-

þingismanns Sigurðssonar stendur opið

hverjum ungum íslendingi á hverju

kvöldi. En þó fjelagslífi margra em-

bættismanna og kaupmanna í höfuðstað

Islands sje almennt lýst á þenna hátt,

get jeg af eigin reynslu  sagt,  að nýtt

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4