Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls Palestķna

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls Palestķna

						PALESTÍNA

MÁLGAGN FÉLAGSINS ÍSLAND-PALESTÍNA ? 1. TBL. 12. ÁRG. ? JÚLÍ 2001

FR

JÁ

LS

Vopnahlé er það kallað enkúgunin heldur áfram;

innilokunin, skerðing

grundvallarmannréttinda,

eyðilegging íbúðarhúsa,

möguleikar fólksins á að og

framfleyta sér og sínum

ónýttir, ólífutré eru rifin upp,

jafnvel hæsnabú  eru rudd

með jarðýtu og allt

gjöreyðilagt. Allar aðgerðir

Ísraelshers miða að því að

brjóta palestínsku þjóðina á

bak aftur, freista þess að kúga

hana til uppgjafar með

ofbeldi, skelfingu og

morðum.

Einn af ógeðfelldari hryðju-

verkamönnum sögunnar, stund-

um nefndur slátrarinn Sharon,

baðar sig í ljósi valdsins og of-

beldisins eftir að Ísraelar kusu

hann forsætisráðherra. Nú er

hann í Washington og eftir að

hafa í sjónvarpsviðtölum kallað

forseta Palestínu morðingja og

sjúklegan lygara, bætir hann því

nú við að menn megi ekki gleyma

því að þar sem Arafat sé annnars

vegar þá sé ekki við þjóðhöfðingja

að eiga heldur foringja hryðju-

verkasamtaka. Þeir sletta skyrinu

sem eiga það.

Það er ekkert vopnahlé og það

eru heldur ekki neinar friðarvið-

ræður í gangi. Það sem í uppsigl-

ingu er mótast af því hvers konar

forystu Ísraelar hafa kosið sér og

hvers konar öfl hafa undirtökin í

ísraelsku þjóðlífi. Ennfremur

hvaða hernaðarmátt Ísrael hefur

tryggt sér með fulltingi banda-

rískra stjórnvalda og síonista, það

er þeirra gyðingasamtaka sem

styðja í einu og öllu yfirgang

Ísraela gagnvart sínum nágrönn-

um. 

Horfur á raunverulegum frið-

arviðærðum eru ekki góðar við

þessar aðstæður. Palestínumenn

eru sem fyrr tilbúnir til slíkra við-

ræðna þrátt fyrir allt sem á undan

hefur gengið. Þeir gera ekki kröfu

til annars en að Ísraelar fari að

lþjóðalögum og samþykktum

Sameinuðu þjóðanna og

skili svæðunum sem her-

tekin voru af Ísrael árið

1967; Gazaströnd, Vest-

urbakkanum og þar með

Austur-Jerúsalem. Hér er

um að ræða 22% af upphaf-

legu landi Palestínu, sem

þýðir að Ísraelsríki mun ná

yfir 78% þess lands sem

var Palestína árið 1947, er

Sameinuðu þjóðirnar

samþykktu tillögu um

að skipta landinu nokkurn veginn

jafnt á milli gyðinga og araba.

Í kröfum Palestínumanna er

því gert ráð fyrir mikilli eftirgjöf,

því þar er sæst á hernámið 1948.

Þær eru því sanngirnis- og rétt-

lætiskröfur sem nær allar þjóðir

heims styðja.Það eru í raun ein-

ungis Ísrael og Bandaríkin sem

eru á móti á vettvangi Sameinuðu

þjóðanna en þar hafa Bandaríkin

í reynd afhent Ísrael neitunarvald

sitt. Þjóðum heims, ekki síst Ís-

lendingum, er skylt að efla

stuðninginn við baráttu Pal-

estínumanna fyrir afnámi

hernámsins og rétti flótta-

manna til að snúa heim aftur.

Núverandi ástand ógnar

grundvelli alþjóðasamfé-

lagsins, réttarsamfélaginu

og heimsfriði.

Sveinn Rúnar

Hauksson 

Kúgunin heldur áfram

Útifundur á

Austurvelli

Myndirnar eru frá

fundi sem Félagið

Ísland-Palestína

stóð fyrir á Austur-

velli 9. desember

sl., til að minnast

þess að þann dag

árið 1987 hófst

Intifda Palestínu-

manna. Á litlu

myndinni eru þeir

Steingrímur Her-

mannsson, einn

ræðumanna á fund-

inum, og  Sveinn

Rúnar Hauksson,

formaður FÍP. Auk

Steingríms héldu

ræður Þorvaldur

Hlynur Árnason

prófastur og þing-

mennirnir Þórunn

Valdimarsdóttir og

Steingrímur J. Sig-

fússon 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16