Frjáls Palestína - 01.11.1990, Page 1

Frjáls Palestína - 01.11.1990, Page 1
BLOÐBAÐIÐ * I JERÚSALEM: Mánudagsins 8. október 1990 verður minnst f sögu Pal- estínumanna sem Haram al-Sharrf blóðbaðsins, þegar ísraelskir her- menn skutu til bana a.m.k. 21 Pal- estínumenn og særðu um 900 manns í Jerúsalem við eitt af helg- ustu véum íslams. Þetta var skæð- asta staka ofbeldisaðgerð Israels- manna á herteknu svæðunum frá byrjun hernámsins, þ.e. á 23 árum. Xj" v.' afcc *■ ... SftT&ÁníÍhcFÍK. ’ /SSr V .. ■ «85 Palestínumenn þurfa alþjóðlega vernd! Blóöbaöið i Jerúsalem: Palestinskt barn flutt á sjúkrahús til aögeröar, eftir skot- árás israelskra hermanna. Þetta blóðbað verður skráð í svörtu bók annarra álíka hryðjuverka gegn palestínsku þjóðinni ásamt at- burðunum í Deir Jassin, Kufr Qas- sem, Qibije, Sabra og Shatila, Rishon Lezion og mörgum fleirum. Þegar haft er í huga hvers konar ríkisstjórn er við völd í ísrael og miðað við reynslu af grimmd ísraelskra hernámsliðsins, er líklegt að þetta verði ekki síðasta blóðbaðið. Viðbrögð bandarískra yfirvalda við blóðbaðinu hafa verið skamm- arieg. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, James Baker, talaði um .harmleik" eins og náttúruhamfarir hefðu valdiö dauða Palest- ínumannanna. Forseti Banda- ríkjanna, Bush, sagðist vera „hryggur" vegna drápanna og skor- aði á ísrael „að beita sér fyrir auknu aðhaldi" og „vera betur viðbúið". Betur viðbúið til hvers? Til að ráða betur við Palestínumenn? Viðbrögð þessi eru f augljósu misræmi við hörkuleg viðbrögð Bandaríkjanna gegn Iraq. Sama misræmis gætti í Öryggisráði Sameinuðu þjóöanna. Þar unnu Bandaríkin hratt og fengu samþykktar innan fárra daga frá innrásinni harðar ályktanir sem fordæma Iraq og heimila viðskipta- og hafnbann á fraq. Þegar blóðbaðið í Jerúsalem var lagt fyrir Öryggisráðið, lögðu fulltrúar Ban- daríkjanna sig f lima við að tefja af- greiöslu mála ( fimm daga til að koma í veg fyrir ályktun sem kallað hefði á aðgerðir til verndar Pal- estínumönnum undir hernámi. Bandaríkin studdu að lokum ályktun sem fordæmir „ofbeldisverk sem ísraelskir hermenn höfðu fram- ið“. En ályktun nr. 672 gerir aðeins ráð fyrir að kanna atburðina. Hún gerir hvorki ráð fyrir refsiaðgerðum né fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar fái umboð til að vernda Pal- estínumenn fyrir árásum ísraelskra dáta. Gert var ráð fyrir að aðalritari Sameinuðu þjóðanna fái að senda rannsóknarnefnd til Jerúsalem. Re- ynsla undanfarinna áratuga sýnir að árangur af slíkum rannsóknum er enginn. Fjórði Genfarsáttmálinn um vernd óbreyttra borgara á stríðs- tímum (1949) krefst þess af her- námsyfirvöldum að þau meðhöndli Frh. á bls. 2

x

Frjáls Palestína

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.