Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablaš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablaš

						KIWANISKLÚBBURINN  HEKLA                          -|

FRÉTTABLAÐ

AVARP RITSTJORA            1. tbl. marz 1966 1. árg.

Kæru Eiwanisbræður.

Síöan klúbbur okkar var stofnaður fyrir rúmum tveim árum hefur rignt

yfir okkur svokölluðum "bulletins" eða fréttablöðum frá Kiwanisklúbbum

víðs vegar í heiminum, og hefur jafnan fylgt þeim beiðni um að við sendum

þeim eintak af fréttablaði okkar. Svo virðist sem sérhver Kiwanisklúbbur

telji óhugsandi annað en að gefa reglulega út fréttablað, og var því ákveð-

ið að bíða ekki lengur með framkvæmdir, og hér birtist því fyrsta tölublaðið.

Við uppsetningu og form blaðsins hef ég einkum stuðst við "Borealis

Flashes", sem er fréttablað Kiwanisklúbbsins í Fairbanks, Alaska, en sá

klúbbur hefur sent okkur eintak af hverju tölublaði þess marga undanfarna

mánuði.

Ætlunin er að blað þetta komi út mánaðarlega, og verður það jafnan

sent öllum meðlimum klúbbsins í pósti, þeim algjörlega að kostnaðarlausu.

KIWANIS INTERNATIONAL-EUROPE

Stjórn Kiwanis International hefur nýlega samþykkt stofnun Evrópusam-

bands Kiwanisklúbba, og mun endanlega gengið frá henni strax og Evrópu-

klúbbarnir eru orðnir 100 að tölu. Innan Evrópu verða sex umdæmi (districts)

eins og hér segir: 1) Italía, Liechtenstein og Sviss 2) Austurríki, Þýzka-

land 3) Belgía, Frakkland, Holland, Lúxembúrg og Mónakó 4) Danmörk, Island,

Noregur og Svíþjóð 5) Bretland, Irland 6) Grikkland, Tyrkland.

Til að umdæmi hljóti staðfestingu Kiwanis International, þurfa að vera

minnst fimm klúbbar innan þess. Eftir að tala klúbba innan sama umdæmis er

orðin 10 eða meira, má skipta umdæminu i deildir (divisions), sem nái yfir

5 til 10 klúbba hver.

EVRÓPUÞING KIWANIS

Þing Kiwanisklúbbanna i Evrópu verður haldið í Vín 21. og 22. maí, og

er Arnór forseti sjálfkjörinn sem annar fulltrúi okkar á þinginu, en Júlíus

varaforseti hlaut kosningu sem hinn. Til vara voru kosnir ritari og erlendur

ritari, þeir ölafur J. Einarsson og Þórir Hall.

KIWANIS MAGAZINE

Vararitstjóri Kiwanis Magazine hefur óskað eftir svart/hvítum ljós-

myndum úr væntanlegri skemmtiferð okkar með vistfólk Hrafnistu í sumar. Þó

að nægur tími sé til stefnu, ætla ég að minna ykkur á að gleyma nú ekki því

að taka myndavélarnar með ykkur, þegar lagt verður af stað. Ein eða fleiri

af myndunum mun birtast í Kiwanis Magazine undir orðunum "Kiwanis in Action".

FUNDAREFNI

A næsta almenna fundi, þriðjudaginn 29. marz, hlotnast okkur sú ánægja

að hlýða á borgarstjórann í Reykjavík, hr. Geir Hallgrímsson, en hann verður

gestur klúbbsins og fyrirlesari á fundinum.

Já, vel á minnst. Samkvæmt meðlimaskrá okkar erum við 83 að tölu, en á

síðasta almenna fundi mætti 51 .... Hvað varð um hina??? ... Sýnið nú

viljann í verki og mætið allir á næsta fundi, - engan má vanta.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2