Konan og nútíminn - 01.04.1936, Page 1

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Page 1
Apríl 1936 Konan og llúlilllillll Islenzkar konur EWr f • v / |i Maifhildi og trioarmalin. Mo«woSSon. Oft hefir verið á það bent í ræðum og ritum um Island og Islendinga, að sjerstaða þeirra meðal þjóða Norðurálfunnar væri ekki sízt í því fólgin, að þeir hefðu aldrei átt í ófriði við aðrar þjóðir. Sennilega er heldur ekki hægt að benda á neitt, sem meiri mun geri á sögu vorri og annara, en einmitt þessi staðreynd. íslendingar hafa ekki einu sinni orðið að gera nokkurri mannveru mein, er þeir settust þar að, sem þeir búa nú, og verð- ur það ekki sagt um neina aðra þjóð Norðurálf- unnar. Islendingar hafa þegið land sitt, án þess að fórna fyrir það mannslífum, sjálfra sinna eða annara þjóða. Að þessu landi undanskildu hefir Evrópa verið hræðilegur blóðvöllur þjóða, er börð- ust um lönd, svo lengi sem sagnir ná aftur í forn- eskjuna. Sagnirnar um ófriði þjóðanna eru í ýmsra augum sama sem sagan um þjóðirnar. Finnst því mörgum, sem sú þjóð sé í raun réttri sögulaus, sem frá engum slíkum umbrotum hafi að greina. En sérstaða íslendinga í þessum efnum veldur því, að þeir hafa tiltölulega lítinn áhuga á þeim málum, er lúta að friði eða ófriði milli þjóða. Vita- skuld þykja það jafnan frjettir, er heyrist um ófrið eða ófriðarhorfur, en í raun og veru er sjálft fréttaefnið flestum mönnum heldur fjarlægt og nærri því eins og óverulegt. Menn lesa um það, að nokkur þúsund Abessiníumenn hafi verið brytj- aðir niður, en í margra huga verða þær fréttir líkari því sem verið sje að fara með kafla úr fornaldarsögum Norðurlanda, að öðru leyti en því sem það kann að hafa áhrif á afurðasölu þeirra. Ef til vill finnst þeim, sem komnir voru til vits og ára meðan ófriðurinn mikli stóð yfir, hér vera rangt sagt frá um skoðanir sínar og tilfinningar þær, sem þau ár vöktu í brjóstum þeirra. En þótt öldur ófriðarins skyllu að sumu leyti hér að strönd cg þess yrði á margan hátt vart sem var að gerast úti í heimi, þá er þó vafalaust engu saman að jafna um áhrif ófriðarins á íslendinga og allar aðrar þjóðir Norðurálfunnar, hlutlausar og ófriðarþjóð- ir. Vitnisburður um þessa staðreynd er það meðal annars, að naumast hefir sjest stafur um það á prenti á íslandi í mörg ár, að friðarmál heimsins komi þessari þjóð við. Og allra síst hefir á því bólað, að konur landsins teldu þau skifta nokkru verulegu máli. Nú er það einlæg skoðun vor, sem að þessu blaði stöndum, að elcki skifti meiru að gera sér grein fyrir öðrum málum, sem nú eru á döfinni, en þessu máli. Þetta stafar af því, að framtíð lands vors og eftirkomenda vorra er ekki einungis undir því komin, hvort heimsstyrjöld brýzt út að nýju, held- ur sennilega framtíð hins hvíta mannkyns. Með EFNI : Matthildur Matthíasson: íslenzkar konur og friðarmálin. Þórunn Kvaran: íslenzkar konur og fasisminn. Aðalbjörg Sigurðardóttir: Fyrirheitna landið. Margrét Jónsdóttir: Konur (kvæði). Baráttan gegn stríði og fasisma. Dýrleif Árnadóttir: Þýzka konan í klóm fasismans. Þóra Vigfúsdóttir: Rússneska konan. Ingibjörg Benediktsdóttir: Fjöreggið (æfintýri). Hulda: Já, kom þú blessuð (kvæði). Bríet Bjarnhéðinsdóttir: Samvinna kvenna.

x

Konan og nútíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.