Tímarit.is   | Tímarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mjölnir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Mjölnir

						^hösMk^Nw

5i MJÖLNIRJi

r

\ nS6ÖD  Utg.: Jamaðarmannafjelag Siglfirðinga.

I. árg.

Siglurírði, Þriðjudaginn 14! maí 1929.

h tbl.

r

Avarp

til verkalýðs Siglufjárðar.

Fjelagar!

Auðvaldið hefur sína menningu. Verka-

lýðurinn verður að skapa sjer sína.

Auðvaldið drotnar enn yfir hugum verka-

Iýðsins og gerir alt sem því er unt til þess

að svæfa stjettarmeðvitund hans. Auðvaldið

ræður yfir ölium menningarstofnunum, og

notar þær tii þess, að móta æskulýðinn

eftir sinni mynd. Verkalýðurinn á ekki ann-

ars úrkosta en að senda börn sín í barnaskól-

ana, en þar eru þau alin upp í þeim anda

að geta orðið góðir borgarar. þ. e. dyggir

þjónar auðborgaranna. Verkalýðurinn hefir

alment ekki efni á að kaupa frekari fræðslu

handa börnum sínum. En auðvaldið hefir

sjeð unglingunum fyrir fræðslu, er það skáld-

sagnaruslið, sem brjálar hugi æskulýðsins

og beinir hugum hans frá alvarlegum efnum,

þeim verkefnum sem bíða hans.

Fátt er verkalýðnum þarfara í baráttunni

við auðvaldið en andleg vopn, blöð ogbæk-

ur. Bækur til þess að umskapa hugsunarhátt

verkalýðsins og gefa honum þann andlega

styrk, sem með þarf í baráttunni um að

kollvarpa núverandi þjóðskipulagi, og blöðin

í daglegu baráttunni fyrir bættum lífskjörum

og til andsvara þeirra sífeldu árása, sem

verkalýðurinn verður fyrir af hendi auð-

borgaranna.

Jafnaðarmannafjel. Siglfirðinga heiirsjeð að

verkalýðssamtökunum hjer hefir verið hætta

búin, þar sem þau hafa ekki átt neinn máls-

vara, hjer á staðnum, er styrkfi þau í bar-

daganum við borgaraflokkana.

Á sumrum eru hjer samankomnir þús-

undir verkamanna, bæði á sjó og iandi, og

er ilt til þess að vita, að allur þessi sægur

hefur ekki átt kost' á öðrum blöðum, að

neinu ráði, en íhaldsblöðum þeim, sem hafa

komið hjer út við og við. Úr þessu viljum

við bæta og hefur Jafnaðarmannafjelagið

því ráðist í að gefa út blað þetta, og ætlast

það til að nokkur bót sje ráðin á blaðleysi

verkalýðsins hjer. ,Eins og þið sjáið er blaðið

smávaxið, enda ekki til annars en að ráða

úr brýnustu þörfinni. Þessvegna veröum við

að hagnýta okkur „Verkamanninn" fram-

vegis, að svo miklu leiti sem þvíverðurvið

komið vegna staðhátta, en'da mun ekki

veita af.

Fjelagar! Við göngum að því vísu, 'að

þið munið taka bkði okkar vel, útbreiða

það og styrkja eftir getum með greinum, um

öll þau mál er ókkur varðar, og eins fjár-

hagslega, ef efni leyfa. Með því einu móti að

við sjeum öll samhuga, getum við haldið

þessu blaði út áfram, stækkað það og gert

það að þeim hamri, sem á sínum tíma mun

leggja fram sinn skerf til þess að mylja

þrældómskeðjuna, sem heimsauðvaldið fjötr*

ar verkalýðinn í.

1        Útg..   •'

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4