Kaupfélagið svarar - 15.10.1938, Page 1

Kaupfélagið svarar - 15.10.1938, Page 1
Reykjavík laugardagiiin 15. okt. 1938. AGBLÖÐIj\ hafa þessa dagana látið sér tíðrætt um Kaupfélagið í sambandi við úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Einnig hefir félagið sætt árásum frá dagblaðinu Vísi, þar sem því er brigzlað um okur á vefn- aðarvörum. Um leið og vér mótmælum þessum ásökunum, viljum vér skýra málið fyrir bæjarbúum, án þess að rök- ræða við dagblaðið Vísi sérstaklega, því að framkoma þess gagnvart Kaupfélaginu hefir verið á þá leið, að það mun ekki láta sannfærast, hversu góð rök sem fram verða borin. Stjórn Kaupfélags Reykja- ________ víkur og nágrennís hefír ákveðið að svata rógí MorgunbL og Vísís um starfsemí félagsins með málshöfðun. „Okur Kaupfélaysins^. JÚthlutun gjuldeyrís- og innflutningsleyfa. Því hefir verið haldið fram í Morgunblaðinu og Vísi, að Kaupfélagið fengi helminginn af öllum gjaldeyris- og innflutningsieyfum, sem veitt eru verzlunum í Reykja- vík fyrir kornvörum og nýlenduvörum. Samkvæmt upplýsingum Gjaldeyris- og innflutningsnefndar, hefir Kaupfélagið feugið 10% — sextáu kiwdruð- ustu — en aðrar verzlauir og' brauðg'erðar- hús 84% — áttaliu og fjóra huudruðustu — af úthlutuðum kornvöruleyfum, en af nýlenduvörum hefir Kaupfélagið fengið 19% — nítján hundr- uðustu — en aðrar verzlanir 81% — áttatíu og einn hundraðasta. í skýrslu Verzlunarráðsins (dr. Odds Guðjónssonar) er sagt, að vefnaðarvörukaup- menn 1 Reykjavík hafi fengið aðeins 19% af vefnaðar- vöruinnflutningi alls landsins á þessu ári, og með því að spyrja hver hafi fengið afganginn, er reynt að gefa í skyn, að KRON og önnur samvinnufélög hafi fengið 81%. Ef reiknað er á þenna hátt, sem raunar er alrangt, hefir Kaupfélagið fengið aðeins hðlega 4% af vefnaðar- vöruinnflutningnum. Samkvæmt upplýsingum Gjaldeyris- og innflutnings- nefndar, hefir hún á þessu ári veitt leyfi til innflutnings á vefnaðarvöru fyrir samtals 2 millj. 700 þús. kr. Þar af hafa iðnaðarfyrirtæki fengið kr. 900 þús., en allar verzl- anir á landinu til samans 1 millj. 800 þús. Miðað við út- reikning dr. Odds Guðjónssonar, hafa kaupmenn í Rvík því fengið 29% af vefnaðarvöruinnflutningi verzlana, en KRON aðeins 6%. Ef farið væri eftir höfðatölureglunni, eins og Vísir og Morgunblaðið halda fram að gert sé, hefði KRON átt að fá 12% af 1 millj. 800 þús., eða 228 þús. kr. í stað þess hefir það aðeins fengið kr. 115 þús., sem er liðlega helmingur þess, sem félaginu bar, sam- kvæmt nefndri reglu. Kaupfélagið hefir því aðeins um tvennt að velja — annarsvegar að kaupa um helming af vörum sínum hjá heildsölum, hinsvegar að vísa meðlimum sínum til ann- arra verzlana um kaup á þessum vörum. Þetta kalla Vísir og Morgunblaðið „að bera rétt kaupmanna fyrir borð‘. Höfðatölureglan. Morgunblaðið telur kaupmenn ekki hafa neitt á móti því, að kaupfélögin starfi við hlið þeirra í jafnri aðstöðu við þá. Þessu erum vér kaupfélagsmenn fyllilega sam- mála og höfum enda aldrei farið fram á annað. En til þess að báðir þessir aðilar hafi jafna aðstöðu, verður að tryggja þeim jafnan rétt til innflutnings miðað við þá tölu manna, sem við þá vilja verzla, og að okkar áliti er þetta ekki hægt með öðru móti en því að fylgja höfðatöluregl- unni út í æsar. í Reykjavík fengi þá Kaupfélagið þeim mun meiri leyfi, sem meðlimum þess fjölgar, stæði með- limatalan í stað, fengi það óbreyttan hluta af innflutn- ingnum, en ef meðlimum þess færi fækkandi, myndi hlutdeild þess í innflutningnum fara minnkandi að til- tölu. Vísir birtir nótur frá Kaupfélaginu, sem eiga að sýna okurálagningu félagsins á vefnaðarvörur. Það var leiðinleg tilviljun fyrir Vísi, að sendimeyjar blaðsins, sem innkaupin gerðu, skyldu einmitt lenda á þeim vöru- tegundum, sem félagið hefir neyðst til að kaupa af heildsölum hér á staðnum. Hér fer á eftir innkaupsverð og útsöluverð félagsins á þeim tegundum, sem Vísir birti nótur yfir: Gardínuefni: innkaupsverð kr. 4,20 pr. m., útsöluverð kr. 6.50 pr. m. álagning 54,76%. Damask: innkaupsverð kr. 2.20 pr. m. útsöluverð kr. 3.00 pr. m. álagning 36.36%. Georgette: innkaupsverð kr. 2.10 pr. m. útsöluverð kr. 3.25 pr. m., álagning 54,77%. Þetta sýnir að álagning KRON er ekkert nálægt því, sem Vísir fullyrðir að hún sé (137—288%), enda er það furðuleg óráðvendni hjá blaðinu, þegar það veit ekkert um innkaupsverðið, en þekkir aðeins útsöluverð- ið, að búa til innkaupsverð í samræmi við það, sem blað- ið hefir löngun til að sýna. Að undanförnu hefir KRON selt karlmannasokka af ýmsum tegundum og á ýmsu verði, frá 45 aurum og upp í kr. 2.50 parið. Ef Vísir lætur kaupa sokka á 2.50 og snapar svo upp innkaupsverð á 45 aura sokkum og reiknar svo álagningu félagsins á sokka eftir þeim töl- um, þá sjá allir, hvaða vit er í slíkri niðurstöðu. Með slíkum „rökum“ hyggjast Vísir og Morgunblaðið að sanna að verð Kaupfélagsins sé hærra en annarra vefn- aðarvöruverzlana. En hvers vegna beita þessi blöð svona aðferðum? Hvers vegna láta þau ekki kaupa vörur sömu tegundar og frá sömu verksmiðjum — og þetta er hægt að gera — hjá kaupmönnum og hjá Kaup- félaginu og birta svo nóturnar frá báðum? Það væri leið til að sýna „okur“ Kaupfélagsins ef það væri fyrir hendi. En þetta gera blöðin ekki. Þau vita sem er, eins og al- menningur í bænum líka veit, að slíkur samanburður yrði ekki skjólstæðingum þessara blaða í vil, heldur þvert á móti. Um hver áramót birtir Kaupfélagið skýrslu um starfsemi sína ásamt reikningum félagsins, endurskoð- uðum af löggiltum endurskoðendum. Hver sem er, getur fengið þessa skýrslu á skrifstofu félagsins endurgjalds- laust. Þar er meðal annars hægt að sjá álagningu félags- ins og verzlunarkostnað. í fyrra var brúttóálagning á matvörur að meðaltali 18.3%, en á vefnaðarvörur 31.28%. Verzlunarkostnaðurinn var 14.06%. Ágóði fé- lagsins nam samtals kr. 91.613,65. Af þessari upphæð var lagt í varasjóð kr. 18.845,35, en kr. 70.000,00 var úthlut- að til félagsmanna og í stofnsjóð þeirra. Eftirstöðvar til næsta árs voru kr. 2768.30. Enginn myndi ásaka kaupmenn fyrir okur eða óhæfilega álagningu hversu hátt verðlag sem þeir hefðu á einstökum vörutegundum, ef þeir: 1) blrtu ársreikninga sína cndnrskoðaða af löggiltum endurskoðendum, Viðskiptí heildsalanna og Kaupfélagsins Visir og Morgunblaðið hafa rdðizt á Kaupfélagið fyrir okurálagningu á tilgreindar vörutegundir (gardínuefni, Damask og Georgette). Fyrirspurnum þessu viðvíkjandi frá öðrum blöðum, svaraði Kaupfélagið með því að upplýsa, að vörur þessar vœru keyptar af heildsölum hér í bænum og skýrði jafnframt frá söluverði heildsalanna. Kom þá í Ijós, að álagning Kaupfélagsins á þessar vörur var ekki 137 — 194 — 288%, heldur aðeins 54 — 36 — 54%. í grein í Morgunblaðinu í gœrmorgun, er þvi haldið fram, að skakkt sé skýrt frá um þessi viðskipti Kaupfélagsins og heildsal- anna. Þeir hafi á þessu ári engin innflutnings- og gjald- eyrisleyfi fengið fyrir vefnaðarvöru, og geti því ekki hafa selt Kaupfélaginu þessar vefnaðarvörur né aðrar. Kaup- félagið hljóti að hafa keypt þær inn sjálft eða fengið þœr hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Af þessu tilefni birtum vér eftirfarandi notarialvottorð: „Útdráttur úr nótum til Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, frá heildsölum i Reykjavík. 1. Frá heildsala A., dags. 4/10 1937: Gandínuefni, kr. 4.20 pr. meter. 2. Frá heildsala B., dags. 11/12 1937: Damask, kr. 2.20 pr. meter. 3. Frá heildsala A., dags. 2/9 1937: Georgette, kr. 2.10 pr. meter. Útdráttur þessi rétt tekinn úr mér sýndum frumritum. Notarius publicus í Reykjavík, 14. okt. 1938. Bjarni Bjarnason. (Sign.)“ Það vill svo tU, að allar þessar vörur voru keyptar af heildsölum (ekki SÍS) rétt fyrir síðustu áramót, en í vörzlum Kaupfél. er fjöldi af nótum frá heildsölum yfir aðrar vefn- aðarvörur, keyptar á þessu ári, sem sýna svipaða hlutfallf álagningu Kaupfélagsins og hún er á þessum umdeildu vörutegundum. Ritstjórum Morgunblaðsins er velkomið að kynna sér þetta nánar, ef þeir gefa sig fram á skrifstofu félagsins á < Skólavörðustíg 12 (opin virka daga milli kl. 9 og 6), þar sem nóturnar munu verða lagðar fyrir þá. Arásfrnar á Kavipfélagfð Almenningi hefir hlotið að verða nokkurt undrunarefni gnýrinn, sem staðið hefir um KRON, jafnvel frá fyrstu byrj- un, en þó einkum nú síðast. Enginn flokkur í landinu hefir svo vitað sé, afneitað því, að heilbrigð kaupfélagsstarfsemi sé réttmætur og sjálfsagður lið- ur í verzlun þjóðarinnar. Þrátt fyrir þetta hafa sum blöðin ráð- izt að félaginu með ósæmilegu orðbragði og aðdróttunum. Verð ég að ætla, að skrif þessi séu fram komin í fullri óþökk fjölda manna í þeim flokki, sem blöðin eru málsvarar fyrir og að með þeim sé verið að reka erindi sérstaks hluta flokksmanna gagnstætt yfirlýstri stefnu flokksins. Til skýringar þessari skoðun minni vil ég benda á nokkur eru neytendasamtökunum óvið- komandi“. „Félagsmaður getur orðið hver sá, karl eða kona, sem búséttur er á félagssvæðinu, er fjárráða og hefir einlægan vilja á að styðja .félagið í starfsemi þess, hvaða skoðanir, sem hann eða hún kann að hafa á öðrum mál- um, og hvaða stöðu eða starfi, sem hann eða hún kann að gegna.“ 2. Takmarkaðri ábyrgð fé- lagsmanna. Um þetta segir svo í 3. gr. félagslaganna: „... Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum þess fram yfir það, sem nemur stofnsjóðseign þeirra, hvers um sig“. 3. Söfnun sjóða. Ákvæði félagslaganna eru sem hér segir, sbr. m. a. 13. gr.: Vísir og Morgunblaðið vilja láta úthluta leyfum til einstaklingsverzlana í hlutfalli við innflutning þeirra á löngu liðnum tíma. Með því móti væri stærstu gömlu verzlununum sköpuð einokunaraðstaða, þar sem þá væri girt fyrir alla samkeppni við þær. Ef til vill er það þetta, sem þessi blöð kalla „að tryggja kaupmönnum og kaup- 4) félögum jafna aðstöðu“. Einmitt vegna þess, að allur þorri neytenda í landinu óskar eftir því, að kaupfólögin fái jafna aðstöðu við kaup- mennina, krefjast neytendur þess, að höfðatölureglunni sé fylgt og munu beita sér fyrir því, að þeirri kröfu verði fullnægt. hefðu ekki hærri verzlunarkostnað en 14% af sölu, legðu 1 % af sölu í varasjóð til eflingar fyrirtækinu og létu viðskiptamennina sjálfa skipta milli sín ágóðaimm I hlutfalli við gerð kaup. í framkvæmdarstjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Jens Fiyved. Árni Benedihtsson. Vihn. Jónsson. atriði. Sú réttmæta krafa hefir verið gerð til kaupfélaga, að þau fylgdu fjórum meginreglum fyrst og fremst. 1. Hlutleysi i stjórnmálum. Reglur félagsins um þetta at- riði er að finna í 1. og 5. gr. fé- lagslaganna, og eru þær á þessa leið: „Félagið er verzlunarsam- tök neytenda í Reykjavík og ná- grenni. Það starfar að bættum hag neytenda og er hlutlaust um stjórnmál og önnur mál, sem . . . „2. í varasjóð skal leggja 1% af viðskiptaveltu félagsins á árinu, auk vaxta af þeim hluta hans, sem er í veltu félagsins. 3. Af stofnsjóðseignum skal greiða 4% ársvexti, og leggja við innstæður hvers eins. 4. í stofnsjóð skal leggja að minnsta kosti 3% af viðskiptum hvers félagsmanns við félagið á árinu, honum til séreignar." . . . 4. Staðgreiðsla. Um þetta segir í 3. gr. félags- (Framh. á 4. síðu.)

x

Kaupfélagið svarar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kaupfélagið svarar
https://timarit.is/publication/1199

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.