Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Kvennalistinn ķ Reykjanesi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Kvennalistinn ķ Reykjanesi

						


cSUj^j frjt~*

Hlustaðu nú á. í fyrsta lagi kastarðu of grunnt. í öðru lagi ertu með ómögulega beitu.

í þriðja lagi...........

ÚR MÖRGU AÐ VELJA

Á LISTAHÁTÍÐ KVENNA

Um þessar mundir stendur yfir

Listahátíð kvenna í tilefni þess að á

þessu ári lýkur kvennaáratug Sam-

einuðu þjóðanna. Hátíðin hófst

20. september og stendur til 13.

október.

Sérstök upplýsingamiðstöð er

starfrækt vegna hátíðarinnar í

Garðhúsinu að Vesturgötu 3. Þar er

opið frá kl. 14.00-18.00 alla sýning-

ardagana, síminn þar er 19560. Þar

er m.a. hægt að kaupa miða á kvik-

myndasýningar og veglega sýning-

arskrá.

Sýningar á vegum  Listahátíðar

kvenna eru víðs vegar um bæinn.

T.d. má nefna sýningu á bygginga-

list íslenskra kvenna í Ásmundarsal

og Vesturgötu, 3 en þar sýna nokkrir

kvenarkitektar hugmyndir sínar að

nýtingu húsanna að Vesturgötu 3. I

kjallaranum á Vesturgötunni eða

Hlaðvarpanum eru sýningar á

Reykjavíkursögum Ástu Sigurðar í

leikgerð Helgu Bachmann.

Á Kjarvalsstöðum, í Gallerí Lang-

brók og víðar eru myndlistarsýning-

ar á vegum Listahátíðar kvenna.

í Gerðubergi er .sýning á bókum

og     bókarskreytingum     íslenskra

kvenna. Þar flytur Leikfélag

Reykjavíkur dagskrá úr verkum

Jakobínu Sigurðardóttur. Ljós-

myndasýning er í Nýlistasafni. I

Norræna húsinu er póstkortasýning

og svo mætti lengi telja.

Kvikmyndahátíðin stendur frá 6-

13. október og verður hún í

Stjörnubíói í báðum sölum, á öllum

sýningum. Margret Von Trotta mun

opna sýninguna og flytja fyrirlestur á

meðan á hátíðinni stendur.

Tónleikar eru víðs vegar um bæ-

inn m.a. á Kjarvalsstöðum.

Það er sem sagt nóg að gera að

*ty

Kvenna-

listinn

breytti

stöðunni

Á þessu ári eru liðin 70 ár frá

því að íslenskar konur fengu

kjörgengi og kosningarétt til Al-

þingis. Strax í upphafi buðu kon-

ur fram sérstakan kvennalista

sem dugði samt ekki til að hlut-

fall kvenna á Alþingi kæmist yfir

5%. Það var ekki fyrr en Samtök

um Kvennalista komu til sögunn-

ar árið 1983 sem tala kvenna á

Alþingi jókst svo um munaði.

Þetta hafa fáir nefnt sem fjallað

hafa opinberlega um þessi tíma-

mót í sögu íslenskra kvenna.

T.d. má nefna að í sjónvarps-

þættinum sem sýndur var 19.

júní þá var ekki minnst á tilkomu

Kvennaframboðs og Kvennalista

áárunum 1982 og 1983.

Tölurnar tala sínu máli. Á Al-

þingi á árunum 1979-1983 voru

3 konur á þingi eða 5% þing-

manna. Eftir kosningarnar voru

þær orðnar 9 þar af 3 frá

Kvennalistanum. Aukninguna

viljum við að sjálfsögðu þakka

okkur enda er það staðreynd að

nú eru konur þó 15% alþingis-

manna. Það er samt ekki í réttu

hlutfalli við skiptingu kynja í

þjóðfélaginu en okkar þokar

áfram þó hægt miði.

fylgjast með þessu öllu nú þegar

Listahátíðin stendur sem hæst.

Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er

Guðrún Erla Geirsdóttir, en hún fékk

konur úr öllum listgreinum til sam-

starfs við sig til að undirbúa hátíð-

ina. Þar hefur gott starf verið unnið

svo við segjum húrra fyrir listakon-

um.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8