TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Pilsa■ytur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Pilsa■ytur

						^PILSAÞYTUB
mnmmwn
1. tbl. 31. mars 1995
Nú þegar kosningar standa fyrir dyram þá er hollt að staldra við
og rifja upp nokkrar staðreyndir sem blasa við að loknun stjórnar-
tímabili Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Eftirfarandi gerðist:
Skuldir ríkissjóðs hækkuðu um helming,
skuldir heimilanna um tugi milljarða, Að-
stöðugjald var fellt niður af fyrirtækjum en
staðgreiðsla á launþega hækkuð um 1.5%,
atvinnuleysi þrefaldaðist.  Þá hafa þjón-
ustugjöld í heilbrigðisgeiranum margfald-
ast,  barnabætur  lækkað,  vaxtabætur
lækkað,   útgjöld   vegna   landbúnaðar
lækkað um 4 milljarða. Svo má lengi tefja.
Þetta kallast á máli stuttbuxnagengisins stöðugleiki, að erlend lán
séu nú greidd niður, skattar farnir að lækka og grunnur sé lagður
að bjartari framtíð og betra lífi. Öllu má nafn gefa. Skyldu íslenskir
launþegar geta tekið undir það ef þeir hugsa málið ofan í kjölinn.
Við höfum háar þjóðartekjur, eram í röðum ríkustu þjóða heims
en við höfum svo lág laun Islendingar að athygli vekur langt út fyr-
ir landsteinana.
Miðað við þjóðarauðinn, hvers vegna er rekin hér lág-
launastefna? Jú, það er vegna þess að enginn virðist ábyrgur þegar
fjármál era annarsvegar. Um 40 milfjarðar hafa farið inn á afskrift-
arreikninga banka og lánasjóða undanfarin ár. Hver hefur verið
dreginn til ábyrgðar? Bankastjórar og peningastjórnendur? Nei.
Batnandi hagur fyrirtækja skilar sér ekki til launafólks hvorki í
bættum kjörum né nýsköpun atvinnulífs. Hver ber ábyrgðina? For-
stjórar, fimmtíumenningarnir sem stjórna 300 stærstu fyrirtækjun-
um? Nei. Yfir þessa stefnu lagði svo verkalýðshreyfingin blessun
sína í síðustu kjarasamningum. Þegar upp erstaðið er það launa-
fólk sem dregið er til ábyrgðar. í stað þess að krefja fyrirtæki um
Leiðari
betri stjórn sem skilaði sér í meira verðmæti vöra og þjónustu þá
er launafólki haldið niðri í launum og konum mest samkvæmt ný-
útkominni skýrslu um launamun kynja.
Við mótun atvinnustefnu hefur Kvenna-
listinn lagt fram ýmsar hugmyndir sem miða
að því að hverfa frá þessu ófremdarástandi,
Nýta auðlindir okkar á skynsamlegan hátt
og treysta byggðir landsins. Bent er á þá
margvíslegu möguleika sem vannýttir era í
smáiðnaði, framleiðslu hugbúnaðar, full-
vinnslu og fullnýtingu sjávar- og landbúnað-
arafurða, lífrænni ræktun í landbúnaði,
nýrri tækni í ylrækt og flskeldi, ferða- og heilsuþjónustu.
Á uridanförnum áram hafa konur áorkað miklu með stofnun
fyrirtækja og samvinnu á ýmsum sviðum. Kvennalistinn telur lífs-
nauðsynlegt fyrir afkomu þjóðarbúsins að virkja það afl sem felst í
hugviti kvenna. Þess vegna leggur Kvennalistinn aukna áherslu á
að konum verði sköpuð skilyrði til fyrirtækjareksturs með ráðgjöf
og aðgengi að fjármagni.
íslendingar era þátttakendur í samfélagi þjóða og með bættum
samgöngum og aukinni tækni hefur heimurinn orðið eins og eitt
alheimsþorp. Traust viðskiptasambönd við aðrar þjóðir era for-
senda aukinnar gjaldeyrissköpunar og markaðssetningar fram-
leiðslu okkar. Til að efla slík sambönd verðum við að halda vöku
okkar, læra að þekkja óskir og þariir viðskiptavinanna og nýta
hreinleika náttúrannar og sérstöðu landsins til framleiðslu á
gæðavöru og framboði á gæðaþjónustu. Kvennalistinn varar við
því að skammsýni og vanmat á gæðastjórnun, vöraþróun og fag-
legu markaðsstaríi getur ráðið úrslitum um efnahagslegt öryggi
þjóðarinnar í framtíðinni.     Elín og Anna Dóra Antonsdœtur.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16