Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Noršurslóš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Noršurslóš

						NORÐURSLÓÐ
C\7 A I>X7Tr\ZI?X QTZ ÐVrTTI f\C* XI 2I?X>
o V i\xlr IJ/tliJLöiV xS1 IjrtjrfcJ \J\jr xS/EíXI
1. árg.
Föstudagur 25. nóvember 1977
1. tbl.
Til lesenda
Um leið og þetta blað hleypur af
stokkunum þykir okkur að-
standendum þess hlýða að gera
nokkra grein fyrir því, hvað
fyrir okkur vakir með útgáfu
þess og skýra jafnframt fyrir
væntanlegum lesendum í bæ og
byggð, hvaða áform við höfum í
sambandi við útgerð þess.
I mjög stuttu máli má segja að
megintilgangurinn með útgáfu
blaðs hér sé sá að skapa vett-
vang fyrir umræður, skoðana-
skipti, upplýsingar og fréttir um
hvað eina, sem uppi er á
teningnum í hinu svarfdælska
byggðalagi og nágrenni þess á
líðandi stund. Sú er von okkar
að regluleg útkoma slíks hér-
aðsblaðs geti stuðlað að al-
mannaheill, byggðalagið verða
menningarlegri og skemmtilegri
staður fyrir þá, sem hér búa, og
að hinir, sem brott eru fluttir, en
eiga rætur sínar hér, eigi auð-
veldara með að fylgjast með
gangi mála og halda lifandi
tengslum við heimabyggðina.
Auðvitað gerum við okkur
fulla grein fyrir því að það kann
að vera miklum erfiðleikum háð
að halda úti blaði í 1500 manna
byggð án þess að eiga bakhjarl í
hagsmuna- eða hugsjónasam-
tökum af einhverju tagi, póli-
tískum eða ópólitískum. En
slíku er alls ekki til að dreifa.
Margföld reynsla sýnir að slík
iblöð vilja verða skammlíf. Af-
drif þessarar tilraunar hljóta
'því að ráðast öðru fremur af
þeim undirtektum almennings,
sem það fær þegar í upphafi og
isíðan af frammistöðu og úthaldi
þeirra, sem að blaðinu standa
nú og framvegis.
Þessvegna skal lögð áhersla á
það að hér er um tilraun að
ræða, sem getur farið allavega.
Á þessari stundu er ekki annað
ákveðið en að koma út tveimur
tölublöðum nú fyrir áramótin,
nóvember- og desemberblaði.
Það á ekki að bregðast. Síðan er
áformað að út komi tölublað
mánaðarlega eða a.m.k. 10 á
ári.
Stærð og gerð blaðsins verð-
ur væntanlega sú, sem hér má
sjá, lesmál með myndum á
rúmi, sem nemur þremur síð-
um, en á fjórða partinum aug-
lýsingar. Án þeirra er örugglega
enginn fjárhagsgrundvöllur fyr-
ir útgáfu blaðsins.
Trú okkar er sú að auðvelt
eigi að vera að viða efni áð blað-
inu meðal annars og ekki síst
aðsendum greinum frá lesend-
um, sem vekja vilja máls á
áhugamálum, gera tillögur og
ábendingar um héraðsins gagn
og nauðsynjar eða setja fram
jákvæða gagnrýni á athafnir
manna og stofnana.
Fréttir í víðri merkingu og
viðtöl við fólk hljóta og að
verða gildur þáttur í efni bíaðs"-
ins. Það segir sig þó sjálft að
mjög langt lesmál getur blað af
þessari stærð ekki birt. Fjöl-
breytnin hlýtur að sitja í fyrir-
rúmi.
Þetta fyrsta tölublað verður
sent ókeypis og óumbeðið inn á
sem allra flest heimili á Dalvík
og í Svarfaðardal og til Svarf-
dæla í öðrum héruðum eftir því
sem mögulegt reynist. Sami
háttur verður væntanlega hafð-
ur á um næsta blað. Eftir það
hlýtur að koma að því að leitað
verður áskrifenda og ákveða
verð blaðsins.
Það væri þakksamlega þegið
ef lesendur létu til sín heyra,
skrifuðu blaðinu nokkrar línur
og létu í ljós skoðun sína, trú
eða trúleysi á þá nýbreytni, sem
hér er á ferð í svarfdælskri
byggð. Heimilisfangið er fyrst
um sinn hjá Jóhanni Antons-
syni, Sognstúni 4, Dalvík, sími
6-14-60.
Hjörtur £. Þórarinsson.
Jóhann Antonsson.
Óttarr Proppé.
Dalvíkursaqa
kemur út næsta haust
Eins og flestum mun kunnugt er
nú unnið að því að skrá sögu
Dalvíkur. Það er Kristmundur
Bjarnason á Sjávarborg í Skaga
firði sem vinnur þetta verk.
Hann hefur safnað allmiklum
heimildum og er fyrirhugað að
fyrra bindi Dalvíkursögu komi
út næsta haust. Það er Dalvík-
urbær sem stendur fyrir útgáfu
þessa verks og verður þar skráð
saga byggðarinnar fram til þess
tíma að Dalvík varð sérstakt
sveitarfélag.
Á sínum tíma gekkst Lions-
klúbbur Dalvíkur fyrir því að
safnað var á segulband röddum
ýmissa gamalla Dalvíkinga.
Það verk gekk vel og eru varð-
veittar raddir margra þeirra sem
nú eru látnir.
Brátt kom upp sú hugmynd
að nauðsynlegt væri að geyma
komandi kynslóðum ýnsar aðr-
ar upplýsingar um gengna tíma
og bæjarstjórn Dalvíkur skip-
aði þrjá menn í heimildasöfnun-
arnefnd, þá Júlíus Kristjánsson,
sem er formaður nefndarinnar,
Steingrím Þorsteinsson og Þor-
gils Sigurðsson.
Nefndin hefur nú starfað í
nokkur ár. Hún fékk Krist-
mund Bjarnason á Sjávarborg
til að taka að sér að rita sögu
Dalvíkur. Kristmundur mun að
flestra dómi vera talinn ákaf-
lega traustur og vandvirkur
fræðimaður. Dalvíkursagan,
sem verður tveggja binda verk,
mun ekki verða ábúendatal ein-
göngu, þótt ugglaust verði þar
getið ýmissa bænda. Hugmynd-
in er að skrásetja m.a. atvinnu-,
félagsmála- og þróunarsögu
(byjgg^arinnar.
S 6 5 ö 2
Svarfdæla
hin nýja
Forsvarsmenn Svarfdælinga-
samtakanna í Reykjavík skýra.
svo frá að seinna bindið áf ritinu
Svarfdælingar komi ekki út á
þessu ári eins og þó hafi verið
ætlunin. Ástæðan fyrir þessum
drætti er sú að ekki reyndist
unnt í tæka tíð að ljúka því
mikla verki sem síðara bindið
krefst, einkum þó að staka
saman registur yfir bæði bindin.
Málin standa nú þannig að
bindið er fullsett, prófarkir hafa
verið lesnar og fyllt upp í eyður.
Kapp er lagt á að endurskoða
sem flest í því skyni að forðast
missagnir eftir megni, svo og
að leiðrétta það sem rangt er í
fyrra bindi og vitneskja hefur
borist um.
Einhvern tíma á árinu 1978
mun bókin koma út, en að svo
stöddu er ekki hægt að fullyrða
hve snemma árs það verður.
Hvað vilja foreldrar
vita um skólann?
f haust fór skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins fram
á það við Dalvíkurskóla að fá
að gera athugun á sambandi
foreldra og skóla.
Dalvíkurskóli þáði þetta boð
ráðuneytisins og skömmu síðar
hóf Ólafur Proppé, sem er starfs
maður skólarannsóknadeildar,
þessa könnun. Ólafur hefur haft
viðtöl við alla kennara skólans
og fjölmarga foreldra.  Hann
hefur reynt að fá upplýsingar
um hvort foreldrar telji sig vita
nóg um skólastarfið eða hvern-
ig börnum þeirra vegnar.
Næsti þáttur verksins verður
að setja upplýsingarnar fram í
einhvers konar skýrslu.
í ljósi upplýsinga, sem þar
birtast verður svo væntanlega-
reynt  að  auka  upplýsinga-
streymið milli foreldra og skóla.
Nýr kór
Nú í haust var stofnaður bland-
aður kór á Dalvík. í kórnum eru
30-40 manns og hefur hann æft
tvisvar í viku, oftast í kennslu-
stofunni í anddyri íþróttahúss-
ins. Söngstjóri er Kári Gestsson
en í stjórn kórsins eru Friðrik
Friðriksson (formaður), Elísa-
bet Eyjólfsdóttir og Þórdís
Hjálmarsdóttir.
Kórinn hefur æft ýmiss konar
lög, bæði inhlend og erlend.
Hugmyndin er að starfíð fram
að áramótum verði nokkurs
konar undirbúningur undir
stærri átök síðari hluta vetrar,
þ.e. flutning einhvers meiri
háttar kórverks. Ekki er þó enn
ákveðið hvaða verk verður fyrir
valinu.
Líklega mun kórinn syngja
opinberlega um jólin eða ára-
mótin og ákveðið hefur verið að
hann flytji nokkur lög á hjóna-
balli i Víkurröst laugardaginn
26. nóvember.
Karlakór Dalvíkur hefur ekki
komið saman í vetur og hefur
ekki heyrst um fyrirhugað starf
hjá honum. Eftir að karlakór-
inn sendi frá sér hljómplötu
hefur söngur hans heldur dapr-
ast. í fyrravetur hafði hann fast-
ar æfingar en margir kórfélagar
stunduðu þær heldur slælega.
Kórinn hélt enga söngskemmt-
un í fyrra en tók þátt í Heklu-
móti ásamt öðrum norðlensk-
úm karlakórum.
Fjölskyldan
L.D. frumsýnir í janúar
Hafnar eru æfíngar hjá Leik-
félagi Dalvíkur á leikritinu
Fjölskyldan eftir fínnska höf-
undinn Cleas Anderson. Leik-
rit þetta var sýnt hjá Leik-
félagi Reykjavíkur fyrir tveim-
ur árum og hlaut þar góðar
undirtektir og aðsókn. Leik-
stjóri hér er Saga Jónsdótt-
ir frá Akureyri. Ráðgert er að
æfa fram i desember, en gera hlé
yfir hátíðarnar og taka upp
þráðinn að nýju í janúar. Stefnt
er að frumsýningu um 20.
janúar.
Með hlutverk í leiknum fara
Theodór Júliusson, Dagný
Kjartansdóttir, Inga Matthías-
dóttir, Kristján Hjartarson,
Lovísa Sigurgeirsdottir, Rúnar
Lund og Sólveig Hjálmarsdótt-
ir.
í október. stóð leikfélagið
fyrir leiklistarnámskeiði. Leið-
beinandi var Edda Þórarins-
dóttir en þátttakendur voru 18.
Námskeiðið stóð í 10 daga ög
þótti takast vel.
Nýlega keypti leikfélagið
mjög vandað ljósaborð, sem
Saga Jónsdóttir leikstjóri.
kostaði 600-700 þúsund krónur
og mun aðstaða félagsins breyt-
ast mjög til batnaðar hvað
varðar sviðsbúnað, enda er hér
um að ræða eitt fullkomnasta
ljósaborð í eigu áhugamanna-
félags hér á landi.
í athugun er að setja upp
annað verk síðar á þessum vetri.
Stjórn Leikfélags Dalvíkur
skipa nú: Rúnar Lund, for-
maður, Theodór Júlíusson,
Guðlaug Björnsdóttir, Guðný
Ásólfsdóttir og Sólveig Hjálm-
arsdóttir.
JSUNDS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4