Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

FLE blašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
FLE blašiš

						0%' otz ?
Halastjarna
Þorsteinn Haraldsson
Endurskoðandi
Undanfarin sex ár hef ég átt sæti í álitsnefnd Félags
löggiltra endurskoðenda. Fyrstu tvö árin sem
varaformaður félagsins, þá sem formaður og loks sem
fráfarandi formaður. Á aðalfundi nýverið lauk ég
þjónustu minni í álitsnefnd. Þau ár sem ég starfaði í
nefndinni bárust henni fjöldamörg erindi til umsagnar.
Flest voru þau frá efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis og flest voru lagafrumvörp um skattamál.
Þegar ég hætti var eitt þessara frumvarpa óafgreitt, en
nýskipuð álitsnefnd mun ljúka því máli. Ég vil, áður en
ég gleymi mér í nýjum ævintýrum, miðla af reynslu
minni í nefndinni. Það geri ég af góðum hug og í trú á
að það verði til einhvers gagns. Ég mun taka til
umfjöllunar skattafrumvarpið sem óafgreitt er vegna
þess að mér, og líklegum lesendum, er það í fersku
minni. Það sem ég segi gæti hins vegar átt við um
fjölmörg skattafrumvörp sem fram hafa komið
undanfarin sex ár.
Frumvarp til laga um breyting á lögum nr.
50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari
breytingum
Eftirfarandi kemur fram í athugasemdum með
frumvarpinu: „Frá 1. júlí sl. hafa gilt nýjar og strangari
reglur um slfka sölu (innsk. sölu á þjónustu til erlendra
aðila), en með lögum nr. 55/1997, um breyting á lögum
um virðisaukaskatt, voru gerðar ýmsar breytingar er
lutu að afdráttarlausari ákvæðum um skattskyldu og
ákvörðun hennar í lögunum. Þannig voru felld brott
ákvæði laganna um heimild fjármálaráðherra til þess að
kveða á um skattskyldu, undanþágur og endurgreiðslur
í reglugerðum. Meðal þeirra breytinga sem þá voru
gerðar var að fella brott heimild til að kveða á í
reglugerð um undanþágur vegna sölu á þjónustu til
erlendra aðila sem ekki hafa heimilisfesti hér á landi."
1 Greinin sækir heiti sitt í samnefnda Ijóðabók Þórarins Eldjárn (ljóð) og
Sigrúnar Eldjám (myndir), sem kom út í lok nóvember 1997. Ljóðin í
bókinni eru notuð til stuðnings. Góð löggjöf er lík himinstjörnu sem vísar
mönnum til vegar. Vond löggjöf er lík Halastjörnu sem geysist um
himinhvolfið og dregur slóðann á eftir sér.
Framhald á siðu 2
Framtal rekstraraðila 1998
Skattanefnd FLE
Skattanefnd félagsins hefur, í samstarfi við embætti
Ríkisskattstjóra (RSK), unnið að undirbúningi
framtalsskila rekstraraðila á nýju formi sem raunar var
kynnt og í litlum mæli notað í fyrsta sinn á síðustu
vertíð. Notkun löggiltra endurskoðenda var ekki
almenn á þessu nýja formi þá en starfsmenn RSK
leggja ríka áherslu á að breyting verði á því. í þeim
tilgangi var skipaður fimm manna starfshópur á vegum
skattanefndar FLE sem í samráði við starfsmenn RSK
hefur unnið að áætlun um hvernig innleiða mætti hið
nýja framtal með sem bestum hætti. Hugmyndin var
upphaflega að skylda alla rekstraraðila til að skila
rekstrarframtalinu 1998 en frá því hefur nú verið horfið
að nokkru leyti, þannig að einungis lögaðilum verður
gert skylt að senda inn skattframtal á hinu nýja formi.
Þær hugmyndir sem nú er unnið eftir eru eftirfarandi:
Framtalsskil rekstraraðila á árinu 1998:
•  RSK 1.03 skattframtal lögaðila fellur niður
•  Lögaðilum er skilt að skila nýju skattframtali
rekstraraðila RSK 1.04.
•  Lögaðilar geta sótt um að skila RSK 1.04 með
takmarkaðri útfyllingu.     (Með takmarkaðri
útfyllingu er átt við að skattstofnar eru leiddir fram
án sundurliðana).
•  Aðrir rekstraraðilar, valkvæð skil á RSK 1.04
•  Aðilum    í    búrekstri    ber    að    skila
Landbúnaðarframtali.
Framhald á síðu 7
Efni blaösins	
Halastjarna, Þorsteinn Haraldsson	I
Framtal rekstraraðila 1998, skattanefnd	1
Endurskoðendur í New York, menntunarnefhd	5
IASC staðlar	7
Heimsráðstefna í Parfs, Þorvarður öunnarsson	8
„Gjaldið keisaranum það sem keisarans er ...."	9
Félagsfundur FLE	9
Aðalfundur FLE	10
NefndirFLE	11
Reglugerð um starfsábyrgðartryggingar endursk.	12
.íívernig hefur þú það við tölvuna?"	13
Frá IFAC	14
FEE-Euro verkefni	15
Rannsóknarit Viðskipta- og hagfræðideild HÍ	15
Nokkur orð frá framkvæmdastjóra	16
FLE-fréttir 1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16