Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Kiwanisfréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Kiwanisfréttir

						BLAÐ KIV/ANISKLUBBANNA A ÍSLANDI
l.tM. maíl969 í.árof.
VARP  SVÆÐISSTJORA
Kæru Kiwanisbræður.
Fyrir skömmu minntumst við þess að fimm ár eru liðin síðan Kiwanis-
hreyfingin hóf göngu sína hér á landi með stofnun Kiwanisklúbbsins Heklu.
Eg tel, að Kiwanishreyfingin hafi sannað tilverurétt sinn afdráttarlaust
með ölíu því góða, sem hún hefur komið til leiðar, bæði fyrir einstakling-
ana, sem tilheyra henni, bæjarfélögin, sem bera gæfu til að haf a Kiwanis-
klúbba starfandi innan sinna vébanda, og þjóðfélagið í heild.
Auk þessa hefur íslenzka Kiwanishreyfingin hlotið þá sérstöku viður-
kenningu að vera falið að halda fyrsta þing Kiwanis International Evrópa,
sem valið hefur verið nafnið: "Midnight Sun Convention". Það erstoltokk-
ar að þetta þing fari sem bezt fram, og að þeir erlendir Kiwanisbræður,
sem sækja okkur heim í sambandi við það, verði ánægðir með veru sína hér.
Þess vegna heiti ég á ykkur öll að leggjast á eitt að þettaþingmegifara
sem bezt fram og verða okkur öllum sem ánægjulegast.
Að lokum óska ég ykkur til hamingju með þetta fyrsta málgagn Kiwanis-
hreyfingarinnar á Islandi og bið alla að styðja ritstjóra þess, öskar
Lilliendahl, sem bezt í starfinu.
Páll H. Pálsson
Kiwanisklúbburinn Askja, Vopnafirði, var stofnaður í jtfní 1968. Klúbb-
urinn hefur undanfarin tvenn jól gefið staðnum falleg og stðr jðlatré,
fullskreytt, sem komið hefur verið fyrir í hjarta bæjarins. Klúbburinn
eignaðist á árinu 1968 minningarsjóð og selur minningarkort í þvf sam-
bandi. Takmark sjððsins er að styrkja fátækar mæður og ekkjur. Fjáröflun
hefur farið fram á ýmsan hátt, með sælgætissölu fyrir jólin, einnig peru-
sölu. Agóði hefur einnig orðið af dansleikjum og diskóteki.
Klúbburinn hefur gefið slysavarnadeild staðarins fullkomna dúkku til
að kenna á lífgunaraðferðir við öndun og hjartahnoð. Klúbburinn hefurboð-
ið aðstoð sína við unglingaklúbb staðarins, sem hefur það markmið aðsafna
uppstoppuðum fuglum og gefa skóla staðarins.
Aðalmarkmið klúbbsins er að styrkja byggingu nýs sjúkraský"lis á stað-
num og einnig að útbúa það fullkomnum tækjum.
Forseti klúbbsins er Haraldur Gíslason, sveitarstjóri, og kjörforseti
Víglundur Pálsson.
Fram yfir mitt ár verða fundir hjá okkur í Tjarnarbúð við Vonarstræti.
Fundir eru á hverjum þriðjudegi kl. 19.30, nema á tímabilinu júlí, ágúst
og september, þá eru stjórnar- & nefndafundir hvern þriðjudag í hádegi
en almennir fundir falla niður þessa mánuði.
ínu,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4