Bergmálið - 20.06.1916, Blaðsíða 1

Bergmálið - 20.06.1916, Blaðsíða 1
1. tölublað. Siglufirði og Akureyri, 20. júní. ♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦*•♦♦•* ♦'*#♦ ♦♦♦•♦♦♦ ! 1916. Menningartæki. mar Atvinna. Kaupskapur. S. Goos tekur áreiðanlegar stúlkur í síldarvinnu á Siglu* firði yfir síldartímann. Pær fá ókeypis húsnæði, sem lýst er með rafljósum og hitað með gufu. Og vinna á ágætum síldarsöltunarstað. }Cátt kaup borgað. S. Goos kaupir þorskalyfur og tóm olíuföt og borgar hæsta hlaupaverði. Alt borgað út í hönd. Blöðin eru eitt helsta menningar- taeki nútíðarinnar. Þau eru boðberar ^ugsananna milli manna. í þeim má *esa vit, tilfinningalíf og vilja þjóðar- >nnar. Þau eru spegilmynd af andlegu l'fi hennar. A þeim má sjá vónir þjóð- arinnar, endurminningar og framfara- tnöguleika. Þau fræða menn um hvað gerist í umheiminum. Og eru nauð- synlegur ráðgjafi og hugsanamiðill í ýmsum málum. Þau endurhljóma á- stand og gerðir manna. Kenna hvað skuli gera og hvað varast. Og eins °g líf mannanna er margbreytilegt, þannig er efni blaðanna margskonar. En flest hafa þau viss áhugamál, sem þau vinna fyrir. Þetta blað, sem nú í fyrsta sinn teggur á stað út í heiminn, vill eink- Un> skemta mönnum. Og einnig fræða. ^að ætlar ekki að verða á ferðinni nema yfir sumarið. Það er smávaxið. En langað til að stækka. Það er ó- vfsl enn þá,^hve oft það lætur sjá sig. En að líkindum verður það einu sinni í viku. Og væntir það að menn veiti sér alment viðtöku í þau fáu skifti sem það kerrur út. Ú t 1 i t i ð. Sumarið er komið. Snjórinn minkar óðum. Jörðin grænkar. Loftið kveður við af fuglasöng. Sólin hellir geislum sínum yfir landið, og lífgar alt, sem getur lifnað. Og bráðum fyllist loftið blómaangan. Menn eru byrjaðir að ^raga fé úr Ægismundum. Og sumir hyggja gott til framtíðarinnar. En kinir eru líka margir sem eiga von á illu. Stríðið geysar enn með mikilli grimd og leiðir bölvun og fjártjón Vfir þjóðirnar. Og ófriðaröldurnar verka toikið á hlutlausu löndin. Valda ýms- Um glundroða á vöruverði, samgöng- Um og hag almennings. Menn spá j ýmsu. En engínn veit hvernig alt þetta endar. En vonandi er að hildarleikur sá hinn mesti, er sögur fara af, hætti bráðlega. Útlitið virðist vera líkt og undan- farið. Trúlegt að vöruverð verði líkt og síðasta ár. Og líklegt að fleiri þjóðir eigist ekki ilt við að sinni. — Rússar hafa t. d. óskað eftir meiri vinsamlegum viðskiftum við Svía. En þó verið talið, að grunt væri á því góða þar á milli. Utanríkisráðherra Rússa hefir sagt að Rússar hefðu ekki frekar f huga að ráðast á Svíþjóð en tunglið. Og er það vel farið. Salt og kornvöru hafa Rússar mikið og gott væri að hafa greiðan gang þangað. En Þjóðverjar munu gæta Eystrasalts. Menn eru einkum hræddir um vöntun á kolum og salti. Og sú vöntun get- ur tilfinnanlega hamlað útgerð hér á landi á meðan stríðið stendur yfir. Á Spitzbergen eru miklar kola- birgðir. Og hægt að ná þeim þaðan yfir sumarið. Undanfarin ár voru þau dýrari þar en annarstaðar. Námurnar unnar og kolin geymd. En nú verða kolin seld. Og er gott að allir þurfa ekki að knékrjúpa Englendingum með

x

Bergmálið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmálið
https://timarit.is/publication/1292

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.