Páskablaðið - 01.04.1919, Page 1

Páskablaðið - 01.04.1919, Page 1
Blaðið kostar ekkert. Utgefandi kapt. Kristian Johnsen, Hjdlræðishernum, Akureyri »Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða: hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heiibrigðir. Jesaja 53. k. 5. v. Sjá! múgur til Golgatha gengur Og Guðs sonur meðal hans fer. Menn segja hans lífi sé iokið Og iýðurinn hlæjandi er. Hann saklaus til iífláts er seldur, Úr sárum hans drýpur á stig. Ó, guð minn! hann gaf sig í dauðann, Hann gerði það alt fyrir mig. Kór! Hann gerði það alt fyrir mig :,: Ó, Guð minn! Hann gaf sig í dauðann! Hann gerði það alt fyrir mig! Og dauðans í kvölum hann kallar Frá krossi um níundu stund; Hann píndist, var þjáður af þorsta Og þar að auk blæðandi und. í sólskini’ og hádagsins hita Hann hékk þar við almannastig. Ó, Guð minn! Hann gaf sig í dauðann! Hann gerði það alt fyrir mig! »Mig þyrstir!« hann hrópaði hrjáður. Ó, hugsa þú, maður, um það! Hann þyrsti’ eftir endalausn okkar Og um hana föður sinn bað. Hann hugsaði’ um heiminn að frelsa, En hugsaði ekki um sig. Ó, Guð minn! Hann gaf sig í dauðann! Hann gerði það alt fyrir mig! Þessi inndæli sálmur er ortur af stabs- kapt. Hj. Hansen, sem fyrir nokkrum árum síðan stjórnaði starfsemi Hjálpræðishersins hér á íslandi. — Sálmurinn er þýddur á mörg tungumál, og er sunginn í ýmsum söfnuðum. • Athugasemdir og hugleiðingar. Eftir Hershöfðingjann. ¥ Fátt er það, sem vekur meiri undrun hjá mér, bæði í hinu opinbera starfi mínu og samræðum við fólk, en þær sannanir, sem eg sé fyrir mér um synd, sem er haldið leyndri fyrir öðrum. Pað er ekki of míkið sagt, að helmingur eymdar, óvissu og veikleika staf- ar af þessari synd. Tilfellið er, að mannshjartað er ekki skap- að til þess að hugsa hið illa. Syndin er ó- boðinn gestur. Samvizkan — guðsóttinn — alt óskar að útrýma hinu illa og losna við

x

Páskablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Páskablaðið
https://timarit.is/publication/1293

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.