Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Framsókn : bændablağ - samvinnublağ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Framsókn : bændablağ - samvinnublağ

						Pylgt úr hlaði.
Stjórnmálabaráttan á að vera
háð um það, hvernig eigi að
koma til framkvæmdar þeim
málum, sem fyrir liggja á
hverjum thna. Hún á jafnan
að heyjast málefnanna vegna
sjálfra. Hún á ekki að heyjast
um menn, lieldur málefni.
Það er margra manna mál,
að nú um hríð hafi um of ver-
ið að því starfað, að glepja
þjóðinni sýn um þetta.
1 stað þess að snúa sér að
lausn vandamálanna króka-
laust, málanna vegna sjálfra,
nauðsynja alþjóðar vegna,
framtíðarinnar vegna, — þá er
oft og tíðum vart hægt að þver-
fóta á vígvelli stjórnmálanna
fyrir mögnuðum afturgöngum.
Áður en komizt verður að mál-
unum sjálfum, verða á vegin-
um eftirhreitur gamalla mála,
löngu afgreiddra, sem oft og
tíðum standa ekki í hinu
minnsta sambandi við lausn
þeirra mála, sem nú verður að
leysa þ j óðarheildarinnar vegna.
Gamlir árekstrar um alit ann-
að en nú er uppi, eru gerðir
að aðalatriði til að hindra
samstarf að því, sem nútíminn
krefst.
Það er víst, að landsmála-
blöðin hafa gert allt of mikið
að því, að blása að kolum vær-
inga frá aldauðum málum,
sem ekki eiga að hafa hin allra
minnstu álirif á það t. d. hvern-
ig nú verða leyst kreppumál
landbúnaðarins. Er það mikill
misskilningur mn það, hvert
sé hlutverk blaðanna, er þau
láta forna drauga og uppvakn-
inga villa fólkinu sýn og hafa
áhrif á dómgreind þess.
Það eru að mörgu ný verk-
efni, sem stjórnmálamennirn-
ir íslenzku eiga nú að leysa.
Þau eru svo vandasöm og lausn
þeirra verður svo afleiðinga-
rik, að það er ótvíræð skylda
blaðanna, að snúast við þessum
verkefnum, málefnanna vegna
sjálfra, og miða allt við það,
að leiða þau til sigurs, — en
láta hitt ógert, að bregða um
höfuð almennings þoku, sem
þyrlast upp af gömlum vígum.
Þetta blað, sem nú hefur
göngu, á að taka á verkefnun-
um, sem nú liggja svo fjölmörg
fyrir, eingöngu þeirra vegna
sjálfra, eingöngu með það fyr-
ir augum, að bera fram til sig-
urs þá Iausn málanna, sem far-
sælust er talin.
Það er margra manna mál,
að nú um hríð hafi eigi verið
haldið á málstað landbúnað-
arins og bændafélaganna, svo
sem æskilegast hefði verið.
Ganga nú þau tímamót yfir
íslenzkan landbúnað, að þess
er meiri þörf en nokkuru sinni
fyrr, að vel sé haldið á málstað.
Á undan er gengin hin mesta
framkvæmdaöld. Hefir meira
fjármagni verið beint til land-
búnaðarins,en nokkurum hafði
til hugar komið fyrir fáum ár-
um.
En í kjölfar þessara miklu
og dýru framkvæmda siglir
kreppan. Undirstöðu atvinnu-
vegarins er að mjög miklu
leyti raskað með hinu gífur-
lega verðfalli afurðanna. Það
er ómögulegt fyrir bændur, að
láta atvinnuvegina bera vaxta-
byrði framkvæmdaáranna.
Blasir nú við hið tvíþætta
verkefni:
Annarsvegar þarf að gera
upp sakirnar um skuldabyrði
framkvæmdaáranna; gera skil
um skuldirnar, eftir því sem
efni standa til, og gera þær til
muna léttbærari, — bæði fyr-
ir einstaklinginn og bændafé-
lögin. Hefir „bændanefndin“
unnið að þvi undanfarið,
Hitt verkefnið er enn þýð-
ingarmeira, því að það veit að
framtíðinni: að gera hinn ís-
lenzka landbúnað miklu fjöl-
breytilegri og öruggari að bera
sig og minna liáðan verðlags-
sveiflunum í umheiminum,
með því að hann fullnægi bet-
ur en áður eigin þörfum og al-
þjóðar.
Voru stigin spor á hinu ný-
afstaðna Búnaðarþingi, til þess
að hraða framkvæmdum um
þetta síðarnefnda atriði.
Þeir, sem að þessu nýja blaði
standa, líta svo á, að lausn
þessara mála fyrir landbúnað-
inn og fyrir alþjóð, sé svo rík,
að allt annað eigi að víkja fyr-
ir því, að koma í framkvæmd
því, sem öruggast er til við-
reisnar þessuin höfuðatvinnu-
vegi þjóðarinnar.
Hefir landbúnaðurinn í þús-
und ár verið megin stytta und-
ir afkomu og menningu þjóðar-
innar, og mun svo enn reynast.
Er það fyrsta verkefni þessa
nýja blaðs, að ræða málefni
landbúnaðarins og bændafé-
lagsskaparins meir alhliða en
gert hefir verið nú um hríð og
láta eigi annað trufla umræð-
ur um lausn þessara mála.
Það eru nokkrir menn úr
hópi Framsóknarmanna, innan
Alþingis og utan, sem hafa
bundist félagsskap um að gefa
út þetta nýja blað, Framsókn.
Stjórn félagsins skipa: Þor-
steinn Briem, Svafar Guð-
mundsson og undirritaður.
í lögum félags okkar er
mörkuð stefnan: „Tilgangur
félagsins er að gefa út viku-
og dagblöð til styrktar hags-
munamálum bændastéttarinn-
ar og samvinnustefnunnar hér
á landi.“
Framsókn á að verða blað,
sem snýst við málunum, mál-
anna vegna sjálfra, og í þvl
skyni að leysa þau framtíðar-
innar vegna. Þar eru allir þeir
velkomnir til þátttöku, eftir
því sem rúm leyfir, sem ræða
vilja þjóðmálin í samræmi við,
eða til skýringar höfuðtilgangi
blaðsins.
Ýfingar við önnur blöð, eða
menn, verða ekki hafnar.
Framsókn hefur göngu sína
með sumri, og það er tilgang-
ur okkar, sem nú fylgjum úr
hlaði, að mót sumri verði jafn-
an stefnt.
Á sumardaginn fyrsta 1933.
Tryggvi Þórhallsson.
Framsókn.
i.
Inngangsorð.
Öll sönn framsókn er í því
fólgin, að leysa lífið úr fjötr-
um.
Kynslóðin á undan okkur
lauk miklum sigri. I nærri heila
öld höfðu allir vöskustu og
beztu menn þjóðarinnar barizt
fyrir því, að hún fengi að ráða
eigin málum á stjórnskipuleg-
an hátt. Sú barátta hófst 1830
með kröfu Baldvins Einarsson-
ar um endurreisn alþingis, og
1848 reisti Jón Sigurðsson kröf-
una um fullkomið stjórnarfars-
legt sjálfstæði. Undir hans
merkjum var barizt til sigurs.
190í fékk þjóðin innlenda
stjórn og 1918 varð Island full-
valda ríki.
Sigrarnir 1903—’04 og 1918
hafa valdið miklu um örlög
kynslóðarinnar, sem nú ræður
mestu í landinu. Af þeim fékk
hún svip sinn og þeir hafa
markað henni stefnu. í fögn-
uði yfir þeim skipaði unga
fólkið sér undir merki fram-
sóknarinnar. Það fann á sér
hvila skylduna að hefja sókn
i menningarmálum, ræktunar-
málum, atvinnumálum. Það
dreymdi um að leysa lífið úr
fjötrum á öllum sviðum. Það
gekk furðu hiklaust að því, að
láta drauma sína rætast. Eng-
in kynslóð, sem lifað hefir á
íslandi, hefir átt jafn miklu
frelsi að fagna. Engin kynslóð
á Islandi hefir lifað með jafn
miklu fjöri og þreki.
Verður hún svo gæfusöm, að
skila jafngóðum arfi sem hún
hefir notið mikils?
Okkar kynslóð skal aldrei
um það sökuð, að hún hefir
ætlað sér mikinn hlut. Henni
var skylt að dreyma mikla
drauma. Henni var skylt, að
láta þá drauma rætast. Henni
var skylt að sækja fram, leysa
lífið úr fjötrum. Henni var
skylt að berjast við kuldann,
myrkrið, fátælctina, sjúkdóm-
ana, vanþekkinguna, ógæfuna.
Henni var skylt að reisa sér og
niðjum sínum hlý og björt hús,
rækta landið, leggja vegi,
hyggja brýr, reisa skóla, lækna
sjúka, sigrast á fátæktinni,
berjast við ógæfuna.
Okkar kynslóð skal heldur
aldrei sökuð um fögnuð sinn
og bjartsýni. Fögnuðurinn og
bjartsýnið hefir gefið henni
þrek til mikilla sigra. En þess
skal ekki dulizt, að í fögnuðin-
um hefir ekki verið gætt hófs
og í bjartsýninni hefir ekki
verið séð nógu langt. Hún hef-
ir lika beðið mikla ósigra. Hún
hefir leyst lífið hér á Islandi
úr fjötriun, en hún hefir líka
lagt það í fjötra.
Við skulum ekki sakast um
þá ósigra, sem við höfum beð-
ið. En við skulum viðurkenna
þá og skilja þá. Og við skulum
taka þeim eins og menn, Við
skulum læra af þeim að vinna
nýja sigra.
II.
Skuldirnar við útlönd.
Stjórnarfarslega er íslenzka
þjóðin fullvalda riki. En er hún
fullvalda fjárliagslega?
Við árslok 1932 voru skuldir
ríkissjóðs við útlönd kr. 35.-
567.285*), skuldir kaupstað-
anna kr. 4.940.000, skuldir
bankanna við útlönd kr. 19.-
515.578. Ekki er til yfirlit yfir
aðrar skuldir við útlönd, yngra
en frá árslokum 1930, en þá
voru þær rúmlega 13 milljón-
ir króna (13.001.642). En
þær hafa vaxið síðan, éink-
um árið 1931. Skuldir þjóð-
arinnar við útlönd hafa því
verið a. m. k. 75 milljónir við
síðustu áramót.**) Það eru um
700 krónur á hvern mann á
landinu og er þá með talið ung-
barnið í vöggunni og gamal-
mennið í körinni. Það eru 4—
5 þúsund krónur á hvert með-
al heimili (6—7 manns).
Því miður hefi eg ekki getað
aflað mér fullnægjandi upplýs-
inga um, hve mikið þjóðin
verður að greiða í vöxtu af
þessum skuldum. Vaxtakjör
hinna erlendu lána eru ærið
misjöfn. Sum elztu lán ríkis-
sjóðsins eru með 4—4%% vöxt-
um, en þau lán nema ekki mjög
miklu fé. Af enska láninu frá
1921 verður ríkið að greiða yf-
ir 8% í vöxtu, og er á 10. mill-
jón króna ógreitt af því. Vext-
ir af stærstu skuldinni, enska
láninu 1930, eru rúmlega 6%.
Ríkið nýtur yfirleitt betri
vaxtakjara en aðrir skuldend-
ur. Meðalvextir af öllum skuld-
um þjóðarinnar við útlönd geta
því varla verið lægri en 6^%,
og líklega eru þeir eitthvað
hærri. Þjóðin verður því að
greiða í vöxtu af skuldum sín-
um við útlönd allt að 5 milljón-
um króna á ári. Það eru um
45 krónur á hvert mannsbarn
í landinu og allt að 300 krón-
um á meðal heimili. Þetta er
sá skattur, sem þjóðin verður
að greiða erlendu auðvaldi.
Árið 1931 nam verðmæti allr-
ar útfluttrar vöru frá landinu
*) Auk þessa eru innlendar skuld-
ir ríkissjóðs, en þær koma ekki
þessu máli við.
**) Síðan um áramót hefir dönsk
króna lækkað um 15%. Um Ys út-
lendu skuldanna er við Danmörku,
og hafa þær lækkað um 15%. En
enginn veit, hvað sá „gróði“ stend-
ur lengi.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4