Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 1

Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 1
„Hór þarf hugar og máls, skilja málstað sín sjálfs og' að muna hvað skeð er — sú þraut virðist létt, bara sitja við borðið og' segja eitt orð, vera sammála að eins um það, sem er rétt“ E. B. I. ár. Heykjiivík, Janúar 19‘Í5. 1. blað. Y o r. „Veit þá engi, að eyjdn hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir Guði að treysta, hlekki hrista, lilýða réttu, góðs að bíða“. J. H. Listaskáldið okkar góða framsetur hér viss skilyrði þess, að vors sé að vænta með þessari þjóð, eftir fleiri alda afglapa- og þrautavetur. — Með þeim sömu skil- yrðum vill þetta rit einnig boða henni komandi vor, sól og sumar. Skáldið boðar hér ekki skilyrðislaust vor, sem sjálfkrafa afleiðing hvers sem vera skal. Heldur boðar það vor með vissu skilyrði eða skilyrðum, þeim nfl., að þjóð- in og hver einstaklingur hennar geri skyldu sína, geri það eitt, sem rétt er og leiðir yfirleitt til góðs. — Ekki endilega að hlýða engu (er fínast þykir þó) og gera svo alt sem menn langar til, og villimaðurinn (dýrið) í þeim girnist og orkar, hversu óheilbrigt og ranglátt sem það kann að vera; heldur hitt, að menn hlýði réttu og geri aðeins það, sem rétt er og sómasam- legt. Skáldið eins og leggur áherslu á það, að fólkið þ o r i Guði að treysta til alls þess, sem er samkvæmt hans eilífu lögum, þori að treysta Guði til þess, að hann gjaldi einum og sérhverjum eftir hans verkum, fyr eða síðar, og þess, að rétt- lætislögmál ríki í viðburðanna rás, er leiði hið góða til sigurs og alt til réttlátra af- leiðinga á sínum tíma, þrátt fyrir stundar- gengi hins illa. Þori einnig, meðal annars, að treysta Guði til þess að losa hiekkina (ef við aðeins þorum að hrista þá), — án afsals frá okkar hálfu, — þegar hinn rétti tími væri til þess kominn og við hefðum tamið okkur nógu vel og lengi að gera skyldu okkar á öllum sviðurn, og værum or.ðnir færir um að njóta hins lengi þráða frelsis og fullveldis alment með sóma, sanngirni, jöfnuði og bræðralagi, þar sem rétturinn í stað máttarins rœður. En það er hið sama sem að hlýða réttu, góðs að bíða, sama sem að gera skyldu sína og bíða svo rólegur — Guði treystandi — afleiðinganna. Með þessum fyrirvara, eða þessum skil- yrðum, eins og þaú eru framsett hér og útlistuð, boða eg hiklaust litlu þjóðinni minni, komandi indælt vor, sól og sumar um ótal aldir, eða »þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal, með fögnuði leiða yfir vengi«, eíns og annað góðskáldið okkar lætur sig svo fagurlega dreyma um. — En án þessara skilyrða má reiða sig á, að eyjan okkar hvíta á sér aldrei vors að vænta, þrátt fyrir alt, sem hér er gert í rétta átt, og alt mikillætis-apið og full- veldistildrið, og alt og alt, sem hér er í góðu skyni öfugt gert. Hið litla rit, sem hér birtist — og á að gilda sem io. blað »Fósturjarðarinnar« —nefnist Vor, í von um að því megi auðnast að benda á réttar leiðir til þess, að undirbúa vor með hinni íslensku þjóð, og að upplýsa og verma að einhverju leyti hvers þess manns sál, er það að- hyllist og ann yl og sól og er ekki þeg- ar helfrosin af pólitískri eigingirni, of- stæki og kæruleysi. Það á að koma út svo oft sem unt er og efni leyfa. Hvert einstakt blað þess kostar í lausasölu 25 aura. En sérstakt verð til áskrifenda og útsölumanna og þeirra, er útvega því fasta

x

Vor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vor
https://timarit.is/publication/1344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.