Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Röšull

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Röšull

						Ávarpsorð.
Víösvegar um landið eru nú farin
að koma út fjölrituð sveitablöð. Er
það gleðilegt spor í áttina til vakn-
ingar um hin sameiginlegu velferðar-
mál, því í fásinninu eru menn oft
furðu viðkvæmir og þarf því ekki altaf
mikið til þess að reisa þá úr sinnu-
leysisrotinu.
RöðuJI hóf göngu sína sem fjölrit-
að þorpsblað og varð þá þegar meira
ágengt um áhugamál sín, heldur en
vonir stóðu til. í hinni nýju mynd
sinni vonar hann þó að geta orðið
mun liðtækari í þeim málum, sem
hann ber fyrir brjósti.
Þar sem margt fólk er samtn komið,
er óeðlilegt, að mjög sé hljótt um
velferðarmál þjóðarinnar. Þó kveður
svo ramt að því í hinum fjölmennari
þorpum lands vors, að undrun sætir.
Og að sjálfsögðu er ástandið einna
lakast á þeim stöðum, sem fjærstir
eru höfuðborg landsins og kaupstöð-
unum, þar sem blöðin halda mönn-
um vakandi.
Hér á Austurlandi eru allmörg fjöl-
menn þorp, en aðeins eitt prentað
blað. Afleiðingin er sú, að vér kvört-
um ósjaldan um það, hver í sinu skoti,
að þessi landshluti sé hafður út undan.
Ef slíkar umkvartanir eru réttmætar,
þá megum vér vissulega sjálfum oss
um kenna, að miklu leyti, því það
verður ekki af oss þvegið, að vér höf-
um hingað til gert miklu minna en
hinir fjórðungar landsins, til þess að
sýna það — í orði og verki — að
hér eru þúsundir manna, sem hafa
sömu áhugamál og gera sömu kröfur
til lífsins og alirent gerist meðal sið-
aðra þjóða. — Vér verðum sjálfir að
vekja athygli á oss, áður en vér get-
um látið hátt um það, að oss sé
gleymt „á hærri stöðum“.
Röðull vill stuðla að því, að á þessu
fáist bót, með því að verða málgagn
þeirra manna, sem áhuga hafa á að
sameina Austfirðinga um velferðarmál
sín og vekja þá til framtakssemi.
Væntir hann samvinnu allra þeirra,
sem þreyttir eru á fásinninu og vilja
framfarir þjóðarinnar á öllum sviðum.
Þegar menn láta sér mjög á sama
standa um meðferð hinna opinberu
mála, er viðbúið, aö þeir vakni alt í
einu með andfælum og sjái, að alt er
komið í hið mesta öngþveiti og að
velferðarmál þeirra eru ekki að öðru
orðin en að pólitiskum skóþveng
óhiutvandra manna. Og þá er ekkert
áhlaupaverk úr að bæta, því óhæfu-
verkin standa oft á gildum stoðum
sundrungar og skammsýni. En fyrir
slíkt verður aðeins tekið með því að
sýna þeim, sem með völdin fara, að
haft sé vakandi auga með starfrækslu
þeirra. Á þessu er einna mest þörf í
sjávarþorpunum, þar sem stjórnað er
eftir löngu úieltum lögum og alt er
undir sveitarstjórninni komið. Þess-
vegna munum vér sérstaklega vera á
varðbergi þar, sem vér höfum pata af
því, að verið sé að tefla málefnum
þorpanna í voða. —
í hverju máli mur.um vér leggja
kapp á það, að segja sannleik-
ann og ekkert annað en sannleikann.
En oss dylst þó eigi, að til þess get-
ur komið að hreyfa verði við málefn-
um, sem mjög eru á huldu og þar
sem hið sanna getur fyrst komið í
Ijós við ýtarlegar umræður. í slíkum
tilfellum munum vér að sjálfsögðu
ætíð leiðrétta það, sem af ókunnug-
leik kann að verða missagt í blaðinu.
Vér munum aldrei hirða um, að
„láta satt kyrt liggja", ef oss virðist
auðsætt, að af því gæti óheill stafað.
— Auk þess að fjalla um hin op-
inberu velferðarmál, munum vér kapp-
kosta að gera blaðið sem fjöibreytt-
ast, bæði með úrvals sögum, fréttum
og ýmiskonar fróðleik.
Heimsmynd.
Ægilegasta heimskan í allri veröld-
inni er veruleikastefnan. Hinn sýnilegi
heimur er blekking. Hann er aðeins
brot, örlítið korn, úrgangsefni ljósvak-
ans, stirðnuð orka. En hún er stirðn-
aður Ijósvaki. En hann er myndaður
af andanum. Af andanum eru allir
hlutir. Við skynjum hann ekki. Við
(skynjum alls ekki tilverunu eins og
hún er. Oss vantar skynfæri til þess.
Hið sýnilega er myndað af hinu ósýni-
lega. Guð hefir skapað heiminn.
Við skynjum ekki sjálfa oss. Aðeins
líkamann og örfáar ljósvakasveiflur,
sem koma fram í minningum og til-
finningum. Persóna vor er í mörgum
lífsmyndum neðan frá efnislíkamanum
og allu leið upp úr andanum, tengd
við guðdóminn. Og eins og við skynj-
um ekki andann, tilveruna eins og hún
er, eins skynjum við ekki persónu
vora eins og hún er. Hún er pýra-
mídi, neðsta lagið er mold, efsta lag-
ið er guð sjálfur, hún nær alla leið
inn í himininn, en við sjáum aðeins
neðsta lagið.
Fyrst þegar við sjáum alla persónu
vora erum við fullkomin. Þá höfum
við ekki 5 heldur 5X5X5 skynfæri.
Þá sjáum við ósýnilega heiminn, þá
skynjum við tilveruna eins og hún er,
andann og það efni, sem honum er
ofar. Þá erum við orðnir hæfileika-
menn og kunnum hin réttu tök á
hlutunum. Þá skiljum við sjálfa oss og
þekkjum, einnig alla aðra menn. Þá
getum við lagað allar misfellur, bætt
alt böl. Aðeins réttur skilningur á al-
tilverunni og full þekking á henni
gjörir þennan heim eins og hann á
að vera. Alt framfárabrölt án fullkomn-
unar mannsins er fánýtt. Hann verð-
ur að læra að þekkja sig allan, meira
en þann hlutann, sem hann sér. Hann
er auk efnis, orka, Ijósvaki, andi, ósæi
og guð.
Trúarþörf mannsins er þörf hans að
þekkja sjálfan sig.
Sig. Gíslason.
Af Austurlandi.
Brúin á Eskifjarðará. Hinn l.þ. m. var
haldinn opinber hreppsnefndarfundur
á Eskifirði, til þess að taka endanlega
ákvörðun um byggingu brúarinnar.
Var samþykt með 4 atkv. gegn 3 að
koma brúnni upp í sumar og réði atkv.
oddvita úrslitunum. Þeir sem mótat-
kvæði greiddu voru: Torger Klausen,
Auðbergur Benediktsson og Siguröur
Jóhannsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4