Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ófeigur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ófeigur

						Þjóð á vegamótum.
ísland hefur lotið erlendum valdhöfum um nálega
sjö alda skeið. En í dag er ísland þjóðveldi og hefur
slitið síðustu þættina í kúgunarfjötri erlendra valdhafa.
Nálega hver einasti fullorðinn Islendingur hefur gert
þetta átak á vormánuðum 1944 í fullu samræmi við
óskir og þrár þeirra mörgu þúsunda af íslenzkum stofni,
sem búsettir eru í Vesturheimi. Þjóðveldismyndunin
1944 brúar yfir margra alda myrka gjá í stjórnarfari
landsins og tengir nútímann og framtíðina við frelsis-
öldina frá 930 til 1264.
Þegar Islendingar stofnsettu þjóðveldi 930, var sú
framkvæmd í einu byggð á framsýni, dirfsku og var-
færni. Allt um kring voru konungdæmi með persónu-
legri einveldisstjórn. Þjóðveldi Islendinga var stórfelld
nýjung á stjórnmálasviðinu. Þjóðveldið var með viss-
um hætti fyrirmynd allra nútímaríkja, sem hafna kcfn-
ungdómi, en tryggja frelsi og jafnrétti þegnanna. Önn-
ur höfuðuppgötvun Islenainga á sömu braut við þjóð-
veldismyndunina var, hvernig þeir tryggðu tilveru þjóð-
félagsins án þess að ofbjóða gjaldþoli borgaranna og
þá ekki síður hitt, hversu vel var gengið frá jafnvægi
ættanna, héraðanna og stéttannna, þannig að frelsið og
menningin naut eðlilegra lífsskilyrða fram á 13. öld.
Við endurreisn þjóðveldisins 1944 leggur íslenzka
þjóðin út á glæsilega, en háskalega braut. Islendingar
eru 120 þúsund manns, svipuð tala og á heima í einni
götu í sumum af borgum stóru landanna. Þessi fámenni
hópur ætlar að starfrækja fullkomið nútíma ríki, hafa
sinn eigin þjóðhöfðingja, fulltrúa erlendis, þjóðþing,
hæstarétt, háskóla, strandgæzlu, lögreglu, samgöngur
-á sjó, landi og í lofti, margháttaðar menntastofnanir,
LANDSBÓKASAFN
JV? 157093
íS LAN ) S
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16