Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Gróšavegur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Gróšavegur

						1 #
GRÓÐAVEGUR
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannes Jónasson.
1 197 42
I. árg.
Siglufirði, Fimtudaginn 15. des, 1927
i. tbl.
Háttvirtu lesendiir!
Fað er ekki ljótt nafnið á blað-
inu fiví arna og það sem besí er,
blaðið mún bera nafn með rentu.
Hjer sjáið þjer hvernig borið er
á borð fyrir ykkur alt hið fegursta
og besta, alt hið ágætasta og tilkomu-
mesta, alt hið dýrmætasta og þó um
leið í sj'álfu sjer hið ódýrasta sem
fæst hjer í sölubúðum, af þessa
heims gæðum. Vonandi er að þjer
sleppið ekki tækifærinu og notið
ykkur að ganga „Gróðans veg“ til
kaupmannanna og birgja sjálfa ykk-
ur og heimili ykkar til jólanna af
öilu því er . verða má til þess að
gefa ykkur sjálfum og vinurn ykkar
og vandamönnum Gleðileg jól.
Blað í Siglufirði.
Hún er næsta ömurleg sagan af
blaðaútgáfunni í Siglúfirði „Fram“
dó, „Siglfirðingur" dó, „Framtíðin"
dó, „Frjettir og Auglýsingar" dóu,
og „Glettingur dó, að ótöldum smá-
dægurflugum, svo sem Kosninga-
blöðuni og þessháttar. Öll lognuðust
þessi blöð útaí enda voru þau ald-
rei kraftmikil nema þá helst „Fram“.
Mjer er ekki alveg Ijóst hvernig á
þessari blaða-bráðapest stendur, en
líklegt má þykja að hún stafi af
litlum áhuga og svo því, að blöðin
ekki hafa fjárhagsíega borið sig.
En hvað sem því líður þá stapp-
ar nærri, að ti! vanvirðu sje fyrir
svo stóran, velstæðan og framgjarn-
an bæ að hafa ckkert blað. Siglu-
fjörður hefir sína sjerstöðu í Iand-
inu, sín sjerstöku áhugamál, og hon-
um veitir ekkert af að haía blað er
skýri betur frá málum Siglfirðinga,
framtakssemi þeirra, háttum og sið-
venjum, heldur en miður góðgjarn-
ir ferðalangar stundum gera eftir að
hafa dvalið hjer stuttan tíma.
Hjer er um þýðingarmikið mái
að ræða, sem er vert þess, að það
sje athugað.
Jeg ætla ekki að benda á neinar
leiðir að þessu _sinni, er. skýt mál-
inu til þeirra manna er unna Siglu-
firði fullrar virðingar, og sem ekki
vilja að hann sje fyrir borð borinn
í áliti þjóðarinnar.
//. ./.
Bæjarfrjettir.
Fjárhagsáætlun fyrir Siglufjarðar-
kaupstað var samþykt nýlega.Jafna
á niður 110 þúsund k-ióna.
„Oðinn“ kom nýskeð inn með
þrjá enska togara er hann hafði
tekið að veiðum í landhelgi vestur
hjá Skagaströnd. Fjekk hvor þeirra
12.200 króna sekt og afli og veið-
arfæri gjört upptækt. Afli, um 2000
körfur, voru seldar á uppboði í
fyrradag,
Sjónleikurinn „Skríll“ var sýndur
hjer nýlega. Var prýðis vel með
sum hlutverkin farið, en fremur
Iaklega með sum, Mælt er að leik-
ið verði í tvennu lagi um jólin. Má
vera að það sje ^ð ganga hinn and-
lega „gróðaveg“, að horfa á leiklist
Siglfirðinga.'
Engar skærur eru meðal manna
í hjeraðinu, sem 3tendur. Alt með
friði og spekt.
Örlög Evrópu.
Ferst í landskjálfta eftir nokkra ára-
tugi, nema ísland og fáein önnur
lönd?
Prófessorinn í landskjálftafræði við
Gleðileg jól!
Bókav- Flannesar Jónassonar.
Húsmæður
Alt, sem þið þurfið til
jólabökunar,
fæst best og ódýrast í
Verslun Sv. Hjartarsonar
Ritsafn
Gests Pálssonar
fæst í
Bókav. Hannesar Jónassonar.
háskólann í Filadelfíu dr. William
Nobles hefir nýverið spáð því, að
Norðurálfa heims fari norður og
niður eftir svo sem 60—70 ár. Spá-
dóm sinn reisir dr. Nobles á þeirri
tilgátu, að undir Norðurálfu sje
jörðin öil margholuð af eldsum-
brotum og öll göng full af sjóðandi
hrauni. Eftir athugunuin þeim er dr.
Nobles kveðst hafa gert undanfariri
ár segir hann þrýstinginn neðan að
á jarðskorpuna orðinn það mikinn,
að jarðskorpan fái eigi lengur stað-
ist ep rúma hálfa öld. Pá muni alt
meginlandið sprengjast, og hrynja
og grafast í Atlanz og Miðjarðarhafi.
Dr. Nobles telur þetta munu verða
mestu umbylting, sem enn hafi orð-
ið í sögu jarðarínnar. Segir hann
Evrópa verði 100 sinnum minni en
nú og meðal þeirra landa sem eftir
standi verði Island.
Ef þessi spádómur Dr. Nobles,
rætist verður ekki amalegt að eiga
heima á gamla íslandi eftir 50-60 ár.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4