Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Garšar

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Garšar

						Kostar 75 aura árg.
<(12 blöð); einstök tölu-
blöð 8 aura.
MANAÐARBLAÐ FYRIR REYKJAVIK.

Auglýsingar kosta 2 a.
hvert smáletursort>; ann-
ars 1 kr. þuml. d&lksl.
1. folað.
Reykjavík 2. janúav 1894.
I. ávg.
Hvert er erindið?
Spurður mun »Garðar«, þar sem hann
"ber að garði, hvert sje erindið þess nýja
gests, hvaða ákvæðisverk honutn sje ætlað
í   sveit sinna 14—15 fjelaga íslenzkra.
Fyrirsögnin leysir úr þeirri spurningu
nokkurn veginn.
»Garðar« á að vera það og gera það, sem
málgagn eitt, er hjer reis upp fyrir 3 ár-
um, hefði átt að vera og átt að gera, en
befir kafnað undir nafni greinilegar en
nokkur ættteri heflr nokkurn tíma gert.
Hann mun einkum gera sjer að skyldu
að færa í letur jafnóðum það, sem gerist í
bænum frjettnæmt, fleira miklu og smá-
"vægilegra en þjóðblöðin flytja; fara orðum
um það sem gerast á, þ. e. fyrirhugað er,
fræðandi og leiðbeinandi eptir mætti; minn-
•ast þess, er gerzt Tieflr fyrrum í höfuðstaðn-
um og enn má þykja fróðleikur í, skemmt-
un eða nytsemd. Allt með góðra manna
fulltingi og mikið vel ritfærra.
Blað þetta er ekki stofnað af nokkrum
skuggasveinum í fjelagi í því skyni að
smána og rægja einstaka menn, er þeim
eða þeirra nótum er illa við, en það eru
vitanlega opt og tíðum hinir beztu menn
bæjarfielagsins eða þjóðfjelagsins. Það á
ekki að vera Jjónshúð fyrir asna að fela
sig í og ægja heimskingjum með ógeðsleg-
um hrinum. Það á ekki að vera fifishjúp-
ur fyrir neinn uppskafinn montálf. Það á
ekki að vera til þess gert að hafa hausa-
víxl á sönnu og lognu, nje til að þvæla
og stappa um hjegóma, nje til að mis-
þyrma tungu vorri með herfilegum mál-
leysum og hraklegum bögumælum. Það
mun ekki láta vaða á súðum um alla skap-
aða hluti, hvort heldur ritarinn heflr nokk-
urt vit á þeim eða alls ekki neitt, með
frámunalegum gorgeir og sjálfbyrgings-
skap, og komandi í hæsta lagi með eina
tiliögu af viti — og hana þá aðfengna —
innan um hundrað loptkastala-axarsköpt
og lokleysuþvætting, og ætla svo að rifna
af montbelgingi, ef þessi eina tillaga kemst
einhverntíma t\l framkvæmdar að einhverju
leyti og fyrir annara tilstilli. Blaðið mun
í einu orði ekki verða neitt sorpblað, er
heiðvirðum mönnum þyki eigi í húsum
haíandi fremur en annar óþverri, nje þýð-
ingarlaus glamurskjóða, hverjum meðal-
greindum mannitileintóms atlilægisoglangt
fyrir neðan það, að nokkur mætur maður
virði það svars, hvaða haugavitleysur, rðg
og lygi sem það fer með.
Reykjavík fyrir 100  árum.
Gaman mundi mórgum Reykvíking nú
þykja að vera horflnn allra snöggvast heila
öld aptur í tímann og líta Reykjavík aug-
um eins og hún var 1794. Hún hafði þá
fengið kaupstaðarrjettindi fyrir rúmum 7
árum, cn var þó enn með sama sniði og
hinir smærri verzlunarstaðir gerast nú,
enda harla fólksfá, varla meira en um 200
manna, er fast aðsetur höfðu í kaupstaðn-
um. Hjer var enginn bæjarfógeti og eng-
in bæjarstjörn. Höfuðstaðurinn var ekki
annað en þorp i Seltjarnarnesshreppi.
Ekki hefði ferðamaður úr sveit sjeð neitt
kaupstaðarmót á þorpi þessu fyr en hann
kom á móts við Traðarkot. Þar lá þá
vegurinn, og lengi síðan, yflr mitt lands-
höfðingjatúnið og yflr lækinn neðarlega.
Þá mátti líta vinstra meginn við veginn
hús eitt allmikið, þar sem landshöfðingja-
húsið stendur nú. Það var tukthús lands-
ins, reist þá fyrir nálægt 30 árum.
Þegar vestur yflr lækinn kom, tóku við
vörubúðir kaupmanna, með fram sjónum
vestur undir Aðalstræti, eða þar sem nú
er Hafnartstræti, fáar þó og smáar og frem-
ur óskipulega settar. í Aðalstræti voru
helztu byggingarnar, ullarverksmiðjuhúsin,
sem enn eru nokkrar menjar af, svo sem
»gamla prentsmiðjan« (nema suðurendinn)
og grindin i húsi M- Johannessens hinu
gamla, Aðalstr. 10, er síðan var kallað
Biskupsstofa, með því að þar bjó Geir
biskup Vídalín. Þá mátti heita að maður
væri kominn kaupstaðinn á enda. Stóðu
að eins tvö hús meiri háttar utan þeirra
endimarka: kirkjan, af timbri, í garðinum
Schierbecks, sem nú er (eða bæjarfógetans),
og latínuskólahúsið suður á Hólavelli, sömu-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4