Kvennablaðið - 21.02.1895, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 21.02.1895, Blaðsíða 1
Kvennablaðið. 1. ár. Keykjavík, 21. febrúar 1895. Kr. 1. „Kvennablaðið“ kemnr út einu sinni í mánuði, 12 blöð á ári, og kostur 1 kr. 50 aura. Þriðjungur verðsins borgist fyrirfram, en 1 króna í júlímánuði. Segi nokkur upp blaðinu, láti útgef- anda vita skriflega fyrir 1. október. — Afgreiðsla: Þingboltsstræti 18. Háttvirtu kaupendur! Um ieið og Kvennablaðið hefur göngu sína, get jeg eigi varizt því, að ávarpa yður með nokkurum orðum, einkanlega til að þakka ykkur þær sjerlega góðu uudir- tektir, sem þetta fyrirtæki mitt hefir roætt hjá ykkur, og allan þann velvildarhug og vinsemd mjer til handa, sem jeg hef hvervetna orðið vör við í brjefum ykkar til mín. En sjer í lagi þakka jeg ölium þeim, sem sent hafa borgun. fyrirfram, það traust, sem þær hafa sýnt mjer, þótt þær hafi fæstar þekkt mig persónulega. Jeg mun líka, sem mjer er frekast unnt, leitast við að bregðast ekki því trausti og vonum, sem Kvennablaðið hefir vakið, og reyna að gjöra það svo vel úr garði, sem jeg hefi bezt föng á. Að það kom rkki fyrri út stafar af því, hveseint boðsbrjefin vóru send út og að jeg varð að bíða eptir þeim aftur, til að geta gert mjer hugmynd um, hvað upplagið þyrfti að vera stórt. Ennþá er samt mestallt ókomið úr fjarlægustu sýslunum. Enn vonandi, að undirtektirnar verði þar ekki lakari enn annarsstaðar, læt jeg blaðið hlaupa af stokkunum, felandi það góðvild og umburðarlyndi ykkar allra. Eins og í boðsbrjefinu stóð, á ekki blað þetta að flytja póiitiskar greinar, heldur eingöngu gefa sig að konunum og heimilunum. Það hefir iengi verið sagt, að heimilin væru ríki kvennanna; því skyldum við þá ekki vilja hlynna sem bezt að þeim? Hvort sem við erum giftar eða ógiftar, verður það þó jafnan ofan á, að við eium húsmæður, mæður, dætur eða vinnukonur. Allar vinnandi okkur sjálf'um og öðrum gagn beinlínis og óbeinlínis. Eugin okkar neitar víst því, að flestar af okkur bæði ríki og kjósi helzt að rikja á keimilunum, án þess þó við könn- umst við að okkur sje ekki leyfilegt að líta út fyrir bæjardyrnar, eða að við höfum ekki rjett eða hæfileika til að gegna fleiri störfum. Enn það er ávallt betra að feta áfram, þó smáum fetum sje stigið, heldur enn aftur á bak. Við þurfum að iæra svo margt, og það getúm við bezt hver af annari í ritum og ræðum, með því að sem flestar láti skoðanir síuar í ljós, bendi á hvað aflaga fer og hvernig takast mætti að ráða bót á ýmsum heimilisvandkvæðum. Enn einkum vil jeg biðja hinar hátt- virtu húsmæður, sem hafa langa reynslu fyrir sjer í búskapnum, að styrkja blað þetta með góðum bendingum um ýmislegt, 1 )

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.