Fréttablaðið - 10.08.1914, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.08.1914, Blaðsíða 1
X 1 tbl. —Akureyri, mánudag, 10. ágúst, 1914. — Útgefandi Jón Stefánsson. — Prentsmiðja Odds Björnssonar. Eftir áskorun margra bæjarbúa verð- ur gerð ofurlítil tilraun til að gefa daglega út fréttir af ófriðinum og öðru því, er ber við markverðast og er »Fréttablaðið« stofnað til þess. Ef útgáfan getur borið sig fjárhagslega, er ætlast til að blaðið komi út á hverjum degi, nema laugardögum og sunnudögum, en svari hún ek-ki kostn- aði, hættir blaðið tafarlaust. Það verð- ur einungis selt í lausasölu á götum bæjarins og verður það vel failið til þess að birta í þvf auglýsingar, sem eingöngu eru ætlaðar bæjarbúum til lesturs. Smáauglýsingar kosta 25 aura (minst), er greiðist fyrirfram, en stærri auglýsingar verða teknar eftir sam- komulagi. Ófriðurinn. Það er svo nú, sem oftast er ó- friður geisar, að sítnasambönd eru slitin og lokuð víða, svo að fréttir berast ekki fyr en seint og siðar- meir, og oft líður langur tími þang- að til blöðin fá greinilegar sagnir af því sem gerist á blóðvelli bardag- anna, þrátt fyrir það, þó ýms stór- blöð hafi þar hvert fyrir sig, sérstaka fréttaritara. Það virðist auðsætt af fréttum þeim sem komnar eru, þó þær séu enn harla ógreinilegar, að þeir banda- mennirnir Austurríkismenn og Þjóð- verjar fari yfirleitt halloka fyrir mót- stöðumönnum sínum. Að vísu er það ekki þýðingar- laust, er dæma skal um óhlutdrægm fréttanna, að símleiöin tii vor ís- lendinga er öll í höndum Englend- inga, en á hinn bógiiin segja skeyt- in svo greinilega frá óförum Þjóð- verja, bæði í sjóorustu við Rússa og iandorustum við Belgi og Frakka að iitlar líkur eru til þess að þeir hafi úr þessu verulegt úrslitaatkvæði um hvenær friður verður saminn í skeyti sem kom á föstudaginn er sagt að fiskiskip (ensk) geti stundað veiði (í Norðursjónum) við austurstrend- ur Bretlands og að þau komi til ís- lands, og bendir það ótvírætt á, að Bretar telja sig hafa brotið á bak aftur, alt sem þeir þurfa að óttast vegna fiskiflota síns. Frá blóðvellinum. Síðustu símfréttir af stríðinu. Sunnudagsnótt 9. ágúst. London: Tuttugu þúsund manna féllu í orustunni við Liittich (milli Belgja Og Þjóðverja). Leifarnar af hernum biðja um sólarhrings vopna- hlé. Montenegro segir Austurríki stríð á hendur. Orustan í Norður- sjónum milli Englendinga og Þjóð- verja varð ekki úrslitaorusta. Sjóleið til Hull er opin. (Lúttich — eða Liége — er gömul kast- alaborg og hefir nýlega verið víggirt mjög ramlega, svo Belgir hafa átt mjög hægt að- stöðu, með að skjóta Þjóðverja niður með fallbyssum, frá virkjum sínum þar. Lúttich liggur á mjög fögrum stað við ármótin þar sem Ourthes fellur út í Maas og er þar orðrómað fyrir náitúrufegurð. Þar er gam- alt biskupssetur, og gamall háskóli, málm- iðnaður gríðarmikill og margháttaður, frægar vopnaverksmiðjur, klæða og leðurvöru-verk- smiðjur. Verzlun fjörug og íbúarnir efnaðir yfirleitt.) Gríðarmikið úrval af morgunkjólataunm nýkomið og selt sérlega ódýrt í Brauns verzlun. Sunnudag 9. ágúst. London: Bretastjórn tilkynnir með götuauglýsingum í London, að enska herliðið í Afríku, hafi lagt undir sig Togoland, tekið alla Þjóðverja í Iandinu fasta, hnept herlið þeirra í varðhald, dregið upp enska fánann á öllum opinberum byggingum, og lýst landið í heild sinni undir eign og stjórn Breta. (Togoland liggur að Afríkuströnd, milli stórfijótanna Niger óg Volta, er 87,000 fer- kílómetrar að stærð, íbúar nær tvær milj- ónir. Þjóðin dugleg og sparsöm, gríðar út- flutningur af pálmaolíu, pílmahnetum, gúmmí, kakaó og maís. Þjóðverjar hafa grætt stórfé á landinu og þjóðinni, sem þeir hafa þó farið vei með og lifað í friði við hinn upprunaiega kynflokk landsins.) Mánudag 10. ágúst. London: Frakkar hafa tekið Els- ass-Lothringen af Þjóðverjum. Mik- il orusta við Múhlhansen í gær milii Frakka og Þjóðverja. Frakkar sigruðu en mistu 15. þús. manns. Belgir neita um vopnahlé við Lútt- ich og þar stendur yfir úrslitaorusta. Belgjum er talinn vís sigur, þeir hafa 100 þús. herliðs eftir enn, vopn- að með „Mauser“-riflum. (Múhlhausen er ramlega víggirt borg i Lothnngen og liggur gegnt Belfort skamt innan við þýzku landamærin. Það er því auðséð að Þjóðverjar hafa alt af tapað og

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/178

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.