Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Geisli

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Geisli

						GEISLI
1. tbi.
Laugardaginn 27. okt. 1917.
I.  árg.
Glaðr ok reifr skildi gumna hver uns sinn bíður bana.
Betra  er  glöðum  en   glúpnandi  at vera.
Ti! lesenda!
Sumarið er úti og sælu og gleðistundir
þess eru að baki okkur og aðeins eftir af
þeim endurminningarnar í fylgsnum hug-
ans. Nú er sumarið búið að kveðja okkur
og veturinn er að heilsa okkur. Sólskins-
blettirnir i náttúrunni fækka og smækka
«n nóttin nær meiri og meiri yfirráðum í
náttúrunni, hitinn minkar en kuldinn vex
og alt verður ömurlegra fyrir okkar ytri
augum. Utiverustundirnar sem að sumr-
inu eru okkur andleg og líkamleg nautn,
fækka, og við verðum margan daginn
fegnir að hreyfa okkur sem minst úr hús-
um okkar. En þó að dimmi og kólni hið
ytra í náttúrunni, þá megum við þó ekki
láta dimma og kólna hið innra hjá oss.
I andans fylgsnum þarf ávalf að vera
ylur og birta og hugurinn ávalt að vera
opinn til að taka á móti allri hollri lífs-
gleði og fjöri utan að, því lífsgleðin lengir
líf vort, en angur og ólund gera það gleði-
snautt og stytta það.
Nú í skammdeginu og vetrarkuldanum
vill „Geislinn" veita vermandi ylgeislum
inn í hugi manna og híbýli, auka hlátur
og gleði í húsum okkar. — „Geislinn" vill
eiga erindi inn á hvert einasta heimili í
bænum, og helst til hvers einstaklings. —
Hann vill vera þannig úr garði gerður, að
hann geti orðið sem flestum, bæði ungum
>og gömlum til gleði,   með öðrum   orðum,
hann vill verða svo fjölbreyttur, að sem flest-
ir geti fundið þar eitthvað, sem þeir geti
haft ^aman af.
Þó að „Geislinn" sé gamanblað, þá mun
hann þó leitast við að láta sjást hjá sér við
og við fróðleiksmola, sem þannig eru, að
bæði sé skemtun og fróðleikur að. „Geisl-
inn" ætlar að flytja góða, þýdda skáld-
sögu j hverju blaði, og innlendar og út-
lendar smákýmnissögur, ennfremur verða
í hverju blaði skrítlur eða fyndnissetningar
og því um líkt, og grín í bundnu máli
við og við.
„Geislinn" mun ekki veitast persónulega
að nokkrum einstaklingi, en henda mun
hann gaman að því, sem honum finst hlægi-
legt eða heimskulegt í máli og menningu.
Þrátt fyrir hið gífurlega háa verð á allri
útgáfu blaða, verður verð „Geislans" að-
eins 12 aura blaðið, og er það hið lægsta,
sem hugsanlegt er að blaðið beri sig með.
Vonast „Geislinn" því eftir því að sér verði
svo vel tekið og kaupendur svo margir,
að ekki þurfi að hækka verðið eða blaðið
að hætta að koma út. — „Geislinn" vill
verða svo vinsæll, að hann geti komið út
um hverja helgi í vetur, ef hægt verður
að fá pappír. Oskar hann svo að lesendur
sínir megi eiga sem flestar gleði- og ánægju-
stundir á komandi vetri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4