Tímarit.is   | Tímarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Gimlungur

Smelltu hér til ağ fá meiri upplısingar um 1. tölublağ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Gimlungur

						Blab f^tír buenbut oq petfeamenn,

I. ÁRG.

GIMIvI, MAN., 30, mars 1910.

Nr.  1.

Tai kaupenda oy

lesenda vorra.

Fyrir áskorun all-margra niáls-

metandi manna, ráðumst vjer, út-

gefendur "Gimlungs" í, að bjóða

löndum vorum, fyrst og fremst Ný-

íslendinginn, er blaðið er einkum

ætlað, og svo öllum löndum vorum

vestan hafs og austan, að gerast

kaupendur að þessu nýja blaði, er

nú kemur í fyrsta sinni fyrir al-

mennings sjónir.

Vér munum leggja alt kapp á,

að gera það sem best úr garði, svo

að frágangur allur á því verði svo

góður, að fiann þurfi ekki að vera

því til fyrirstöðu, að blaöið mæti

góðum viðtökum á sem flestum

íslenskum heimilum.

Áform vort er, að blaðið taki

einkum eftirfarandi mál til með-

ferðar: Búuaðarmál, sveitarmál-

efni, einkum Gimlisveitar, en einn-

ig málefni annara íslenskra sveita

eftir föngum. Skýri frá sveita- og

bæjarráðs-fundum og geri sínar

athugasemdir við gerðir þeirra, ef

þurfa þykir.

Eiunig ætlar blaðið sér að íljrtja

helstu fréttir hvaðanæfa ; fyrst og

fremst íslenskar fréttir ; reyna

að skýra sem sanuast og réttast

frá gangi helstu mála á ættjörðu

vorri, en varast hlutdrsegni í þeim

málum, sem og í öllum efnum. —

A ísienskar fréttir leggjum vjer á-

herslu af því, að vér vitum, að þær

eru flestu öðru hugðnæmari öllum

góðum íslendingum vestan hafs,

en tiltöiulega í fárra höudum.

Stjórnmál muu blaðið ræða þeg-

ar því ræður svo viö að horfa, því

það fylgir sk.oðun B. Gröndals í

því, að íil þess að ræða siík mál

hafi allir jafnan rjett, og að þau

sjeu ekki einkamál vissra "galdra-

manna, er gæddir séu sérstökum

fítonsanda".

Jafiian mun blaðið fylgja þeim

stjórnmálaflokki að málum, er því

virðist heilla-drýgri stefnu hafa

og hollari almennri velferð.

Viö trúmál ætlar blaðið sér ekki

að eiga af eigin hvötum, en öllum

skoðunum í þá átt skal það ljá rúm.

svo  lengi sem þær,  að  rithætti,

halda sér innan vébanda almennrar

prúðmensku.

Nafnið "Gimlungur" höfum

vér kosiö blaði þessu af því, að vér

vildum kenna það við heimilisfang

sitt. Framfarir í hvívetna er aðal-

markmið blaðsins, og af öllum

mætti vill það reyna að styðja allar

s a n n a r framfarir, andlegar sem

líkamlegar. Og vonar það, að all-

ir góðir menu styrki viðleitni þess.

Getið skal þess, að ekki allfáir

hinna ritfærari manna hér vestau

hafs, hafa þegar heitið blaðinu liði

sínu, enda tekur það með þökkum

öllu því, er vel er skráð og meun

viidu góðfúslega unna því.

Friðsamur vill 'Gimlungur' vera

í lengstn lög, euda sér hann ekki

blaðadeilur mjög til framfara

horfa, en vel mögulegt menskum

mönnum, að ræða mái án persónu-

legraskamma. En ó v e r ð s k u 1 d-

aðar hnútur í hans garð — já,

tölum um þær ef tii kemur, en

vel getur blaðið komist af án

þeirra.

"Gimlungur" kemur út einu

sinni í viku hverri og- mun verða

kostað kapps um, að rjúfa ekki

þann skilmála við kaupendur, þyí

oss er kunnugt um, að vanefndir í

því efni er citt af því, er fuudið

hefir verið þeim blööum til foráttu,

er áður hafa hér á legg risið, og er

það með öilu eðlilegt, því slíkt er

óþolandi blaðamenska og óþekt

þar, sem hánra: í lagi.

Vér skulum hér endurtaka það,

að vér treystum Ný-Islendingum

manna best til, að reynast þessum

unga landa þeirra dreugir góðir.

einkum af því, að oss er kunnugt

um, að þeir hafa sýnt fyrirrennur-

um hans hina mestu ræktarsemi og

umburðarlyndi og því göugum vér

vongóöir að þvf.að senda.Gimlung'

út á meðal þeirra, ekki síst þar

sem hann er mi sá eini letraði sam-

landi þeirra, er knýr á dyr. Gest-

risni þeirra er alkunn.

Þótt'Gimlungur'hefji göngu sina

með byrjun aprílmánaðar, þá erum

vér ekki þeirri hjátrúgæddir, að

hann verði apríl-narri af þeim sök-

um, enda hafa sumir þeirra átt

talsvert erindi inn í heiminn, er

litu hann fyrst þanu dag, t. d. Bis-

marck gamli.

En langt er það frá oss að vera

þeir oftraustsmeun, að gera oss í

hugarlund, að þessir tveir afmælis-

bræður verði að nokkru líkir, nema

ef verða maetti að því, að vilja báð-

ir á f r a m og upp á viðí

Að ending eru menn viusamlega

beðnir, að snúa sér til ráðsmanns

blaðsins með alt það, er að' fjár-

málum, pöntunum', auglýsingum,

útsending og allri ráðsmensku lýt-

ur, en til ritstjórans með ritgeröir

og alt það, er innihald snertir.

Nýtt mánaðarrit,

Utgefendur 'Gimlungs' haia á-

kveðið, að gefa út mánaðarrit,

Nafn þess verður

H E I M I I, I S V I N U R I N N.

Stærð ritsins verður 36 arkir

árgangurínn, í átta blaða broti, 3

arkir á mánuði hverjum, og kemur

fyrsta tölublað út, að forfallalausu,

um mánaðamót Apríl og Maí

(Apríl-blaðið).

Mánaðarrit þetta á að flytja

fræðigreinar, sögur, markverðustu

uppfundningar, myndir af íslensk-

um merkismönnum með æfisögu-

ágripi; kvæði, bókfregnir o. fl.

Kappkostað veröur að hafa það

vandað eftir föngum, bæði að ytra

og innra frágangi.

Alt það, er lýtur að innihaldi

ritsins, svo sem ritgerðir. kvæði

o, fl. sendist ritstjóranum : en um

yiðskifti öll, pantanir, borguu á

andvirði ritsins og alt, er fjármál

snertir, snúi menn sér til ráðs-

mannsins.

Verö $1.00 árgangurinn-

Eu þeir, er ijerast kanpendur að

Oimhutrji oi/ Hei'niíhvininum fá

b<eði blöðhi fijrir $1 50 um árið.

Góð sölulaun yeitt-

FRA ISLANDI.

Eins og drepið er á í hmgangsorð-

um að þessu blaöi, höfum vér í

hyggju, að leggja aláð við ísiands

fréttir í þeirri von, að lesendum

séu þær kærkomnar.  Aðalmálið,

sem þar er nú á dagskrá, erbanka-

málið svo nefnda. Sögu þess máls

munum vér sem fyrst segja í fám

oröum- Og það sannasta í því

máli ætti bráðum að verða unt að

finna, því nú er komið út svar

bankastjóranna fráviknu, Tryggva

Gunnarssonar, E. Briems og Kr.

Jónssonar- Því miður er það ekki

enn komið í vorar hendur, en

"Reykjavík", 19. febr. farast með-

al annars þannig orð um "svarið",

er þá er ný-komið út :

SVAR

BANKASTJÓRANNA.

...... Ég hefi hvorki rúm né tóm

til í dag, að gefa neinn útdrátt úr

syörum þessumog athugasemdum.

— Ailir þurfa líka að lesa þau

sjáifir.

Þess eins vil ég geta, að höfuud-

arnir segja meðal annars : "Það

var ómögulegt að fá nefndina til

að bóka ré>t þaö sem milli fór.

Svörin eru meira og minua skæld

og skakt bókuð".

Enn fremur segja bankastjórarn-

ir um annað atriði: "telur það

eitt, sem annað, er nefndin liefir

rangt bókað, svo að ekki sé annað

sterkara orð um bókanir hennar

haft".

Enn   segja   bankastjórarnir:

"Svarið, sem nefndin leggur oss í

munn, ...... er svar, sem vér aldrci

höfum gefið nefndinni, heldur

skáldskapur sjáifrar hennar".

Loks geta höfundarnir þess, að í

"skýrslunni" hafi nefndin á einum

stað "búið íil" heiian fund (12.

Nóv. kl. 9. árd.), þar sem gæslu-

stjóraruir eiga báðir að hafa mætt

og eru þar prentuð ýmis svör eftir

þeim upp á ýmsar spnrningar.

Fundurinn er heil blaðsíða prentuð-

Eu bankastjórunum er alyeg ó-

kunnugt um þennan fuud, aðhann

hafi nokkur verið. Því síður kann-

ast þeir við "svör" þau, sem þeim

eru eignuð þar.

Fundurinn með öðrum orðum

allur "til búinn" skáldskapur.

Eöa aðrir finua ef til vill betur

viðeigandi orð um slíka bókun !

Hvað viröist mönnum nú um

trúveröuleik nefndarmanna ?

Þeir eru ófáanlegir til að bóka

Frh. á 3. bls.

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4