Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Landvörn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Landvörn

						• •
TJtkoniudögum og tölublaðafjölda
verður hagað eins og hentast þyk-
ir, eptir þvi, hvernig uraræður vevða
um stjóriaarskrármálið.
Verð hvers einstaks töluhlaðs 15
aurar. Askrifendur borgi við árslok
næstu, 10 aura fyrirhvert útkomið
tölublað ; þó ekki meira en 3 krón-
ur alls.  Askrift bindur til ársloka.
I. árg.
Reykjavík, laugardaginn 3. janúar 1103.
1. blað.
i
%it stríðs, tíl stríðs! mín þjóð, min þjóð!
Nú þarf að nota vopnin góð
með herta, hvassa egg;
nú þarf að hita hjartablóð
með helgri, frelsi vígðri glóð
og þora' að segja;  „íþennan vegg
jeg þunga steininn legg!"
Þeir þykjast etska œttland sitt,
en, Island, skal þá frelsi þitt
í dróma knúð og keyrt? —
Þeir segjast gjöra, gjöra vel,
en, — QfýíO' frelsi vort í hel!
Og friðarklæði um voðavjel
er vel með knútum reyrt.
Þeim knútum vinnur eldur á
og eggin hvöss og gljá og blá, —
já, viljans voldugt sverð,
i blóði Sigfús-sona hert,
úr segulstáli hjartans gert,
með sögurjett skal bjart og bert
oss búa sigur-ferð!
Að hrækja ekki' i eigin spor,
en áfram sœkja, herða þor
og aldrei krjúpa' á knje, —
það gefur trú, sem bifar björg,
það brýtur gamla vanans hörg,
og hræsnin flýr og heimskan örg
en heilög standa vje!
II.
Ipeir segja þig þreytta, minþjóð, minþjóð,
að þögul þú sitjir með dauða-blóð, —
það treysta þeir einmitt á.
En, — ó, aðþú stæðir sem standberg min þjóð,
og streymdi i œðum þjer rennandi blóð,
sem fossins í Öxará!
Og jeg veit að liflr í gígnum glóð,
sem glóandi, brennandi sendir flóð
á vóílinn, er varir minnst!
jeg veit þú átt ólgandi' eldheitt blóð
og óðinn, sem knýr úr björgum hljóð, —
ef viltu það, sigurinn vinnst.
Nú, hlœið að því, að jeg hef minn skjöld,
fyrst hvorki á jeg metorð nje auð nje  völd.
Jeghirði' ekki um hefð nje „stand!"
En að kaupa sér frið við frelsi sins lands,
eru fjörráð  við drengskap  hvers einasta
manns,
sem elskar sitt ættarland.
Jeg trúi' ekki, þjóð min, að þreytt þú sjert,
en þessir, sem leiða þig hafa gert
á framsókn og frelsi vors lands,
þeir eru svo þreyttir því sjálfir þeir sjá,
að sigurkranz munu þeir aldrei fá
nje blessun frá brjósti neins manns.
Þeir  sjálfir,  sem  bregðast  þjer,  selja
þig beint,
i sigurför ganga', en, — þora' aðeins leynt,
á leiði þins mesta manns, —
þeir krýna, þeir tigna Jón Sigurðsson,
vorn sóma og skœrustu frelsisins von,
en — mölva svo merkistöng hans!
Sjá, varðblysin loga, —  i vitana' er kynt
og vótdug skal sóknin og áldrei linnt
unz fáninn er heiður og hreinn!
Því segi hver yðar: „Min œttjörð, meðþjer
að eilifu hugrakkur merkið jeg ber,
þótt standi jeg uppi einn!lí
III.
tyjaki Ijós yfir heiði' óg hlið
in heilaga frelsis-stjama:
Skíni rósin svo skær og blíð
á skautinu vorra barna!
Hvað er vegur, völd og hnoss:
vinnum fyrir þau og oss!
Frelsið lands vors lifi!
§udm,  §udmundí»on.
Stefna vor.#
Tildrög til þess að rit það, er hér kemur
fram, er stofnað nú og á þann hátt, sem les-
endur þess sjá, eru þau, að nokkrum mönnum
hér i Reykjavík hefir þótt skylda sín að láta
koma fram opinher andmæli gegn hneykslisað-
gerðum síðasta alþingis í stjórnarskrármálinu
og gegn þeim opinheru samtökum, er orðið
hafa meðal blaðamanna og annara leiðtoga þjóð-
arinnar um það, að kæfa og bæla niður frjáls-
ar, rökstuddar umræður um þetta málefni, sem
þeir þó alllir viija viðurkenna jafnframt, að
varði þjóðina mest allra niála.
Útgefendum ritsins þykir það fullljóst, að
samtök leiðtoganna í þessa átt eru ekki svo
injög sprottinn af umhyggjusemi fyrir því, að
þjóðin láti ekki tíina sinn eyðast milli þinga í
óþarfar umræður um máJefni, sem þegar sé nú
ráðið til lykta, heldur er hin sanna orsök sam-
takanna sú, að leiðtogarnir vita að hneykslisað-
gerðir þeirra í stjórnarnnilinu geta ekki staðist
skynsamlega rannsókn hugsandi manna i
landinu. Og því vilja þeir, ^em rit þetta gefa
út ekki þola að leiðtogunum haldist uppi að
stinga þjóðhmi svefnþorn — og líta þeir svo á
sem það sé litlu vægara brot móti velferð þj'óð-
ar sinnar, að standa þegjandi hjáogláta hneyksl-
ið óátalið, heldur en hitt að taka beinlínis þátt
í hneykslinu.
Leiðtogarnir óttast, að fortíð þeirra sjálfra
og eigin margítrekuðu yíirlýsingar úm sjalfstæðu-
kröfu Islendinga verði dreguar fram í birtu
dagsins. Þeir óttast, að almeiming mimi hrylla
við þvi, hve meinlega þeir hafi afneitað sjúH'iiiii
sér með hneykslinu og að þjóðin muni ekki
geta trúað því, að allir beztu menn landsins, að
leiðtogunum sjálfum meðtöldum, allir foringjar
íslendinga að fornu og nyju, sem þjóðlegir hafa
kallast, hafi verið blindir draumóramenn, þekk-
ingarlausir og „ópraktiskir" meinlokumeun, en
að pólitisku aumingjarnir, er fóllu danska ráð-
herranum til fóta 1902, hafi einir haft augu til
að sjá og vit til að skilja, hvað landinu ríður
mest á.
Því hefir verið hreyft opinberlega áður og
það er reyndar Iaunungarmál, sem er á allra
vitund, að leiðtogarnir eru knúðir fram á þessa
braut, fjöldamargir, af brennandi þrá eftir því,
að ná sjálfir persónulega í vöid yfir þjóð sinni,
ná í áhrif yfir hinum æðsta stjórnanda, ná í
bitlinga og mola af borðum hinna hæstu herra,
er þjóðin verður að borga. og seilast í ýmsa
hagsmuni, sem þeir vita ekki önnur ráð til
að geta öðlast. Og fyrir þetta á að troða
fótum eldgömul réttindi íslands, merkja það
sömu forlögum á komandi tímum, sem allar
sérréttindalausar lýðlendur Dana hafa orðið að
líða. En af því að allir geta ekki étið sama
molann, þá er lífs nauðsynlegt fyrir leiðtogana
að ala á viðurstyggilegu persónuhatri, bríxlum
og úlfúð sín á meðal, jafnfrarnt því sem þeir
tönnlast á samhljóða samþykki sínu um hneyksl-
ið, — því annars verða hvorugir í meiri hluta
og það er meiri hlutinn, sem býst við að fá
mest af molunum.
Að horfa og hlýða þegjandi á þessar að-
farir leiðtoganna, þó sýnilegt sé, hvert þeir
stefna með velferð landsins og þó vitanlegt sé
af hverjum hvötum þeir vinna, það er ófyrir-
gefanleg, ranglát viðurkenning þess, að þessir
leiðtogar sé sannarlega samboðnir íslenzku þjóð-
inni.
Útg. hafa þann tilgang aðallega, að efla
fylgi þjóðarinnar með ályktun þeirri, er meiri
Muti af borgurum og kjósendum á fundi i
Reykjavík gerðu um þingtímann í sumar er
leið, í þá átt, að skora á þingið að taka 'burt
lógfestingarákvœðið úr stjórnarfrumvai-pinu.
Þjóðin hlýtur að sjá, að ekkert nýtt stjórn-
artildur er kaupandi því verði, að lögbanna
oss um alla ókomna tíma að nota Island fyrir
Islendinga. Blöð og rit hafa að vísu að
undanförnu verið barmafull af hinum skað-
vænlegasta þvættingi um það, hvar skórinn
kreppti í raun réttri að oss nú. Menn hafa
hrópað sig hása um það eitt, að „stjórnin"
„stjórnin" i landinu væri óhafandi, en hafa
jafnframt, sumir af hrekkvísi, en samir af ein-
feldni, reynt að blinda almenning fyrir því,
hvem þátt löggjafarvaldið sjálft, algerlega að
greint frá umboðslega valdinu, hefir átt í
afturför, framfaraleysi eða gönuhlaupum þjóð-
arinnar síðan 1874. Málaskúmarnir hafa vitað,
að þjóðin fann, að henni var illa stjórnað og
því hafa þeir líka vitað, að það mundi berg-
mála hjá þjóðinni, ef stjórnin væri úthrópuð
og atyrt vægðarlaust. En þeir beindu öldu
óánægjunnar yfir umboðsvaldið eitt, sem alls
ekki verðskuldaði nema örlítið brot af öllu
hrópinu og niðinu, í samanburði við þann á-
fellisdóm, sem lóggjafarvatdið verðskuldaði
með réttu fyrir það, hve stefnulaust, blint og
óþjóðlegt það var.
Sumir málaskúmarnir gerðu þessa sjón-
hverfing fyrir þjóðinni viljandi, í því skyni,
sem þegar er sagt, að mölva sína eigin köku
og leiða menn til þeirrar villu, að lífsnauðsyn
væri að fá „aðra stjórn", — „aðra stjóm",
hvað sem það kostaði. Aðrir hrópuðu með
þeim af' einfeldni, en árangurinn varð sá,  sem
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4