Tímarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Magni

Click here for more information on 1. tölublağ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Magni

						Þd kom til Magni, sonr Þórs

ok Jdrnsöxu; hann varþá þri-

nœttr;   hann  kastaði   fæti

',; Hrungnis jötuns af Þór ok

mælti:  Sé þar Ijótan  harm,

i faðir,  er ek kom svá síð; ek

MAGNI

birtist þá er brýnasta nauosyn ber til

og mælir máli lands og lýos utan bæjar og innan

—  Kostar 5 aura  —

hygg, at jötun þenna myndak

hafa lostit i hel með hnefa

minum, ef ek hefða fundit

hann.

(Snorra Edda,

Skdldskaparmál k. 17)

J

Reykjavík 28. ágúst 1912

¦

Það heiti er því alment valið, hinu

nýlokna alþingi, sem ætlað var ósmá

afrek að vinna, bæði í stjórnmálum

og fjármálum.

Stj órn m ála-afrekið m ikilf englegasta

er það, að það kom stjórnarskrár-

frumvarpinu frá síðasta þingi fyrir

kattarnef — málinu, sem því var sér-

staklega ætlað að bjarga til lands.

Og annað afrekið í þeirri grein er

bræðingurinn, sem frekara mun á vik-

ið síðar.

Kauphækkunarauknefnið hefir þing

þetta hlotið fyrir það, að það, sjálf-

sagt hið lang-lélegasta í allri þing-

sögu vorri hinni nýju, hefir látið það

vera eitt sitt hið helzta verk, að hækka

daglaun alþingismannanna um ýmist

2 eða 4 kr., eða úr 6 kr. upp i 8

eða ro kr., eftir því hvort þingmað-

urinn á heima innan bæjar eða  utan.

Fjárhag landssjóðs var því ætlað að

rétta vel við, með undirbúning glæsi-

legrar milliþinga-höfðingja-nefndar og

eftir því kostnaðarsamrar.

En þingið brytjaði niður öll hennar

efnilegu börn, að einu undanþegnu, og

því líklega einna ófélegustu af öllum

hópnum: um síldarlýsistoll, sem var

þó í lögum áður, en nefndin vissi ekki

afl'

Loks klykti það út með lotterílaga

frumvarpi, til þess, að gera hér ílendan

einhvern hinn háskalegasta viðskifta

siðspillingarósóma, sem til er með

öðrum þjóðum!

Bræðings-pukrið.

Það sem stórtspilt hefir fylgi hinn-

ar nýju tilraunar til að afla oss betri

sambandskosta við Dani er pukrið um

þá, eins og forgöngumenn þess máls

hugsa sér þá. Þeim er haldið leynd-

um, eigi að eins fyrir almenningi, held-

ur jafnvel fyrir þingmönnum, utanþeim

einum, er forustusveitin er alveg viss

um fyrir fram, að eigi muni í aðra

skál leggja en henni er þóknanlegt.

Þetta hefir auglýst verið fyrir skemstu

í aðalhjálpræðis-tóli þeirra félaga, sam-

bandsflokkshöfðingjanna, því er áður

var lifakkeri heimanstjórnarlýðsins.

Það er gert með svofeldum orðum:

»Samkomulagsatriðin verða ekki birt

fyr en ráðherra hefir gefist kostur á að

bera þau fram í Danmörkuc; og er það

borið fyrir, að ella væri mótstöðnmönn-

um málsins í Danmörku gefið færi á að

afflytja málstað okkar i dönskum blöð-

um áður en fulltrúa alþingis veitist

kostur á að flytja málið fram þar með

þeim skýringum, sem nauðsynlegar

eru.

Hver trúir nú?

Munu ekki flestir átta sig von bráð-

ara á viðmótsmarkinu gamla: yfirþjóð-

in á undan ?

Tvö bæjarstjórnaraxarsköfi

Alt er vitlaust, þjóð og þing —

Það ætti að halda á Kleppi.

Og því mun eg reyna að koma i

Ef kosningu eg hreppi.    [kring

(Þingeysk kosningastaka).

Það er breytingin á Læknum og á

Tjörninni.

Lækinn á að byrgja yfir, líklega til

prýðis eða hollustu, eða þá hvors-

tveggja, þótt hvorugt sé raun og sann-

leika samkvæmt.

En Tjörnina á síðan að hólfa í

tvent, gera garð yfir hana miðja eða

sunnanhalt, írá austri til vesturs, og

leggja þar veg yfir, milli Fríkirkjuveg-

ar og Tjarnargötu.

Lækinn er langt komið að dýpka

neðan til og laga(!) að öðru leyti;

sömuleiðis töluvert áleiðis að leggja

þar holræsi, i stiku á vídd.

Tjarnargarðinum er vel byrjað á,

með 2 öflugum grjóthleðslum frá aust-

urlandinu rétt fyrir innan tiin B. J. ráðh.

og kvað eiga að bera þar afrakstur (rusl)

í milli, eða annan ofaniburð. Komið

nokkra faðma frá landi.

Breytingin á Læknum, sem flestum

mun koma saman um að sé ekki

nema stórskemd og kosta á ef til

vill 30—40 þús. kr. eða hver veit

hvað — Lækurinn sé miklu fallegri

opinn, eins og áður var hann, og

hollustumeiri fyrir bæinn, ef lagaður

er lítils háttar, með því að þá streymi

sjór liðugt inn um hann og út með hverri

flæði í Tjörnina, sem veitir ekki af

meiri hollustu en nú hefir hún upp á

að bjóða.

Tjörnin þarfnast þeirrar mikilsverðrar

umbótar, að lagður sé skemtistígur

handa bænum alla leið hringinn íkring

um hana, þar sem götur ná ekki til

að svo komnu, en ekki hins, að skil-

inn sé eftir sunnan af henni þriðjung-

ur eða helmingur, þar sem mest er

af ógengum fenjum og foræðum á

landi, og hlaðinn sísökkvandi vegar-

garður um hana þvera, með um

40,000 kr. kostnaði, að mælt er.

Til þessa hvorstveggja verður þá að

taka líklega nær 80,000 kr. lán og

demba á bæjarmenn fornspurða, ofan

á ráðgert 1,200,000 kr. lán til hafn-

argerðar, sem liklegra er að bærinn

rísi ekki undir en hitt, og hann á þar

að auki á hættu að verði honum að

falli þann veg, að skip fælist burt frá

höfninni vegna gífurlegra hafnargjalda.

Það er að segja af Lækjarviðgerð-

inni, að hún er líklega hið allra dýr-

asta mannvirki, sem hér hefir gert ver-

ið. Háyfirstjórn þess hefir bæjarverk-

fræðingur Benedikt Jónasson, sem

mælt er að ekki gefi verk sín. Og

hefir að sögn sér við hlið allmikla

sveit meðstjórnenda, meðeftirlitsmanna

og framkvæmdar-berserkja fyrir alt að

7 kr. kaup á dag, þar á meðal 2 bræð-

ur bæjarverkfræðingsins. í þeirri sveit

kváðu og vera nokkrir alt að því

ótíndir trésmiðir með 6 kr. kaupi á

dag, þó að altalað sé, að fá megi slíka

menn fyrir ekki meira en 4 kr. á

dag.

Alt væri þetta nii sök sér, ef mann-

virki þetta væri þá þar eftir mikilsvert

og þarflegt.

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4