Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verkmannablağ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Verkmannablağ

						X

.--»- —
I. blað
Útgefandi:  Verkmannafélagið »Dagsbrún« i Reykjavik
M&í 1913
Formáli.
3^|JÓðfélag!D greinist í flokka og stéítir. Peir
íp menn, sem hafa sameiginlegra hagsmuna að
gæta eða búa undir sömu lífskjörum skipa flokk
eða stétt saman.
Þessi flokkaskifting hefirátt sér stað frá fyrstu
tímum menningarinnar hjá öllum þjóðum, eins hjá
okkar þjóð, frá upphafi hennar. Fyr á öldum vóru
þaer stéttir fáar, sem báru verulega glögg sér-
kenni. Hjá öðrum var flokksmeðvitundin dauf
og þær báru að ytra áliti lítinn lit hver af annari.
Á síðustu tímum breytast lífernishættir manna óð-
fluga og hníga æ meir í samvinnu-átiina, einkum
samvinnu innan stéttanna. Hver stétt vinnur sam-
an að sameiginlegum hagsmunum. Hver stétt
skarar eld að sinni köku og dregur eftir megni
hlut úr hendi annara stétta. Þetta er kallað stétta-
barátta. Hún eykst og harðnar ár. frá ári, eftir
því sem samvinnan innan stéttanna eykst og
stéttarmeðvitundin þróast. Þær stéttir serri mesta
stéttarmeðvitund hafa og vinna kappsamlegast
að sameiginlegum hagsmunum, vinna sigur í bar-
áttunni, eða ná að minsta kosti betri aðstöðu,
ná í skæðustu vopnin og öruggustu vígin. Þær
stéttir sem sinnulausar eru um hag sinn og hlut-
verk fara halloka og verða að sæta hörðum frið-
arkostum af hendi sigurvegaranna.
Við verkamenn skipum sérstaka stétt í þjóð-
félaginu. Við lifum við önnur lífskjör, en aðrar
stéttir. Við erum allir snauðir; eigum ekki fé, ekki
Iönd, ekki framleiðslu- eða fjárafla og engin rétt-
indi, sem Iátin verða í askana. Pað eru aðrar
stéttir, sem þessi gæði eiga. Við verðum að lifa
af þeim launum, sem við fáum fyrir það, að vinna
fyrir aðra, — vera fjáraflaverkfæri í hendi, atvinnu
rekenda. Okkur vantar skilyrði til þess, að fram-
leiða sjálfir lífsnauðsynjar okkar. Við verðum að
kaupa þær af öðrum stéttum. Og við höfum
ekkert gjald til að greiða með kaupverðið annað
en vinnuþrek eigin líkama. Pað eitt getum við
selt eða látið í skiftum fyrir lífsnauðsynjar okkar.
Því erlíf okkar og velferð undir því komin, hvori
við fáum kaupanda að vinnunni eða ekki oghvað
hún er í háu verði á markaðinum. Nú er svo
komið, að við eigum líf okkar og velferð undir
öðrum, þörfum þeirra, ástæðum þeirra, vilja þeirra
og jafnvel dutlungum.
Borgaralegar skyldur hvíla á okkur, engu síður
en öðrum stéttum. Við berum sjálfir ábyrgð á
því, að rækja þær skyldur og fullnægja þeim. En
enginn ber ábyrgð á því, að við höfum jafnrétti
við aðrar stéttir. Þegar okkur þrýtur krafta til að
vinna, þá fáum við ekki »lausn í náð« með eftir-
launum, né fáum lífeyri frá verðbréfum eða spari-
sjóðsbókum.  En  við fáum annað.  Við fáum
þunga refsingu fyrir það, að verða sjúkir eða upp-
gefnir fyrir sakir elli og lúa. Við erum sviftir þeim
fáu mannréttindum, sem við áttum áður að nafn-
inu til. Erum settir niður í almenningsálitinu á
bekk með sakamönnum. Og fyrir þennan réttinda-
missi og fyrir lítilsvirðinguna fáum við náðarbrauð
fátækrasjóðsins, oft þurt og brent og altaf marg-
eftirtalið.
En  það  þarf  ekki elli  og vanheilsu eina til.
Ef einhver þeirra, sem fjárráðin hafa, hættir
að kaupa vöru okkar, vinnuna, af því að hann
heldur að'einhver banki muni svara 7* % hærri
vöxtum, en atvinnureksturinn, eða honum þykir
öruggara að láta fé sitt liggjaí banka, en atvinnu-
rekstri, þá er honum engih sök gefin á því. En
við eigum á hættu að fá sömu refsingu fyrir það,
sem lögð er við vanheilsu og elli.
Slíkum búsifjum eiga verkamenn, daglauna-
menn einir að sæta.
Petta og fleira í lífskjörum þeirra og aðstöðu
í þjóðfélaginu greinir þá glögt frá öðrum mönn-
um, sem sérstaka stétt.
En hvað gerum við svo fyrir sameiginlega
hagsmuni þessarar stéttar?
Við höfum kosningarrétt, samkvæmt stjórnar-
skránni, og mest atkvæðamagn allra stétta.
Við kjósum menn af öðrum stéttum til þess
að fara með löggjafarvaldið, stýra málefnum
sveitarfélaga, bæjarfélaga og þjóðarinnar allrar.
Er það leiðin til þess, að hlynna að hags-
munum verkmannastéttarinnar?
Við styðjum f orði og verki frjálsa samkepni
í atvinnuvegum, verzlun og íramleiðsiu.
Erum við þar að tryggja hagsmuni okkar,
sem stöndum vopnlausir í samkepnisbardagan-
um?
Við höldum uppi blöðum og ritum annara
stétta, kaupum þau oglesum og ritum í þau með
köflum.  En eigum ekkert blað sjálfir.
Er þetta ráðið til þess að halda velli í stétta-
baráttuuni, sem aðrar stéttir hafa hafið og dregið
okkur inn í?
Við skipumst í félög með öðrum stéttum og
flokkum, vinnum með þeim og fyrir þá, svo þeir
geti magnast að vexti og völdum.
Er það sigursæl bardagaaðferð að tvístra lið-
inu forustulaust innanum óvinaherinn?
Nei, — þetta verður að breytast.
Við verðum að fara að rumska og komast til
meðvitundar um sjálfa okkur áður en það er um
seinan. Við megum ekki bíða eftir því að verða
bókstaflega þrælar og verkfæri annara stétta., við
verðum að fara að hugsa og tala hver við annan
í ræðu og riti, um ráð til þess að varðveita stétt
okkar frá niðurlægingu og eymd. Við erum þeg-
ar fallnir nógu djúpt. Við verðum að sækja okk-
ur á og komast upp í jafnhæð við aðrar stéttir.

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4