Tímarit.is   | Tímarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

Smelltu hér til ağ fá meiri upplısingar um 1. tölublağ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vikan

						I  ár (1.)

Fyrir auglýsingar

"OUtaxv

*\5\&tt&^á$a dagbtaðsuis *\3\s\^

1. ársfj. I. tbl.

Fyrir auglýsingar

Ársfjórðungurlnn kostar innanlands 60 au. sem

greiðist fyrirfrarn.  Erlendis 75 au. eða 20 cents.

Rvík Sumardagiim fyrsta 1912.

1. ársfjórðungur er talinn til júlíloka. — Fastir

útkomudagar mánudagar.   Aukablöð við og við.

^ðxftati.

Vikuútgáfa dagblaðsins

Vísis.

Sðkum þess að burðargjald undir

Vlsi út um land og til útlanda, er

svo mikill hluti af verði blaðsins

og oð nokktið af því sem í blað-

inu stendur er um málefni, sem

eingöngu varðar Reykjavíkurbúa,

þar með talin mestur hluti þeirra

auglýsinga sem þar eru — þá

hyggur útg- a& gefa & vikuútgáfu

af blaðinu, þar sem í sfeu allar

helstu frjettir hlaðsins og œtti það

blað að verða langfrjettaauðugast

vikublað íandsins.

Þótt þetta fyrstatölublað komi nú,

á sumardaginn fyrsta, þd er ekki

œtlast til að útgáfa blaðins verði

reglubundin fyr en í nœsta mán-

uði, og telst fyrsti ársfjórðungurinn

til júlítoka. Verði gefin út auka-

blöð eru þau kaupendum kostnað-

arlaus.

Blaðið kemur út mánudaga og

kostar ársfjórðungurinn 60 au. og

borgast um leið og sagt er til

áskriftar d blaðinu.

Nýi stjórnmála-

flokkurinn.

Marga mun fýsa að vita hvað

það er sem stjórnmálamenn vorir

eru r.ú að bræða með sjer og vill

Vísir því birta aðal undirskriftaskjal-

ið.

Annað skjal þeirra fjelaga, sem

undir hafa ritað Björn Jónsson,

Hannes Hafstein, Jón Ólafsson og

Sigurður Hjörleifsson verður ekki

birt að sinni.

Breytingartillögur

við

»Uppkast að lögum um rikisrjettar-

samband íslands og Danmerkur*.

I. gr. fyrri málsgrein orðist svo:

ísland er frjálst og sjálfstætt ríki

í sambandi við hið danska ríki um

einn og sama konung og þau mál,

er báðir aðilar hafa orðið ásáttir

í lögum þessum, að sameiginleg

skuli vera.

Ath. Til samkomulags er það

ekki talið frágangssök, ef ekki er

annars kostur, að bætt sje við máls-

greinina þessu: Veldi Danakon-

ungs er þannig ríkjasamband, er

ríki þessi mynda.

2. gr.

I aths. sje þess látið getið, að

báðir aðilar gangi að því vísu, að

þegar því verður við komið, verði

með löggjöf tekinn til greina rjettur

íslands til þess að taka þátt í kon-

ungskosningu.

3. gr.  2. liður orðist svo:

Utanríkismálefni.  Enginn  þjóð-

arsarnningur, er snertir íslensk mál,

skal gilda fyrir  ísland,  nema  rjett

stjórnarvöld íslensk samþykki.

Aths. Það athugast, að menn

sætta sig við það, að undanþegnir

sjeu hermáiasamningar, ef þess verð-

ur krafist.

3. gr. 3. liður orðist svo:

Hervarnir á sjó og  landj  ásamt

gunnfána. Sjerhver vopnfær maður

á íslandi er skyldur að taka sjálfur

þátt í vörn Iandsins eftir því sem

nákvæmar kann að verða fyrirmælt

þar um með lögum, sem alþingi

samþykkir og konungur staðfestir.

Að öðru leyti skulu heimilisfastir

Islendingar á fslandi ekki vera

skyldir til herþjónustu, hvorki í

landher nje flota og má ekki reisa

neina herkastala, nje gera víggirtar

hafnir nje skipa setuliði á fclandi

nema íslensk stjórnarvöld samþykki.

Aths. ^ Leitað sje fyrir  sjer  um

það, að ísland út af fyrir sig  geti

fengið viðurkent hlutleysi sitt.

3. gr.  4. liður:

í stað orðanna: »Efter Overens-

komst með Danmark-? komi: »Un-

der Iagttagelse af internationale Hen-

syn« eða »efter Overenskomst med

Danmark angaaende Udövelsen

heraf*.

4. gr.:

I stað orðsins. »deriblandt« í

danska textanum komi:   »saasom.«

5. gr.:

Aftan við 1. málslið bætist: »að

öðru jöfnu«.

6. grein orðist svo:

Þangað til öðruvísi verðurákveð-

ið með lögum, sem ríkisþing og

alþingi samþykkja og konungurstað-

festir, fara dönsk stjórnarvöld einnig

fyrir fslands hönd með ríkisvaldið

fyrir málum þeím, sem sameiginleg

teljast samkvæmt 3. gr. sbr. 9. gr.,

þó þannig, að ísland lætur íslensk-

an ráðherra, búsettan í Kaupmanna-

höfn og með ábyrgð fyrir alþingi

sem ekki hefur öðrum stjórnarstörf-

um að gegna, gæta hagsmuna sinna

gagnvart hinum dönsku stjórnar-

völdum í stjórn allra sameiginlegra

mála, og skal hann eiga rjett til

setu í ríkisráði Dana.

7. gr. fyrri málsgrein orðist svo:

fsland leggur fje á konungsborð

og til borðfjár konungsættmanna

hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur

og íslands. Framlög þessi skulu

ákveðin fyrir fram um 10 ár í senn

með konungsúrskurði, er forsætis-

ráðherra Dana og íslenskur ráðherra

undirskrifa. Að öðru leyti tekur

ísland ekki, meðan það tekur ekki

annan þátt í meðferð hinna sam-

eiginlegu mála, annan þátt í kostn-

aði við þau en að greiða laun hins

íslenska ráðherra í Kaupmannahöfn.

8. gr.:

Á eftir orðunum: »er fælles eller

ikke« bætist: »i Henhold til § 3, jfr.

§ 9.

9. gr.:

Eftir orðin: »gengur í gildi« í

annari línu í íslenska textanum, komi:

»eða síðar*.

Aftan við greinina bætist: alt

samkvæmt tillögu þeirri, er fram er

komin, eða hafi bæði þingin gert

tillögu, þá samkvæmt þeirri tillög-

unni, sem víðtækari er.

Um framanritaðar breytingatillög-

ur við frumvarp millilandanefndar-

innar frá 1907 höfum við undirrit-

aðir orðið sammála og heitum hver

öðrum að vinna að því utanlands

og innan, að frumvarpið meðáður-

töldum breytingum verði að lögum.

í því skyni að þetta megi verða,

höfum vjer afráðið og heitið

hver öðrum  að  ganga  saman  í

einn stjórnmálaflokk, er skipi sam-

bandsmálnu í fremstu röð stjorn-

málanna. Þeir af oss undirskrifuð-

um, sem eru alþingismenn, heitum

því að stofna þegar í þingbyrjun

í sumar nýan þingflokk, er vinni

að því framar öllu öðru, að sam-

bandsmálið verði til lykta leitt sam-

kvæmt áðurnefndu frumvarpi milli-

Iandanefndarinnar með þeim breyt-

ingum, sem skráðar eru hjer að

framan.

Reykjavík í apríl 1912.

Björn fósson,   Hannes Hafstein,

Björn Kristjdnsson,   fensPdlsson,

fón Magnússon,   fón Olafsson,

Einar Hjörleifsson, Guðm. Björnsson,

fón Þorldksson,  Olafur Björnsson,

Sig. Hjörleifsson, Sve'nn Björnsson,

Þorsteinn Erlingsson, Árni Pdlsson.

'Jvá ttvvów&um.

Síórkostlegí slys.

Sokkið eitthvert

stærsta skip

heimsins.

1653 menn farast.

London 18. apríl,

kl. 4,48 e. h.

Fólksflutningaskipið »TI-

tanic«  rakst á hafísjaka

á sunnudagskveldið kl.

10,25.

Skipið sökk á mánudags-

nóttina kl. 2,20 f. h.

705 menn komust af.

1653 menn fórust.

þeirsem björguðust

komatil New Yorkí kveld.

Daily Mall.

Þetta ógurlega slys hefur orðið

á miðju Atlantshafinu, eða ef

til vill nokkru vestar.

Pólstraumurinn ber geysistóra

fjalljaka með sjer á hverju vori

norðan úr Grænlandsóbygðum

suður á móts við Nýfundnaland

eða sunnar, svo að jafnvel eru

dæmi ti), að jakar hafi sjest á 36.

stigi n. br. (á móts við Oibraltar

á Spáni). Jakarnir flækjast inn í

Golfstrauminn og hafa margoft

orðið skipum að tjóni. Má nærri

geta, að ekki er gott að varast

þá í náttmyrkri, eins og verið

hefur, þegar þetta slys varð, og

ef til vill í þoku eða roki.

»Titanic* var spánnýtt skip, sem

WhifeStar-línan átti; hljóp af stokk-

unum í sumar sem leið, og var

að öllu hið vandaðasta og full-

komnasta fólksflutningaskip, sem

íil var í heimi. Pað var 43,000

smál. að stærð og var smíðað

til þess að keppa við skip Cun-

nard-línunnar, en stærstu skip

hennar eru 32,500  smál.

Skipið hefur verið nær fjórar

klukkustundir að sökkva. Hefir

það á þeim tíma getað sent loft-

skeyti um atburðinn og líklega

hefur eitthvert skip borið að, áður

en skipið sökk, sem hefur getað

bjargað þeim 705 mönnum, er

komust lífs af.

Slysið er eitthvert hið stórkost-

legasta, sem sögur fara af.

Suðurför capt

Scott's.

Fyrstu fregnir

af för capt. Scott's í Suður-íshafinu

bárust norður í lönd frá Akahoa

í Nýa-Sjálandi 2. þ. m.

Skip Scotts, er »Terra nova« heit-

ir, kom til Akahoa um síðustu

mánaðamót og hafði fregnir af

Scott og fjelögum hans til 3. jan.

síðastl. Var hann þá á suðuríeið

til heimskautsins og átti eftir 150

enskar mílur þangað. Hafði hann

þá sagt, að horfur væri vænlegar.

vistir nógar og allir heilir á húfi.

»Terra nova« hjelt norður úr

íshafinu þegar hausta tók, en það

er í sama mund, sem vora tekur á

norðurhveli jarðar, — því að þýða

ingarlaust var að bíða Scotts þar

fyrr en ísa leysti með vorinu oy

fært væri um höfin, en það verður

í fyrsta Iagi í október í haust. Þá

fer skipið suður aftur að sækja

Scott og þá fjelaga. Er ekki að

vænta neinna frjetta af þeim frek-

ara fyrr en skipið kemur aftur úr

þeirri för.

Tjón á fararskjótum.

Scott komst í mikinn lífsháska

einu sinni, er hann ók með hundum

suður jökla. Brast undan þeim

snjórinn og steyptust allir í gín-

andi jökulsprungu, en sleðinn hjekk

á blá-brúninni. Komst Scott heill

af þeim heljar-þremi. — Öðru sinni

tapaði hann hestum, sem rak burt

á stórum ísjaka, er brotnaði frá skör-

inni þar sem hann hafðist við.

Skipverjar láta mikið af ágæti

hunda sinna og segja, að þeir hafi

reynst betur en dæmi sje til áður

á ferðum um íslöndin. Múlasna

höfðu þeir og haft til reynslu, en

þeir komu ekki að neinu haldi.

Náttfari.

Scott hagaði svo ferð sinni áleið-

is til  heimskauts,  að  hann  var  á

ferli um nætur, en hvíldist um daga.

Vísindalegar rannsóknir.

Leiðangursmenn skiftust f flokka

til vísindalegra rannsóknar-ferða um

íshafs-löndin og láta mikið yfir á-

rangrinum. — Einn af leiðtogum

í þeim ferðum, Evans liðsforingi,

veiktist af skyrbjúg og þröngdi svo

að honum, að hann mátti hvorki

hreyfa legg nje lið. Hann var þá

við þriðja mann. Varð annar þeirr

eftir hjá honum meðan hinn sótti

liðveislu annará fjelaga sinna um

tveggja dagleiða veg. Þeir brugðu

við með hunda sína og þakka þeim

að þeir fengu borgið fjörvi Evans

og komið honum til skips.

.

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4