Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Elding

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Elding

						Blaðið  kemur út  á
: hverjum sunnud. Kost- ;
: ar innanl. 8 kr. (75 au :
; ársfjói ð.), erlend. 4 kr., i
i 1 Au.erlku l'A doll.
ELDING
:  Töntun & blaðinu er
I inranlands bundin við
; minst einn ársfj., er-
lendis við árg. Borgun
fyrirfram utan Rvlk.
1901.
RBYKJAVÍK, ÞRIÐJUDAGINN 1. JANUAR.
1. tbl.
„ELDING'
>AÐ er ekki laust við að menn séu farnir að hrista höfuðið
yfir blaðamergðinni á íslandi. Þeim íinst það að bera í
bakkafullan lækinn að fara að stofna nýtt blað. Vér ráðumst
þó óhræddir í það, því sannleikurinn er sá, að hvergi í heiminum er
lestrarfýsnin jafn mikil og hér á Islandi. Þar á ofan eru blöðin hér
svo ódýr, að það dregur menn litlu, þó þeir bæti við sig einu
smáblaði. Það er ekki miklu til spilt, þó þeir reyni. Enginn veit
að hverju barni gagn verður. — Vér viljum hér í stuttu máli skýra
frá tilgangi þessa blaðs.
J§§^>—^- Það mun kosta kapps um að verða fræðandi og skemtandi.
Stjórnmálaþref er útilokað frá dálkum þess. Það ætlar stærri blöð-
unum að vera eiuum um hituna hvað það snertir. Aðaláherzlan verð-
ur lögð á það, að flytja létt og læsilega skrifaðar greinar um almenn
efni, en einhum og sér í lagi um bœjarmálefni. Fréttir mun það
flytja frá yztu endimörkum þessarar'veraldar, en mestar og beztar úr
höfuðstað vorum. Ofan á alt þetta flytur það öðru hvoru til smekk-
bætis þýðingar á stuttum útlendum greinum og smásögum. Svo er til
ætlast að blaðið komi út reglulega á livcrjum sunnudcgi, svo menn
geti notið þess í helgidagsrónni eftir hita og þunga virku daganna.
H§^—^- Verð blaðsins er 3 kr. árgangurinn, sem í Reykjavík borgist
með 75 aurum á ársfjörðungi. Út um land geta menn pantað blaðið
hjá afgreiðslumanni þess, mót því að senda borgun fyrir fram, eða
hjá póstafgreiðslumönnum. Pöntunin á að vera bundin við minst
einn ársfjórðung. Frlendis kostar blaðið 4 kr. árg., í Ameríku l1^ doll.,
og er pöntunin bundin við árganginn og borgun fyrir fram.
ffH> ^ Viðvíhjandi afgreiðslu blaðsins og auglysingum eru menn
beðnir að sníia sér til hr. cand. phil. JEinars Gunnarssonar, Lauf-
ásvegi nr. 6.
fff^—^- Ritstj. blaðsins geta menn fyrst um sinn hitt að máli í Jiúsi
Haldórs Þbrðarsonar, Laugavegi nr. 2, á miðvikud. og laugard.
lcl. 5—7 síðdegis.
Aldamótaljóð,
[Þessi þrjú eftirfylgjandi erindi eru
upphaf að hinum fögru Aldamótaljóðum
Einars Benediktssonar, er Stúdentafé-
lagið i Reykjavik sæmdi 100 kr. verð-
launum].
Lag: Þið þekkið fold með bllðri brá.
Við aldahvarf nú heyrum vér
sem hljóm af fornum sögum,
og eins og svip vor andi sér
af öllum landsins högum;
af sókn þess fram með sverð og kross
með siðmenning og lögum.
Og hátt skín bjarminn yfir oss
frá Islands frægðar dögum.
Það ljós skín yfir aldahaf
að yztum tímans degi,
í gegnum bölsins blakka kaf,
sem blys á niðjans vegi.
Það verndi oss, það víki' ei brott;
í virðing heims það standi,
að fornöld ber þess fagran vott,
hvað felst í þessu landi.
Það veki hjá oss kraft, sem knýr
til kapps, til alls þess stærra,
til starfs, sem telur tiroi nýr,
til takmarks æðra' og hærra.
Hver þekkir rétt, hvert þjóðin kemst,
þó þúsund ár hún misti ?
Oft seinastur varð settur fremst
og síðastur hinn fyrsti.
II i i i II ¦¦! II ¦¦ ) ¦¦ ¦
i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i  i
Aldamót.
I dag rennur 11. öldin upp yfir
þessa fámennu einstæðingsþjóð. I
rúm 1000 ár hefur hún unað kjör-
am sínum á þessu fjarlæga og fá-
tæka landi. I 1000 ár hefur hún orð-
ið að sæta hér bæði blíðu og stríðu,
sorg og gleði. Hér hefur hún fram-
leitt líf svo fjörugt, viðburðarikt og
tilkomumikið, að furðu gegnir, og hér
hefur hún aftur setið þögul og syrgj-
andi yfir brostnum vouum. Hér hef-
ur sólin varpað  geislum  sinum yfir
hana, þar sem hún stóð í fegursta
æskublóma, búin flestum þeim kost-
um, sem þjóð mega prýða. Hér hef-
ur sólin einnig hulið ásjónu sína í
skýjum fyrir henni, þegar hún varð
að sæta vansæmandi ánauðaroki og
var að þrotum komin; og hór hefur
hún brosað við henni á ný, þegarhana
aftur tók að dreyma fagra drauma
um frelsi og sjálfstæði. Þessi 1000
ár eru ekki nema lítill kafli í sögu
mannkynsins, en fyrir oss eru þau
alt, því þau fela í sér sögu vora
eins og hún er.  Og þegar vórrenn-
um  huganum  yfir  þau,  finst oss
margs að minnast.
Á fyrstu öld þjóðar vorrar, eða
10. öldinni, var lagður hinn i'yrsti
fasti gruudvöllur undir þetta þjóð-
félag með stofhun innlendrar stjórn-
ar. Og þessi grundvöllur var sann-
arlega aðdáanlegur. Hann var bæði
traustur og gjörður af svo mikilli
fyrirhyggju, að 4 honum mátti reisa
liina fegurstu byggingu, hefði hon-
uii) ekki verið raskað. Hyrnin^ar-
steinarnir, sem hið unga þjóðfélag
bygði  á,  voru  lögbundiÖ frelsi og
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4