Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sovétvinurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sovétvinurinn

						TVINURINN
ÚTGEFANDI:   SO V ÉTV I N A FÉ L AG   ÍSLANDS
l. tbl.
Marz
1933
ið og isl   alþýða.
„AUt má heimskum segja", hljóðar
gamalt spakmæli. Óþrjótandi dæmi
mætti færa því til sönnunar. Á 17. öld
gat hver prestbjálfi talið söfnuði sín-
um trú um, að eldgos og sultur kæmi
af siðspillingu fólksins og syndum
þess við guð. Og ekk> hefir íslending-
um farið fram síðan, því að þá létu þeir
ekki ritstjóra dagblaðanna hérna spúa
í sig fjarstæðustu skýringum á atburð-
um, sem gerast rétt fyrir nefinu á
þeim, hvað þá um erlenda atburöi. —
Um Sovétrikin hafa a. m. k. Morgun-
bíaðið og Vísir látið sér sæma hvers-
konar illkvitni, og þó víst aldrei neina,
er heimska fjölda lesenda hafi ekki
gleypt við græðgislega. En óafsakan-
Íegast og sárgrætilegast er það um
verkamennina, hve mikill hluti þeirra
er sljór og sinnulaus um ríki verka-
lýðsins á Rússlandi. Alþýðán hefir um
allan aldur látið ihnprenta sér, að hún
gæti ekkert af sjálfsdáðum, og hefir
mænt til yfirboðara sinna með bænar-
augum eftir hverri hagsbót. Henni er
orðið inngróið vantraust á sjálfa sig.
Og þó að komið sé á daginh og henni
ætti að vera heyrum kunnugt, að rúss-
neski verkalýðurinn hefir stofnað sér
ríki sjálíur með þeim árangri, að þar
er alt í vexti og uppgangi, samtímis
því sem allt atvinnulíf og öll menning
kulnar út annars staðar, þó að kom-
ið sé á daginn, að engu riki í veröld-
inni sé betur stjórnað en þar sem verka-
mennirnir sjálfir ráða, þá vill hún,
hvorki trúa, að ríkinu sé vel stjórnað
né verkamennimir ráði, og heldur sig
ár eftir ár í trú og tryggð við frásagn-
ir Morgunblaðsins. Á hverju getur öll
sú heimska þrifist, sem kemur mönn-
um þannig til að fjandskapast gegn
sjálfum sér?
,,Heimskt er heimaalið barn", segir
annar  málsháttur.  Ef  íslenzk  alþýða
væri ekki jafn einangruð og utan við
heiminn, ef hún hefði fylgzt með at-
burðarásinni erlendis á'undanförnum
áratugum, ef hún vissi um alla þá bar-
áttu og allar þær fórnir, sem verka-
lýðurinn varð að leggja fram til að
ná fyrsta áfanganum á sigurleið sinni,
myndi hún hafa tekið fregíiinni um
stofnun Sovétríkjanna með meiri fögn-
uði, meiri skilningi og samúð en hún
hefir gert. Mikill hluti hinnar íslenzku
alþýðu h'efir enn ekki gert sér grein
fyrir, að öld verkalýðsins er loksins
risin, að nú ér komið að hans hlutverki
í sögu mannkynsins. Meðvitundin um
það hlutverk og ábyrgð þess gefur rúss-
nesku alþýðunni margfaldan mátt í
viðreisnarstarfinu. Skilningurinn á
þessu hlutverki kveikir sjálfstraust og
starfslöngun í hugum verkamanna um
allan heim, Þráttfyrir yfirstandandi
eymd er verkalýðurinn kominn í sókn,
yfirstéttin býst alls staðar til varnar
og beitir þrælatökum af hræðslu og
örvinglun. Þróun verklýðshreyfingar-
innar er svo langt komin, að hún verð-
ur með engum brögðum hindruð til
lengdar. Auðvaldið gæti eins tekið sér
fyrir hendur að veita fljótunum upp á
móti brekkunni. Fullnaðarsigur verka-
lýðsins um allan heim færist óðum nær.
Baráttan milli yfirstéttar og verkalýðs,
milli saddra og svangra, verður með
hverjum deginum ákveðnari og harð-
vítugri. Utan við hana getur enginn
staðið lengur, vilji hann lifa og starfa,
en ekki vera dauð, hangandi drusla.
Til þess að skilja þessa hluti, verða
menn reyndar að víkka sjóndeildar-
hring sinn út yfir Morgunblaðið og
Vísi, en þó eru það hlutir, sem liggja
í augum uppi fyrir hvern, sem kynnir
sér atburðarás sögunnar og lögmál
þau, er hún lýtur. Heimskreppan og
önnur gjaldþrot kapitallsmans á síð-
ustu árum hafa opnað augun á mörg-
Til Sovétfaranna hverjir sem það verða.
Eftir Halldóp Kiljan Laxness.
Þegar þið komið til Sovétríkjanna,
þá ætla 'eg að taka ykkur vara fyrir
nokkrum smáatriðum, sem annars
gætu leitt ykkur til að draga falskar
ályktanir í höfuðatriðum, en sú hefir
orðið raun á um ýmsa.
Gluggatjöldin.
Ykkur mun furða á því, þegar þið
komið til Moskva, en þó sérgtaklega,
þegar þið komið í hinar nýju og fagur-
lega skipulögðu stóriðnaðarborgir, sem
reistar háfa verið í fyrstu fimm ái-a
áætluninni, að það eru mjög óvíða
gluggatjöld fyrir gluggum í húsum
í'ólks, heldur oft aðeim pappír í þeirra
stað, eða einhverjar dulur. Nú er ekk-
ert líklegra, en þið segið sem svo: Ó-
sköp er þetta fátæklegt hér í alsælunni
(eins og Morgunblaðið segir, að
kommúnistar lýsi Rússlandi), hver.s
vegna hefir fólkið ekki gluggatjöld?
Þannig munuð þið sjá fagrar, spá-
nýjar stórborgir eina eftir aðra, höll
eftir höll, sem verkamennirnir hafa
reist sér, en óvíða gluggatjöld. Var þá
byltingin ekki unnin fyrir gýg, úr því
í'ólk hefir ekki ráð á að hafa glugga-
tjöld? munuð þið spyrja.
En ef þið heíðuð komið til Rúss-
iands fyrir byltinguna, þá hefðuð þið
spwrt annari spurningu. Fyrir bylting-
una hýrðist mikill hluti rússneska
verkalýðsins, að minneta kosti fimm
hundruð sinnum fleiri menn, en allir
íslendingar,   (og það  í  hinum evróp-
WríOouöiíASAFN]

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8